Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 11
10 fTÍMINN Miðvikudagur 6. febrúar 1974. Miðvikudagur 6. febrúar 1974. Björn Haraldsson: BÚSETA OG SKÓLAAAÁL f NORÐUR-MNGEYJARSÝSLU TÍMINN : I iá< •* Frá Þórshöfn unglingar nú. Þær tvær konur, sem ógetið er, eiga hvor um sig 4 börn. Af athugunum þessum virðist hægt að draga þær likur, mið- að við það fólk, sem nú byggir umrædda þrjá hreppa, að á næstu 6—8 árum kunni að fæðast 10—15 börn i Kópaskersbyggð, en i sveitunum. þremur mun lægri tala, segjum 8—12 eða i allt 18—27 börn. Skiptist þessar áætluðu fæð- ingac.segjumá 8 ár, kemur nem- endatalan til með að lækka enn frá þvi, sem nú er, og siðan i ekki neitt. Aætlunartölum þtssum kann eitthvað að skeika, það skiptir i sjálfu sér litlu máli. Spurningin um eyðingu byggðarinnar veltur á hvort söðvaður verði brott- flutningur unga fólksins.Það ger- ist ekki af sjálfu sér. Miklar vangaveltur hafa lengi staðið með þjóðinni um orsakir þessarar þróunar. Niðurstöður munu mega teljast, erfiðari afkoma og minni þjónustaá öllum sviðum i dreif- býli heldur en i þéttbýli. Það er hverjum einum eðlilegt, hvort sem hann er fæddur i dreif býli eða þéttbýli, að leita lifsins gæða sér og sinum til handa og velja til þeirra þá leið, sem auð- veldust er, i þeim einföldu sann- indum felst skýringin á hinni ó- heillavænlegu þróun. Ég mun' ekki að þessu sinni ræða þetta yfirgripsmikla vanda- mál út i æsar, heldur láta nægja að bregða ljósi yfir afmarkaðan þátt viðkomandi vali ungmenna dreifbýlisins milli leiðanna að faraeða að vera, ungmenna, sem eiga ekki annan höfuðstól, en hæfileika sina til sálar og likama. 1 þéttbýlinu nægir ungum hjónum þak yfir höfuðið, fyrst til leigu, siðar til kaups. Segjum, að þar sé bundinn höfuðstóll upp á þrjár milljónir kr. Hins vegar mundi jörð, sem getur borið visitölubú ásamt vélum, tækjum og tilheyr- andi áhöfn koma til með að kosta 15—20 millj. króna. Liklega mundi opinbert lán til búskapar- ins nema 30—40% af höfuðstóln- um, en það mundi einnig fást til Ibúðar I þettbýli og ekki lægra. Munurinn á þessum tveim leið- um, fyrir þá, sem litinn sjóð eiga, er sá, að önnur leiðin er fær, en hin ófær. Það er þvi raunar rangt með farið, að unga fólkið, sem upp vex i sveitunum hafi frá f jár- hagslegu sjónarmiði um tvær leiðir að velja, og munurinn milli þeirra hefur vaxið með hverju ár- inu, sem liður, meða sama hraða og verðbólgan. Enda má svo að orði kveða, að unga fólkið þurrk- ist burt úr okkar dreifðu byggð- um. Bætt fyrirkomulag i búnaði, meðferð efnahagsmála og dreif- ingu fjármagns, eru aðal ráðin til að sporna móti uuðn, en hvenær verða þau ráð nýtt? Þvi er stundum slegið fram, að byggðina megi endurlifga með aðkomufólki, rétt er að ræða þann möguleika. Hjón með 10—15 millj. kr. sjóð gætu stofnað til bú- skapar hér i dreifbýlinu, að feng- inni eðlilegri lánafyrirgreiðslu, vildu þau sætta sig við opinberu þjónustuna og uppáskrifa ör- Frá Gilsbakka i öxarfirði Þar er nú komið sögu gagn- fræðaskóia N-Þingeyinga, sem til var stofnað fyrir 10 árum og staðið hefur siðan i Skúlagarði og Lundi, að nálega einungis íbú- ar þriggja hreppa af sjö (Fjalla- hreppur undanskilinn) þ.e. Kelduneshrepps, öxarfjarðar- hrepps og Presthóiahrepps sækja skólann, enda kosta þessir þrir hreppar rekstur I. og II. bekkjar. Hins vegar starfar þriðji bekkur i Lundi á vegum sýslunnar. Þessi þróun er mörgum mikil von- brigði. Afarsterk rök eru fyrir samein- ingu unglinganáms i einn skóia i sýslunni. Fullkominn skóla er vart hugsanlegt að starfrækja með færri nemendum en sýslan hefur samaniagt. Án þess þeim rökum hafi að nokkru leyti verið hnekkt, hefur sú þróun orðið á kennslufyrir- komulagi á siðustu árum, sem útilokar dreifbýli eins og Norður- Þingeyjarsýslu frá þvi að eignast lullkominn gagnfræðaskóla. Vcrður hér á eftir nánar að þeim hlutum vikið. Allt fram til haustsins 1972 hafa til jafnaðar um 20 unglingar úr hreppunum þremur skilað sér ár- lega I fyrsta bekk unglinganáms i Skúlagarði, en nú er þeim fariö að fækka. 