Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 46
34 29. 0któber 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Kynngikrafti, sýningu Rögnu Róbertsdóttur í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvals- stöðum. Á sýningunni getur að líta ný og eldri verk, aðal- lega unnin í íslenskt grjót, hraun, vikur, skeljamulning og jarðveg... Flutningi Óperukórsins og Karlakórsins Þrasta á Elía eftir Mendelssohn í Grafarvogskirkju á sunnudaginn klukkan 16.00... Haustkyrrð í lífi og náttúru, tón- leikum Kammersveitar Reykjavík- ur í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudaginn, klukkan 20.00. Fræðsludeild Þjóðleikhússins og Símennt- unarstofnun Kennaraháskóla Íslands standa fyrir fyrirlestri um þverfaglega listgreina- kennslu þriðjudaginn 2. nóvember í Skriðu, sal KHÍ við Stakkahlíð. Fyrirlesturinn, sem hefst klukkan 19.30, flytur Karen María Jóns- dóttir og fjallar hún um þverfaglega listgreina- kennslu sem notuð hefur verið í hollenskum framhaldsskólum. Þetta kerfi hefur gefist svo vel að nú ætla hollensk fræðsluyfirvöld að að- laga kerfið grunn- skólastiginu. Átta lönd íhuga að taka upp sams konar kerfi. Karen María starf- aði sem kennari í Hollandi og vann, meðal annars, eftir ofangreindri aðferð. Einnig flytur Anna Jeppesen, aðjúnkt í kennslufræði og leiklist, erindi um stöðu mála á Íslandi og Ása Ragnarsdóttir, sem á sæti í ráðgjafahópi um mótun listgreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum, segir frá störf- um nefndarinnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kl.14.00 á laugardag og sunnudag. Söngleikurinn Litla stúlkan með eldspýturn- ar, eftir Keith Strachen, Jeremy Paul og Leslie Stewart í Íslensku óperunni. menning@frettabladid.is Um þverfaglega listgreinakennslu Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir sýnir í anddyri Hallgrímskirkju. Haustsýning Listvinafélags Hall- grímskirkju stendur nú yfir í anddyri kirkjunnar. Þar sýnir Magdalena Margrét Kjartansdótt- ir grafíkverk sem hún vann sér- staklega af þessu tilefni. Hún seg- ir verkin ekki beinlínis trúarleg. „Ég hef verið að vinna að þessari sýningu í tvö ár. Það var lengi að brjótast í mér hvað ég ætti að gera vegna þess að ég er ekki mjög trúuð kona. En, ég hef farið í gegnum það sama og aðrir, verið skírð, fermd og gift – og það í Hallgrímskirkju. Á endanum ákvað ég bara að halda mínu stri- ki, vinna út frá því sem ég hef alltaf unnið – og túlka tilfinningar okkar mannanna.“ Verkin á sýningunni eru unnin á örþunnan japan-pappír sem er mannhæðarhár og verkin sýna ferð mannsins allt frá vöggu til grafar. „Ég fylgi kirkjutengdum viðburðum í þessum átta verkum og fjalla um bæði gleði og sorg,“ segir Magdalena. „Engu að síður er ég mikið að fjalla um konuna í þessum verkum, til dæmis, þá sögu að við séum skapaður úr einu rifbeini – sem mér finnst alltaf aumur punktur.“ Magdalena er sammála því að í kristni og í Biblíunni sé kannski ekki mikill efniviður fyrir listakonur til að vinna úr. „Við fáum dálítið niðrandi með- höndlun þar,“ segir hún og bætir við: „Auðvitað vafðist þetta fyrir mér þegar ég fór að vinna að sýningunni – en þegar upp var staðið þá hef ég sótt kirkju við tiltekin tækifæri eins og aðrir Íslendingar og upplifað þar tilfinningar sem við upplif- um öll – og svo ber ég þetta nafn, Magdalena. „ Sýningin í anddyri Hall- grímskirkju stendur til 21. nóv- ember. ■ Þráin eftir „annars staðar“ ! þú gætir unnið miða fyrir tvo á Edduhátíðina taktu þatt - kjostu núna´ ´ ALLT UM EDDUNA A VISIR.IS´ Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Norður eftir Hrafn- hildi Hagalín þar sem per- sónur mæta örlögum sínum á flugstöð Norður, nýtt verk eftir Hrafnhildi Hagalín, verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Norður er magnað og óvenjulegt nýtt verk um lífið og tregann í