Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 6. febrúar 1974. Miðvikudagur 6. febrúar 1974 Vatnsberin (20. jan.—18. febr.) Ytri aðstæður, sem þú ræður ekki, geta komið þér i klipu i starfi þinu, og við þessu er ekki nema eitt að gera : Þú verður að sýna fullkomna hreinskilni og láta svo umhverfi þitt um að dæma, hvort þér hafi verið um að kenna. Fiskarnir (19. febr.—20. marz) Það væri svo sem eftir þér að fara að láta smá- vegis andstreymi fara i skapið á þér i dag. Þú átt eitthvað smávegis erfitt um þessar mundir, en það er nú eitt sinn svo, að vogun vinnur, vogun tapar, og það geta ekki allir unnið — alltaf! Hrúturinn (21. marz—fl9. april) Þú skalt gá að þér i dag, þvi að einhver, sem þykist hafa ástæðu til að vera afbrýðisamur út i þig, reynir að bregða fæti fyrir þig. Þess vegna skaltu hafa augun hjá þér og láta ekki minnstu breytingu fara framhjá þér. Nautið (20. april—20. mai) Þetta er enginn rólegheitadagur, og talsverðar sviptingar eiga sér stað, en ekki er gott að gera sér grein fyrir þeim. Þú skalt aðeins gæta þess að láta þetta ekki fara i skapið á þér og orsaka undrun eða ótta, þvi að þá fer illa. Tviburar (21. mai—20. júní) Það er i dag, sem þú verður að gripa til þinna ráða i ástamálunum, þvi að annars er hætta á þvi, að eitthvert það samband, sem er þér afar kært, slitni. Hinn aðilinn er orðinn hálfleiður lika, svo að þú skalt ekki hika við að taka frum- kvæðið. Krabbinn (21. júni—22. júli) Þú skalt búa þig undir smáergelsi i dag, eitt- hvað, sem kemur þér á óvart, en þér er kannski einhver huggun i þvi, að það er ekkert I sam- bandi við peningamálin. Einnig eru likur á nýj um kynnum, sem verða þér til ánægju og hags- bóta. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Þú skalt gæta vel að forsendum þess, sem þú ert að ráðast i, áður en þú ferð að huga að fram- kvæmdum, og það er rétti dagurinn i dag að huga að stórframkvæmdum eða þýðingarmikl- um ákvörðunum, aðallega fyrir sjálfan sig. Jómfrúin (23. ágúst— 22. sept.) Þessi dagur verður i flesta staði afskaplega ánægjulegur fyrir þig, og það litur út fyrir, að þú fáir einhverja skemmtilega tilbreytingu i kvöld. En eins og fyrri daginn skaltu ekki rasa um ráð fram, hvað eyðsluna snertir. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það litur einna helzt út fyrir, að sambandið milli þin og vina þinna og kunningja sé ekki upp á það allra bezta, og þú ættir að nota daginn i dag til að kippa þvi i lag. Vinnan virðist lika orðin nokkuð tilbreytingarlaus. Það þarf að laga. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) I öllum samskiptum þinum við hitt kynið skaltú reyna að láta sem mest bera á þinum beztu hlið- um. Þú ert ekkert sérlega ráðþæginn, en þú skalt samt vera opinn fyrir nýjum tillögum i dag, þótt þú hafir i fyrstu harla litinn áhuga á þeim. Bogmaðurinn (22. nóv—21. des.) Það er hætta á þvi, að þér verði á einhver mis- tök, ef þú hefur ekki hægt um þig i dag. Þú skalt stunda vinnu þina af sérstöku kappi. I kvöld litur út fyrir, að þú eigir ánægjulega stund með vini þinum eða góðum kunningja. Steingeitin (22. des.—j-19. jan.) Það er eitthvað mikilvægt á döfinni hjá þér, og hafir þú lagt inn umsókn eða eitthvað svoleiðis, er afar áriðandi, að þú standir við orð þin og þó sérstaklega, að þú sýnir stundvlsi. Þú mátt bú- ast við bréfi, ef ekki i dag, þá bráðlega. Auglýsið í Tímanum 1 14444 1 mufíom V 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL Er ekki tangvinn herseta varhugaverð? Hver eru einkum rök min sem andstæðings erlendrar hersetu hér á landi á friðartimum? Ég mun reyna að setja þau hér fram i sem stytztu máli. Fyrst og fremst hafa friðar- horfur i heiminum batnað til mikilla muna siðustu árin. Næg- ir þar að benda á samninga i Vi- etnam (sem boða minnkandi hættu á stórveldaárekstrum á þeim slóðum, enda þótt átök nokkur séu þar enn), samninga og stórbætta sambúð Rússa og Vestur-Þjóðverja og síðast en ekki sizt stórlega aukin viðskipti Rússa við vestrænar þjóðir. Enn má nefna allgóðar horfur á frið- samlegra ástandi við austan- vert Miðjarðarhaf en verið hef- ur um langa hrið. Haft er stund- um á orði, að ekki sé langt um liðið, siðan legið hafi við stór- styrjöld milli risaveldanna vegna vandamálanna fyrir Mið- jarðarhafsbotni. Ekki verður þvi