1 vetur eru þeir aðeins 13. Eftir upplýsingum frá fræðslu- deild menntamálaráðuneytisins um barnfæðingar i viðkomandi hreppum (en á þeim tölum verða alltaf nokkur vanhöld fram að skólaskyldualdri) má reikna með 15 unglingum haustið 1974, 14 ung. haustið 1975,16. ungl. 1976, 13 ungl. 1977, eftir það sömu tölu eða 12 til ársins 1981. Haustið 1982 fellur tala unglinganna úr öllum hreppunum þremur samanlagt niður i 5. Næstu þrjú haust þar á eftir til 1985 er talan sú sama eða lægri, lengra ná staðreyndir ekki. Þessar staðreyndir vöktu ekki eftirtekt mina fyrr en á siðast- liðnu sumri. En hvað boða þær, er byggðin i þessum þrem hreppum að fjara út, eða er þetta aðeins stundarfyrirbæri ? Nauðsynlegt er að fá svar við þeirri spurningu. A siðasta áratugnum hefur ibúum hreppanna þriggja fækkað með ári hverju. Jarðir hafa farið i eyði og ibúðarhús standa þar auð i tugatali og nálega ekkert er byggt i staðinn. En hvað er þá af fólkinu að segja? Það hefur lengi viljað við brenna, að unga fólkið flytji burt og færra komi i staðinn. Með hverju árinu sem liður magnast þessi þróun. Nálega allt ungt fólk flytur burt að skyldunámi loknu, eða nokkru siðar. Stúlkurnar fyrr, piltarnir siðar. Sumt af unga fólkinu telst til heimilis hjá foreldrum fyrst i stað, en það dvelur i f jarlægð og festir þar sið- an rætur. Þær upplýsingar berast með fjölmiðlum, að konur á aldrinum 16—19 ára hafi nú i þéttbýlinu tekið að sér mannfjölgunarhlut- verk þjóðarinnar meir en að hálfu. Vafalaust er þessi hlutdeild mun meiri en áður var. Hins veg- ar er eðlilegt að breytt viðhorf ungra kvenna i þessum sökum sé, eða komi til með að gilda jafnt fyrir alla, hvar sem þeir búa á landinu. Þar sem konur 16—19 ára eru flestar burtu flognar úr umræddum þremur hreppum, getur manni komið til hugar, að þar sé að finna eðlilega skýringu á snögg-hnignandi barnkomum hér. Fæðingar barna árið 1973 gefa bendingu um 4-5 nemendur úr Kelduneshreppi, öxarfjarðar- hreppi og Presthólahreppi i 1. bekk gagnfræðastigsins veturinn 1985-6. Til þess að mynda mér rökstudda skoðun um það, hvað við muni taka næstu árin þar á eftir hef ég gert athugun á núver- andi ibúum hreppanna miðað við þjóðskrá 1972. Skal ég taka hér nokkrar tölur úr þeirri athugun. I Kelduneshreppi eiga heima 35 hjón. Meðalaldur húsfreyjanna er 48 ára. Yngsta konan er 23 ára (jafnframt yngst i öllum hreppun um), sú næst yngsta er 29 ára. Þessar konur eiga hvor um sig þrjú börn. Sex konur eru þar á fertugs aldri. Þær eiga samtals 23 börn. Útlit er fyrir, að þessar 8 konur i Kelduhverfi hafi að mestu lokið sér af með barneignir. í öxarfjarðarhreppi búa 26 hjón. Meðalaldur húsfreyjanna er 49 ár. Yngsta konan er 29 ára og á hún 3 börn. Átta konur i þessum hópi eru á fertugsaldri. Þær eiga til samans 26 börn, hafa sennilega einnig lokið barneign að mestu. Presthólahreppinn tek ég I tvennu lagi. Annars vegar Kópa- skersbyggðina, þar sem nemend- ur ganga i skólann. Þar eru 23 hjón. Meðalaldur húsfreyjanna er 41 ár. Fjórar þeirra eru innan við þritugt en fimm á fertugs aldri. Þessar 9 konur eiga samtals 20 börn. Geta má til, að þessar 9 konur á Kópaskeri komi til með að bæta við 10-15 börnum. 