Tíminn - 01.02.1974, Side 10

Tíminn - 01.02.1974, Side 10
10 TÍMINN Föstudagur 1. febrúar 1974. Stakur úr Þjóðleikhúsiö: LIÐINTIÐ eftir Harold Pinter Leikstjórn: Stefán Bald- ursson. Þýðing: örnólfur Árna- son. Leiktjöld: Ivar Török. Martin Esslin, sem hefur m.a. skrifaö heilmikið um nútíma- leikhúsmál, telur, aö raunveru- legar samræöur i llfinu sjálfu séu jafnan rúnar samhengi og rökvisi, eöa séu meö öörum orö- um litiö annaö en vanhugsaö og flogakennt fálm út i loftiö. Sé þssi raunveruleiki færöur i leik- form af vægöarlausri nákvæmni, eins og er háttur þeirra höf- unda, sem vilja kenna leikskáldskap sinn viö fárán- leika eöa fjarstæöur, hlýtur þaö aö gefa sannferöugri og skýrari mynd af lifinu heldur en rökrétt hugsun og háfágaö málfar ,,raunsæis”-höfunda. 1 heimi, þar sem fáránleiki setur svip sinn á allar gjörðir manna og hugsanir, þarf aðeins aö umrita raunveruleikann af kostgæfni til þess að menn finni smjörþefinn af þeirri villu og svima, sem flestir ef ekki allir vaða I. Sá góði maður, Martin Esslin, og reyndar ekki aðeins hann, heldur Pinter sjálfur, ganga þannig út frá þvi sem visu, að heimurinn sé fáránlegur og hugsanir fólks svartnætti, þar sem enginn sér orða sinna skil né tengsl. Þótt einhver fótur sé ef til vill fyrir þessari skoðun,á hún sér engan veginn nægilega trausta stoð i veruleikanum. Hefur alltaf verið svona, eöa hefur skynsemin verið á iskyggilegu undanhaldi á sið- ustu áratugum? Hefur algjör firring nú fengið yfirhöndina? Þótt margt fari úrskeiðis eöa öðru visi en eölilegt og skyn- samlegt þykir, gengur hitt i sannleika sagt firru næst aö halda þeirri kenningu á lofti, að mannlif hér á jöröu, sé fárán- legt og ekkert annaö. Má vera að það sé fáránlegt að vissu marki, en þá aöeins að vissu marki. Forsendur Esslins og Pinters bresta, þegar á reynir eða heröir, einfaldlega vegna þess, að þær eru i vissum skiln- ingi tilbúnar eöa imyndaðar. Harold Pinter hefur einkum fundið skáldbræörum sinum til foráttu að vilja draga persónur sinar helzti skýrum dráttum og lýsa lifsferli þeirra og lifsskoö- unum út i æsar. Þótt hann kunni aö hafa sitthvað til sins máls, er hitt vist, að hann verður ekki sjálfur sakaður um slikt. Þessi sérstæöi, mér liggur við aö segja, sérvitri höfundur hasl- ar sér ákaflega þröngan völl eða þröngt svið, þar sem mjög óljósum svipmyndum af persónum er bugðiö upp. Það mætti með nokkrum sanni segja, að hér séu fremur svipir á ferli heldur en fullmótaöar leikpersónur, enda er þaö ekki heiglum hent aö henda reiöur á oröum þeirr og æöi. Áhorfend- um er tiöum ætlað það erfiöa hlutverk aö fylla i eyður endur- minninga, sem kunna aö vera raunverulegar, Imyndaöar eða hreinlega lognar upp frá rótum. Oft er þetta sprottið af ófögrum hvötum og misjöfnum, til aö mynda löngun til að drottna yfir öðrum, eöa ef til vill af örvæntingarbáráttu til þess aö varöveita sitt eða sin itök i lifs- förunauti, sem maður er að missa sem sálufélaga fyrir fullt og fast. t Liðinni tiö segir Anna m.a.: „Þó er ýmislegt, sem fólk man, jafnvel þótt það hafi aldrei gerzt. Ýmislegt, sem ég minnist, hefur kannski aldrei gerzt, en þegar ég rifja þaö upp gerist þaö”. Auðsætt er, að gestkomand- inn, Anna, gamla og góöa vin- kona frúarinnar, og Deeley, eiginmaöurinn, vilja hvort um sig eiga Kötu eina. Friðhelgi heimilisins hefur verið rofin Hættunni hefur verið boðiö heim. Ógnin, sem fólgin var i hugskoti Deeleys, hefur knúið dyra og allur sálarfriður er á bak og burt og baráttan er haf- in. I þessu sálflækjulega sálar drepandi en magnþrungna þrá- tefli veitir ýmsum betur. Einsk- is er svifizt. Hverskyns belli- brögðum er beitt. Minningar um bióferðir, sem voru kannski aldrei farnar, öðlast táknrænt leik lif og lit, og það skiptir okkur i rauninni ekki lengur neinu máli, hvort það, sem við heyrum, er satt eða logið eða sambland af hvorutveggja. Tittnefndri kvik- mynd Stakur úr leik (Odd Man Out) er léð táknrænt gildi og si- vaxandi spenna, vegna þess að við áhorfendur hljótum að spyrja sjálfa okkur þeirrar knýjandi