Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 13
Miövikudagur 6. febrúar 1974. TÍMINN 13 Frá Raufarhöfn o Búseta eru til samans komnir niður i fimm nemendur i árgangi eða minna, er bersýnilega fráleitt að lita á byggð þessa sem skóiaein- ingu.Á þvi verður ekki lifað, sem einu sinni var. Það stendur sem sagt i járnum, að um það leyti, sem upp væri byggður fyrsti byggingaráfangi i Lundi verða nemendur orðnir þaö fáir, að grundvöllur fyrir samstöðu hreppanna þriggja getur verið fokinn út i veður og vind. Sú stofnun, sem verður fyrir sárustum vonbrigðum I sambandi viö hugmyndina um samskóla fyrir alla sýsluna er sýslufélagið sjálft. Það hefur frá upphafi greitt allan heimakostnað vegna þriðja bekkjar I Lundi, en sá bekkur mun hafa staðið frá haustinu 1965. Nemur kostnaður sýslusjóðs til siðustu áramóta næstum hálfri þriðju milljón króna. Sýslunefndin taldi sýslufé- laginu þegar i upphafi skylt að kosta að fullu sameiginlegan skóla sýslubúa, er við tæki ofan við það nám, er sveitarfélögunum bar að kosta samkvæmt lögum. Þessa afstöðu sina byggði sýslu- nefndin á fordæmi þeirra annarra héraða, er byggt höfðu og rekið gagnfræðaskóla fyrir héraðsbúa (héraðsskólana) Lýsti sýslu- nefndin þvi yfir margsinnis, að hún teldi sýslufélaginu skylt að kosta einnig uppbyggingu skól- ans, þegar þar að kæmi. Fyrstu veturna stur.duftu nám i þriðja bekk i Lundi unglingar úr flestum eða öllum hreppum sýsl- unnar.Eitt sinn voru t.d. ellefu nemendur frá Raufarhöfn sam- timis I skólanum. Seinna kom þó að þvi, eins og áður er að vikið, að unglingar úr fjarlægari hreppum sýslunnar hættu að sækja skól- ann. Siðastliðna vetur hafa nem- endur nær eingöngu verið úr margnefndum þremur hreppum, fyrir utan þann samtining lengra að, sem jafnan hefur verið tekinn til þess að gera bekkinn rekstrar- hæfan. Unglingum sýslunnar, sem æskilegt væri að kenna i einum fullkomnum skóla er nú skipt i þrjá hópa. Það er óæskileg þróun, sem ekki verður þó við bjargað að sinni. Tveir af hópunum virðast eiga fyrir sér að stækka, einn virðist dæmdur til að minnka jafnvel niður i ekki neitt nema ef kraftaverk gerist. Unga fólkið sem upp vex i hreppunum þremur flytur nálega allt burtu. Meiri hluti þeirra, sem eftir sitja, býr við skerta starfsorku fyrir aldurs sakir. Milli 80 og 90 hjón standa fyrir búskapnum i þessum hrepp- um. Meðalaldur þeirra reiknast mér vera 53 ár. Sumt af þessu fólki flytur einnig burtu, þó flestir muni þrauka meðan heilsa leyfir. Meðalbú er langt neðan við visi- tölu. Og litlu búin gamla fólksins minnka eðlilega i hlutfalli við starfsorkuna. Eftir langa kyrr- stöðu I sumum greinum búnaðar, er tekin við ótviræð hnignun. Jarðir fara i eyði ein og ein og mannvirki hrörna. Sú fróma ætlan, að byggja veg- legan gagnfræðaskóla i Lundi hefur þegar misst gildi, a.m.k. þangað til búsetuþróuninni hefur verið snúið við. Það gerist ekki af sjálfu sér. Vonandi gerist það þó, en líklega tekur það áratugi. Með hliðsjón af framanrituðum staðreyndum virðist mér ljóst, að annað þarfara sé að gera en að þrefa um framtiðarskipulag gagnfræðanáms i Norður-Þing- eyjarsýslu. Rökin fyrir byggingu 55 til 150 nemenda gagnfræða- skóla i Lundi með fjárfestingu upp á 60 til 100 milljónir króna, eru fallin um fyrirsjáanlega framtið, eins og ég hef þegar