Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MiOvikudagur 6. febrúar 1974. TAKMARKANIR Á VÍNVEIT- INGUM OPINBERRA AÐILJA S\. mánudag mælti Ingvar Gisla- son fyrir frumvarpi því, er hann flytur ásamt Heimi Hannessyni um takmarkanir á vinveitingum á vegum opinberra aðiia. 1 upphafi máls sins lagði Ingvar áherzlu á eftirfarandi þrjú atriði: 1. Helzta nýmæli þessa frum- varps er það, að lagt yrði bann við þvi, að riki og rlkisstofn- anir, þ.m.t. rikisbankar, svo og Alþingi, standi fyrir þeim sér- stöku vinboðum, sem nefnd eru cocktail-boð. — Höfuðnýmæli frumvarpsins er þannig bann við cocktail-boðum á vegum hins opinbera. 2. Sú almenna stefna yrði mörk- uð, að gæta skuli hófs i veiting- um áfengra drykkja á vegum rikisins og þeirra aðila, sem frumvarpið setur á sama bekk og rikið. Þessi almenna stefnu- mörkun tekur til þess — cða þýðir það — aö ef opinberir gestgjáfar hafa vin um hönd i veizlum, þá skuli vinveitingar vera i hófi. 3. Það er ljóst af frumvarpinu, að opinberum aðilum yrði heimilt að veita vin i matarveizlum. En það leiðir af þvi, sem ég sagði áður, að ef og þegar hið opinbera neytir þessarar heim- ildar, þá ber að veita vin i hófi. Fráleitt erað skilja þetta ákvæði svo, — enda býst ég ekki við að nokkur geri það — að hér sé verið að skylda opinbera aðila til þess að veita vin i matar- veizlum. Frumvarpið felur ekkert slikt i sér, enda fjarri flutningsmönnum að leggja slikt til. í framhaldi af þessum orðum vil ég svo endurtaka það, sem segir i greinargerð fyrir frum- varpinu, að frumvarpið hefur þann tilgang að draga úr vin- veitingum hins opinbera og tryggja svo sem unnt er eins tak- markaða neyzlu áfengis og tök eru á, ef áfengi annars er um hönd haft i opinberum veizlum. í niðurlagi ræðu sinnar sagði Ingvar m.a.: Athuganir benda til þess, að aukning meðaltalsdrykkjunnar i landinu siðustu ár stafi að veru- legu leyti af þvi, að fólk byrjar að drekka miklu yngra en áður, og að kvenfólk drekkur meira og al- mennara en áður var. Það fer ekki á milli mála, að skólarnir i landinu eiga við mikið áfengis- vandamál að etja. Drykkjutizka er nú faraldur meðal skólaæsk- unnar. Þannig er ég ekki i neinum vafa um það, að ástandið i áfengis- málum þjóðarinnar er slæmtum þessar mundir, og að það er nauð- synlegt, að ráðandi menn i landinu leiði hugann að áfengis- bölinu, reyni að gera sér skyn- samlega grein fyrir orsökum þess og afleiðingum, og hvað verða megi til þess að bæta þar nokkuð úr. Ég er að visu vantrúaður á allar patentlausnir i þessu máli, sem öðrum. Ég hef t.d. enga trú á algeru aðflutningsbanni á áfengi eða öðrum ámóta ráðstöfunum. En ég held, að það sé nauðsynlegt að hugleiða i fullri alvöru, hvernig draga megi úr sölu og veitingum áfengra drykkja og leitast við að vara fólk við neyzlu áfengis og innræta mönnum það, sem varla er hægt að deila um, að áfengi er hættulegt eiturlyf, sem haft getur alvarleg áhrif á likams- og geðheilsu manna. Einnig mætti leiða mönnum fyrir sjónir, að óhófsdrykkja, i hvaða formi sem er, er iliþolandi smekkleysi og menningar- skortur, svo að ég visi til þess, sem sagt er i greinargerð fyrir þessu frumvarpi. Það frumvarp, sem hér er til umræðu, er fjarri þvi að vera nokkur allsherjarlausn á áfengisvandamálinu, enda er þvi ekki ætlað að verða það. Þetta frumvarp fjallar aðeins um afmarkað efni og tiltölulega þröngt svið.Frumvarpið hefur þó þann tilgang að draga úr vin- veitingum hins opinbera, og skapa þannig fordæmifyrir aðra, sem vissulega er mikils virði. Við flutningsmenn teljum það verulega bót, og einnig auðfram- kvæmanlegt, að rikið afleggi cocktail-boð. Þetta er tiltölulega nýtt form gestamóttöku og hefur varla unnið sér neina órofa hefð. Ég sé ekki, að neinum geti verið eftirsjá i cocktail-boðum. Það eru til ótal leiðir til þess að veita gestum