Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. febrúar 1974. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjaid 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. í ótryggum heimi Þau tiðindi hafa gerzt, að viðskiptaráðuneyt- ið hefur beitt sér fyrir þvi, að islenzku oliu- félögin festu kaup á 16000 smálestum af gas oliu frá Shell. Verður þessari oliu afskipað frá Rotterdam. Eins og kunnugt ery höfum við samninga við Sovétrikin um kaup á nær allri oliu,er við not- um. Nú hafa vanefndir orðið af Rússa hálfu á afgreiðslu á þeirri oliu, sem pöntuð hafði verið skv. samningum. Svartolia pöntuð til af- greiðslu i janúarmánuði og gasolia fyrir janúar og febrúar hefur ekki enn borizt til landsins. Nú hafa Rússar heitið þvi, að 16000 smálestum af svartoliu verði dælt um borð i skip ytra i byrjun þessar viku og ætti olian að verða komin hing- að til lands um miðjan mánuðinn. Samt sem áður vantar 8 þúsund smálestir af svartoliu upp á janúarpöntun oliufélaganna. íslenzkt efnahags- og atvinnulif er einmitt nú allra viðkvæmast fyrir vanefndum á þeim samningum, sem við höfum gert um oliukaup. Vegur þar þyngst loðnuvertiðin og bræðsla á loðnu, sem nú er nýhafin. Oliufélögin telja, að tiltölulega auðvelt sé fyrir þau að afla sér gas- oliu frá vestrænum oliufélögum, en erfiðara sé um vik með svartoliuna. Vegna vanefnda Rússa er þessi kaupsamningur við Shell þvi sjálfsagður og eðlilegur til að tryggja hags- muni islenzka þjóðarbúsins. Verðið á oliunni, sem keypt verður af Shell,er sambærilegt við verðið á oliunni frá Sovétrikjunum, enda er verðið á oliunni frá Rússum bundið i samning- um við verð á oliu á Vesturlöndum. Ástæðurnar fyrir þessum vanefndum Rússa á samningunum við okkur eiga sér vafalaust sinar skýringar. En nokkurn ugg hlýtur það að vekja með okkur, að mörg þau lönd, sem hafa oliukaupasamninga við Rússa og eru i nánust- um tengslum við þá, eru i hópi þeirra rikja, sem einna fyrst urðu til að taka upp hraðatak- markanir farartækja og skömmtun á elds- neyti. 1 þeim hópi er t.d. Pólland og fleiri Aust- ur-Evrópuriki. Rússar hafa mikla þörf fyrir beinharðan er- lendan gjaldeyri i viðskiptum sinum. Freisting þeirra er þvi mikil, þegar oliuverðið á Vestur- löndum er svo hátt, sem raun ber vitni, að selja meira magn af oliu á frjálsum vestrænum markaði en i vöruskiptum innan Come- con-landanna. Okkar viðskipti við Sovétrikin eru vöru- skiptaverzlun. Við höfum átt góðan freðfisk- markað i Sovétrikjunum, þ.e. við greiðum fyrir oliuna með fiskafurðum. Það, sem hefur bjarg- að islenzku efnahagslifi siðustu misseri i hin- um miklu gjaldeyrissviptingum og verð- hækkunum, sem orðið hafa i innflutningslönd- um okkar, er sú mikla verðhækkun, sem orðið hefur á útfluttum fiskafurðum til Bandarikj- anna og fleiri landa. Þessi verðhækkun nemur á ýmsum fisktegundum 100% frá siðasta ári. Nú virðist sem tregða og erfiðleikar séu komnir i fisksölusamninga okkar við Sovétrik- in. Rússum finnst verðhækkunin að vonum mikil. Hún er þó ekki nærri eins mikil og verð- hækkunin á oliunni, sem við verðum að greiða. En þetta sýnir, að við lifum i ótryggum heimi margvislegra sviptinga, og þvi er öruggast