Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 6. febrúar 1974. Sigla — hvað sem tautar og raular Nokkuð hefur borið á þvi, að dregið hefur verið úr ferðaáætl- unum skemmtiferðaskipa eftir að verulega fór að bera á oliu- skorti erlendis. Þó hefur verið tilkynnt i Frakklandi, að ákveð- ið hafi verið, að franska skemmtiferðaskipið „Frakk- land” fari sinar áætlunarferðir næsta sumar, hvað sem öllum oliuskorti liður. Geta þvi þeir, sem ráðgert hafa að sigla um öll heimsins höf á „Frakklandi” næsta sumar glatt sig við það, að ferðin verður farin, og viða komið við. Hún verður brúður James Bond Susanna York heitir næsta brúður James Bonds. Hún leikur á móti Roger Moore i þriðju Bondkvikmynd hans, en sú mynd á að heita Maðurinn með gullbyssuna. Fyrsta kvik- myndin, sem dýrlingurinn lek Bond i, færði honum hvorki meira né minna en um 20 milljónir króna. Steiktir sólar Arið 1930 stóð Tom nokkur Parkin, bóndasonur i þorpinu Cawthorn i Yorkshire i dagstof- unni heima hjá sér. Tom stóð fyrir framan arininn i stofunni þegar eldingu laust allt i einu niður um strompinn. Hún lenti á stigvélunum hans, sem brunnu upp á svipstundu, án þess að hann yrði þó fyrir nokkrum meiðslum. Sólarnir urðu eftir, og eru nú til sýnis i þorpssafn- inu, og þykja merkilegir i meira lagi. ★ Bensín fyrir janúarferðamenn Ferðamenn, sem komið hafa I bilum sinum til Frakklands nú i janúar, hafa getað fengið þar allt það bensin, sem þeir hafa óskað eftir. Hins vegar hefur franska stjórnin ekki getað lof- að neinu um áframhaldandi bensinsölu til útlendinga. Gerð- ar hafa verið ráðstafanir til þess að hægt verði að taka upp bensinskömmtun i landinu strax i febrúar, ef þurfa þykir, og má þá búast við, að ekki verði eins auðvelt fyrir útlendinga að fá þar keypt bensin til skemmti- aksturs. Benedikta ó von d sér Rétt fyrir jólin sást tveimur ungum og myndarlegum prin- sessum bregða fyrir alloft I verzlunum i Kaupmannahöfn. Prinsessurnar voru systurnar Benedikta, sem gift er Richard af Berleburg, og systir hennar, sem reyndar ætti vist fremur að kalla fyrrverandi drottningu, Anna Maria af Grikklandi. Systurnar héldu sig einna helzt i barnafatabúðum og keyptu mikið af smábarnafatnaði, en Benedikta mun eiga von á þriðja barni sinu. Hún á nú hinn fjögurra ára gamla Gústaf og tveggja ára Alexöndru. Þær mæðgur sitja hér á myndinni og leika sér af mestu ánægju. ★ Tumi þumall í fjölleikahúsi Hann heitir Mihaly Meszaros, er 34 ára gamall, er er aðeins 33 þumlungar að hæð! Mihaly er ungverskur dvergur, og stað- hæfir hann að hann sé minnsti maður i heimi, 33 þuml. eða um 120 sm hár. Hann hefur æft dans og trúðleik alls konar og vinnur i hinu fræga Ringlingfjölleika- húsi i New York (Ringling Bros. Barnum and Bailey Circus). Mihaly er vinsæll i fjölleika- húsinu og er bara ánægður með sig. Hann sagði i blaðaviðtali: — Ég hef ekki áhyggjur af smæð minni. Ég fæ alls konar skenimtileg föt i barnafata- verzlunum, bæði jakkaföt, skyrtur og annað, en það er samt ýmislegt, sem getur verið erfitt fyrir mig, vegna þess hve ég er lítill. Ég var t.d. einu sinni að veiða i Dóná, og þá fékk ég svo stóran fisk á stöngina mina, að hann dró mig út i ána. Vinir minir björguðu mér — annars hugsa ég að fiskurinn hefði étið mig! ★ Setti markið of hótt Nýlega var Wilhelm Heymann dæmdur I Vestur-Þýskalandi fyrir að hafa staðið dauða- drukkinnútiá flugvelli, og verið að reyna að fá þar far meö flug- vél, sem flaug yfir völlinn. Hafði hann ætlað að ferðast „á puttan- um” eins og það er kallað, en að þessu sinni með flugvél, en ekki bil, eins og er tiðara um „putta- ferðalanga.” ★ Forngripur meðal fiska Vitia Sakharova I úzbesku borg- inni Termez veiddi nýlega mjög sjaldgæfan innsjávarfisk, Scap- hiringus. Fiskinn veiddi hún er hún sótti vatn i litla áveitu- skurðinn, sem rennur fram hjá húsinu, sem hún býr i. Scaphi- ringus-fiskurinn er forngripur, sem stórfiskarnir hafa eytt og finnst á okkar dögum aðeins i Mississippi og Anu-Darja. DENNI DÆMALAUSI Þér sem þótti svo vænt um að hjálpa mér með uppþvottinn. Hver sleppir refnum, þegar búið er að veiða hann?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.