rak- ið. 1 byggð, þar sem börn eru hætt að fæðast, þarf ekki að byggja nýjan skóla. Þetta fullorðna og gamla fólk, sem berst i bökkum meö að hafa til hnifs og skeiðar, sem ýmist hefur tapað, eða er í þann veginn að tapa börnum sin- um og barnabörnum út i veður og vind, á ekki að binda sér skuldir ævilangt vegna skólabyggingar, sem enginn veit hvort eða hvenær kemur að gagni. Hrepparnir þrir eiga að halda áfram sinni samvinnu i kennslu- málum þar til yfir lýkur, ef svo á að fara. En það, sem á að gera nú og það strax á þessu ári, er að gera bráðabirgða umbætur á husakynnum skólanna allra þriggja nægilegar til þess, að hægt verði að veita okkar fáu börnum og unglingum lögskipaða fræðslu, meðan við eigum nokk- ur, en á það hefur mikið skort, hvað börnin varðar, eins og ég hef þegar vikið að. Þetta ber að gera strax, ekki eftir neinu að biða, þvi verðbólgan mun vaxa og geta okkar minnka með hverju árinu, sem liður. Björn Haraldsson Samband við frændur og vini er meira virði en peningar Viðtai við Sigmund Finnsson frd Vestmannaeyjum Þú þarft að hitta hann Sigmund Finnsson, sagði háskólakennar- inn I islenzku og sænsku við mig einn daginn, sem ég dvaldi I Mel- bourne, hann veit meira um Ástraliu og tslendinga þar en nokkur annar.Þetta reyndist rétt vera. Sigmundur vissi meira um islendinga i þessari heimsálfu en nokkur annar og hann vissi líka ótrúlega mikið um álfuna, þar sem hann býr. Eftir nokkur góð kynni ákváðum við að taka einn sólrikan sumardag i að spjalla saman. Þessi sólriki sumardagur var miðvikudagurinn 2. janúar 1974. — Við skulum hafa islenzkan hátt á þessu Sigmundur og hefja viðtalið á þvi að fræðast örlitið um uppruna þinn og æskuár. — Ég er fæddur i Vestmanna- eyjum þann 19. júli 1923. Foreldr- ar minir voru Þórunn Einarsdótt- ir frá Bakkafirði og Finnur Sig- mundsson i Vestmannaeyjum. Systkini min eru: Flosi Finnsson, skipasmiður i Vestmannaeyjum og Steina Finnsdóttir, auk þess á ég einn uppeldisbróður, Jón Berg manna húsgagnasirúð, sem nú er i Keflavik, en var* fyrir gosið búsettur i Vestmannaeyjum. Steina systir min býr i Kópavogi og er gift Friðrik Haraldssyni flatbrauðsmeistara, sem margir kannast við sökum flatbrauðs- framleiðslunnar. Ég tók gagnfræðapróf i Vestmannaeyjum hjá ágætis- manninum Þorsteini Viglunds- syni, sem er harðduglegur hug- sjónamaður. Næsta menntastigið var að taka loftskeytamannapróf og siðan flugumferðarstjórapróf, sem ég raunar aldrei hef notað. Mér hefur sennilega veriö tals- verð útþrá i blóð borin og ekki minnkaði hún 1947, þegar ég ásamt félögum minum á Ægi fór til Björgvinjar til þess að sækja styttuna af Snorra Sturlusyni. Þegar ég var ungur drengur i Vestmannaeyjum gerðist ég skáti og er enn i sambandi við þá hreyf- ingu. Arið 1952 fór ég til Astraliu á skátamót og kynntist þá fullorðn- um Islendingi i Sidney. Þessi maður hét Haraldur Pálsson og var frá Reykjavik. Hann hafði farið til Noregs 15 ára gamall og þaðan til Englands, þar sem hann gekk i sjóherinn. Að fyrri heims- styrjöldinni lokinni fór hann til Nýja-Sjálands og gerðist rikisborgari i þvi landi. Siðan fluttist hann til Astralíu og giftist ástralskri ekkju, sem átti nokkur börn, en sjálfur var hann barnlaus allá ævi. Um þennan merka mann hef ég safnað talsverðu efni, sem enn hefur ekki verið