Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 29. 0któber 2004 Laus úr viðjum streitunnar Ég er grunnskólakennari sem hefur öðlast hið fullkomna frelsi. Ekki bara hið faglega frelsi sem veitir mér ánægju í starfi heldur líka það andlega frelsi að vera ekki að slást við viðvarandi stre- itu. Ég er laus úr viðjum streit- unnar sem ég var farin að upp- lifa afar sterkt þrátt fyrir ungan starfsaldur eða aðeins þrjú ár í starfi. Sú streita stafaði ekki ein- ungis af sérhverjum persónuleg- um ástæðum sem sérhver kenn- ari getur verið að glíma við tengt eða ótengt starfinu sem slíku heldur stafaði sú streita að miklu leyti af þeim ramma sem grunn- skólar eru almennt bundnir við. Ramma sem að mínu mati getur komið í veg fyrir að kennarar sem hafa vilja, getu og þor til þess að standa undir merki um að vera framsæknir kennarar. En slíkt er ekki boðlegt lengur og því hafa kennarar tekið ákvörð- un og segja hingað og ekki lengra ñ ákvörðun sem tekur meira en lítið á alla þá einstakl- inga sem á einhvern hátt tengj- ast þessum gífurlega mikilvæga vettvangi sem grunnskólinn er og ekki síst tekur það á fyrir kennara sem eru staddir í þeim raunveruleika sem yfirstandandi verkfall er. Ég sem þetta skrifa sagði „já“ við verkfallsboðun, ég sem var orðin grautfúl út í kerf- ið sem skapaði mér óviðunandi aðstæður til þess að vinna starf- ið mitt er nú utan við þennan hörmulega veruleika vegna þess að ég kaus að fara af hinum al- menna vettvangi og láta reyna á nýja starfshætti, nýtt form, nýj- an ramma sem mörgum er fram- andi og sumir virðast jafnvel vera að misskilja af einhverjum ástæðum. Að fenginni nýrri reynslu í kennarastarfinu þar sem einfaldleikinn er í hávegum hafður, frelsi einstaklingsins til þess að vera sá sem hann er er metið ofar öllu, þar sem námskráin er plagg sem er lif- andi og útfært þannig að öllum smáatriðum er hægt að fylgja eftir í raunveruleikanum þ.e. kennslunni þá er það mitt mat að það fyrirkomulag sem við stönd- um frammi fyrir í almennum grunnskólum sé úr sér gengið. Við hljótum að þurfa að endur- skoða þann ramma sem kennarar eru að vinna eftir til þess að ná fram góðri sátt um starfsskil- yrðin. Með því að setja það í hendur kennara hvort hann kýs að sinna hinu eiginlega kennarastarfi, þ.e. kennslunni sem slíkri og því sem fylgir að vera með nemendahóp eingöngu og þannig að um 100% starfshlutfall sé að ræða og með því að það verði val kennara hvort þeir taki að sér aðra vinnu í þágu skólans sem lúta að ýmiss konar sérverkefnum sem eru oftar en ekki bundin við annars vegar stefnu þeirra sem eru við stjórnvölinn í hverju sveitarfé- lagi fyrir sig og hins vegar þeirri stefnu sem hver skóli hef- ur ákvörðunarrétt til þess að marka starf sitt. Með þessu erum við að tala um ákveðnar breyt- ingar á þeim ramma sem samfé- lag grunnskólanna er sett í, þ.e. að aðskilja annars vegar kennsl- una og þau verkefni sem eru hrein og bein viðbót við starfið sem felur í sér meira vinnuálag, aukna ábyrgð gagnvart fleiri þáttum skólastarfsins og fag- þekkingu á fleiri sviðum. Að sjálfsögðu krefst hið síðarnefnda borgunar í formi hærri launa –þannig er það bara og þannig starfa aðrar stéttir. Allt eru þetta breytingar sem munu leiða af sér vellíðan kennara í starfi, frekari árangur, og almennri sátt um að grunnskólinn sé fýsilegur vinnu- staður þar sem má halda almennri streitu í lágmarki og auka á gleð- ina en þessir þættir eru miklir áhrifaþættir á árangur í starfi. Höfundur er grunnskóla- kennari við Barnaskóla Hjalla- stefnunnar. Einhugur meðal kennara Ekki veit ég hvaðan Sigurjón M Egilsson fréttaritstjóri Frétta- blaðsins fær þær hugmyndir að kennarar standi ekki að baki samninganefnd sinni. Í pistilin- um Frá degi til dags 23. október segir hann að „fámennur hópur herskárra kennara“ þrýsti á Eirík Jónsson formann Kenn- arasambandsins og að þess vegna „treysti hann sér ekki til að ganga að neinum tillögum og leggja þær í dóm kennara“. Ég spyr, hvar hefur pistlahöf- undur verið undanfarnar vikur? Hefur samstaða kennara ekki verið mjög sýnileg? Hvers vegna heldur hann að kennarar hafi fjölmennt í þrígang fyrir utan hjá sáttasemjara þegar fundir voru að hefjast? Hvers vegna fjölmenntu kennarar fyrir utan Alþingishúsið við þingsetningu? Hvers vegna voru kennarar að fjölmenna í Háskólabíó á baráttufund? Hvers vegna gengu u.þ.b. 3000 kennarar niður Laugaveg í norð- angarra og efndu til útifundar á Ingólfstorgi? Þar fyrir utan hafa kennarar í stórum sem smáum hópum þjappast saman í verk- fallinu á ýmsan annan hátt. Ég fullyrði að a.m.k. 90% grunnskólakennara stendur þétt að baki samninganefnd okkar og samninganefndin veit upp á hár hver vilji okkar er, enda eru fulltrúar úr samninganefndinni duglegir að heimsækja verk- fallsmiðstöðvarnar. Þar segja þau okkur hver staðan er hverju sinni og hlusta á okkur í leiðinni. Rúmlega 90% kennara tók þátt í atkvæðagreiðslu um verk- fallsheimild og samþykkti hana. Það er ekkert stéttarfélag hér á landi sem getur státað af jafn mikilli þátttöku félagsmanna sinna í kjarabaráttu. Við erum aðeins að fara fram á sanngjörn laun fyrir vinnu okkar. Það er engin lausn að bjóða ungum kennurum upp á að byrjunarlaun þeirra nái 210 þús.kr. eftir 3 til 4 ár. Ég hef frekar heyrt óánægju með að samninganefnd- in hafi lækkað kröfur sínar úr 250 niður í 230 þús. of snemma. Endurnýjun verður að eiga sér stað í stéttinni. Það er ekki nóg að margir sæki í kennaranám en gefist svo fljótt upp á starfinu vegna þess að endar ná ekki sam- an. Þessi barátta okkar núna verður að skila þeim árangri að sátt náist um launin. Við erum ekkert að gefa eftir og stöndum öll saman sem einn maður. Höfundur er kennari. ANNA ÓLAFSDÓTTIR SVARAR PISTLI Í FRÉTTABLAÐINU SARA DÖGG JÓNSDÓTTIR KENNARI UMRÆÐAN KENNARA- VERKFALLIÐ Ég er grunnskóla- kennari sem hefur öðlast hið fullkomna frelsi. Ekki bara hið faglega frelsi sem veitir mér ánægju í starfi heldur líka það and- lega frelsi að vera ekki að slást við viðvarandi streitu.- ,, 22-35 (22-23) Umræðan 28.10.2004 16:00 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.