að hafa sem flest járn i eldinum. ERLENT YFIRLIT Grenada verður sjálfstætt ríki Verkföll setja svip á fullveldisdaginn Eric Gairy A MORGUN verður lýst yfir sjálfstæði eyjunnar Grenada, sem er syðst hinna svonefndu Windwordeyja i Karabiska hafinu. Forsætisráðherra stjórnarinnar þar, Eric Gairy, segir, að guð hafi blásið sér þeirri hugmynd i brjóst að velja þennan dag sem full- veldisdag hins nýja rikis. Sennilega verður þó ekki mik- ið um dýrðir i höfuðborginni, St. George’s, á morgun, er sjálfstæðistakan fer fram, þvi að verkföll hafa lamað mest- allt atvinnulif Grenadabúa að undanförnu. Stjórnarand- stæðingar hafa gripið til verk- fallsvopnsins til að mótmæla vaxandi einræði og lögreglu- valdi, sem rikisstjórnin hafi beitt. Einkum telja þeir, að einkalögregla forsætisráð- herrans hafi gert sig seka um margvisleg óhæfuverk. BRETAR lögðu undir sig á sinum tima margar smáeyjar i Karabiska hafinu. Þeir hafa stefnt að þvi eftir siðari heimsstyrjöldina að losa sig við yfirráð þeirra, þar sem fjárhagslega hefur verið litið upp úr þeim að hafa, en eyjar- skeggjar gert kröfur um aukið sjálfstæði og stundum fylgt þeim eftir með uppþotum og hyrðjuverkum. Um skeið stendu Bretar að þvi að sam- eina allmargar eyjar eða eyjaklasa i sérstakt riki, West Indies Associated States. Riki þetta átti að ná til Grenada (100 þús. ibúar), Antigua (70 þús.), Dominica (70 þús.), St. Kitts — Nevis-Anguilla (60 þús.) St. Lucia (100 þús.) og St. Vincent (90 þús.), auk margra smærri eyja. Eyjar þessar tilheyra flestar hinum svonefndu Windwordeyjum og Leewordeyjurm Hver eyja átti að hafa allviðtæka heima- stjórn, en sameiginlega áttu þær að mynda eina rikisheild. Þótt Bretar haldi þessari rikishugmynd lifandi að nafni til, hefur hún raunar aldrei komizt i framkvæmd nema á pappirnum. Ibúar flestra stærri eyjanna hafa stefnt að fullu sjálfstæði og ekkert vilj- að hafa saman við hinar eyjarnar að sælda. Fjarlægðir valda þvi einnig, að erfitt er að framkvæma þessa samrikis- hugmynd Breta. Grenada verður nú fyrst þessara eyja til að hljóta fullt sjálfstæði, en búizt er við þvi, að flestar hinna fylgi fljótlega á eftir. Ifér munu þá myndast mörg smáriki, og getur það orðið vandamál hjá Sameinuðu þjóðunum, hvort veita eigi þeim inngöngu. Ef farið yrði inn á þá braut, gætu eylöndin i Karabiska hafinu orðið álika atkvæðamörg á allsherjar- þinginu og t.d. Vestur-Evrópa. GRENADA er að flatarmáli 133 fermilur. Hún mun hafa myndazt við eldgos. Land- búnaður er þar eini atvinnu- vegurinn, sem heitið getur, og helztu útflutningsvörur eru kakó og bananar. Þá hafa ferðamenn heimsótt eyjuna allmikið i seinni sið, og þvi hefur hafizt þar talsverður gistihúsarekstur. Eyjaskeggj- ar, sem eru blandaðir, eru um 100 þúsund. Upprunalega eru þeir af Indiánaættum, en all- mikið var flutt þangað af negrum, sem blönduðust heimamönnum, og þessu tii viðbótar hafa hvitir menn haft nokkur áhrif á kynblöndunina, þótt ekki hafi þeir verið marg- mennir á Grenada. Höfuð- borgin er St. George’s, og eru tæplega 10 þúsund ibúar. ÞAÐ er fyrst og fremst verk eins manns, Erics Gairy, að Grenada verður fyrst um ræddra eyja til að hljóta sjálf- stæði. Gairy