1 hinum flokknum i Presthóla- hreppi tel ég dreifða bæi. Þar búa 22 hjón. Meðalaldur húsfreyjanna er 52 ár. Eru fjórar þeirra á fer- tugs aldri, en hinar eldri. Ein þessara fjögurra flutti að sögn ásamt fjölskyldu til Raufarhafn- ar á siðastl.. sumri, önnur býr skammt frá Raufarhöfn. Sækja nemendur frá þeim bæ skóla þangað. Sama gildir um sjö aðra bæi, en þar eru hvorki börn né yggisvixil byggðarinnar. Þetta er hægt tæknilega séð, en i raun- veruleikanum er hér aðeins um hugmyndaflug að ræða. Sá heim- ilisfaðir, sem hefur handbært eig- ið fé 10-15 millj. kr. hefur um að velja margar leiðir til atvinnu- öflunar aðrar en landnám i út- kjálkadreifbýli. Mér er ljóst, að útlitið i sveita- hreppunum þremur er hér málað dökkum litum, en ég tel, að þeir litir túlki raunveruleika, þess vegna sé myndin réttmæt. 1 heild armynd sýslunnar eru tveir reitir óútfylltir, það eru þorpin Raufar- höfn og Þórshöfn. Þessir reitir eiga á sama tima að túlkast með ljósum litum. Atvinnulifið er I uppgangi á báðum þessum stöð- um. Það byggist á félagslegu framtaki Ibúanna studdu af opin- beru fjármagni með 85—100% rikisábyrgðarlánum. Sivaxandi þörf á auknum vinnukrafti orsak- ar þar innflutning fólks i veruleg- um mæli. Sveitarstjórnir hafa forgöngu i félagslegum atvinnu- málum og örva einstaklinga til i- búðabygginga með hagkvæmum lánveitingum eða á annan hátt. Atvinnureksturinn gengur vel og Ibúarnir hafa góðar tekjur. Stutt er að sækja frá Raufarhörn og Þórshöfn á ágæt fiskimið, ein hin beztu hér við land. Takist innan skamms tima að friða þessi mið fyrir ránum erlendra veiðiþjófa, verður ekki annað sagt, en að framtiðin brosi við þessum tveim þorpum, sem dreymir um að verða stórir staðir. Fyrir okkur sveitamennina er full ástæða til að gleðjast yfir vel- gengni þorpanna, sem vissulega mun beint og óbeint hamla á móti eyðingu sveitanna og stuðla að endurreisn þeirra, þegar þar að kemur. Til eru þeir, sem telja að Kópa- skersbyggðin eigi möguleika á út- gerð. Þar hefur verið starfrækt fiskimóttaka nokkur siðastliðin sumur. Vitneskjan um hina raunveru- legu búsetuþróun viðkomandi þriggja hreppa kemur yfir okkur eins og reiðarslag, rétt þegar við erum i þann veginn að ganga frá framtiðarskipulagningu 55—150 nemenda gagnfræðaskóla i Lundi. Þessu má likja við það, þegar hópur manna villist i blindhrið án þess að vita af sinni villu, en skyndilega styttir upp og hópurinn nær réttum áttum, áður en illa fer. Það hefur kostað mig nokkra fyrirhöfn að sætta mig við planið með Lund, sem allsherjar gagnfræðaskóla fyrir Norður- Þingeyjarsýslu, er eins og sakir standa ekki beinlinis sigur- stranglegt orðið með tilliti til röskunar á búsetuhlutföllum hreppanna. Hins vegar er svo áætlunin með Lund sem barna- og gagnfræða- skóla fyrir hreppana þrjá. Það kemur nú ekki siður en hitt til með að svifa i lausu lofti eftir að hrepparnir eru i þann veginn að verða barnlaus byggð. 