Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 6. febrúar 1974. TÍMINN 15 Nærmyndir af Loch Ness skrímslinu — Nýjar hugleiðingar um gamla gátu A þilfari rannsóknarskipsins Narwhal,sem lá við akkeri, stóðu þrir starfsmenn Loch Ness-- rannsóknarstofnunarinnar og horfðu með vaxandi áhugaá bergmálsmælinn. Þeir sáu hvernig smáfiskatorfa flúði undan stórum „hlut” sem nálgaðist. Hann leit út fyrir að vera a'.m.k. tiu metra langur. Oðru hvoru hvarf skepnan frá bergmálsmælinum, en kom alltaf aftur. 1 25 minútur synti ein, kannski tvær skepnur, i nágrenni skipsins, greinilega seiddir af ljósinu, sem komið hafði verið fyrir neðan vatnsborðsins. Allan timann tók myndavélin myndir 15. hverja sekúndu. Þessi neðansjávarmyndataka i Læch Ness er gerð við erfiðar aðstæður. Vatnið er mjög mengað vegna óhreininda, sem streyma frá ánum, og það var nauðsynlegt að nota sérstaklega sterka elektrónublossa. Dýptarmælirinn einn var nægi- legur til að sýna fram á, að stór, lifandi skepna synti um i Loch Ness i fyrra. Fólkið um borð i rannsóknarskipinu var fullt eftir- væntingar, hvað neðansjávar- myndirnar sýndu. Arangurinn varð vægast sagt merkilegur. Um 15 af ljósmynd- unum sýna hluta eins eða fleiri stórra dýra. Myndirnar eru teknar úr 5-7 metra fjarlægð. Þetta eru fyrstu myndirnar, sem teknar eru af Loch-Ness skrimslinu neðan vatnsborðs. Það athyglisverðasta er, að hægt er að greina eitthvað, sem liktist bægslbá einu dýranna, og þessu hefur verið sérstakur gaumur gefinn af dýrafræðingum. Þessi bægsli erú 2-2,5 m á lengd og einn metri það breiðasta. Sérfræðingar eru sammála um, að þetta geti verið aftur-ganglimur á stóru dýri. A litmyndunum virðast þessir likamshlutar grænbrúnir að lit. Dýrafræðingarnir segja, að sam- kvæmt þeim hlutum, sem sjást á- myndunum, virðist samanlögð lengd dýrsins vera um 10 metrar. Hver verður svo niðurstaðan úr þessum merkilegu rannsóknum i Loch Ness djúpunum? Ennþá er ekki búið að fullvinna úr heimild- um, en útlit er fyrir að sér- fræðingarnir verði samrhála um, að nú séu sannanir fyrir þvi, að i stöðuvatninu sé stórt dýr (sem ekki er enn búið að greina i tegundir. Alveg siðan að Loch-Ness æðið brauztút fyrir 40árum (árið 1933), hefur British Museum tekið sögu- sögnum með varúð og haft nei- kvæða afstöðu til ófreskjunnar i- skozka stöðuvatninu, en eftir að hin trúverðuga stofnun lagði fram siðustu myndirnar, hefur af- staðan breyzt breytzt nokkuð. „Svo virðist sem myndirnar sýni stóran hlut, sem syndir i vatninu,” segir i yfirlýsingunni, sem endar svona: „,Málið þarfnast nánari rannsóknar.” Um langan tima hefur Loch Ness verið umsetið þolinmóðum ljósmyndurum og forvitnum ferðamönnum, en nú litur út fyrir, að umstangið hafi minnkað, og er það einkum af tveimur or- sökjum. 1 fyrsta lagi kostar „umsátrið” um ófreskjuna svo mikla fjármuni, að t.d. Loch Ness rannsóknarstofnunin hefur orðið að draga starfsemina BÍLALEIGA Car rental Cj04' 660 &42902 OPIÐ- Virka daga kl. 6-10 e.h. Laugardaga kl. 10-4 e.h. Ó<BÍLLINN BÍLASALA HVERFISGÖTU 18-simi 14411 Fyrirf eröar lít i I mjög fullkomin HLEÐSLUTÆKI sem er handhægt aö hafa í bílskúrnum eöa verkfærageymslunni til viðhalds rafgeyminum. "STT ARAAULA 7 - SIMI 84450 -/3/77. langd* Teikning af skrimslinu i Loch Ness, sem yfirleitt er kallað Nessie. Teikningin er gerð eftir lýsingu. Það likist talsvert dinósárum fornaldarinnar. Margir visindamenn halda þvi fram, að skrimslið i Loch Ness sé i raun og veru dinósár. sm saman. Auk þess eru stjórnvöld farin að amast við hinni miklu umferð kringum stöðuvatnið. Spurningin er sú, hvað gerist þegar niðurstöður úr rannsóknunum, sem gerðar voru i vatninu, liggja fyrir. Hugsjóna- mennirnir hafa hlotið stuðning við þá skoðun sina, að það sé i raun og veru einhver stór og lif- andi skepna undir vatnsborði stöðuvatnsins. Ennæstum þvi allt hefur verið reynt í leitinni að skrímslinu. Heil herdeild af ljós- myndurum hefur haldið vörð við vatnið hvern dag i fimm mánuði frá sólarupprás til sólseturs, ár hvert siðan 1962. Ameriskur bát- ur, útbúinn ljóskösturum hefur siglt fram og aftur um stöðu- vatnið. Litil flugvél, útbúin litilli ratsjá, var látin sveima yfir stöðuvatninu i margar vikur. Maður nokkur lét sig reka á litlum báti i 82 sólarhringa á Loch Ness I von um að skrimslið kæmi upp og heilsaði upp á hann. Allt hefur verið gert til að lokka ófreskjuna fram i dagsljósið, meira að segja hafa menn komið fyrir hátölurum undir vatns- borðinu og spilað 6. synfóniu Beethovens! En ekkert hefur dugað. Yfir 4000 manns fullyrða, að þeir hafi séð skrimslið. meðal beirra Nóbelsverðlaunahafi. Það nýjasta i málinu er, að nú vilja Japanir draga risatroll eftir Loch Ness og veiða þannig skrimsli, sem þar kynnu að leynast. (þýtt og endursagt. -gbk) Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL V24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI BÍLALEIGA CAR RENTAL » 21190 21188 Skrifstofustúlka vön vélabókhaldi óskast nú þegar. Upplýsingar á skrifstofu vorri, Borgartúni 7. Fyrirspurnum ekki svarað i sima. Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins. Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs verkamannafélags Hlifar um stjórn og trúnaðarmenn félagsins, fyr- ir árið 1974, liggja frammi á skrifstofu félagsins, Strandgötu 11, frá og með 7. febrúar 1974. öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 18 föstudaginn 8. febrúar 1974yog er þá fram- boðsfrestur útrunninn. Kjörstjórn verkamannaféiagsins Hlifar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.