er af svertingja- ættum, 51 árs að aldri. Hann ólst upp i fátækt og fékk enga menntun. Ungur að árum hóf hann að vinna við námur Hol- lendinga á Aruba. Þar komst hann i kynni við verkalýðs- hreyfinguna. Hann hélt heim til Grenada um 1950, eða fyrir tæpum aldarfjórðungi, og hóf þá fljótlega að skipuleggja verkalýðssamtök meðal land- búnaðarverkamanna. Hann aflaði sér brátt mikils fylgis, enda tókst honum að koma fram ýmsum kjarabótum. Þegar Grenada fékk heima- stjórn, efldi Gairy strax stjórnmálaflokk, sem varð brátt helzti flokkurinn á Gre- nada. í þingkosningum, sem fram fóru i febrúar 1972, fékk flokkur Gairys 13 þingsæti af 15 alls, en hins vegar fékk hann þó ekki nema 59% at- kvæðanna. Gairy hefur siðan stjórnað með harðri hendi. Samkvæmt sérstökum lögum, West Indies Act, sem Bretar settu 1967, gátu einstakar eyj- ar innan West Indies Associat- ed States öðlast sjálfstæði á tvennan hátt. Annar var sá, að fram færi þjóðaratkvæða- greiðsla og að tveir þriðju hlutar greiddra atkvæða væru fylgjandi sjálfstæðistökunni. Ifinn var sá að fá sérstakt samþykki Bretadrottningar og brezku rikisstjórninnar. Gairy valdi siðari leiðina, þvi að hann mun hafa óttazt, að hann fengi ekki tilskilinn meirihluta i þjóðaratkvæða- greiðslu. Brezka stjórnin féllst á að veita Grenada sjálfstæði, enda munu Bretar ekki hafa talið sér neinn hag i þvi að halda áfram málamyndayfir- ráðum á Grenada. BLAÐAMENN, sem hafa heimsótt Grenada i tilefni af sjálfstæðistökunni, spá þvi, að stjórnarfar þar stefni i sömu átt og á Haiti i stjórnartið Du- valiers eldri. Gairy stendur i þeirri trú, að hann sé gæddur sérstökum andlegum hæfileik- um, og að hann taki við fyrir- mælum frá æðri máttarvöld- um. Hann hefur, eftir kosningarnar 1972, tekið sér einræðisvald i sivaxandi mæli og beitt andstæðinga sina si- auknu ofriki. Þess vegna hafa þeir gripið til verkfalla sem mótaðgerða. Gairy hefur enn ekki beitt valdi til að bæla verkföllin niður, en liklegt þykir, að hann muni fljótlega gripa til þess, eftir að sjálf- stæði Grenada hefur verið viðurkennt. Þess vegna hafa ýmis brezk blöð krafizt þess undanfarið, að brezka stjórnin fresti sjálfstæðisviðurkenn- ingunni Stjórnin mun hins vegar telja sig fást við nóg vandamál, þótt Grenada bæt- ist ekki við. Gairy er lýst þannig, að hann sé lágur vexti og grann- vaxinn, en friður sýnum og komi vel fyrir. Hann er snyrti- menni i klæðaburði og kemur vel fyrir sig orði. Þótt hann tali hægt og liggi lágt rómur, þykir hann hafa sérstakt lag á að fá landa sina til að fallast á mál sitt. Hann segir blaða- mönnum, að þetta stafi af sér- stökum andlegum hæfileikum. sem hann sé gæddur og beiti mismunandi, eftir þvi hvort samhverjar hans eða mót- herjareiga i hlut. Hann segist sinna andlegum málum og dulspeki i auknum mæli og njóti hann leiðsagnar máttar- valda i stjórnarstörfum sin- um. Kona hans er félagsmála- og umhverfismálaráðherra i stjórn hans, og lætur hann hana ráða mestu i þeim efn- um. Dulspekigrúsk hans þykir minna mjög á Duvalier eídri, eins og áður segir, og þykir það ekki spá góðu um fram- tiðarstjórn Grenada. Þ.Þ. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.