Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. febrúar 1974. TÍMINN 5 Síldveiðar í Norðursjó: HVE MIKIÐ FÁUM VIÐ AÐ VEIÐA? — líklega ókveðið í marz n.k. Sjúkrabifreið eins og sú, sem keypt verður til minningar um Hauk Hauksson blaðamann. „HJARTABÍLL" BLAÐAMANNAFÉLAGSINS — til minningar um Hauk Hauksson, blaðamann FYRIR all-nokkru hóf Blaða- mannafélag íslands söfnun til kaupa á sérstökum „hjartabll”, en þessari söfnun var hrundið af stað til minningar um Hauk Hauksson, blaðamann, og er tengd nafni hans. — Alls hafa nú safnazt tæplega tvær milljónir króna. i samráði við Rauða Kross islands og Sjúkraflutninganefnd Reykjavikurborgar hefur bifreið verið pöntuð frá Noregi. Eftir talsverðar umræður og athuganir varð ákveðið að festa kaup á full- kominni Mercedes Benz sjúkra- fiutningabifreið, sem bezt er talin þjóna þvi hlutverki, sem „hjarta- bil” er ætlað. Bifreiðiri er vel búin tækjum og i henni er mjög góð aðstaða fyrir lækni og sjúkraliða. Bifreiðin kemur ekki aðeins að notum við flutninga á hjartveiku fólki, hún getur komið að miklu gagni viö flutninga á fólki, sem hefur orðið fyrir alvarlegum slysum, til dæmis raflosti, „köfnun” eða „drukknun”, og alla þá, er á skyndihjálp þurfa að halda, þar sem hver minúta getur ráðið úr- slitum um llf eða dauða. í bifreið- inni verður hjartalinurit sérstök súrefnistæki og fleiri nauðsynleg tæki. — Þetta verður fullkomn- asta sjúkrabifreið, sem ts- lendingar hafa eignazt.og verður hún afhent Rauða Krossinum til eignar og reksturs. Rauði Kross- inn heldur námskeið fyrir þá menn, sem sjá um rekstur bif- reiðarinnar. í þeim tilgangi koma til landsins menn frá Norska Rauða Krossinum. — Afgreiðslu- frestur á bifreiðinni er um þrir mánuðir og er hún væntanleg til landsins i mai-mánuði. — Nokkra fjárhæð skortir til tækjakaupa, og væntir Blaðamannafélagið þess, að einhverjir verði til að leggja þvi lið, svo búa megi bifreiðina fullkomnustu tækjum, sem völ er á. — Framlögum má koma til Arnar Jóhannssonar á Morgun- blaðinu og Arna Gunnarssonar á fréttastofu útvarps. -hs-Rvik. Eins og fram hefur komið, m.a. á aðalfundi L.t.C. fyrir áramótin siðustu, hafa verið uppi tillögur um verulcga tak- mörkun sildveiða islenzkra skipa i Norðursjó. Illjóðuðu þessar til- lögur upp á það, að fslenzku skipin fengju að veiða milli 8 og 12 þúsund* lestir.en arið 1973 veiddu islenzku skipin yfir -13 þús. lestir, sem mestmegnis fór til menneldis. Árið 1972 var sildar- aflinn hjá islenzku skipunumá þessum slóðum nálægt 41 þús. lestum. Þetta er þvi, eins og sjá má, veruleg minnkun, og bjuggust menn við þvi, á fyrrgreindum aðalfundi, að fjöldi islenzkra nótaveiðiskipa yrði verkefnalaus yfir sumartimann, ef ekki yrði úr ■bætt. 1 desember s.l. var fundur haldinn um þessi mal i London þar sem átti að setja fisk- veiðikvóta fyrir Norðursjóinn. Að sögn Þórðar Asgeirssonar, fulltrúa i sjávarútvegsráðu- neytinu, voru tillögur mjög óhag- stæðar fyrst i stað. Hins vegar jókst skilningur á málstað Is- lendinga verulega á þessum fundi, sem stóð frá 11.-13. desem- er. og hækkaði hlutur okkar mjög mikið frá fyrstu tillögum, en ekki náðist samkomulag á fundinum. Annar fundur hefur verið ákveðinn i marz n.k.,og verður þá væntanlega ákveðið, hversu mikið magn af sild Islendingar mega veiða i Norðursjónum. Þórður Ásgeirsson sagði, að við gætum verið frekar vongóðir og góðar horfur væruó þvi að okkar hlutur i sildveiðunum i Norðursjó yrði ekki minni en 30 þús. lestir. Danir veiða langmest af fiski, þar á meðal sild, á þessum slóð- um, eða um 200 þús. lestir á siðasta ári. Mestur hluti þess afla fer i bræðslu, en afli islenzku skipanna fer, eins og áður sagði, að langmestu leyti til manneldis, og hefur mjög mikil áherzla