spurningar, hvort þeirra verði dæmt úr leik, Anna eða Deeley. Aö minu viti er það sá siöarnefndi, sem biður lægri hlut. Þessi andlegi hálfbróöir eða fóstri Pirandellos, Kafka og Becketts, Harold Pinter, skapar sinn sérstaka heim, sem býr yf- ir óræöum en ótviræðum töfr- um. Enda þótt það sé ætlun hans að hylja persónur sinar svo mikilli þoku, að þær þekkja naumast hver aðra og jafnvel ekki sjálfar sig, þar eð þær vita ekki að hans dómi,hverjar þær eru I raun og veru, þá er gerö flestra verka hans hins vegar mun hnitmiðaðri, traustari og rammbyggilegri en hann vill vera láta. Það er ekki á allra færi að hefja hversdagslegt talmál upp i slikt veldi og veita þvi þvilikt seiðmagn og Pinter gerir. Maðurinn er i einu orði sagt skáld af guðs eða sjálfs náð, hvort sem þið viljið heldur. Aðeins örfá orö um þýðing- una: „Thin” merkir ekki „hor- uð” (skinny á ensku), heldur grönn, grannvaxin eða grann- holda. „Pretensions” þýðir ekki „yfirbragð” heldur oflæti, „chandelier” ekki kristalls- Ijósakróna heldur aðeins ljósa- króna. „Stunt men” eru ekki „linudansarar” (thightrope walkers á ensku) heldur fifl- djarfir fimleikamenn, sem leika tiðum stórhættulegar listir i kvikmyndum m.a. Einhvern veginn get ég ekki sætt mig við nýyrðið „sætavisu” (usherette á ensku). A stöku stað fara finni blæbrigði forgörðum eins og oft vill veröa. Væri ekki nær að segja: „Var það það, sem dró þig að henni? (þ.e. „is that what attracted you to her?”) i stað þess að nota eftirfarandi spurnarsetningu: „Var það ástæðan til að þú varst svona hrifin af henni”? Væri ekki lika islenzkulegra og eðlilegra aö segja: „Ég vissi, aö þú haföir leigt ibúð með einhverjum ein- hvern tima” (Þ.e. „I know you had shared a flat somone at one time”) heldur en að nota eftir- farandi orð Örnólfs Árnasonar: „Ég vissi að þú hafðir deilt ibúð með einhverjum einhvern- tima”? A öðrum stöðum nær hann sér hins vegar allvel á strik eins og eftirfarandi dæmi sýnir: ,,—ætti ég að láta slag standa og binda trúss mitt við stelpugopa tiltölu- lega nýsloppinn úr reifunum” (þ.e. á ensku.... „wondering skould I bejasus saddle myself with á slip of á girl not log out of her swadding clothes ’ ’). Þannig sýnir örnólfur Arnason viða góð tilrþif, en þeim, sem vill sýna Pinter fullan sóma, má hverji skeika. Hann verður að hafa al- gjörlega óstiflaða listæð. Þótt ofsagt sé, að sýningin sé frábær eða óaðfinnanleg, er hitt vist, aö hún er ákaflega góð og athyglisverð. Til einskis hefur veriðkastaðhöndum og eiga þvi leikendurnir og leikstjórinn þ.e. Þóra Friðriksdóttir, Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gislason og Stefán Baldursson riflegar þakkir skildar hver fyrir sitt ágæta framlag. Að lokum er rétt að geta þess, að nýja leiksviðiö og salurinn i kjallaranum er svo augljósra bóta vant, að óþarft er að fara nánar út I þá salma. Ég bið alla hlutaðeigandi, jafnt leikhúsfólk sem almenna lesendur, velvirðingar á þvi, hversu siöbúinn þessi leikdómur er, en þvi ollu ófyrirsjáanlegar tafir. Reykjavik, 29. janúar. Halldór Þorsteinsson. Þóra Friðriksdóttir, Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gislason i hlutverkum sinum i „Liðinni tiö.” ÁFENGISLAUST UMHVERFI Mánudagskvöldið 28. janúar fóru fram i sjónvarpinu fróð- legar viöræður undir stjórn dr. Kjartans Jóhannssonar um of- drykkju og áfengissýki. Hér verður ekki rætt um þær bein- linis en eftirtektarvert var, að þegar þaö góða fólk, sem þar var saman komið, ræddi um úr- ræöi til bjargar drykkfelldu fólki, var svo sem ekkert talað um áfengislaust umhverfi. Auð- vitaö var þetta fólk aö tala um þau úrræði, sem fyrir liggja i þjóöfélagi okkará liöandi stund, og þá er vitanlega ekki við- eigandi að vera með neina óraunhæfa óskhyggju. Þó væri það ofmælt, að áfengislaust um- hverfi væri ekki til. Og þýðing þess verður seint ofmetin. Hins vegar eru þau umhverfi svo fá og takmörkuð, að það er næsta takmörkuö vernd i þeim. En t.d. A.A. samtökin og Samhjálp Hvitasunnumanna eru slikar vinjar. Og það eru öll bindindis- samtök