Tíminn - 18.01.1974, Blaðsíða 24
SLS-IOHUU
SUNDAHÖFN
GBÐI
fyrirgóóan mai
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
30 manns fórust
af völdum óveðurs
— margra til viðbótar saknað
NTB-London — Meira en 30
manns fórust i ofsaroki i gær á
Ermarsundi og beggja vegna
þess. Atta skip fórust, tré rifnuðu
upp með rótum og rafmagns og
simalinur slitnuðu og lokuðu ak-
vegum á austurströnd Bretlands.
011 áhöfn skipsins „Prosperity”
frá Kýpur, átján manns, er talin
af. Skipið sökk út af Guernseyju á
Ermarsundi, en það strandaði á
miðvikudagskvöldið og brotnaði i
tvennt. I gærkvöldi höföu fundist
16 lfk.
Atta menn drukknuðu og
þriggja er saknað af danska skip-
inu „Marc Enterprise”, sem
hvolfdi undan Devonströnd. Fjór-
ir fiskimenn drukknuöu i höfninni
i franska bænum Brest, er bát
þeirra hvolfdi, og 16 ára stúlka
fauk I sjóinn af skipi rétt utan við
Brest.
Libanska skipið „Cordelia” og
„Marta” frá Kýpur lentu I nauð-
um við strönd Hollands og einn
maöur drukknaði af „Mörtu”.
Utan við Emmerich við Rin sökk
litill hollenskur bátur og skip-
stjórinn og ársgamalt barn hans
drukknuöu. Eiginkonan synti i
land, ófrisk á áttunda mánuði og
var lögð inn á sjúkrahús með
taugaáfall. Eins manns er saknað
eftir árekstur tveggja skipa á
Elbu. 1 Widelburg á Walcher-
en-skaga brotnaði iþróttahöll i
spón.
Hótuðu að myrða
móður og þrjú börn
NTB-Belfást — öþekktir hryðju-
verkamenn rændu i gær n-irskum
mótmælanda og hótuðu að myrða
konu og þrjú börn. Tveimur
klukkustundum eftir að mann-
ránið var framið, hringdi maður,
sem ekki sagði til nafns, til dag-
blaðs i Belfast og sagði, að lög-
reglan myndi finna lik á af-
skekktum flugvelli.
FYRSTA LOÐNAN
KOMIN Á LAND
skipin flykkjast d miðin
StiLAN frá Akureyri landaði
fyrstu loðnunni á þessari vertið á
Kskifirði i gær, uin 300 tonnum,
scin fcngust i 2 köstum seinni-
partinn i fyrrinótt. Börkur NK
fékk þá einnig 150-160 tonn og er
nú sanitals koininn með eitthvað
á 3. Iiundrað tonn. Aðrir bátar
sem þarna voru fengu eitthvað
minna, cn þcir voru Magnús NK,
Kylkir NK og Kldborgin, sem
koin undir birtinguna.
Að sögn Andrésar Finnboga-
sonar hjá loðnunefnd lögðu 15
skip af stað á miðin i gærmorgun,
eftir þvi sem hann vissi bezt, og
reiknaði hann með þvi, að mjög
mörg skip væru i þann veginn að
leggja af stað.
1 gærdag urðu skipin vör við
nokkra loðnu, en hún stóð djúpt og
var heldur dreifð, að sögn Hjálm-
ars Vilhjálmssonar fiskifræðings.
Þeir á Arna Friðrikssyni ætluðu
næst að leita I suðvestur, nær
landinu.en fram að þessu hafa
þeir aðallega haldið sig 45-65 mil-
ur frá landi.
Hjálmar sagði, að á þvi væri
ekki vafi, að mikið magn væri i
þessari göngu og taldi jafnvel
tlmabært að endurskoða fyrri
umsagnir sinar um, að loðnu-
magnið yrði minna á þessari ver-
tið en i fyrra.