1 það minnsta virðist timinn ekki vel valinn til bindandi framtiðar- ákvarðana. Stutt virðist geta orð- ið i það, að börn og unglingar i Presthólahreppi eigi heima að- eins i Kópaskersbyggðinni. Einnig gæti þá svo farið, að nem- endur þessir væru orðnir fleiri en nemendur úr öxnafirði og Keldu- hverfi til samans. Samtimis væru svo allir á einu máli um, að dag- legur akstur i einn skóla úr hreppunum þrem. væri óæskileg- ur. Kynni þá ekki að álitast fullt eins eðlilegt, að sameiginlegur skóli hreppanna þriggja væri á Kópaskeri fremur en i Lundi. Við þurfum að átta okkur á þvi, Ibúar hreppanna þriggja, að framtið okkar i skólamálunum er harla óráðin og aðstaðan veik með tilliti til skólamála sýslunnar I heild. í stað þess að ætla að skipuleggja skólamál okkar I fjarlægri framtið, harla óráðinni ættum við, þetta roskna og gamla fólk að snúa okkur að liðandi stund, fá umbættar þær skóla- byggingar, sem við höfum með það fyrir augum að geta veitt börnunum, sem við ennþá eigum þá fræðslu, sem þau eiga rétt á. Við eigum að fella niður bylting- artilraunir og innbyrðis viðsjár milli skólanna, en temja i staðinn starfskrafta okkar til skjótra um- bóta á liðandi stund. Gagnfræða- námið hjá okkur hefur verið framkvæmt með sæmilegum árangri. Hins vegar hafa börnin 12 ára og yngri búið við mjög skerta kennslu fram að þessu, það verður að umbæta. Ég efast ekki um, að mennta- málaráðuneytið muni skilja óvenjulega sérstöðu okkar og fallast á fyrir sitt leyti að taka nútiðina fram yfir fjarlæga fram- tið og styðja okkur til aðkallandi lagfæringa. Hin gamla góða tillaga um gagnfræðaskóla fyrir Norður- Þingeyjarsýslu alla hefur verið sett til hliðar i næstu framtið. Ýmis samverkandi öfl hafa verið þar að verki. Upphaf þessa máls var tillaga um héraðsskóla Norður-Þingey- inga I Lundi eða á öðrum stað sem samkomulag yrði um. Tillagan var borin fram af undirrituðum haustið 1963 og rædd á tveim fundum, sem haldnir voru dag eftir dag á Þórshöfn og Kópa- skeri. Undirritaður boðaði til fundanna sem formaður fræðslu- ráðs N-Þing., allar sveitarstjórn- ir, skólanefndir og skólastjóra i sýslunni og voru fundirnir vel sóttir. Helgi Eliasson fræðslu- málastjóri var á báðum fundun- um, enda hafði hann stutt að þvi með ráðum og dáð, að fundirnir yrðu haldnir. Tillagan um hér- aðsskólann fékk mjög góðar und- irtektir á fundunum og var fræðsluráði falið að flytja málið við þing og stjórn. Voru menn mjög bjartsýnirum framgang til- lögunnar og afstaða fræðslumála- stjórans var jákvæð. Sama haustið og þetta gerðist, var hafinn unglingaskóli i Skúla- garði á vegum skólanefndarinnar þar og var auglvst eftir nemend- um úr allri sýslunni. Var inn taka veitt öllum, sem óskuðu. Þetta voru fjórtán ára unglingar og eldri, þvi barnaskólarnir út- skrifuðu börnin þá með fullnaöar- prófi þrettán ára. I framhaldi af þessum unglingabekk i Skúla- garði var strax næsta vetur sam- felldur þriggja bekkja skóli i Skúlagarði og Lundi fyrir ung- inga úr sýslunni allri með sama námsefni og þá var farið með i héraðsskólunum. Samhliða þessu skólahaldi flutti fræðsluráð við þing og stjörn tillögu um formlega stofn- un héraðsskóla i Norður-Þingeyj- arsýslu og sótti um fjárveitingu til sliks skóla. Undirtektir voru neikvæðar á æðstu stöðum. Að biðja um héraðsskóla væri fjar- stæða, þeim yrði ekki fjölgað úr þessu. I ráði væri að afnema á- kvæðin um hlunnindi þeirra skóla og gera alla jafna. Fræðsluráð felldi þá niður bannorðið héraðs- skóii úr umsókninni og sótti um fjárveitingu til þess að byggja skyldunámsskóla að viðbættum þriðja bekk. Ekki var fundið að þvi formi á umsókninni, fúslega var fallizt á að bæta þriðja bekk við skólann, en með fjárframlög úr rikissjóði væri ekki gott i efni. Það væru sem sé svo margir skól- ar aðrir i uppbyggingu i Norður- landskjördæmi eystra, að von- laust væri með öllu að bæta þar viö fyrst um sinn. Þrátt fyrir þessi svör var haldið áfram starfsemi héraðsskólans i Skúlagarði og Lundi. A hvorugum staðnum var nema ein kennara- ibúð. Það bar