Tíminn - 01.02.1974, Page 9

Tíminn - 01.02.1974, Page 9
Föstudagur 1. febrúar 1974. TÍMINN 9 aö tala um jazzsöngkonu, er Cleo Laine liklega i þeim flokki... Hún er eiginkona Johnnys, og hann hefur samið mikið fyrir hana, svona eins og gengur og gerist i sllkum tilfellum... Þetta er þegar orðið heldur langt spjall hjá okkur Jóni Múla um jazzistana fjóra, sem heim- sækja okkur i vor, og verðum við þvi að láta þetta nægja um Cleo Laine. Múli er ekki i vafa um það, að á listahátfðinni verði mikill fengur að því að heyra i þessum fjórmenningum, sem eru topp- menn, öll saman. Og hann bætir þvi við, að mikill fengur væri að þvi að fá Pétur östlund I þennan hóp sem topp-jazztrymbil. — Pétur hefur nú dvalizt og starfað i Sviþjóð um nokkurt skeið og gert geysilukku, segir Múli. Fyrir nokkru lék hann inn á hljómplötu, sem varð toppplata I jazz I Evrópu, og heiminum yfir- leitt. Þeir, sem skrifað hafa um hana, hafa komizt svo að orði, að Pétur væri „Discovery of the Decade” eða „Uppgötvun ára- tugsins”. Hann hefur nú alltaf verið góð- ur, hann Pétur. Hann hefur haldið áfram á sömu braut, og þarna I Sviþjóð hefur hann verið að „stúdera” jazz og spila með hin- um og þessum. Siðast I haust var hann kominn svo langt, að hann var einn af sárafáum, þeir voru 16 af 200, sem fengu inngöngu I þá deild tónlistarháskólans i Stokk- hólmi, sem útskrifar þá beztu. Þar er hann aðstoðarkennari, og hefur lika nóg að gera I sjónvarps og útvarpsþáttum auðvitað, fyrir utan alls konar spilverk eins og hann vill. En auk þessa valdi Lars Gulldin hann til að spila inn á á plötu með sér og hljómsveit sinni, en Lars Gullin er fyrsti maðurinn i heiminum, sem er á rfkislaunum ráðinn til að spila jazzmúsik. Þannig eru Sviar, alltaf feti fram- ar... Johnny himinlifandi — og auðvitað „biggbandið” lika Við förum nú eilitið, þó ekki mikið, út i aðra sálma, það sem eftir er þessa viðtals, og helgum það að megni til 18 manna hljóm- sveit eða „biggbandi” Félaga is- lenskra hljómlistarmanna. — Það skemmtilega i sam- bandi við þetta er, að hér er I gangi, skal ég segja þér, 18 manna hljómsveit, „biggband , sem langar til að vera með þessu fólki, sem við höfum verið að spjalla um. Og þegar Johnny Dankworth, sem síðastlíðín 20 ár hefur gert mest að þvi að skrifa fyrir slikar hljómsveitir, fréttir af þessu, þá langar hann auðvitað að spila með þessum mönnum. „Biggbandið” langar sem sagt til að vera með á listahátlðinni, en að þvi er mér skilst, þá voru þeir of seint á ferðinni, þannig að þeir eru ekki teknir gildir, það er ekki pláss fyrir þá, þvi þaðerbú- ið að skipuleggja allt. En Vladi- mir Askenazy fréttir af þessu. Hann veit náttúrlega strax, hvað er að gerast, af þvi að hann er músíkant og heimsmeistari og „virtúós”, og hann hefur sam- band við sina m£nn I Pretlapdi til að láta Johnny Dankworth, — sem á hvort eð er að koma hing- að, — vita að hér séu til menn, sem geti gert þá hluti, sem hann langar til að gera. Og það verður til þess, að Johnny fær allar þær upplýsingar, sem hann þarf um þessa hljómsveit, hvað hún hefur gert, hvað hún getur gert,'— m.a. gegnum John Hawkins, sem var hér i haust. Johhny er auðvitað himinlifandi og sendir á undan sér þá músik, sem hann vill spila, á nótum til hljómsveitarinnar, svo hún verði reiðubúin að spila með honum, er þar að kemur. Ekki myndi nú skaöa, ef hljóm- sveitin hefði svo með sér sóló- pianista, — eins og André Prévin — og sólókontrabassaleikara, — eins og Arna Egilsson.Nú er sem sagt unnið að þvi, að þessir strák- ar, sem reyna af öllum mætti að halda „biggbandinu” lifandi i þetta sinn, spili á'listahátið.. Það getur orðið þeirra sigur og allir góðviljaðir menn þykjast nú viss- ir um, að skipulagið leyfi að „bigg-bandið” fái að spila þar. Strákarnir þurfa vinnufrið og starfsgrundvöll -— En það eru ekki allir, sem lita jazzinn og þá tónlist, sem stórhljómsveitir spila almennt, jafnmiklu virðingarauga. Nokkr- ir strákanna úr „bandinu” komu saman til að spila kammermúsik I Menntaskólanum við Hamrahllð að ég held núna um helgina, og þeir þurfa þá aðeins að borga söluskatt af aðgöngumiðum. Ef sömu strákar ætla aftur á móti að fara að spila jazz með sama hætti, þá þurfa þeir að borga bæði söluskatt og skemmtanaskatt (23%). Jazzmúsikin er þannig miklu óæðri en „salon-múslk”. Það hafa verið gerðar margar tilraunir til að halda hljómsveit eins og þessari nýju hjá F.I.H. gangandi hér á landi, en hún hefur alltaf fengið að deyja. Það er geysilegt