Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 44
32 29. október 2004 FÖSTUDAGUR Ómissandi á DVD The Predator. Arnold Schwarzenegger mætti drápglöðu geimverunni árið 1987 í þessari spennumynd úr smiðju leikstjórans John McTiernan sem sló svo eftir- minnilega í gegn ári síðar rmeð Die Hard. Predator er testósterón-mynd af gamla skólanum og ómissandi í safnið hjá öllum aðdáendum ríkisstjórans tröllvaxna sem og þeirra sem hafa gaman af hressilegum vísindaskáldskap. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ „There’s something out there waiting for us, and it ain’t no man. We’re all gonna die.“ - Indíáninn Billy var fljótur að átta sig á því að þraut- þjálfaðir hermenn ættu ekki séns í rándýrið í The Predator frá árinu 1987. SHALL WE DANCE? Gagnrýnanda Frétta- blaðsins leiddist ekkert á myndinni en fannst samt vanta neistann. Shall We Dance? „Rómantíkin og ástarþráin svífur því yfir vötnum í Shall We Dance? en dramað og tilfinningarnar rista þó aldrei nógu djúpt til þess að myndin hreyfi al- mennilega við áhorfandanum en til þess að róm- antískar gamanmyndir af þessu tagi virki fullkom- lega þarf fólk að geta fundið einhvern samhljóm með persónunum og fá tækifæri til að taka þátt í gleði þeirra og sorgum af heilum hug.“ ÞÞ Shark Tale „Mafíuhákarlarnir eru einu persónurnar sem eitt- hvað er spunnið í og þar eru þeir áberandi bestir Robert De Niro sem gerir góðlátlegt grín að sjálf- um sér í hlutverki Don Linos og Michael Imperioli. Þessir gaurar kunna mafíósataktana utanbókar og blása smá lífi í staðna söguna.“ ÞÞ Wimbledon „Af þessu öllu verður ágæt mynd, rómantísk, nokk- uð fyndin, talsvert barnaleg á köflum – eins og breskra rómantískra gamanmynda er jafnan háttur – en yfir meðallagi í leik og söguþræði. Pör voru þó nokkur í bíó. Myndin er ekki við hæfi þeirra sem þola ekki tennis.“ GS Dodgeball „Hefst þá hin skemmtilegasta atburðarás sem heldur manni brosandi allan tímann, það vantar ekki. Og spenntum. En maður liggur aldrei afvelta af hlátri, eins og maður bjóst við að maður myndi gera.“ GS Leikstjórinn Ridley Scott braut blað í bíósögunni árið 1979 þegar hann kynnti morðóða geimveru til sögunnar í hryllingsmyndinni Alien. Skepnan er snýkjudýr af verstu sort og verpir eggjum sín- um í kviðarhol fólks sem springur svo með látum þegar fullþroskað og tannhvasst geimverubarn rífur sig laust. Skepnan vex á metraða og nær fullum vexti á augabragði og þegar hún er komin á legg fær nánast ekkert stöðvað hana. Blóðið sem rennur um æðar hennar er kraumandi sýra og hún eirir engu enda er frumtilgangur tilveru hennar sá að fjölga sér á kostnað annarra, sérstaklega mannfólks. Geimveran hefur gert leikkon- unni Sigourney Weaver og félögum lífið leitt í fjórum myndum, sem allar eru býsna ólíkar fyrir utan það eitt að allar hverfast þær um glímu Ellen Ripley við geimveruna. Rándýrið sem kom til jarðar, vel vopnum búið, árið 1987 og mætti sjálfum Arnold Schwarzenegger í æsilegum frumskógarbardaga er öllu siðmenntaðra en Alien-kvik- indið. Rándýrin eru þó engu að síð- ur þrælskæð og erfið viðureignar en hafa ýmsar siðareglur í heiðri og takast aðeins á við verðuga and- stæðinga, þannig að óvopnað fólk og þungaðar konur eru ekki í hættu þegar Predatorinn skýtur upp koll- inum. Spekingarnir í Hollywood hafa lengi gælt við þá hugmynd að láta þessar skepnur utan úr geimnum takast á og hugmyndin um að demba Alien og Predator saman í eina bíómynd hefur verið í pípun- um í um það bil áratug og forynj- urnar hafa þegar borist á bvana- spjótum í teiknimyndasögublöðum og í tölvuleikjum. Topparnir hjá Fox-kvikmynda- framleiðandanum höfðu leitað að heppilegu handriti fyrir átök geimskrímslanna en treystu sér ekki til að veðja á neitt fyrr en leik- stjórinn Paul W.S. Anderson mætti til leiks með hugmyndina um að láta kvikindin berjast á jörðinni. Mannkynið lendir því heldur betur milli steins og sleggju í Alien vs. Predator og það er víst óhætt að fullyrða að alveg sama hver vinnur í þessu stríði þá munum við tapa. Þessi nýi kafli í sögu Alien og Predator hefst á því að vísinda- menn uppgötva dularfullan pýramída á hafsbotni undir þykkri íshellu. Þegar þeir fara að skoða sig betur um inni í byggingunni komast þeir að því að Predatorar hafa innréttað æfingabúðir fyrir manndómsvígslur nýrra stríðs- manna þar sem þeir láta þá berjast við geimverurnar morðóðu. Þeir halda risavaxinni geimverudrottn- ingu fanginni og á 100 ára fresti verpir hún eggjum og allt fyllist í kjölfarið af blóðþyrstum afkvæm- um hennar. Það vill auðvitað svo heppilega til að pýramídinn finnst á varptíma og fyrr en varir verður allt brjálað. ■ Geimskrímsli berjast á jörðinni ALIEN OG PREDATOR Þessi stórhættulegu geimskrímsli berjast upp á líf og dauða í Alien vs. Predator en þessar skepnur hafa aldrei áður mæst á hvíta tjaldinu. Alien-skepnan hefur hingað til gert fólki lífið leitt í fjórum bíómyndum en Predator í tveimur. Næsland „Það er margt vel gert í Næslandi enda enginn skortur á fagmönnum sem koma að framleiðslunni. Kvikmyndatakan er flott, sviðsetningin á köflum snilld, leikararnir standa sig upp til hópa prýðilega og tónlistin er fín en samt er eitthvað að klikka þannig að eftir stendur áferðarfalleg mynd sem er ekkert sérstaklega skemmtileg og ristir ekki djúpt.“ ÞÞ Collateral „Í raun er hér um klassíska baráttu góðs og ills að ræða. Að þessu sinni fer hún fram í leigubíl, á milli níhílista sem fer um stórborgina drepandi fólk eins og engill dauðans og er skítsama, og leigubílstjóra sem trúir enn á drauma og hið góða í lífinu. Og spennan er klassísk: hvort aflið verður hinu yfir- sterkara? „ GS Man on Fire „Þrátt fyrir tómahljóðið í söguþræðinum má vel hafa gaman af Man on Fire, sérstaklega ef maður er veikur fyrir hefndardrama og nýtur þess að sjá óþokka þjást en í bestu atriðum myndarinnar níð- ist Creasy heldur ruddalega á óvinum sínum.“ ÞÞ Girl Next Door „En myndin kemur bara nokkuð skemmtilega á óvart á vitsmunalega sviðinu, og það er hennar styrkur. Og hún er líka nokkuð fyndin og tónlistin er góð. Svo eru líka ágætis pælingar í henni, til dæmis um siðferði og pólitík.“ GS 44-45 (32-33) bíó 28.10.2004 18:29 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.