Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 22
29. 0któber 2004 FÖSTUDAGUR KYNNINGARFUNDUR UM BORGARALEGA FERMINGU Kynningarfundur fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu vorið 2005 og aðstandendur þeirra verður haldinn laugardaginn 30.október kl. 11:00-12:00 í Kvennaskólanum, Fríkirkjuvegi 9, nýbyggingu 1. hæð s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m KOMDU OG UPPLIFÐU! Þurrir og hlýjir fætur í allan vetur Kids Goretex 70272 Kids Goretex 70272 Kids Goretex 70302 BARA ÞAÐ BESTA FYRIR BÖRNIN FRÁ RITSTJÓRN GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Um aðsendar greinar til blaðsins Athygli er vakin á því Fréttablaðið tekur að jafnaði ekki við aðsendu efni til birtingar á skoðanasíðum blaðsins nema það berist rafrænt um netmiðil okkar Vísi. Veffangið er visir.is. Á forsíðu Vísis er smellt á „Skoðanir“ efst í vinstra horni síðunnar og þegar komið er inn á „Skoðanir“ er smellt á borða ofarlega á síðunni sem merktur er „Senda inn efni til Fréttablaðsins og Vísis: Lesendabréf - Greinar“. Birtast þá nánari leiðbeiningar. Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar og efni Fréttablaðsins og netmiðilsins Vísis þar sem lífleg þjóðfélagsumræða fer fram. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð enda segir reynslan okkur að þannig nái efni mestri athygli. Við það er miðað að bréf séu ekki lengri en 1000 slög með bilum og greinar ekki lengri en 3000 slög með bilum. Ljósmynd af höfundi þarf helst að fylgja öllum greinum. Ritstjórn ákveð- ur hvort aðsent efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til nauðsynlegra leiðréttinga og til að stytta efni áður en að birtingu kemur. ÆVINTÝRI GRIMS Gagnrýni á ekki að vera siðferðispredikun Þriðjudaginn 12. október birtist í Fréttablaðinu gagnrýni Finns Torfa Stefánssonar á sýningu Ís- lensku Óperunnar á óperunni Sweeney Todd sem nú er á fjölun- um. „Gagnrýni“ þessi var þesshátt- ar að ég get ekki annað en reynt eftir besta mætti að halda uppi vörnum fyrir Stephen Sondheim, Sweeney Todd og Íslensku óper- una. Ég vil hins vegar taka það fram að það sem hér kemur fram eru mínar persónulegu skoðanir. Finnur segir að tónlistin sé í grunninn „hefðbundin Hollywood- kvikmyndatónlist“ og segir svo að Sondheim takist ekki að skapa heildarmynd og að laglínur séu klaufalegar og stirðar og kassaleg- ar. Ég er ósammála Finni. Í Sween- ey eru margar eftirminnilegar lag- línur. Jóönnusöngur Anthonys, ölmususöngur betlikerlingarinnar, „Ekkert má þig meiða“ sem Tobías og Frú Lowett syngja saman og formálinn og eftirmálinn o. fl. Ég er líka ósammála því að þarna sé ekki um neina heildarmynd að ræða. Til dæmis má segja að sum- ar laglínur fylgi hverri persónu í gegnum verkið, t.d. harmsöngur Sweeneys um fortíðina sem skýtur upp kollinum hér og þar ýmist í flutningi hans eða frú Lowett en þar tekur hann á sig aðra mynd og þróast áfram. Mér finnst skrýtið þegar Finnur talar um í öðru orð- inu klaufalega samda tónlist sem gæti verið nemendaverk og meist- aralegar útsetningar hinsvegar. Finnur segir líka að gengdarlaust ofbeldið sem er sýnt sé líklega skýringin á vinsældum óperunnar. Ég er annarrar skoðunar. Það er satt hjá honum að mikið ofbeldi er sýnt en það er annaðhvort með því sem ég myndi kalla kolsvörtum húmor eins og rétt eftir hlé eða tregablæ eins og í lokin. Það að sýna ofbeldið á þennan hátt finnst mér nauðsynlegt til að sýna þróun Sweeneys sem persónu og þeirra áhrifa sem fangavist, frú Lowett o. fl hefur á hann og breytir honum. Finnur segir að ekki verði vart við tilraunir til persónusköpunar og að þar ríki hin stöðluðu form. Ekki veit ég hvað hann á við því að mér finnst einmitt persónusköpun- in sterk sérstaklega hjá Sweeney þar sem brjálsemin magnast eftir því sem líður á verkið. Einnig finnst mér persóna Lowett mjög skemmtilega geðveik þar sem kún- stin að lifa af hvernig sem maður fer að því skiptir öllu. Finnur segir að tilgangurinn hjá Íslensku óper- unni með uppsetningunni sé að leysa rekstrarvanda. Ekki veit ég það en hitt veit ég að með því að taka Sweeney til sýninga þá höfðar Íslenska óperan til breiðari hóps en áður vegna þess að það er alveg sama hvað Verdi, Puccini og Moz- art eru frábærir, Sweeney Todd og Stephen Sondheim eiga að mínu mati alveg jafnmikið erindi til ís- lenskra áhorfenda og þeir. Því að eftir því sem ég kafa betur ofaní Sweeny bæði tónlist og leikrit þá hef ég komist að því að ekkert í þessu stykki er háð tilviljunum heldur vandlega og að mínu mati frábærlega samin ópera. Að lokum verð ég að segja að mér finnst að gagnrýni eigi ekki að vera siðferð- ispredikun heldur segja allt um hvernig til tókst með uppfærsluna. Skarphéðinn Þór Hjartarson söngvari í Kór Íslensku óperunnar í Sweeny Todd. Höfundur er tónlistarmaður og söngvari. Því að eftir því sem ég kafa betur ofan í Sweeny bæði tónlist og leikrit þá hef ég komist að því að ekkert í þessu stykki er háð tilviljunum heldur vandlega og að mínu mati frábærlega samin ópera. ,, Hvar eru tvífararnir? Jens Guð skrautskriftarkennari skrifar: Saddam Hussein er vondur. Ef hann var ósammála einhverjum lét hann sér ekki nægja að slá kauða eldsnöggt í höfuðið með reglustriku. Nei, Saddam skaut við- komandi. Lengst af var Bandaríkjamönn- um og öðrum Vesturlandabúum hlýtt til Saddams. Oft gerðu þeir góðan bisniss saman, vinirnir. Saddam var séð fyrir efna- vopnum til að hafa hemil á Kúrdum. Líka til að halda úti 8 ára löngu stríði við Írani. Saddam þorði ekki að láta sjá sig opinber- lega. Þess í stað voru búnir til 5 tvífarar hans. Saddam átti gereyðingarvopn. Að baki þeim lá illur ásetningur. Öfugt við aðra sem eiga gereyðingarvopn í friðsam- legum tilgangi. Þó að Brúskur W. sé skemmdur af dópi þá er hann ekki (alveg) vangefinn. Hann varð að hernema Írak, uppræta gereyðingarvopnin og refsa Saddam fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjun- um 11. sept. Í ringulreið innrásarinnar í Írak týndust gereyðingarvopnin. Síðar duttu íslenskir dátar um þau. En hvað varð um tvífarana? Geta íslensku dátarnir fundið þá? Það yrði heimssögulegur við- burður. BRÉF TIL BLAÐSINS SKARPHÉÐINN ÞÓR HJARTARSON SVARAR ÓPERUGAGNRÝNI FINNS TORFA HJÖRLEIFSSONAR 22-35 (22-23) Umræðan 28.10.2004 15:48 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.