Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. febrúar 1974. TÍMINN 3 Harðorð gagnrýni Guðmundar G. Þórarinssonar: ,,Menn vinna ekki svona" þegar um er að ræða umfangsmikil skipulagsverkefni S.P.— Reykjavik — A siðasta fundi borgarstjórnar fyrir jól var meðal annars fjallað um nýja miðbæinn, sem risa skal við Kringlumýrarbraut og litillega var greint frá hér i blaðinu fyrir aiinokkru. A fundinum gagnrýndi Guðmundur G. Þórarinsson borgarfulitrúi harðlega, hvernig unnið hefur verið að þessum málum. I ræðu sinni sagði Guðmundur m.a. orðrétt:”... Ég óttast það, þegar unnið er að byggingarsvæði eins og nýja miðbænum, þar sem um er að ræða framkvæmdir fyrir milljarða og tugi milljarða, og menn skuli leyfa sér það, að leggja fram tii stuðnings slíkum framkvæmdum, ég vil segja, litt unnar skissur og riss, sem varla gætu dugað sem frumdrættir og venjulegu einbýlishúsi, til að 'hrinda siikum framkvæmdum af stað”.. Ekkert gert i tvö ár Fram kom i ræðu Guðmundar, að I febrúar árið 1972, þ.e.fyrir réttum 2 árum, var haldinn fundur með borgarfulltrúum til að kynna þeim skipulag nýs mið- bæjar við Kringlumýrarbraut og ræða það. A fundi þessum voru lagðar fram skipulagstillögur og skýrslur, sem voru árs gamlar og höfðu ekkert verið unnar frekar á þeim tima. „1 þessum skýrslum var nánast neyðaróp þeirra sér- fræðinga, sem að þessu höfðu starfað: að þeir þyrftu meiri tima bæði til verzlunarathugana og umferðarathugana. 1 heilt ár höfðu þessar skýrslur legið frá hendi þeirra, sem að þeim unnu, án þess að um þær væri fjallað, og i febrúar 1972 var fyrst fjallað um þetta með borgarfulltrúum”, segir Guðmundur m.a. i ræðu sinni. Ari siðar var haldinn annar fundur um sömu tillögurnar, og var þá ekkert nýtt lagt fram i málinu. Virðist sem sagt, að ekkert hafi verið unnið að skipu- laginu þessi tvö ár, frá ársbyrjun 1971 fram á árið 1973. Þegar svo, lá fyrir á siðasta ári, að ýta yrði áfram byggingaframkvæmdum á svæðinu, var ráðist i það i borgar- stjórn að taka fyrir svokallað innra gatnakerfi svæðisins og það samþykkt, án þess að nokkuð hefði þá verið unnið áfram að skipulaginu. ,,Ein riss-skissa”. Og hvað er svo lagt fram nú eftir allan þennan tlma. Guð- mundur segir: „Það er lögð fram ein riss-skissa. Ég verð að segja þaö, með þeim kynnum, sem ég hef af skipulagningu og slikri vinnu, að mér er algerlega hulin ráðgáta, hvernig menn geta haldið áfram að vinna að þessum málum á þennan hátt. Ég verð að segja það, að þetta verkefni er svo viðamikiö og mikið til- vinnandi að vel takist, að það er vissulega ástæða til, að það sé unnið að þessu af fullri samvizku- semi”. Að lokinni ræðu sinni, sem að nokkru hefur verið rakin hér aö framan, lagði Guðmundur G. Þórarinsson fram tillögu, sem að flutning loknum var samþykkt að taka á dagskrá. ,, Borgarst jórn áteiur það aðgerðarleysi...” Upphaf tillögunnar er á þessa leið: „Borgarstjórn átelur það aðgerðarleysi, sem rikir við skipulag nýs miðbæjar viö Kringlumýrarbraut. Arum saman hefur nær ekkert verið unnið að þessu mikilvæga máli, þvert ofan I óskir aðalskipulags- ins frá árinu 1962. Nú þegar dregur að byggingafram- kvæmdum i nýja miöbænum er enn varpað fram lítt breyttum og óunnum skissum af þessu mikil- væga verkefni. Borgarstjórn krefst þess, að nú þegar verði tekið á þessu verkefni af fullri af- vöru og samvizkusemi. Akveður borgarstjórnin þvi að fela borgar- verkfræðingi, skipulagsstjóra og þróunarstofnun eftirfarandi verkefni til úrlausnar:” . Þessu næst gerir Guðmundur grein fyrir þessum verkefnum og verður litillega drepið á þau hér: Að hanna umferðarmannvirki við helztu aðkomuleiðir nýja mið- bæjarins og þeim sé þegar i upp- hafi ætlað nægilegt