Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 6. febrúar 1974. TÍMINN 19 þið upp i skóla og spyr jið hvað klukkan er. — Vantar tiu minútur i tvö, var svarað. En i raun og veru var hún ekki nema tólf, svo mikið hafði Jón flýtt henni. — Þá er bezt þið farið heim. Og kennarinn þakkaði Jóni og Pétri Kristjáni fyrir hjálpina. — Ekkert að þakka, sagði Jón og rétti kenn- aranum höndina. Pétur Kristján gerði slikt hið sama. Þeir fóru inn i skóla- stofuna að sækja bækur sinar og spjöld. Jón setti klukkuna rétta. „Á morgun fáum við skemmtun, þegar hann sezt á stólinn”. — Þar erum við saklausir, sagði Jón og brosti að stólnum. Enginn hefur séð okkur gera neitt við hann. Á heimleiðinni spurði Pétur Kristján: — Hvi spurðir þú hann ekki, hvernig honum leizt á blöðrubekilinn, meðan við sátum hjá kúnni? Og báðir fleygðu sér niður og sátu og skellihlógu. — Þetta var ágætur dagur, sgði Jón. — O-já, hann var ekki verri en hinir. Og mikið höfum við lært i dag, svaraði Pétur Kristján. t K. voru margir slikir dagar á árinu, þótt ekki væru þeir allir eins og sá, sem nú hefur verið frá skýrt. II. Annar skóladagur. ,,Oft kemur grátur eftir skellihlátur, ” segir málshátturinn. Og oft fer svo, að skemmtun eins og sú, sem þeir Jón og Pétur Kristján stofnuðu til, hefir miður góðar afleiðingar. Siðari hluta dagsins, sem áður er frá sagt, Árshátíð Norð- firðingafélagsins —hs—Rvík. — Árshátið Norðfirð- ingafélagsins 1974 verður haldin föstudaginn 8. febrúar i veitinga- húsinu Útgarði í Glæsibæ i Reykjavik, og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 19.30, en húsið verður opnað kl. 19. Svo sem undanfarin ár, flytur heiðursgestur kvöldsins ávarp, en hann verður að þessu sinni Vilhjálmur Hjálmarsson, alþingismaður frá Brekku i Mjóafirði, en Norðfirðingar rekja margir hverjir ættir sinar til Mjóafjarðar. Enn fremur mun hinn kunni og vinsæli skemmtikraftur ómar Ragnarsson flytja skemmtidag- skrá, og eftir borðhald leikur hljómsveitin Ásar fyrir dansi. Dregið verður i happdrætti, og íþróttir Léttmillivigt (63-70 kg) 1. Halldór Guðbjörnsson 2. kyu (JFR) 2. Þóroddur Þórhallsson 1. kyu (Á) 3. Einar Finnbogason 3. kyu (JFR) Léttvigt (undir 63 kg) 1. Sigurður Geirdal 4. kyu (Gerplu) 2. Hörður Óskarsson 5. kyu (UMFK) 3. Karl Júliusson 5. kyu (Gerplu) Ungtingar Hinum f jölmenna hópi unglinga 15-17 ára var skipt i þrjá flokka eftir þyngd. úrslit urðu þessi: Unglingar yfir 65 kg: 1. Hafsteinn Svavarsson (JFR) 2. Kjartan Svavarsson (JFR) 3. -4. Gunnlaugur Friðbjarnars. (UMFG) 3.-4. Stefán Vestmann (UMFK) Unglingar 58-65 kg: 1. Þorgeir Sigurðsson (Gerplu) 2. Þorsteinn Simonarson (UMFG) 3. -4. Gunnlaugur Friðbjarnars. (UMFG) 3.-4. Páll Þórðarson (UMFK) Unglingar undir 58 kg: 1. Bjarni Bjarnason (UMFK) 2. Haraldur Arason (A) 3. -4. Valur Björnsson ÍUMFKJ 3. -4. Jónas Hraldss. ('A) Dómarar voru: Michal VaChun 4. dan, Sigurður H. Jóhannsson 2. dan, Ragnar Jónsson 2. dan og Tagafusa Ken 1. dan. Eftirtalin félög sendi þátttak- endur: Glimufélagið Ármann (Á). íþróttafélagið Gerpla. Kópavogi (Gerpla). Judoféiag Reykjavikur (JFR). Ungmenna- félag Grindavikur (UMFG ). Ungmennafélag Keflavikur (UMFK) o Víðivangur orkumálin komast hins vegar ekki fljótlega i sitt sama lag, og jafnvei og trúlega þrátt fyrir það, eru fyrirsjáanlegar vantanir i ýmsum vöru- fiokkum. Að sjálfsögðu verður leitað nýrra markaða i stað þeirra, sem kunna að iokast eða þrengjast, en þvi miður er ástandið svipað alls staðar og þvi ekki i mörg hús að venda. Einna verst verður með ýmsar vörur frá Bretlandi, en þar er ástandið alvarlegast, þó ekki sé það nema að litlu leyti að kenna oliutak- mörkunum. Sambandið hefur keypt þaðan mikið af vörum i mörgum vöruflokkum, en samdráttur i innflutningi mun fyrirsjáanlega verða fyrst frá Bretiandi af okkar viðskipta- löndum. Ekki er fullljóst, hver verður endanleg útkoma þessara vandræða allra, en hægt er að leiða að þvi ýmsum getum. Stóraukið atvinnuleysi i mörgum löndum mun draga mjög úr kaupgetu almennings og eftirspurnin eftir iðnaðar- vörum þvi væntanlega minnka mjög verulega. Ekki er útilokað, að samdráttur verði það mikill i verzlun af þessum sökum, að iðnaðarfyrirtækin geti annað hinni takmörkuðu eftirspurn, jafnvel með aðeins 2-3 daga vinnuviku. Slikt á- stand getur