Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 1
 ÁætKinarstaðir: Akra’nes - Blönduós Flateyri - Gjögur Hólmavík - Hvammstangi Rif - Siglufjöföur Stykkishólmur Sjúkra- og 'leigúflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 -------------------------------------------------------------------------- 1 1 \ KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Simi 40-102 ERLENDAR VERÐHÆKKANIR MUNU VALDA ÖRÐUGLEIKUM í ÁR — segir í skýrslu hagrannsókna- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins um þjóðarbúskapinn HHJ—Reykjavik — tJt er komið á vegum hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar rikisins yfirlitsrit um þjóðarbúskapinn, framvindu mála 1973 og horfur á þessu ári. í ritinu, sem er hið fjórða i ritröð hagrannsókna- deildar um efnahagsmál þjóðar- búsins, er einnig gerð grein fyrir efnahagsþróun i umheiminum, enda hlýtur þróun mála hér heima að markast mjög af ástandinu annars staðar. í viðauka við ritið er greinargerö frá Hafrannsóknastofnuninni um aflahorfur 1974. í formála að ritinu segir, að þar sem niðurstöður almennra kjarasamninga séu ekki kunnar, beri aö skoða allar tölur um þróun launa og verðlags 1974 eingöngu sem dæmi reist á þeirri forsendu, að almenn hækkun grunnlauna miðist við breytingar á þjóðar- framleiðslu og þjóðartekjum. 1 skýrslunni segir, að þjóðar- framleiðslan hafi aukizt um 5% að raunverulegu verðgildi á siðastliðnu ári. Niðurstöður af út- reikningum hagrannsóknadeildar benda til þess, að vöxturinn verði e.t.v. Ivið minni á þessu ári, eða 4-5%. Sú spá er við það miðuð, að olíuskorturinn kreppi ekki verulega að framleiðslukerfi okkar. Þjóðartekjur uxu á siðasta ári nokkru meira en þjóðarfram- leiðslan vegna hagstæðra við- skiptakjara. Aukningin nam 7,5%. Ekki er ósennilegt, að við- skiptakjör versni á þessu ári, og af þvi leiði, að aukning tekna verði minni en framleiðslu- aukningin eða 3-4%. Útflutningsverðmæti vöru og þjónustu jókst um 36% 1973. Aukningin varð 4% að magni en 31% að veröi. Aætlað er að 1974 verði aukning útflutnings- verðmætis 13.5% og skiptist þannig, að magnaukning verði 2.5%, en verðhækkun 11%. Innflutningsverömæti vöru og þjónustu jókst s.l. ár um 43%. Magnaukning varð 18%, en verðaukning 21%. Spáð er 14-15% innflutningsverðmætis á þessu ári. Talið er að magnaukning verði 3%, en verðaukning 11%. Búizt er við þvi, að viðskipta- jöfnuöur verði óhagstæður um 4200milljónir króna 1973, en verði likast til meira en jafnaður meö innstreymi erlends fjármagns, þannig að gjaldeyrisstaðan batnihugsanlega um 1 milljarð á þvi ári. Viðskiptahallinn verður ekki ósennilega öllu meiri 1974 eða 4500-5000 milljónir króna, en gjaldeyrisstaðan mun þó ekki breytast að marki, þvi að reiknað er með þvi að innstreymi erlends fjármagns til langs tíma jafni metin. Fjármunamyndun jókst aö magni til um 16% 1973 og samkvæmt spá verður hún svipuð á þessu ári. Þá er miðað við veru- lega aukningu almennrar fjármunamyndunar, þvi að þess er að vænta að innflutningur skipa og tilbúinna húsa veröi mun minni á þessu ári en raun varð á 1973. Einkaneyzla hefur að þvi er Framhald á 6. siðu. ■; ■ Þennan starfsmann ESSO rákumst við á suður i Hafnarfirði, þar sem hann var að bjástra við olíuleiðsl- ur. Droparnir, sem fara um þessar ieiðslur og aðrar, sem ætlaðar