fært i letur. Eftir alllanga dvöl hjá Haraldi gerðist ég sölumaður hjá þekktu fyrirtæki, sem seldi hús og land- eignir. Eftir 1 1/2 ár i þvi starfi hófum við tveir tslendingar út- gerð saman og seinna eignaðist ég bát einsamall, raunar eru aðeins tvö ár siðan ég seldi bát- inn. Arið 1957 kvæntist ég enskri konu, Cynthia að nafni, sem raunar hafði dvalið svo lengi á Is- landi, að hun var eins vel hugs- andi og talandi á islenzku eins og á ensku. Meðan hún var á íslandi kenndi hún m.a. við Verzlunar- skólann. Ég hafði kynnzt Cynthiu um leið og Sigmundi og vakti tvennt einkum athygli mina við fyrstu stn. t fyrsta lagi hversu vel hún talaði islenzku og i öðru lagi að hún var klædd gullfallegum islenzkum þjóðbúningi (uppnlut), sem er nánast undantekning að útlendar konur beri. Cynthia var skrifstofustjóri i Astraliu þegar hún og Sigmundur kynntust. Nú eiga þau fyrirtæki saman. Hann er forstjóri, en hún auglýsingastjóri o.fl. Þetta fyrirtæki er nú þekkt um alla Ástraliu og skipuleggur framleiðslu á brauði, sem er selt undirnafninu Cynthia Margareth brauð. Bæöi eru hjónin vel þekkt úr blöðum, sjónvarpi og útvarpi og tala oft um tsland. Man ég ekki eftir að hafa hitt eins velþekkt islenzk hjón i neinu landi eins og þau eru hér i Astraliu. Þegar viðreisnarstjórnin sáluga var upp á sitt bezta. varð tilfinnanlegt atvinnuleysi á Is- landi. Á þeim þrengingarárum fluttust allmargir Islendingar til Astraliu. A þeim árum reyndist Sigmundur mörgum Islendingum haukur i horni. Islenzki ræðis- maðurinn, sem er ástralskur hafði ekki áhuga á að aðstoða Islendinga og ég hef áður minnzt á það i grein, sem heitir ,,Jól i Ástraliu”. Sigmundur reyndist tslendingunum hins vegar sannur bjargvættur, hann og kona hans opnuðu hús sitt fyrir tslendingum og dvöldust heilar fjölskyldur um lengri eða skemmri tima hjá þeim. Sigmundur telur það hafa verið mikið mein fyrir tslendinga að hafa engan mann i Astraliu, sem hafði umboð til að leiðbeina fólkinu við komuna hingað. Flestir tslendinganna komu hing- að ráðalausir. Sumir höfðu selt hús og bila á tslandi og stóðu nú uppi allslausir og voru auðveld fórnarlömb þeirra Ástraliumanna, sem ekki nenna að vinna en lifa á vinnu annarra. Vitaníega voru örlög Islendinga i Ástraliu misjöfn. Sumir komu sér vel áfram og eru hér enn við góðan hagAðrir vildu strax fara að kaupa bil, án þess að hafa tryggingu fyrir stöðugri atvinnu, þeim farnaðist sjaldan vel. Mistök margra voru þau, að þeir komu með heila fjölskyldu i stað þess að koma einir og tryggja sér atvinnu. Eins liklegt var að konurnar kynnu ekki ensku að gagni, þær urðu einangraðar i þessu stóra landi, þar sem erfitt er að kynnast fólki, nema maður hafi mjög góða menntun, tali ensku vel og skapi sér álit sökum dugnaðar og áreiðanleika. tslenzkum iðnverkamanni er tæpast boðið heim á áströlsk heimili. Hann verður að bera virðuleikann með sér i öllu fasi sinu ef hann á fljótlega að njóta álits hjá Aströlum. Sigmundur veit, að einn fyrr- verandi kennari i Handiðaskólan- um er búsettur i Tasmaniu og er þar um 7 manna fjölskyldu að ræða. Tvær fjölskyldur búa i Brisbane, 4 i Perth, allmargar i Sidney auk allmargra ógiftra manna, loks eru fáeinar i Melbourne, sem er aðgengilegust fyrir Islendinga af áströlskum borgum vegna þess, að úthafs- loftslag