Allgott veður var á miðunum i
gærdag. Spáð hafði brælu, en ekk-
ert virtist ætla að verða úr þvi.
—hs—
Maðurinn sem hringdi, kallaði
sig kaptein Black og kvaðst vera I
frelsissamtökum Ulsters. Stórir
hópar lögreglumanna hófu þegar
leit á flugvellinum og við hann, en
I gærkvöldi hafði enn ekkert lik
fundizt.
Maðurinn, sem rænt var, er tal-
inn vera Robert nokkur Bell, sem
I fyrra var ákærður fyrir ólög-
lega meðferð skotvopna. Hann
hefur gengið laus siðan, en veriö
undir eftirliti. Talið er, að öfga-
samtök mótmælenda gruni hann
um samvinnu við lögregluna.
1 Portadown, sem er um 50 km
sunnari við Belfast, réðust þrir
menn inn á heimili frú Roshin
Fox, ásökuðu hana um samstarf
viö lögregluna og hótuðu að
myrða hana, ef hún hefði ekki
yfirgefiö N-lrland innan tveggja
sólarhringa. Arásarmennirnir
bundu frú Fox, rökuðu af henni
hárið, börðu hana i kviðinn og
köstuðu einu barninu i vegg. Sið-
an hótuðu þeir að myrða alla fjöl-
skylduna, en fóru við svo búið.
Laxórvirkjun
vill annast
virkjun
Kröflu
KINS og kunnugt er er Laxár-
virkjun sá aðiii sem allt frá fyrstu
tið hefur annazt orkuöflun fyrir
hið svonefnda Laxársvæði, sem
nær frá Dalvik og austur til
Raufarhafnar.
Af þessum sökum var þvi
Laxárvirkjun eðlilega sá aðili,
sem tók að sér að reisa og reka
fyrstu jarðgufuaflstöðina á ts-
landi, sem framleiðir raforku til
almenningsnota.
Nú þegar lagt hefir verið fram
frumvarp til laga um frekari
jarðgufuvirkjun á svæðinu, þ.e.
virkjun við Kröflu, þá er ekki
minnzt á Laxárvirkjun i þvi sam-
bandi, heldur væntanlegri
Norðurlandsvirkjun falið verk-
efnið, en undirbúningur að stofn-
Framhald á bls. 8.
Enn vanfar tvo
erlenda skákmenn
Helzt er rætt um Hartstone, Haman,
Vestrinen, Jacobsen og Pfleger
EFTIR rúmar tvær vikur hefst
alþjóðlega skákmótið i Reykja-
vik, þ.e. mánudaginn 3. febrúar.
Af sjö erlendum skákmönnum,
sem keppa eiga, hefur enn ekki
tekizt að tryggja tvo. Að sögn
Hólmsteins Steingrimssonar, rit-
ara Skáksambands islands, telur
Larsen sig alls ekki geta tekiö
þátt i mótinu. Var reynt við hann I
annaö sinn á miðvikudag, og var
það Friörik Óiafsson, sem talaöi
viö hann.
Þeir sem' helzt er nú reynt að ná
i eru Ilartstone, brezkur, og
Ilaman I Danmörku. Einnig eru
þeir á dagskrá Vestrinen frá
Finnlandi og Jacobsen frá Dan-
mörku, ef Haman fæst ekki. Auk
þess hefur v-þýzki skákmaðurinn
Pfleger komið til greina.
— Bent i önnum
vegna skólaskákar
Að sögn Friðriks Ólafssonar
getur Bent Larsen ekki komið á
mótið vegna þess, að hann er önn-
um kafinn við samningu bóka eða
„kúrsusa” i sambandi við skák i
dönskum skólum.
— Hann sagði, að það eina, sem
hróflað gæti við sér, væri mót i
Mexikó, sem verður haldið i marz
n.k. Þar eru góð verðlaun i boði.