þó ekki varað lengi án þess að valda varanlegri efnahagskreppu, sem gætt gæti um viða veröld. Gera verður þó ráð fyrir, að alþjóðleg samvinna verði i framtiðinni að aukast til að mæta þessum alvarlegu vandamálum, en verði ekki meira i orði en á borði eins og brenna hefur viljað við”. —TK W Menntamálaráðuneytið, 31. janúar 1974. Styrkir til háskólanáms í Rúmeníu Rúmensk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa is- lenskum stúdentum til háskólanáms i Rúmeniu náms- árið 1974-75, en til greina kemur, að styrkurinn verði framlengdur til að gera styrkþega kleift að Ijúka há- skólaprófi i námsgrein sinni. Það er skilyrði, að styrkþegi stundi nám i rúmensku fyrsta árið og standist próf að þvi loknu. Styrkfjárhæð- in er 1.660 Lei á mánuði og styrkþegi er undanþeginn greiðslu kennslugjalda. Umsóknum um styrki þessá skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 4. mars n.k. Umsókn fylgi stúdentsprófskirteini á ensku, frönsku eða þýsku, ásamt fæðingarvottorði og heil- brigðisvottorði á einhverju framangreindra tungu- mála. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. M—l verða aðgöngumiðar númeraðir i þeim tilgangi. Að sögn Eyþórs Einarssonar, grasafræðings og núverandi for- manns Norðfirðingafélagsins, verður þarna til boða kalt borð, ekki þó þorramatur i þrengsta skilningi þess orðs, heldur eitt- hvað fyrir alla, ef einhverjir sér- vitringar vilja ekki gæða sér á hrútspungum og súrmeti. Enn fremur verður sungið undir borðum. Forsala aðgöngumiða og borð- pantanir fara fram i anddyri veitingahússins fimmtudaginn 7. febrúar kl. 5-7 siðdegis. Fundur um stjórnmála- viðhorfið Framsóknarfélögin i Reykjavik halda fund að Hótel Esju næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20:30. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfið. Allt stuðningsfólk Framsóknarflokksins velkomið á fundinn. Framsóknarfólk á Sauðárkróki Fyrsta spilakvöldið i þriggja kvölda keppni verður i Framsóknarhúsinu fimmtudaginn 7. janúar kl. 21. Sex kvöld- verðlaun verða veitt og tvenn aðalverðlaun að keppni lokinni. Nefndin. Hafnarf jörður: Aðalfundur fulltrúaráðsins verður miðvikudaginn 6. febrúar nk. kl. 20.30 að Strandgötu 33. Fundarefni: Venjuleg aðalfundar- störf. Rætt um tilhögun kosningaundirbúnings. önnur mál. Stjórn fulltrúaráðsins. Kópavogur Freyja, félag framsóknarkvenna, verður með myndvefnaðar- námskeið i félagsheimili Framsóknarfélaganna, Neðstutröð 4, Kópavogi. Námskeiðið hefst laugardaginn 9. feb. kl. 2 e.h. og verður eftirleiðis miðvikudagskvöld og laugardagseftirmiðdaga. Leiðbeinandi verður Elinbjört Jónsdóttir vefnaðarkennari. Nán- ari upplýsingar i sima 41712 og 40690. Stjórnin. Framsóknarvist á Snæfellsnesi Framsóknarfélögin á Snæfellsnesi byrja hina árlegu spilakeppni sina að Breiðabliki laugardaginn 23. febrúar kl. 21.00. Aðalvinningur er Mallorcaferð fyrir tvo. Góðir vinningar öll kvöldin. Stjórnirnar C Framsóknarvist Akveðið helur verið, að okkar vinsælu spilakvöld hefjist með þriggja kvölda keppni. Mjög góð heildar verðlaun og einnig aukavinningar. Spilað verður i Súlnasal Hótel Sögu 21. febrúar, 21. marz og 4 april . Vistarnefnd FR. Stórbingó Framsóknarfélag Reykjavikur heldur sitt árlega stórbingó að Hótel Sögu fimmtudaginn 14. febrúar klukkan 21. Fjöldi stór- glæsilegra vinninga. Nánar auglýst siðar. Skrifstofa FUF Reykjavík Skrifstofa FUF i Reykjavik að Hringbraut 30 er opin þriðjudaga frá kl. 13 til 17 og miðvikudaga og fimmtudaga frá 9 til 12. Hafið samband við skrifstofuna. FUF. \--------------------------' Sorpeyðingarstöð á Austurlandi? -gbk-Keykjavik. A vegum Sam- bands veitarfélaga á Austur- landi liefur undanfarið verið uunið að frumáætlun um bvggingu sorpevöingarstöð var fyrir sveitarfélög á Austurlandi. Sorpeyðingarstöðin á Húsavik hefur einkum verið tekin til fyrir- myndar varðandi þessa áætlun. en sú, sem e.t.v. verður reist á Austurlandi, verður væntanlega stærri. enda áætlað að hún þjóni bvggðalögum með samtals 6000 ibúa. Málið er enn á algjöru byrjunarstigi og hafa engar endanlegar ákvarðanir verið teknar. ekki einu sinni um staðsetningu sorpeyðingar- stöðvarinnar. en sennilegt þykir þó, að hún verði reist annað hvort á Eskifirði eða Reyðarfirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.