rými. Lagðir skuli fram vel unnir uppdrættir af svæðinu, er sýni m.a. hvernig byggð nýja miðbæjarins fellur að eldri hverfum nágrennisins, snið i einstaka hluta hans og gatna- kerfi, fyrirhuguð bílastæði o.fl. Hvernig haganlegast verði komið fyrir skiptingu lóða og sameigin- legra svæða og sambyggingum á svæðinu. Þá bendir Guðmundur sérstaklega á, að vafasamt sé miðað við þá tillögu, er fyrir liggi, að nægilegt rými verði fyrir um- ferðarmannvirki á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar. ...svona vmna menn ekki ,,Ég vil nánast segja það hér, þegar um er að ræða skipulags- verkefni af þeirri stærðargráðu, sem hér er um að ræða, að þá vinna menn ekki svona. Það verður að vinna miklu nánar og markvissara að þessum málum”, segir Guðmundur G. i lokin. (Leturbr. allar blaðamanns) Háaleitisbraut liringlumýrarbraut „Það er lögð fram ein riss-skissa”. Það liggur vlst ekki mikiö meira fyrir um skipulag nýja miðbæjar- ins, en myndin sýnir. Textanum höfum viðklint á, eins og helzt var álitið, að við ætti. HÆTTA VERKSMIÐJURNAR AÐ TAKA Á MÓTI LOÐNU? — vegna hættu á verkföllum —hs—Rvik — Um kl. 19 I gær var heildaraflinn á þessari loðnu- vertiö orðinn um 145 þús. lestir og var aflinn frá sama tima I fyrradag 14.725 lestir, þ.e. eftir sólarhringinn. Nánast allar löndunarhafnir eru nú með fullt geymslurými. Vestasta veiöi- svæðið er nú komiö I nánd við Vestmannaeyjar, en nokkrir bátar fengu afla úr nýju göng- unni, sem er á 2. veiðisvæði, þ.e. frá Ingólfshöfða að Vesturhorni. Ennfremur var vitað um eitt skip sem afla fékk á 5. svæði, þ.e. á svæðinu fyrir vestan Knarrarós- vita. Ekki er ómögulegt talið, að verksmiðjurnar hætti e.t.v. brátt að taka við loðnuafla skipanna, til þess að geta unnið upp þaö mikla magn hráefnis sem fyrir liggur, ef til allsherjar verkfalls kemur. Eins og fram kom i blaðinu I gær, ákvað samninganefnd A.S.l. að boða til vinnustöðvunar þann 19. febrúar, ef ekki hefði samizt fyrir þann tima. Mjög óhepplegt er að loönan geymist of lengi i þrónum, vegna rotnunar og mikillar rýrn- unar, og vilja verksmiðjurnar þvi ekki liggja með mikið magn hrá- efnis, sem ef til vill yröi ónýtt, ef til langra verkfalla kemur. FRA ÞVl kl. 18 I fyrradag og til niðnættis tilkynntu þessi skip um afla, en þá var heildaraflinn orðinn um 131 þús lestir: Friðþjófur 120, Arni Magnússon 200, Sveinn Sveinbjörnsson 230, Sigurbjörg 180, Jón Finnsson 280 og Hilmir 330. Frá miðnætti til kl. 19 i gær- kvöldi höföu eftirtalin skip til- kynnt um afla: Hinrik 180, Arney 120, Tálknfirðingur 250, Loftur Baldvinsson.450, Ólafur Sigurös- son 220, Eldborg 500, Harpa RE 340, Gisli Arni 450, Albert 320, Húnaröst 160, Isleifur IV 170, Heimir380, Dagfari 250, Þórkatla II 70, Höfrungur III 260, Helga RE 230, Arsæll Sigurðsson 190, Bergá 100, Svanur RE 340, Ottó Wathne 45, Súlan 440, Árni Kristján 200, Skirnir 310, Bára 200, Baldur 150, Jón Garöar 310, Fifill 350, Venus 210, Asberg 410, Hrafn Svein- bjarnarson 250, Hrönn 220, Sandafell 200, Guðmundur 770, Ljósfari 220, Járngerður 220, Örn 300, Grimseyingur 250, Oddgeir 180, Arnar 180, Rauösey 310, Haf- björg 150, Sigurbjörg 180, Bjarni Ólafsson 270, Flosi 180, Héðinn 420, Hafrún 240, Helga Guð- mundsdóttir, 350, Þórður Jónas- son 380, Vonin 200, Halkion 180 og Hamravik 130. GITARAR FLJÚGA ÚT GSal—Reykjavik. — Mikill gltar- áhugi greip um sig hér, þegar fréttist að sjónvarpið ætlaði að liefja útsendingar á sérstökum gitarkennsluþáttum fyrir byrjendur. Hljóðfæraverzlanir fylltust af fólki, og allir spurðu um það sama: Hafið þið byrj- endagitara til sölu? 1 dag, miðvikudag, mun sjón- varpið gangast fyrir gitarkennslu i sjónvarpssal. Eyþór Þorláksson hefur verið fenginn til að hafa umsjón með nokkrum kennslu- stundum til handa byrjendum i gitarleik. Timinn leitaði i gær til nokk- urra hljóðfæraverzlana og fékk alls staðar þau svör, að sala á git- urum hefði sjaldan verið meiri Á i'lestum stöðum voru gitarai uppseldir, en einstaka verzlur býr ennþá svo vel að eiga nokkra eftir. 