Ég hef einnig ætlað mér á þetta
mót, en ekki enn fengið skriflega
staöfestingu frá þeim. I ljós kom,
að hann haföi ekki fengiö stað-
festingu heldur, og þótti það held-
ur skritið. Þeir eru rólegir I tiö-
inni Suðurlandamenn, sagði Frið-
rik.
Vestursalurinn
teppalagður?
Þaö var leiður og fáránlegur
prentvillupúki, eða öllu heldur
missögn, i blaðinu um daginn, þar
sem sagt var, að alþjóðaskák-
mótið yrði liklega haldið á Hall-
veigarstöðum (!). Auðvitaö átti
það að vera „á Kjarvalsstöðum”.
Þetta er raunar ákveðið, og hefur
Skáksambandið tekið vestursal
hússins á leigu i febrúarmánuöi.
Það má segja, að þetta hús,
Kjarvalsstaðir, sé ekki alveg
ókunnugt erlendis, þar sem fund-
ir þeirra Nixons og Pompidou
fóru þar fram i sumar. Einkum
hafa þó farið þar fram listsýning-
ar, svo sem eðlilegt er. Hvort sýn-
ingarstjórn Kjarvalsstaða litur á
skákina sem listgrein, vitum við
hins vegar ekki.
Viðargólf er i þessum sal, sem
all hátt lætur i, þegar gengið er
um. Hefur þvi verið talað um að
teppaleggja salinn fyrir skákmót-
ið. —Step
NIXON ALDREI
ÓVINSÆLLI
NTB-Washington— Meirihluti
þeirra Bandarikjamanna,
sem hafa myndað sér skoðun,
eru á þvi, að nú sé svo komið
fyrir Nixon, að hann sé ekki
lengur fær um að stjórna land-
inu svo vel fari. Það eru 47%
af landsmönnum, samkvæmt
Louis-Hauris könnun sem gerð
var dagana 7. til 10. janúar.
Aðeins 42% telja, að Nixon
eigi að gegna embætti áfram,
en 11% hafa ekki tekið afstöðu
til málsins. I fyrstu skoðana-
könnun, sem stofnunin birtir á
árinu og tekur til allra Banda-
rikjanna, kemur i ljós, að vin-
sældir Nixons hafa aldrei ver-
iðeins litlar og nú. Aðeins 30%
finnst hann sinna starfi sinu
nægilega vel, en 68% gefa hon-
um slæma einkunn. Þetta er i
fyrsta sinn, sem meirihluti i
skoöanakönnun vill að hann
segi af sér embætti. I könnun i
nóvember voru tölurnar 45 á
móti 44, Nixon i vil.
Heathóákveðinn ?
NTB-London Edward Heath, for-
sætisráðherra Breta, hafði enn
ekki ákveðið i gær, hvort hann
myndi rjúfa þing og efna til nýrra
kosninga til að reyna að leysa
vandamál atvinnuveganna i land-
inu.
Sérfræðingar hafa áður talið,
að ef til kosninga kæmi, yrðu þær
haldnar 7. eða 14. febrúar, en það
þykir nú varla koma til mála
lengur.
Heath sagði i neðri málstofu
brezka þingsins i gær, að ekki
væri útilokað, að haldnir yrðu ný-
ir fundir með TUC-leiðtogum til
að ræða kröfur námaverkamanna
um hærri laun. Umræður um
málið fara fram á þinginu á
mánudaginn, en það kemur i veg
fyrir, að hægt verði að rjúfa þing
nægilega snemma fyrir kosning-
ar i fyrri hluta febrúar.
Ekki er nauðsynlegt fyrir
Heath að efna til kosninga fyrr en
1 júli á næsta. ári. Skoðana-
kannanir, sem gerðar hafa verið
undanfarið, sýna, að ihalds-
flokkurinn bæri sigur úr býtum,
ef kosningar færu fram nú.