borgarinnar dregur úr óþægilegum hita. Sá sem þetta ritar kom til Melbourne i fyrsta skipti þ. 3. des.sl. A þeima tima, sem liðinn er siðan hefur aðeins komið einn hálfóþægilegur heitur dagur eða 37 stig C., annars hefur oftast verið notalegt veður þetta 22-28 stig, aðeins fimm daga i röð var hitinn milli 32-35 stig. Min aöstaða var auðvitað allt önnur en innflytjenda frá tslandi, þar eð ég var kvæntur ástralskri konu af grónum ættum, en ættingjar hennar tóku mér strax sem einum úr fjölskyldunni og sama gerðu vinir svila mins og mágkonu. — Hvað telur þú, Sigmundur, að hafi helzt orðið tslendingum að fótakefli? Sigmundur hugsaði sig vandlega um áður en hann svaraði hægt og rólega eins og hans er vandi. Ef til vill hefur þeim þótt ástralski bjórinn fullgóður. 8% sterkur bjór er ekki æskilegur félagi innflytjenda og raunar ekki hinna innfæddu heldur. Ég myndi jafnvel telja bjórdrykkjuna þjóðarógæfu Astrala og ekki myndi ég styðja áfengan bjór á tslandi. þótt hann sé óneitanlega góður á bragðið. — Hversu oft hefurðu komið til tslands siðan þú fluttir hingað. — Aðeins tvisvar sinnum sama árið nefnilega 1971, eftir að hafa verið burtu i 20 ár. — Fannst þér erfitt að samlagast landi og þjóð á ný? — Nei, þvi fór viðs fjarri. Þótt heitt sé i Astraliu aðlöguðumst við hjónin á n nokkurra erfiðis- muna og gætum vel hugsað okkur að flytjast til tslands. Þó okkur hafi vegnað vel hér, verða böndin við ættingja og vini aldrei að fullu bætt utan ættlandsins. Það sann- ast á okkur hið fornkveðna að „römm er sú taug, er rekka dreg- ur föðurtúna til”. Samtalið við Sigmund fór fram á hinu gullfallega heimili hans og Cynthiu i rikasta hverfi Melbourne. Heimili þeirra er norrænt mitt i áströlsku milljóna- borginni. Aðeins nýrikir tslendingar myndu hafa efni á þvi að kaupa annað eins safn dýrustu húsgagna i Danmörku, Sviþjóð eða Noregi, eins og þau hafa gert og er þó verð slíkra húsgagna a.m.k. hlemingi hærra en á Norðurlöndum. Sigmundur nýtur mikils álits i norrænu nýlendunr.i hér i Melbourne, m.a. i sænsku kirkj• unni, sem er rétt við heimili hans. Honum til heiðurs skreytir nú islenzki fáninn jólatré sænsku kirkjunnar við hlið hinna Norður landafánanna, en i Melbourne búa ca. 2000 Sviar. jaínmargir Norðmenn og Danir og 3000 Finn- ar. Sænski presturinn sagði mér. að þeir yndu vel hag sinum. en einn aðalmáttarstólpinn i norsku nýlendunni var Sigmundur. Melbourne 3. jan. 1974 Ó.G. Sjómenn veldur þessu er fyrst og fremst hinar miklu fram- kvæmdir i landi, ásókn á skut- togarana og loðnubátana og svo auðvitað pillan, sem veldur minnkandi fólks- fjölgun, sagði Runólfur að lokum. Blaðið hafði i gær samband við Hauk Helgason, formann mannaflanefndar þeirrar, er sjávarútvegsráðuneytið skipaði, og sagði hann, að hvað úr hverju lægju fyrir tölulegar upplýsingar um skort á fólki til fiskvinnslu og á bátana. Hann sagði, að erfið- lega hefði gengið að fá upp- lýsingar um þetta frá vissum landshlutum, auk þess sem nelfndarmenn hefðu i ýmsu öðru að snúast. Haukur sagði, að það væri fullljóst, að erfiðlega hefði gengið að manna minni ver- tiðarbátana, eins og oft áður, en sagði að búast mætti við tölulegum staðreyndum i lok þessarar viku. SAFNAST ÞEGAR . SAMAN ^ SAMVINNUBANKINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.