Tíminn - 01.02.1974, Side 5

Tíminn - 01.02.1974, Side 5
Föstudagur 1. febrúar 1974. TÍMINN 5 0 Skákmótið viðtalinu, sem hann er sagð- ur ætla að hafa við Sæmund Pálsson, vin og lifvörð Fischers, meðan á Islands- dvölinni stóð. Og ameríska koniakið handa Friðrik virt- ist vera helber „blaða- mannauppspuni.” Báðir hafa þeir Vasili Smyslov og Davið Bronstein helgað sig skáklistinni og tekið þátt I fjölmörgum mót- um. — 011 skákmót eru erfið, sagði Smyslov, þegar við spurðum hann, hvort þetta mót hér I Reykjavik yrði honum ekki leikur einn. Smyslov kvaðst stundum flytja fyrirlestra um skák, en sagði Bronstein bæði skrifa um skák og kenna hana. — Ég reyni að gera skáklistina að skemmtun fyrir almenning, sagði Bronstein. Smyslov varð heimsr meistari 1957-1958. Bronstein er ekki siður snjall skákmaðuij þótt hann hafi ekki hlotið heimsmeistara- titil, enda gerði hann jafn- tefli við Botvinik I heims- meistarakeppni 1951. Erlendu skákmennirnir búa á Hótel Holt, meðan skákmótið stendur yfir. Niu Islendingar taka þátt i þvi,einn Norðmaður og sex skákmenn frá Austantjalds- löndum. A laugardag verður dregiðum röð skákmannanna, en 1 og 16 tefla saman i fyrstu umferð. Loðnan: Bræla í gær og fyrrinótt — komið gott veður undir kvöldið og skipin byrjuð að kasta —hs—Reykjavik. — Bræla var á loðnumiðunum við Ingólfshöfða i fyrrinótt og fram eftir deginum I gær, og höfðu mjög fá skip til- kynnt um afla. Um kl. 19 i gær var heildaraflinn orðinn 91 þús. lestir og vestasti löndunarstaðurinn var Keflavik, en þangað fór Guð- mundur RE með 770 lestir. Frá kl. 19 i fyrradag og til miðnættis tilkynntu þessi skip um afla: Magnús 180, Þórkatla II. 220, Harpa GK 40, Jón Garðar 270, Höfrungur III 230, Börkur 740 og Ásgeir 300. Magnús, Jón Garðar og Börkur munu hafa fengið afl- ann úr hinni nýju göngu við Eystra-Horn. Eftir miðnættið tilkynntu tveir bátar um afla, Jón Finnsson 300 lestir og Keflvikingur 130 lestir, en seinni partinn i gær byrjuðu bátarnir að kasta aftur, enda komiðágætis veður. Fyrsti bátur- inn til að tilkynna um afla var Harpa RE, 250 lestir, sem hún Virkjanir í Skaga- firði að sumri A FUNDI sinum þ. 15. janúar s.l. samþykkti bæjarstjórn Sauðár- króks eftirfarandi: „Bæjarstjórn Sauðárkróks skorar á orkumálaráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir, að virkjunarfram- kvæmdir á Norðurlandi vestra verði hafnar á næsta sumri, til þess að bæta úr núverandi orku- skorti á svæðinu. Bendir bæjarstjórnin á, að full- komin hönnun liggur fyrir á virkjun Svartár við Reykjafoss og Þverár við Skeiðsfoss og þurfi þær framkvæmdir þvi ekki að taka lengri tima en nemur af- greiðslufresti vélabúnaðar. Bæjarstjórn hvetur til þess, að jafnframt verði hraðað rannsókn- um, hönnun og undirbúnings- framkvæmd virkjunar i Jökuls- ám I Skagafirði, eðaannarrar. stórrar virkjunar á Norðurlandi, sem leysir á hagkvæman hátt úr orkuþörf á Norðurlandi i framtið- inni. Bæjarstjórn leggur til, að Raf- orkumálanefnd Norðurlands vestra fái heimild til þess að láta rannsaka virkjunarmöguleika i Jökulsám I Skagafirði.” ætlaði með til Neskaupstaðar. Þetta var um kl. 19 i gær, og bjuggust þeir hjá loðnunefnd við þvi, að tilkynningarnar færu að berast i stórum stil hvað úr hverju. Veiðisvæðið, sem bátarnir voru byrjaðir að kasta á seinni partinn i gær, var um 20 sjómilur vestan við Ingólfshöfða. Bjarnarf jörður: Flugmaður vísaði á útigöngukindur UM miðjan janúar fundust tvær kindur frá Svanshóli i Bjarnar- firði i svoncfndu Hvannastóði scm er torfær hliðarflái fram með Goðdalsá, milli Hestaklcifargils og Svartagils, sem er fram úr Goðdal. Var þetta ær með hrút- lambi. Daginn áður hafði Þórólfur Magnússon flugmaður flogið áætlunarflug að Gjögri, og kom hann þá auga á kindurnar og lét þegar vita um þær. 1 fyrstu var talið, að þær væru i Sunnudal, og fóru menn frá Svanshóli og Odda i Bjarnarfirði að leita þeirra, en fundu ekki neitt. Daginn eftir fengu þeir Ingimundur á Svanshóli og Baldur I Odda Kristján Guðmundsson á Stakkanesi með sig á vélsleða fram Sunndal og yfir á Trékyllisheiði, og fundu þeir þá kindurnar þar, sem áður segir. Smágrastoppar voru þar, sem kindurnar höfðust við, en annars var iseyði allt i kringum þær. Ærin var samt merkilega vel á sig komin, en lambið orðið grannt og nokkuð ullétið. — Sú hjálp, sem flugmenn veita mönnum og málleysingjum er ómetanleg, segir Ingimundur á Svanshóli, og vil ég sérstaklega biðja Timann að færa Þórólfi Magnússyni þakkir okkar, enda er þetta ekki i fyrsta skipti, sem hann visar okkur á fé fjarri mannabyggðum. verzlið á 5 hæðum í -húsinu husiö kynnlr nýjasta sófasettlð 1. hæð: BYGGINGAVÖRUKJÖRDEILD: Veggfóður, málningarvör- ur, gólfdúkar, veggdúkar, gólfflísar, veggflísar og aðrar byggingar vörur í miklu útvali. TEPPADEILD: Innlend og erlend teppi í miklu úrvali að ógleymd- um rýjamottum á lækkuðu verði. Eldúsborð og stólar í fjölbreyttu úrvali, einnig gjafavörur. III. hæð: HÚSGAGNADEILD: Borðstofusett, símaborð, skrifborð, skatthol, kommóður, sófasett og sófaborð. V. hæð: HUSGAGNADEILD: Svefnherbergishúsgögn i miklu úr- vali, hjónarúm, einsmannsrúm, svefnbekkir, svefnsófar, hlaðrúm- in vinsælu, snyrtiborð, fataskápar, rúmteppi, rúmfatnaður o.m.fl. IIIJÖN LOFTSSON HF bhmi Hringbraut 121 @ 10 600 opið tii ki.io II. hæð. RAFTÆKJADEILD: Rafljós í fjölbreyttu úrvali. Hraðsuðu- katlar, brauðristar, vöfflujárn, djúpsteikingarpottar, hárþurrkur, borvélar o.m.fl. Hér eru einnig Aton-ruggustólar og Atonsófasett- in í miklu úrvali. IV. hæð: HUSGAGNADEILD: Hér eru sófasett og sófaborð i geysilegu úrvali að ógleymdum hvíldarstólunum. Cafeterian á IV. hæð er ávalt opin á verzlunartíma

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.