góðan beina án þess að hella i þá viskii og öðrum vinblöndum. Það væri mikilsvert fordæmi, ef rikið gengi á undan og legði niður cocktail-boð, eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir. Ég er ekki i neinum vafa um það, að þvi yrði viða fagnað i landinu, ef sú yrði niðurstaðan, og gæti auk þess haft viðtæk áhrif i þá átt að draga úr vinveitingum annarra aðila, s.s. sveitarstjórna og fyrirtækja. Cocktail-boð eru hreinar drykkjuveizlur. Þar er tæpast annað veitt en áfengi. Drykkjuskapur er þar aðal- afþreyingin. Hér er um að ræða tizkusið, sem við höfum apað eftir öðrum. Með cocktail-boðum er verið að efna til hópdrykkju, sem lukkan ein ræður, hvar enda muni. Það er ekkert, sem tryggir það, að áfengis sé ekki neytt i r Ingvar Gislason óhófi i slikum d'rykkjuveizlum. Að dómi okkar flutningsmanna ætti hið opinbera að ganga á undan um að afleggja þennan sið. Vilhjálmur Hjálmarsson sagði, að tilgangur flutningsmanna frumvarpsins væri vafalaust sá að reyna að finna bragarbót á þessum málum, en sgmt sem áður finndist sér þetta harla litils virði til að stuðla að þvi , að úr drykkjuskapnum I landinu drægi. Taldi hann ráðlegra að hætta alveg við „sýnikennsluna” og taka upp þann hátt, er Tryggvi heitinn Þórhallsson og nokkrir aðrir ráðherrar hefðu á þessum málum haft, þ.e. að veita gestum ekki áfengi. Minnti hann á frum- varp er i þá átt gengi, er hann ásamt fleiri væri flutningsmaður að. Tómstundir fólks hefðu stór- aukizt á tslandi á seinni árum og tómstundaþjóðfélagið skapaði nýjan vanda, sem úr þyrfti að leysa. Astandið i áfengismálum þjóðarinnar væri mjög alvarlegt og þróunin væri sú nú að nær hver maður i landinu drykki og unglingar á fermingarskeiði virtust margir i þeim hópi. Auk þeirra Ingvars og Vilhjálms tóku þátt i þessum umræðum Matthias Bjarnasonog Karvel Pálmason. RÆKJUSTRIÐ VIÐ HÚNAFLÓANN Strandamenn og Húnvetningar geta ekki komið sér saman um skiptingu á 1700 lesta hémarksafla sem leyfður er í Húnaflóa Lúðvik Jósefsson svaraði á Al- þingi i gær fyrirspurn frá Stein- grimi Hermanissyni um rækju- veiðarogrækju\|nnslu á Húaflóa. Steingrimur sagði i framsögu fyr- ir fyrirspurninni, að ibúar á Húnaflóasvæðinu óttuðust að rækjustofninum verði ofgert og væri talið, að þær reglur, sem nú giltu við hinar takmörkuðu veiðar á rækju á Húnaflóa hefði i för með sér bæði lakari nýtingu rækju- stofnsins og rækjuaflans, sem á land bærist, vegna gifurlegrar keppni milli báta og vinnslu- stöðva um það heildarmagn, sem leyft væri að veiða, eða 1700 tonn. Þetta væri einnig skoðun, sem Hafrannsóknastofnunin hefði kynnt I skýrslu um þessar veiðar. Vinnslugeta þeirra vinnslustöðva, sem nú væru starfandi, væri á fimmta þúsund tonn á ári, en heildarveiðin takmörkuð við aðeins 1700 tonn. Veiðin væri takmörkuð við heildarveiðina eina, en ekki eins og á öðrum svæðum t.d. I ísa- fjarðardjúpi og I Arnarfirði við hámarksafla á bát á viku. Það sem væri þó fyrst og fremst tilefni Klukkustreng- ir í 20. sinn LEIKRIT Jökuls Jakobsonar, Klukkustrengir verður sýnt I 20 skipti n.k. fimmtudag. Aðsókn að leiknum hefur verið mjög góð og uppselt hefur verið á flestum sýningum leiksins. Þetta er sem kunnugt er I fyrsta skipti, sem leikrit eftir Jökul er sýnt hjá Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. fyrirspurnarinnar væru þær fréttir, sem fram hefðu komið i fjölmiðlum, að verið væri að koma upp tveimur afkastamikl- urn rækjuvinnsluvélum á Blönduósi, þrátt fyrir þá staðreynd, að vinnslugetan á Húnaflóasvæðinu væri langt um fram það, sem næmi leyfðum heildarafla. Taldi Steingrimur að hér yrði að gripa I taumana hags- munum heildarinnar til verndar. Lúðvik Jósefs- son sagði, að ráðuneytið teldi sig ekki hafa vald til að stöðva bygg- ingu vinnslu- stöðva fyrir rækju. Til þess skorti allar heimildir. Ekki hefði