borg- inni. Flugvöllur – staður þar sem fólk kemur saman til þess að fara burt. Í þetta sinn verður haldið í ferðalag út á ystu nöf. Á bak við andlitin sem bregður fyrir á leið okkar búa sögur, ólgandi tilfinning- ar, sársauki, átök. Allt í kringum okkur eiga sér stað atburðir sem engir mega vita um og enginn getur séð fyrir. Meðal leikenda í sýningunni eru Halldóra Björnsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Þær eru greini- lega ánægðar með sitt hlutskipti í sýningunni og segja verkið fallega skrifað. „Persónurnar í verkinu hafa allar löngun til að vera annars staðar en þær eru, eða bara með einhverjum öðrum,“ segja þær. „Ástkonan sem ég leik, býr fyrir norðan og vill flytja í burtu. Hún á ástmann en samband þeirra er komið að ákveðnum tímapunkti, þar sem bæði þurfa að fara að taka ein- hverja ákvörðun,“ segir Halldóra. „Það sem einkennir kannski per- sónurnar er að þær eru einangraðar og einmana, ná ekki sambandi við sína nánustu,“ segir Vigdís, „Í para- samböndunum hefur fólkið ekki stuðning hvert af öðru – þótt það í rauninni vilji það og reyni.“ „Og allt þetta fólk mætist á flug- stöð þar sem við fylgjumst með því mæta örlögum sínum,“ bætir Halldóra við. Þær Halldóra og Vigdís eru sam- mála um að verkið geti gerst á hvað stað sem er þótt Hrafnhildur geri flugstöð að umgjörð þess. „Það er mjög skemmtilegt hvernig hún leik- ur sér með formið, tíma og rúm,“ segja þær. „Það hefur verið skemmtileg glíma fyrir okkur leikarana að púsla saman tímaflakk- inu.“ Er ekki dálítið meira átak að takast á við nýtt íslenskt verk en verk sem eiga sér sögu, jafnvel langa? „Það eru frábær forréttindi að fá að fást við nýtt íslenskt verk úr okkar raunveruleika, einkum þar sem höfundurinn er ung kona sem lifir í sama umhverfi og við sjálf hér í Reykjavík. Menningarheimar þessara persóna eru okkar. Óneitanlega fyllir það okkur stolti að fást við nýtt íslenskt verk. Við höfum það á tilfinningunni að þetta verk verði ekki bara sýnt í þetta eina skipti. Það er klassískt og fjallar um klassísk vandamál.“ „Kannski á maður einhvern tím- ann eftir að leika gömlu konuna,“ segir Vigdís og það er greinilegt að henni líst ekki illa á þann mögu- leika. Aðrir leikendur í sýningunni eru Guðrún S. Gísladóttir, Sigurður Skúlason, Ívar Örn Sverrisson, Er- lingur Gíslason, Margrét Guð- mundsdóttir, Þröstur Leó Gunnars- son, Edda Arnljótsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Valdimar Örn Flygenring, Þórunn Lárusdóttir og Björgvin Franz Gíslason auk þess sem tveir drengir skipta með sér hlutverki. Búningar eru í höndum Filippíu I. Elísdóttur, um lýsingu sér Páll Ragnarsson, hljóðmynd semur Jón Hallur Stefánsson, höfundur leik- myndar er Rebekka A. Ingimundar- dóttir og leikstjóri er sem fyrr segir Viðar Eggertsson. sussa@frettabladid.is MAGDALENA MARGRÉT Ég fylgi kirkjutengdum viðburðum í þessum átta verkum. Hjá Almenna bókafélaginu erkomin út Kattabókin. Alfræði í máli og myndumí ritstjórn Davids Taylor og þýðingu Björns Jónssonar. Um er að ræða ríkulega mynd- skreytta umfjöllun um heimilisketti með aðgengilegum upplýsingum um allt sem viðkemur köttum og kattahaldi og greinagóðri lýsingu á öllum helstu kattakynjum. Í Katta- bókinni er að finna svör við flestum þeim spurningum sem upp kunna að koma um ketti og kattahald. Fjall- að er um val á heimilisköttum, upp- eldi katta, samskipti við ketti, hegðun katta og hvernig bregðast á við hegð- unargöllum, daglega umhirðu og heilsugæslu, kattasýningar og rækt- un, svo það helsta sé nefnt. NÝJAR BÆKUR Tilfinningar okkar mannanna FLUGVÖLLUR Á bak við andlitin sem bregð- ur fyrir á leið okkar búa sögur, ólgandi tilfinn- ingar, sársauki og átök. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 46-47 (34-35) Menning 28.10.2004 18:28 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.