verið lögð á það atriði, i umræðunum um þessi mál. Ákvörðun verður væntanlega tekin um það, hversu mikla sild við megum veiða i Norðursjó næsta sumar, á fundinum i London i marz, og horfurnar eru nokkuð góðar á að hlutur okkar verði ekki skertur til muna, eins og áður sagði. Heimilis ánægjan eykst með Tímanum Auglýsið í Tímanum Tillögur Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands: ÞJÓÐGARÐURINN Á ÞINGVÖLLUM NÁI VESTUR í HVALFJARÐARVOGA A AÐALFUNDI Náttúruverndar- samtaka Suðvesturlands, sem haldinn var fyrir nokkru, var meðal annars rætt um stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum. Segir i drögum að náttúruminjaskrá, sem tekin hefur verið saman á vegum samtakanna, að eðlilegt virðist, að sem mest að Þing- vallasvcit falli undir þjóðgarðinn á Þingvöllum og heppilegt, að fjalllendið norður af Þingvalla- sveit verði einnig gert að þjóðgarði, og eru þar nefnd fjöll eins og Skjaldbreið og Botnssúl- ur. „t framhaldi af þessum friðunarhugmyndum virðist eðli- legt að tengja þjóðgarðinn við Hvalfjarðarbotn — það er að segja Botnsdal og Brynjudal, ásamt innstu vegum Hvalfjarðar. t þennan hátt næðist að vernda stórt, samfellt svæði með afar fjölbreytilegu náttúrufari — svæði, sem næði yfir margvislegt gróðurlendi, bæði á basalti og yngri berggrunni og I mismun- andi hæð yfir sjó. Slik verndun kæmi til með að hafa geysilega mikið gildi, bæði að þvi er varðar almennar náttúrurannsóknir, fræðslu almennings og útivist ýmiss konar.” Þá segir, að alls ekki megi dragast að friðlýsa Botnsdal, þótt ef til vill verði torsótt og timafrekt að friða fullkomlega allt hið mikla landsvæði, er áður var nefnt. Segir i riti náttúru- verndarsamtakanna, að skógur og annar gróður þar sé á undan- haldi, auk þess sem vænta megi stóraukinnar ásóknar i sumarbú- staðalönd á þessum slóðum. Þá segir, að fjaran i Brynjudals vog sé mjög fjölbreytileg og auðug af lifi og mikilvægt fæðusvæði fugla, svo sem æðar- fugla og margra vaðfgula, og gefist þar gott tækifæri til athuganna á þessum fuglum. Er skirskotað til rækilegra rannsókna á lifriki Brynjudals- vogs á vegum Háskólans undan farin ár. t framhaldi af þessu eru nefndir ýmsir staðir, sem ættu að vera friðlönd: Laxárvogur, flæðiengj- ar og tjarnir meðfram Laxá i Kjós, Bugða i Kjós, þar sem er einna mest straumaandavarp á Suðvesturlandi, Eyjatjörn i Kjós, þar sem eru varpstaðir fugla, svo sem flórgoða, Miðdalsheiði, Leiruvogur og nágrenni Geldinganess, eyjar á Kollafirði, Elliðaárog Elliðaárdalur, Myllu- tjörn og Myllulækur við Elliða- vatn, Hjallar innan Heiðmerkur- girðingar, Grótta á Seltjarnar- nesi, Suðurnes á Seltjarnarnesi,' Fossvogur, Bessastaðanes og Gálgahraun, fjörur að norðan- og vestanverðu Alftanesi, Urriðavatn og Ástjörn við Hafnarfjörð, Straumsvik, sem raunar hefur mjög verið spillt, Látrar við Hvassahraun, fjörur á Garðsskaga. Osar við Hafnir, Hafnaberg, Reykjanestá, Hraunsvik undir Festarfjalli. Krisuvikurberg, Herdisarvik og Stakkavtk. Fólkvangar telja samtökin eiga að koma á Háabjalla við Vogastapa, Svartsengi i Grinda- vik og á Reykjanesi. Þegar er kominn fólkvangur i Bláfjöllum og fyrir náttúruverndarnefnd Reykjavikur liggur nú tillaga um friðun Rauðhóla og fólkvang i nágrenni þeirra. i siðustu viku opnuðu eigendur Málarans I Bankastræti nýja og glæsilega verzlun að Grensásvegi 11. Er verzlun þessi á um 500 fermetra gólffleti og er þarna mjög litskrúðugt og skemmtilegt um að litast, enda eru þarna seldar margar tegundir af málnigavörum, teppum og mörgu öðru. Verzlunarstjóri I þessari nýju verzlun er Guðjón Oddsson, sem starfað hefur I verzlun Málarans i Bankastræti i fjöldamörg ár. (Timamynd G.E)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.