1 hljóðfæraverzluninni Rin, var okkur tjáð, að á skömmum tima hefðu þeir selt rúmlega 200 git- ara, og það væri engu likara en um útsölu væri að ræða, svo mikil hefði ösin verið. I blöðum og út- varpi hefur mikið verið auglýst eftir gfturum, svo þessi þáttur sjónvarpsins virðist ætla að falla i góðan jarðveg. Ennfremur fengum við þær upplýsingar, að byrjendagitarar kosta frá tæpum þremur þúsund- um upp i rúmlega sjö þúsund. Gitarbókin sem sérstaklega er samin fyrir þessa gitarþætti kost- ar 450 krónur. Verðhækkanir og vöruskortur Gísli Theódórsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Innflutningsdeildar StS, ritar grein I Hlyn, blað um samvinnumál, sem nýkomið er út. Gisli nefnir grein sina „Verðhækkanir og vöru- skortur”. 1 greininni segir: ,,A s.l. ári fór að bera á þvi að skortur væri að myndast á ýmsum hráefnum til iðnaðar og sömuleiðis að verksmiðjur iðnaðarrfkjanna önnuðu ekki eftirspurn eftir neyzluvörum. Jafnhliða þessu jókst cftirspurn eftir kornvörum, alls konar, og samfara uppskerubresti viða um heim, hækkaði verð þeirra mjög mikið, en það hafði i för með sér sjálfvirka hækkun flestra matvæla og annarra land- búnaðarafurða. Orkuþörfin jókst samhliða vaxandi framleiðslu þannig að bensinskortur hafði gert vart við sig strax á s.l. sumri I Bandarikjunum og áburð vantaði þar til að taka aukið land til ræktunar. Virðast for- ráðamenn efnahagslifsins i flestum löndunt ekkihafa gert sér nægilega grein fyrir hinni stórauknu neyzlu, og þvi vantaði t.d. oliuhreinsunar- stöðvar og fleiri áburðarverk- smiðjur. Ástæðurnar fyrir hinni auknu neyzlu eru sjálfsagt rnargar, en þó ntá áætla að mjög aukin kaupgeta almennings i Evrópu, Ameriku og i Japan hafi valdið þar miklu um og söntuleiðis að hundruð milljóna manna i þróuunar- löndunum hafa gert vaxandi tilkall til að njóta, i æ rikara mæli, hlutdeildar i lysti- semdum nægtaþjóðfélaganna, i stað þess að vera að mestu hráefnaforðabúr þeirra. Afgreiðslutími lengist Afleiðingar þessa hafa orðið þær, að sifellt hefur reynzt erfiðara að fá ýmsar vörur og afgreiðslutimi hefur yfirleitt lengzt mjög Þó að það sé nú mjög i tizku að kenna oliu- skömmtun Arabarikjanna um alla hluti, hafa flestir gert sér ljóst, að þessi þróun hófst löngu fyrr, og höfðu margir reyndar varað við afleiðingunum. Hins vegar virðist það einnig auðsætt, að þau vandamál, sem fyrir voru og menn töldu að væru sæmilega viðráðanleg á þessum áratug, hafa, með oliuvandamálinu, orðið geigvænleg. Innflutningsdeild Sambandsins kaupir nú vörur frá 34 löndurn i öllum heims- álfunum, og eru þess dæmi, að vöruverð hafi þrefaldazt á einu ári. tltlit er fyrir, að flest þau rikja, sem auðugust eru a f h i n u m ý m s u m á 1 m - tegundum til iðnaðar, s.s. Suður-Ameríkuríkin, Afrika og Astralia, sjái sig neydd til aö hækka verulega hráefni sín, þó ekki væri til annars en að geta keypt sihækkandi iðnaðarvörur og matvæli. sem þau annars hafa ekki nægilega ntikið af sjálf. Og þannig gæti verðbólguskrúfan haldið endalaust áfram i heiminum. Verður vöruskortur? Á allra næstu mánuðum er liklegt að Innflutningsdeildin muni geta svarað eðlilegri eftirspurn á flestum algengum vörutegundum, þar sem tnargar pantanir eru sifellt i gangi í „pantanakeöjunni" og þær elztu orðnar nokkra ntánaða gamlar, en verð- hækkanir verða miklar. Ef Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.