við, að báðir kenn- ararnir i Lundi voru fjölskyldu- menn. Áður hafði Aðalbjörn skólastjóri látiðaöalstofuna i ibúð sinni sem skólastofu fyrir annan bekkinnn. Nú brá hann á það ráð, að hólfa i tvennt þessa stofu og taka kennarann með konu og tveim börnum inn i sina ibúð, en bekknum, sem þar hafði verið, var kennt i gömlum leikfimisal. Þetta gekk svo i tvo vetur. Skóla- stjóri bauð alþingi og rikisstjóra að hann skyldi útvega lánsfé og láta byggja kennarabústað i Lundi gegn loforði um að hið opinbera keypti húsið siðar eftir mati ráðuneytisins. Menntamála- ráðherra lofaði með bréfi dags. 6.9. 1968 fylgi sinu við málið. Jafnskjótt hófst bygging kenn- arabustaðarins og var húsið full- gert áður en skóli hófst haustið 1969. Ráðuneytið greiddi bústað- inn að fullu 1970, þó fjárveiting lægi ekki fyrir nema að minni hluta. Hin neikvæða afstaða alþingis til skólamálsins olli miklum von- brigðum i héraði. Þar við bættist, að mjög auðvelt var að gagnrýna aðstöðuna i Skúlagarði og Lundi. A báðum stöðum þurfti t.d. að ieigja vistir handa unglingunum á einkaheimilum, i nágrenni við skólana. Á fleira var hægt að benda, sem ekki þoldi samanburð við hliðstæða skóla svo sem hér- aðsskólana. Gagnrýnin beindist að skólunum og þeim, sem að þeim stóðu heima fyrir, sem sannarlega höfðu þó gert það sem i þeirr# valdi stóð. Við kyrrstöð- una dvinaði áhugi héraðsbúa.sér- staklega þeirra, sem fjær bjuggu. Féll að mestu niöur sókn til skól- ans úr fjarlægari hreppum sýsl unnar. Næst er þess að geta, að stytt- ing kennsluvikunnar úr 6 dögum i 5 og vikulegur eða daglegur akstur nemenda er i héraði eins og Norður-Þingeyjarsýslu slik bylting i skólahaldi, að sameigin- legur skóli fyrir alla sýsluna er með þvi móti útilokað fyrirkomu- lag. Þetta atriði eitt fyrir sig nægði til þess að kveða niöur samskólatillöguna, hvar i sýsl- unni, sem slikur skóli væri byggður. Eins og allir vita er þessi nýjung ættuð frá hærri stöð- um. Siðan skipulagðar voru fastar flugferðir tvisvar i viku milli Þórshafnar, Raufarhafnar og Aðaldalsflugvallar, verða sam göngur milli þorpanna og héraðs- skólans á Laugum mun auðveld- ari heldur en við Lund. Er þvi ekki óeðlilegt, að ibúar Þórs- hafnar og Raufarhafnar leiti þangað i framtiðinni með sina unglinga, að þvi leyti, sem náms- rétti þeirra verður ekki fullnægt heima fyrir. Með tilliti til þeirrar búsetuþró- unar, sem við blasir i hreppunum þremur og þorpunum tveim, hljómar það nánast sem fjar- stæða, að hin siðarnefndu gerist aðaluppbyggjendur gagnfræða- skóla i svo að segja barnlausum sveitum. Þorpin keppa að þvi hvort i sinu lagi að búa sinum nemendum sem lengst nám heima fyrir. Annar Þórshöfn tveggja bekkja skyldunámi. en Raufarhöfn hefur auk þess haft þriðja bekk tvo siðastliðna vetur og nú i vetur auk þess fjórða bekk, eftir þvi, sem ég veit bezt. Um skeið hefur skólastjórinn i Lundi og nokkrir fleiri áhrifa- menn heima fyrir rekið áróður fyrir þvi að kljúfa hreppana þrjá með Lund sem skólastað frá öðr- um hreppum sýslunnar. Má geta sér til, að slikt væri ekki sem bezt séð i hinum hreppunum. Til upp- bótar fyrir Lund reyndu svo þess- ir menn, að ná fra barnaskólun- um i Skúlagarði og á Kópaskeri. við miklar óvinsældir hlutaðeig- enda, 11 og 12 ára börnunum. Með þessu var rofið hefðbundið skipu- lag, sem hrepparnir hafa haft með sér i mörg ár. En oft verður litið úr þvi högg- inu, sem hátt er reitt, segir mál- tæki.Eftir að þessir þrir hreppar Framhald á bls. 13 Cr Illjóftaklettum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.