slegið föstu, að fjölmiðlar hafi greint rétt frá þvi, sem milli stórveldanna fór á bak við tjöldin, en þeir hafa flutt þá fregn, að Rússar hafi hótað að beita hervaldi til að rétta hlut Araba, þegar fór að halla á þá að marki. Setjum svo að þetta sé rétt hermt. Reynum nú að setja okkur eitt andartak i spor hinna skelfilegu Rússa, sem ekki hafa aðeins veðjað á Araba i langvinnum erjum þeirra við Israelsmenn, heldur sækjast mjög eftir hylli þjóða ,,þriðja heimsins” yfir- leitt, eins og fleiri stórveldi. Er ekki liklegt, að þeir hafi hugsað eitthvaö á þessa leið, þegar við blasti fjórði og tvimælalaust mest auðmýkjandi ósigur Araba fyrir t s r a e 1 s m ö n n u m : „Hvaða álit munu Arabar, svo og önnur vanþróuð riki.fá á okk- ur sem styrktarmönnum sinum, ef við opnum ekki einu sinni munninn, þegar svo horfir sem nú I styrjöld þeirra gegn tsra- elsmönnum?” Mér finnst trú- legra að Rússar hafi með hótun sinni fremur viljað brýna Bandarikjamenn til að halda aftur af tsraelum heldur en að þeir hafi látið sér detta i hug, að leggja út i stórstyrjöld af þess- um sökum. Íbændur „TORK" ROFAKLUKKUR fyrirliggjandi. Garðar Gíslason h.f. Sími 11506. Mikið er úr þvi gert, að okkur stafi hin mesta hætta af flota Rússa hér á norðurslóðum. Vit- að er, að við lok siðasta striðs voru Rússar mun verr búnir hernaðarlega- en Bandarikja- menn og þó einkum eftirbátar þeirra á höfunum. Þennan mis- mun hafa Rússar greinilega verið að reyna að jafna síðan, svo sem vaxandi flotastyrkur þeirra um öll heimshöf sýnir. Hins vegar vill svo til, að hin eina herskipahöfn þeirra, sem liggur að úthafi, er nyrzt i Rúss- landi, við Barentshaf, og er þvi ekki óeðlilegt, þótt floti þeirra eigi oft leið um Atlantshafið. Vikjum nú að öðru. Það er óumdeilt, að ísland hefur þýðingarmikla legu frá hernaðarsjónarmiði, og verður svo að sjálfsögðu, hvað sem lið- ur sambúð Rússa og Bandarikjamanna, en hætt er við, að ekki yrði tryggður friður um allar jarðir, þótt þeirra vinskapur kunni að blómgast. Eins og öllum er kunnugt, fóru Bandarikjamenn fram á það upp úr striðslokum að fá að hafa hér herbækistöð i 99 ár, en það skilst mér að sé sá lengsti timi, sem yfirleitt er nefndur i millirikjasamningum. Hvað þýðir þetta? Einfaldlega það, að Bandarikjamenn óskuðu eftir slfkri aðstöðu hér um ótak- markaða framtlð, og er ekki ástæða til að ætla að þeir hafi breytt um skoðun i þessu efni. Nú hlýtur maður að spyrja: Fylgir þvi ekki talsverð áhætta fyrir örfámenna þjóð, að stór- veldi hafi varanlega herbæki- stöð i landi hennar? Hvort mun auðveldara að losna við slikan ófögnuð fyrr eða síðar? Timinn og vaninn móta viðhorf manna fyrr en þá sjálfa varnir. Gæti ekki hugsazt að viðkomandi stórveldi fyndizt,. er timar liðu fram, að nokkur hefð væri tekin að helga rétt þess til hins her- setna lands? Hvernig gengur Spánverjum að stugga vinum okkar, Bretum, frá Gibraltar- höfða? Gæti ekki orðið nokkuð langt að biða þess, að friðar- horfur i heiminum yrðuh slikar, að engar likur yrðu á hernaðar- átökum framar? Og meðal annarra orða: Hversu lengi ætla islenzkir kjósendur áð láta Rúsagrýluna hræða sig til að ánetjast ihaldinu? Herstöðvaandstæðingur. Landbúnaðarráðuneytið Staða tilraunastjóra sem jafnframt annist bústjórn við fjár- ræktarbúið að Hesti i Borgarfirði, er laus til umsóknar frá 1. júni n.k. Umsóknir sendist landbúnaðarráðu- neytinu fyrir 15. marz n.k. p. m X m r!.'f Sérfræðingur V.íLs [■r, V ki. .7 r*;». Staða sérfræðings I röntgengreiningu við Röntgendeild Borgarspitalans er laus frá 1. april eða siðar eftir sam- komulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja- vikur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 7. marz n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 4. febrúar 1974. <i £v h'é m & • 1-v ‘M'v* .-*■ .* *r Heilbrigðismálaráð & Reykjavikurborgar. ^ Húseign til sölu á Akureyri Kauptilboð óskast i húseignina Eyrar- landsveg 16, Akureyri, ásamt tilheyrandi leigulóð. Húsið verður til sýnis þeim, er þess óska, laugardaginn 9. febrúar kl. 1-6 e.h., og verða tilboðseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 f.h. föstudaginn 15. febrúar 1974. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGABTÚNI 7 SÍMI 26844

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.