Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 6. febrúar 1974. Eiríkur klif raði upp í bátinn, vék hann þeirri hugsun frá sér sem hverri annarri vitleysu. Báturinn snerti haf- flötinn, og á næsta andartaki steðjuðu þeir inn til strandainnar. Eirikur sat aftur í skut og horfði aftur til skipsins. Hann sá, að þar var verið að undirbúa aðra kröku, og meðan hann virti fyrir sér mennina að störfum, varð honum hugsað til Sjálendingsins. Eiríkur var ekki síður hjátrúarfullur en Jónas og raunar flestir um borð, en hann hafði þó sínar grun- semdir. Heilbrigð skynsemi hans sagði honum, að þetta væri fráleitt og fáránlegt. En tilhugsunin hafði fest rætur, og hann fylltist hryggð, er hann leit á Nielsen með stórskaddaðan handlegginn. Af hverju hafði skipstjórinn einmitt valið hann til þess að fara með Nielsen í land? Það hafði svo sem ekki staðið á skýringunum: að hann væri aðallega starfandi við baujurnar, og hann gæti því séð af honum af því að ekki þyrfti að nota baujurnar strax. Engu að síður var honum ekki rótt, og honum fannst hann vera komirín í slagtog með illum vættum. En svotók hann að hugsa um stúlkuna, sem tilvil junin hafði nú veitt honum tækifæri til að hitta, — en sú til- hugsun var jafnvel ekki eins unaðsleg og áður. Öhugnaðurinn og sérkennin hjá þessum könum f rá Noto, — það var eins og hvort tveggja þetta væri honum I jósara eftir atburði morgunsins. Ennþá var hann hrifinn af ungu stúlkuni, eri þó var eitthvað í vitund hans, sem hélt aftur af honum. Þeir voru nú komnir að landi, og japönsku tækni- mennirnir stóðu í sandinum til að taka á móti þeim. Þetta var þeim ánægjuleg tilbreyting í fásinninu. Nielsen, Petit og Eiríkur fóru í land, en báturinn hélt aftur út að skipi, eftir að menn höfðu komið sér saman um, hvaða merki skyldi nota, þegar kallað yrði á bátinn aftur. Enginn kvenmaður var sjáanlegur. Símafélagið átti þrjár hlaupakerrur, og nú var komið með þær, á meðan beðið var eftir hlaupurunum. Hinn japanski vinur Eiríks tók hann afsiöis. — Unga stúlkan yðar segist vilja tala við yður í húsi sínu eitthvert kvöldið, þegar myrkt er orðið, sagði hann. En ég myndi ekki fara þangað í yðar sporum. Ég held, að þær búi yf ir einhverju voðalegu, þessar kvensur. Ég veit ekki, hvað þér hafið gert, að þær skuli láta svona. Þær þykjast svosem hlæja, en þær eru í rauninni bálvondar. Eiríkur hló. — Látum þær bara brugga launráð, sagði hann. Ég vil ekkert eiga saman við þær að sælda. — Hún sagði, að ég skyldi segja yður, að hún hefði fundið blómin frá yður. — Jæja, sagði hún það? Sagði hún nokkuð fleira? — Nei, hún sagði ekkert fleira. — Haldið þér, að hún sé lika reið? — Já, það held ég. Hún lét nú samt, eins og hún væri vingjarnleg, en þá er kvenfólkið hvað hættulegast. Eirikur hafði eignazt vináttu mannsins með því að gefa honum tóbaksdósirnar. Hann var bersýnilega sann- færður um, að grunur hans væri réttur, og Eiríkur var ekki í neinum minnsta vafa um, að ef þessar kvensur næðu tökum á honum, myndu þær meðhöndia hann á harla ókvenlegan hátt. Hvað ungu stúlkunni viðvék, var hann sjálf ur í nokkrum vafa. Ást hans til hennar, ef ást skyldi kalla — eins og hún hafði þróazt fram á þessa stund — hafði bersýnilega orðið fyrir áfalli um morgun- inn. Þegar hann sat í hlaupakerrunni og hélt á eftir hinum inn í þorpið, varð honum samt litið að kofanum hennar. Hann virtist vera tómur, og það var ekki nokkur mannvera sjáanleg á götunum á milli húsanna í þorpinu. Hlaupararnir voru hálfa aðra klukkustund á leiðinni til Nanaó. Notoskagi er eins og gríðarstór handleggur, sem teygir sig út í Japanshafið, og bendir olnboginn á Kóreu. Toyama, sem er endastöð járnbrautarinnar, er i handar- krikanum, og Nanó í armbeygjunni. Fjarlægðin á milli bæjanna tveggja er um sextíu kílómetrar. Hlaupakerrurnar liðu eftir hrísgrjónaökrum, og hlaupararnir