eru til sömu nota, verða æ dýrari. Flest bendir til þess aö þær hækkanir, sem orðið hafa á oliuverðinu aö undanförnu, veröi okkur þungar i skauti. Timamynd. Róbert. Umdeild kíttiverksmiðja í Hveragerði: Lóðasamningurinn úr gildi og reglugerðardkvæðum ófullnægt — en undirbúningur að byggingu eigi að síður hafinn JH/gbk—Reykjavik. — 1 Hvera- gerði virðist vera i uppsigiingu mál, er kann að vekja talsverða athygli. Rótin að þvi er kíttisverk smiðja, sem til umræðu var að reisa þar fyrir nokkrum árum, en hefur siðan verið litið rætt um, þar til nú að skyndilega var i ný- liönum janúarmánuði hafin jarð- vinna til undirbúnings byggingu verksmiðjuhúsa. En þar er sá hængur á, að út er runninn GRÆNLENZKIR SJOAAENN HINGAÐ Á VERTÍÐ —hs—Rvlk. — Hvað er þetta maður, fylgistu ekki með? Lestu Timann, og þá kemstu að þvi, hvernig ástandið er i þessum málum! Svo fórust Runólfi Sölvasyni orð, þegar blaðamaður innti hann eftir þvi, hvernig gengi að ráða mannskap i frystihúsin og á bátana, en Runólfur er fram- kvæmdastjóri Saltvers s/f i Keflavik, sem m.a. frystir loðnu um þessar mundir. Blaðið fregnaði, að ráðnir hefðu verið Grænlendingar á báta, sem legðu upp hjá fyrir- tækinu og leitaði stað- festingar hjá Runólfi. Hann sagði að þetta væri rétt, 3 grænlenzkir sjómenn væru á Hannesi lóðs VE og 2 á Lundey RE og hæft hefði verið að fá fleiri. í framhaldi af þessu, sagði Runólfur, að ástandið væri mjög slæmt og alls staðar vantaði fólk bæði i fisk- verkunarhúsin og á bátana. T.d. vantaði Saltver 7 karl- menn i vinnu, hefði 5 en þyrfti að hafa 12. A morgnana væru 7-8 kvenmenn i vinnu, sem hættu svo um hádegisbilið til að geta sinnt heimilisstörfun- um,en kvenfólkinu færi siðan fjölgandi þegar liði á daginn og á kvöldin væru þær allt að 20. Hann sagði, að unnið væri Jrá kl. 8 á morgnana til kl. 2 á nóttinni, sem nægði þó ekki til. Ef vel ætti að vera, þyrfti að hafa starfandi 20 manns i senn á tveim vöktum. — Það sem Framhald á bls. 13 frestur, sem fyrirtækinu var sett- ur um nýtingu lóðarinnar, og ekki liafa verið uppfyllt ákvæði rcglugerðar frá árinu 1972 um varnir gegn mengun af völdum citurefna og hættulegra efna. Aðili sá, sem hyggst reisa kittiverksmiðjuna, nefnist Sameinuðu efnasmiðjurnar, og mun hafa á bak við sig Ruthland- verksmiðjurnar i Ameriku, er framleiða alþekktar tegundir klttis. Mun Ölafur Þorgrimsson lögfræðingur vera einn helzti for- göngumaður þessarar verk- smiðjubyggingar. Forsaga þessa máls er sú, að 1. júli 1970 var undirritaður lóðasamningur af hálfu sveitar- stjórnarinnar I Hveragerði og Sameinuðu efnasmiðjanna um tiu hektara lands á milli þorpsins annars vegar og þjóðvegarins nýja hins vegar. Var þetta 780 metra löng og 128 metra breið spilda á milli akvega sem liggja inn i þorpið. I samningum var svo að orði kveðið, að lóðin væri seld á erfðafestu. en fylgdi samt þaðákvæði. að lóðasamningurinn rynni út sumarið 2020. Loks var tilskilið, að byggingar- framkvæmdir og starfræksla yrðu að hefjast innan tveggja ára. Þessi lóðasamningur olli ágreiningi á sinum tima. og taldi minnihluti hreppsnefndar of miklu landi ráðstafað með of miklum friðindum. þegar til þess Framhald á (i. siðu. REYKJAVÍKURMÓTIÐ Bragi Kristjánsson skýrir skák- irnar — Sjá bls. 6-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.