Vínarviðræðunum miðar ekkert:
Allir halda fast
við sína skoðun
NTB-VIn — Samningaviðræður
um fækkun herja i MiðEvrópu
hófust að nýju i Vin i gær. Ekkert
bendir til þess, að gengið hafi
saman með aðilum, siðan þeir
tóku sér jólaleyfi fyrir fimm vik-
um.
Vestrænir fulltrúar segja Nato
og Varsjárbandalagið enn halda
fast við þær tillögur, sem lagðar
voru fram i upphafi viðræðnanna
30. október sl.
Formaður tékknesku nefndar-
innar, Klein, sagði á blaða-
mannafundi i gær, að tillaga
Nato, um að aðeins skyldi fækka i
herjum Bandarikjanna og Sovét-
rikjanna, væri órökrétt og óraun-
hæf. Hann sagði ennfremur, að
styrkleikahlutföllin, eins og þau
væru nú, væru góður grundvöllur
undir stöðugleika i Evrópu.
Nato heldur þvi fram, að Var-
sjárbandalagsrikin hafi 150 þús-
und hermönnum fleira i Evrópu
en Nato, og að skriðdrekaher
þeirra sé einnig mun stærri.
Engar nýjar tillögur voru lagð-
ar fram á fundinum i gær. Nitján
lönd taka þátt i umræðunum, og
nokkur eiga áheyrnarfulltrúa.
ALLT UR SKORÐUM
í UMFERÐINNI
— ef snjó festir á götum Reykjavíkur
Klp-Reykjavik. Þar sem umferð
er mikil, eins og hér I Reykjavik
og nágrenni, þarf oft Htiö útaf að
bera til að allt fari úr skorðum i
umferðinni.
Ef snjó festir á götunum, verð-
ur borgin eins og hálf lömuö, þvi
það er eins og enginn geti komizt
ferða sinna nema á sinum eigin
bil. Lagt er af stað, hvernig sem
viðrar og hvernig svo sem billinn
er útbúinn. Yfirleitt endar ferðin
með þvi, að billinn festist i næsta
skafli, eða kemst ekki lengra fyr-
ir öðrum bil, sem er fastur á
miðri götunni.
t gærmorgun kyngdi niður snjó
á Suðurlandi, og urðu fiestar göt-
ur þungfærar i Reykjavik og
næsta nágrenni. Þá var um tima
ófært úr Breiðholtshverfi og ill-
fært úr Arbæjarhverfi, en það
lagaðist, er á daginn leið og búið
var að koma á brott biLum, sem
festst höfðu hér og þar.
Mikið var um árekstra I gær-
morgun eða „klór”, eins og lög-
reglan kallar það. Voru það engir
stórárekstrar, en mikið um smá-
óhöpp, og hafði lögreglan i
Reykjavik afskipti af 15 til 20
árekstrum á skömmum tima.
Auk þess var i mörgum tilfellum
alls ekki kallað á lögreglu.
Slys varð sem betur fer aðeins i
einu tilviki. Þegar tveir bilar rák-
ust á á Laugarásvegi, slasaðist
kona, sem var farþegi i öörum
þeirra.
Loðnuverð
óákveðið
enn
— Verðlagsráð
sjávarútvegsins
svarar FFSÍ
FUNDUR var hjá Verðlagsráði
sjávarútvegsins i gær, en ekki
tókst að ganga frá loðnuverðinu.
Annar fundur verður i dag, og enn
liefur ekki veriö tekin ákvörðun
um að visa málinu til yfirnefndar,
sem myndi að likindum tefja
málið eitthvað.
Eins og kunnugt er hélt Far-
manna- og fiskimannasamband
Islands fund i fyrradag með yfir-
mönnum á loðnuskipum. Voru á
þeim fundi samankomnir yfir 40
yfirmenn, og samþykkti fundur-
inn nokkrar ályktanir, þar sem
Framhald á bls. 8.