lögðu inn á veginn, sem liggur framhjá gamla, stóra musterinu, sem er helgað Kúannon, frelsara sálnanna. Allt í kring höfðu trjárætur sprengt múrana, og hinar skelfilegu Ni-O-höggmyndir, sem vöktu við innganginn og eittsinn höfðu verið málaðarblóð rauðar, voru nú gráar af elli, alveg eins og musterið sjálft. í heitu sumarloftinu heyrðist gargið í haukunum, sem svifu um lengst uppi í loftinu, og beggja megin við veginn niðuðu tré og runnar af kvaki smáfuglanna. Þegar Nanao birtist, reyndist þetta vera af langur bær í greniilmandi dal, ólýsanlegt furðuverk. í f jarska sást grilla í hafið. Sjúkrahúsið, sem byggt hafði verið í styrjöldinni við Kína, var hreinleg og loftgóð bygging. Þarna var læknir starfandi, og hann hafði þegar í stað samband við yfir- mann sinn í Toyama og bað hann að koma. Eiríkur skildi þá læknana eftir og reikaði út á götu. Honum fannst það afskaplega furðulegt að sjá húsin með lituðu pappírsrúðunum, og mosaþökin, alsett purpuralitum blómum. Honum fannst engu líkara en hann væri kominn til leikfangalands, og fyrir hugskots- sjónum hans stóð Ijóslifandi mynd af kassa með smá- húsum og grænum trjám, sem faðir hans hafði einu sinni keypt handa honum í Reykjavík. Á götunni var urmull af HUELL G E I R I D R E K I K U B B U R Þetta er lagleg )/' Meira en JS hrúga Zarkov. ÉgC(þrjú hundruðv, veit ekki hvort við 'eigum peningaj^. fyrir þessu. þúsund, Lucky Einmitt það sem- Jack Hammes " skul£ar þér.y. luJillifff | Miðvikudagur 6. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan: „Dyr standa opnar” eftir Jökui Jakobssonjíöfundur les (5). 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Popphornið 17.10 ÍJtvarpssaga barnanna: „Smyglararnir i skerja- garðinum” eftir Jón Björns- son. Margrét Helga Jó- hannsdóttir les (5). 17.35 Framburðarkennsla i spænsku 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Bein linaUm- sjónarmenn Arni Gunnars- son og Einar Karl Haralds- son. 19.45 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 20.00 Kvöldvaka 21.30 Útvarpssagan: „Tristan og ísól” eftir Joseph Bédier Einar Ól. Sveinsson prófessor islenzkaði og flyt- ur formálsorð. Kristin Anna Þórarinsdóttir leikkona byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir. ' 22.15 Veður- fregnir. Morðbréf Margeirs K. Laxdals, — fimmti hluti Saga eftir Hrafn Gunn- laugsson i útvarpsgerð höfundar. Flytjendur með honum: Rúrik Haraldsson leikari, Orn Þorláksson og Lárus Óskarsson. 22.55 Islandsmótið i hand- knattieik Jón Asgeirsson lýsir. 23.20 Nútimatónlist. Halldór Haraldsson kynnir. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 1974 18.00 Maggi nærsýni. 18.05 Skippi. Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.30 Svona eru börnin — i Alsir. Norskur fræðslu- myndaflokkur um börn I ýmsum heimshlutum. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 18.45 Gitarskólinn. Gitar- kennsla fyrir byrjendur. 1. þáttur. Kennari er Eyþór Þorláksson og styðjast þættirnir við samnefnda git- arkennslubók eftir hann, sem nýkomin er út, og fæst i bókaverslunum um land allt. 19.25 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lif og fjör i læknadeild. 20.55 Krunkað á skjáinn. Þáttur með blönduðu efni varðandi fjölskyldu og heimili. Meðal efnis i þætt- inum er viðtal við krafta- manninn Reyni örn Leós- son. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 21.35 Spekingar spjalla. Hringborðsumræður Nóbelsverðlaunahafa i raunvisindum árið 1973 um vandamál samtiðar og framtiðar. Þátttakendur eru Leo Esaki og Ivar Gia- ever, sem hlutu verðlaun i eðlisfræði, Konrad Lorenz og Nikolaas Tinbergen, sem hlutu læknisfræðiverðlaun- in, og Geoffrey Wilkinson og Ernst Otto Fischer, sem hlutu efnafræðiverðlaunin. Umræðunum stýrir Bengt Feldreich. Þýðandi Óskar Ingimarsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.