ráðuneytið heldur heimild til að haga tak- mörkunum á veiðum þannig, að um skiptingu milli vinnslustöðva væri að ræða. Takmarkanirnar væru bundnar við veiðiskip, sem leyfisbréf til veiða fengju. Heimamenn yrðu að koma sér saman um skynsamlega skiptingu þessara veiða. Steingrimur Hermannsson sagði, að hann myndi beita sér fyrir þvi með frumvarpsflutningi, að heimilda yrði aflað i lögum til að koma i veg fyrir að reistar verði vinnslustöðvar á svæðum, þar sem i gildi eru takmarkanir á veiðum og fyrir hendi eru á svæðinu vinnslustöðvar með miklu meiri vinnslugetu en næmi þeim hámarksafla er leyfilegt væri að veiða. Rdðherra skipar tveggja manna rannsóknarnefnd til að Rannsaka ,mistök' við gerð vöruhafnar á Akureyri I svari Björns Jónssonar, samgönguráðherra, á Alþingi I gær, við fyrirspurn frá Lárusi Jónssyni um það, hver beri ábyrgð á þeim mistökum við hönnun hafnarmannvirkja á Akureyri, þ.e. gerð svonefndar vöruhafnar sunn- an við Oddeyrartanga á Akur- eyri, kom fram að samgönguráðuneytið hefur skipað tveggja manna dómnefnd til rannsóknar á málinu. Nefndina skipa þeir dr. Ragnar Ingimarsson, prófessor, og Gústaf E. Páls- son, fyrrv. borgar- verkfræðingur. - Björn Jónsson sagði, að þvi væri slegið föstu i fyrirspurn Lárusar, að um mistök hafi verið að ræða við hönnun og verkundirbúning þessa mannvirkis. Nú eftirá hefði það að hans leikmannsviti við allsterk rök að styðjast og kæmi þar sérstaklega til, að þær boranir, sem gerðar hefðu verið hefðu reynzt siðar ekki gefa rétta mynd af raunverulegum traustleika þess jarðvegs, sem byggt var á, en mannvirkið var samt hannað eftir. Þá virðast og reikningsskekkjur hafa orðið við útreikninga, er hönnunina vörðuðu. Hitt er svo meira vafamál i minum huga, sagði ráðherrann, og ekki sannað svo óvéfengjanlegt sé, hvert þessi mistök, sem nú hafa komið I ljós, og valdið hafa mjög verulegu tjóni beint og óbeint, hafi a.m.k. að hluta til eða að öltu mátt teljast fyrir- sjáanleg eða ekki — eða hvort Björn Jónsson — samgönguráðherra hér var þrátt fyrir allt staðið svo að verki sem vænta mátti, t.d. miðað við gildar venjur I hliðstæðri mannvirkjagerð hérlendis, og hvort — hvað rannsóknir snerti og ályktanir þeirra, sem stóðu að hönnun inni á hverjum tima, gætu — miðað við aðstæður — talizt eðlilegar og i samræmi við þá kunnáttu og hæfni sem til hæfra embættismanna i mannvirkja — gerð er rétt og sanngjarnt að krefjast. Kvaðst ráðherrann ekki vilja né geta gerzt dómari um þessi atriði að órannsökuðu máli. Hefði hann þvi skipað tvo óvilhalla menn og þekkta fræðimenn I mannvirkjagerð til að rannsaka þennan þátt málsins. Las ráðherrann skipunar- bréf dagsett 4. febr. til þeirra Ragnars Ingimarssonar og Gústafs E. Pálssonar, þar sem segir m:a., að ráðuneytið telji „rétt að fá álitsgerð hlutlausra sérfræðinga á þvi, hvort hönnun og tæknilegur undirbúningur umræddrar hafnargerðar og aðrar aðgerðir Hafnamálastofnunar rikisins voru með venjulegum hætti, rannsóknir eðlilegar, miðað við venju i hliðstæðri mannvirkjagerð hérlendis og réttar ályktanir dregnar af rannsóknum eða hvort staðið var að undirbúningi af hálfu Hafnamálastofnunar rikisins með óvenjulegum og ófullnægjandi hætti, og hvort um var að ræða mistök, sem voru fyrirsjáanleg.” Ráðherrann taldi þessa rannsókn nauðsynlega og eðli- lega eftir það, sem á undan væri gengið i þessu máli og æskilegt að flýta henni. Hins vgar tók hann fram, að hver sem niðurstaða þeirrar rannsóknar yrði gæti hún ekki skorið úr þvi, hver fébótaábyrgð kynni að bera af orðnum skaða þótt hún varðaði etv. mikilvægan þátt þess máls. Ráðherrann gerði grein fyrir bréfi, sem honum hafði borizt frá Háfnamálastofnun riEisins i tilefni þessarar fyrirspurnar. Er þar rakinn gangur málsins frá sjónarhóli stofnunarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.