starf að halda svona hljómsveit gangandi, — og það þarf peninga til þess. Og menn þurfa að fá að vinna i friði. Svona hljómsveitir, þ.e. „bigg- bönd” deyja út um allan heim. Til þess að hljómsveitin geti lifað, þarf að skapa henni starfsgrund- völl (eins og sagt er um útgerð- ina). Hún þarf frið og þau skil- yröi, að ekki sé verið að niðast á henni. Ég minni aftur á söguna um kammermúsikina og jazzinn hér á undan — sem dæmi. Strákarnir i þessari hljomsveit eru menn, sem lifa á þvi að spila. Þettu eru atvinnumenn, flestir hverjir. Margir þeirra þurfa þó að vinna fyrir sér með ýmiss kon- ar störfum öðrum, en til þess að halda þessari 18 manna hljóm- sveit gangandi, gætu stjórnvöld á Islandi gefið þeim tækifæri, t.d. núna i sambandi við listahátiðina. Styrkja þá jafnvel. Umfram allt skapa þeim viðunandi starfs- grundvöll, þvi þetta getur lika komið sér vel seinna. Frá pólnum á toppinn... — Norður i Umea i Sviþjóð, sex hundruð kilómetra fyrir norðan Stokkhólm, næstum norður undir pól, hafa strákar komið saman á undanförnum árum, tvisvar eða þrisvar i mánuði, i sams konar hljómsveit og þessari hér. Þeir höfðu vit á þvi fyrir nokkrum ár- um að fá sér góðan mann frá Bandarikjunum, Slide Hampton til þess að þjálfa sig. Hann lætur þá spila, kemst að þvi, að þeir geta þetta og þetta, lætur þá fá erfiðari hluti, og skrifar sjálfur fyrir þá o.s.frv. Fyrir tveim árum fer hann svo með Umeastrákana á jazzhátið- ina I Sviss, þar sem þeir fara bara upp á toppinn. Hver veit nema okkar menn gætu gert slikt. Ég tala nú ekki um landkynninguna, sem af þvi yrði. Lars Lysted, einn Umea-strákanna, kom hingað og spilaði með þeim, en siðan skrif- aöi hann um þá i sænsku pressuna og Downbeat, þannig að þeir eru I rauninni orðnir heimsfrægir menn! Liklega hefur engin is- lenzk hljómsveit fengið slika pressu. Rikisútvarpið gæti t.d. rétt strákunum hjálparhönd, þvi öðru eins er nú eytt i ýmsa hluti... En það sem hefur haldið hljóm- sveitinni lifandi núna, er samn- ingurinn við ISl i sambandi við trimm-dægurlagakeppnina. Strákarnir hafa sem sagt fengið tækifæri til að vinna fyrir kaupi við að spila, og þá aðallega þessi trimmdægurlög. En þar sem þetta er 18 manna „biggband”, þá spila þeir náttúrlega jazz- múslk, sem þeir hafa lika gaman af. Það er verið að halda böll úti um allar trissur, alltaf hreint, af hálfu ungmennafélaga og ýmissa annarra félaga. Þau sömu félög gætu hugsanlega gert samning við „biggbandið”, þannið að það færi og spilaði á Patreksfirði i kvöld og Isafirði á morgun... „If I Could Be With You” — Það sem mér finnst einna bezt við þetta núna, og gerir útlit- ið svo gott, er það, að mer er kunnugt um, að i rikisstjórninni eru menn, sem hafa mikinn áhuga á jazzmúsik. Til dæmis var Einar Agústsson utanrikisráð- herra siðastliðinn sunnudag með þáttinn „Dagskrárstjóri i eina klukkustund” i útvarpinu. Þar kom fram Louis Armstrong, og söng kannski fyrir Einar, og hlustendur yfirleitt, „Blueberry Hill”. En svo spilaði hann fyrir Einar, — og mig, — „IF I COULD BE WITH YOU ONE HOUR TO- NIGHT”. Þegar utanrikisráð- Maðurinn sem kann allt I músik, André Prévin, — og „Rosemary Polanskys” Mia Farrow. Myndin var tekin af þeim hjónunum, er Prévin kom á listahátið 1972. herra velur slika músik, held ég nú, að jazzáhugi hans og greind sé alveg tryggð. Þvi það er mjög vafasamt, að nokkrir hafi spilað betur á trompet i heiminum nokk- urn timann en Lois Armstrong i „If I could be with you”. Um Magnús Torfa Ólafsson menntamálaráðherra er það að segja, að hann mun alla tið hafa haft mikinn áhuga og góðan smekk fyrir jazzmúsik. Þetta kemur dálitið einkennilega I ljós núna, held ég, vegna þess að son- ur hans er með þátt i útvarpinu, sem heitir „Draumvisur” og þar er alltaf að koma inn á milli múslk úr jazzheimi þeirra John Coltraine og Miles Davis, þeir koma meira sjálfir þar fram. Þar held ég að gæti sælla áhrifá frá menntamálaráðherra Islands..... Ég þori ekki að sverja jazzáhuga upp á Lúðvik Jóseps- son, en það mætti segja mer, að Magnús Kjartansson væri dálitið inni i þessulika. Um Ólaf, Björn J og Halldór E, er mér ekki kunn- ugt, en þeir gætu þá bara setið hjá, þegar rikisstjórnin greiðir atkvæði um 18 manna hljómsveit F.I.H. Jazz virðist ekki litinn sama virð- ingarauga og kammermúsik hér á landi... Það þarf að skapa strák- unum starfsgrundvöll, og þeir þurfa að fá að vinna i friði. „Bigg- bandið” getur orðið okkar stolt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.