og bindindisheimili. Það er einmitt vissan um mikilvægi hins áfengislausa um hverfis, sem liggur til grund- vallar i öllum hömlum og tak- mörkunum á dreifingu áfengis, en sú viðleitni er fullkomnust i bannstefnunni. Auðvitað er þaö illa gert, að halda að fólki neyzluefni, sem veldur öðru eins böli og áfengi. Að þola verzlun með slikan ófögnuð er ill nauð- syn, þó að menn verði þar að beygja sig, þegar meirihlutinn vill, en ef slik verzlun er á annað borð rekin , er sjálfsagt aö hún sé á vegum rikisins, þó að óþrifalegt sé. Það hefur lltiö verið talaö um bann hér á landi undanfariö. Við höfum flest bognað fyrir al- menningsálitinu að þvi marki, að við höfum talið óhjákvæmi- legt aö þeir, sem vildu vera frjálsir að þvi að gleðja sig viö vin, fengju aö ráða þvi, að áfengisneyzla sé næsta almenn, hvað sem það kostar. Okkar eina ráð væri að reyna að veita viðnám, halda uppi einhverri smávegis bindindishreyfingu, reyna að vekja menn til um- hugsunar um það, hvort þeir persónulega vildu auka áfengis- neyzlu og áfengisböl eða hamla gegn þvi, og knýja á að reynt yrði eitthvað til bjargar sumum þeim, sem hafa drukkið frá sér gæfu sina og gengi. Nú er hins vegar svo komið, að menn eru farnir að hugsa alvarlega um þessi mál. Það mun og breyta nokkru, að er- lendis, eru geröar ályktanir um takmarkanir á frjálsri sölu áfengis og þaö jafnvel i löndum, þar sem menn vildu fyrir skömmu ekki kannast við neitt áfengisböl. Hér skulu nú nefnd dæmi þess, að bannstefnan er til athugunar og umhugsunar hér á landi. Landssambandið gegn áfengisbölinu, en aöilar þess eru margs konar fjöldasamtök i landinu, svo sem Alþýðusam- band Islands, ungmennafélögin og skátafélögin, hafði fulltrúa fund 24. nóvember siðastliðinn. Þar var m.a. gerð þessi sam- þykkt: „Fulltrúafundur Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu 1973 álitur aö timi sé kominn til aö reyna algjört vínbann á ís- landi, til dæmis I eitt ár. Fund- urinn álitur, að þjóöhátiðarárið 1974, væri tilvalið til þess.” Greinargerð: Landssambandið gegn áfengisbölinu er samþykkt ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi Læknafélags íslands á Blönduósi I júni 1972, en þar segir m.a., aö fundurinn telji, „að fullkomins ósamræmis gæti I afstöðu almennings og yfir- valda til neyzlu fikniefna, lyfja sem hafa ávanahættu i för meö sér, og neyzlu áfengis. Eins og nú standa sakir, er áfengisneyzla landsmanna langsamlega mesta vandamálið af framangreindum atriðum og er réttnefnt áfengisböl. Aðalfundurinn álytkar þvi að sérstakra aðgeröa sé þörf til að koma i veg fyrir neyzlu áfengis. Þar eð ekki hefur tekizt að skapa sterkt almenningsálit gegn ofneyzlu áfengis, telur fundurinn, að ekki verði komizt hjá þvl að sala áfengra drykkja verði takmörkuð. Skorar fundurinn þvi á við- komandi yfirvöld að hefja nú þegar aðgerðir til að draga úr sölu áfengra drykkja.” Fulltrúafundurinn minnir og á tilmæli, sem samþykkt voru i þingmannanefnd Evrópuráðs- ins ihaust, þar sem rikisstjórnir aðildarlandanna eru hvattar til ab gripa til ráðstefana, sem verða mættu til að draga úr drykkjuskap. A siðustu vikum hefur komið i ljós, að dreifingar- kerfi vínveitingahúsa veldur miklu um þá drykkjuóm- menningu, sem hér hefur þrifizt undanfarin ár. Kemur það vel heim við það, sem rannsóknir sýna, að þvi auðveldara, sem er að nálgast áfengi, þvi meira er drukkiö, og þeim mun meira verður tjónið af áfengis- neyzlunni. Tilraunir til smygls virðast hafa aukizt siöustu áratugi, og mun litil ástæða til að óttast enn frekari aukningu á þeim þótt bann yrði reynt eitt ár, enda stórum auðveldara að hindra smygl á áfengi en öðrum vímuefnum. Þetta er ályktun, sem sam- þykkt var á fundi fulltrúa frá margs konar ólikum fjöldasam- tökum, en að visu eru fulltrúar nir valdir með tilliti til lands- sambandsins og tilgangs þess. Svo er rétt að lita hér á það sem Kristján skáld frá Djúpa- læk skrifaði i Verkamanninn á Akureyri á bindindisdaginn i haust. Grein hans kemur hér: Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.