Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.02.1974, Blaðsíða 20
■N ,--------------- GÐI fyrir góéan maM $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Verkfall um helgina — hvað gerir Heath nú? NTB-London — Að likindum kemur til verkfalls brezkra ■námumannaum helgina og er það mesta vandamál, sem Edward Heath hefur staðið frammi fyrir, siðan hann tók við stjórnartaum- unum fyrir þremur árum og átta mánuðum. Við atkvæðagreiðslu fyrir nokkrum dögum, greiddi 81% námamanna atkvæði með þvi að krefjast fulls verkfalls. Formað- ur samb. námaverkamanna sagði I gær, að verkfallið myndi hefjast á miðnætti á laugardags- kvöldið. Hann sagði einnig, að verkfallið hefði verið samþykkt einhljóða á fundi og sett hefði verið á stofn sérstök nefnd, sem skipuleggja á verkfallið við námurnar. Margir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að Heath muni nota tækifærið til að rjúfa.þing og efna til nýrra kosninga og væri það þá ekki i fyrsta sinn, sem kolanámumenn fella stjórnina. Fóru mjólkurpening- arnir til njósna? NTB-Washington — Arið 1969 stofnaði Hvita húsiö sjóð, sem bandariskir mjólkurframleið- endur lögðu 100 þúsund dollara i. Nú segir Herbert W. Kalmbach, fyrrum persónulegur lög- fræðingur Nixons forseta, að sjóðurinn hafi verið notaður til að fjármagna pólitiskar njósnir i sambandi við kosningabaráttuna. Kalmbach upplýsti þetta i sam- bandi viö mál, sem bandariski lögfræðingurinn Ralph Nader hefur höfðað vegna ásakana um að 427,500 dollara framlag mj'ólkurframleiðenda til kosningasjóðs Nixons hafi verið árangur af auknum niður- greiöslum mjólkur, sem stjórnin kom á. Alls munu um tvær milljónir dollara hafa farið gegn um sjóðinn, sem stofnaður var sámkvæmt reglum Haldemans, fyrrum starfsmannastjóra Hvita hússins. Kalmbach fékk fyrir skipanir um að greiða ekkert úr sjóðnum án þess að hafa samráð við Haldeman. Biggs enn í Brasiliu NTB-Rió de Janeiro — Brezki lestarræninginn Ronald Biggs var I gær á leið til höfuðborgar Brasiliu með sama nafni, i fylgd öflugs lögregluvarðar. Leyni- lögreglumenn þeir, sem handtóku Biggs voru hins vegar á leið til Bretlands tómhentir. Areiðanlegar heimildir i Rió telja, að Biggs verði þó sendur heim til Bretlands, eftir að rikis- stjórnin hefur formlega óskáð framsals hans. Stjórn Brasilíu sagði i gær, að brezka stjórnin yrði að fara fram á framsalið innan 60 daga frá handtökunni, og að hæstiréttur Brasiliu yrði að taka afstöðu til málsins. Biggs strauk úr Wandsworth- fangelsinu i London árið 1965, eftir að hafa aðeins setið inni tvo mánuði af 30 ára dómi og siðan hefur hann verið á stöðugum flótta. Enn er ekki vitað hvort hann á eitthvað eftir að þýfinu, semnam 2,6 milljónum punda. Hann og 14 aðrir sluppu með það frá lestarráninu mikla milii Glasgow og London árið 1962. Selur við sjúkur af mengun? NTB-Kaupmannahöfn ■— Trú- legast verður ekkert af selveiðum i ár utan við bæinn Ribe á Vesturströnd Jótlands, en þar hefur árlega verið veitt allmikið af sel. Astæðan er sú, að selurinn á þessum slóðum er haldinn einhverjum sjúkdómi, sem óttazt er að stafi af menguninni i sjónum. Hvert einasta dýr, sem hingað til hefur verið veitt, hefur verið sjúkt. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig, að selurinn hefur stór kýli um allan skrokkinn. Finn Kampen við dönsku haf- rannsóknastofnunina segir, að undanfariö hafi fundizt talsvert af dauðum sel utan við Holland og V-Þýzkaland. Hann vill ekki þvertaka fyrir, aö samband sé á milli þessa og sjúkdómsins við Jótland. 1 dauðu selunum við Holland hafa sérfræðingar fundið allmikið magn af ýmsum eiturefnum, m.a. DDT, PCB og kviksilfri. Ekki er þó sannaö, að þau hafi valdiö dauða selanna. Undanfarin ár hefur selstofninn við Jótland minnkað ár frá ári, og er selurinn alfriðaður mestan hluta árs. Nixon aftur til Moskvu — vel fer á með þeim Gromyko NTB-Washington — Nixon og Gromyko, utanrikisráðherra RAFAAAGNSLEYSl Á ESKIFIRÐI GS—Reykjavik — Rétt fyrir miðnætti i fyrrakvöld slitnaði Skákmótið 1 gærkvöldi voru tefldar biðskákir á Reykjavikurskák- mótinu og um tiuleytið var fjórum þeirra lokið, en tveimur ólokið. 1 biðskákum úr 1. umferð gerðu Kristján og Friðrik jafntefli, svo og Ingvar og Welimirovic, en Smyslov vann Trinkov. Úr 2. umferð gerðu Guðmundur og Welimirovic jafn- tefli, en skák Friðriks og Trinkovs var ólokið. Var hún sögð flókin, en Friðrik hafa heldur betri stöðu. Þá var skák Ciocaltea og Magnúsar, sem var frestuð úr 1. umferð ólokið og var ekkert hægt að segja fyrir um úrslit. rafmagnslina rétt fyrir utan Eskifjörð. Þorpið varð rafmagns- laust og atvinnulif lá niðri I gær. Timinn ræddi i gærkvöldi við Kristján Kristjánsson rafveitu- stjóra á Eskifirði, og sagði hann að rafmagnslina heföi slitnað vegna Isingar, rétt fyrir utan þorpið. Þrjár slár brotnuðu og liggur linan niðri á 250-300 metra kafla. „Atvinnulif hefur legið að mestu leyti niðri i dag, ekkert hefur verið hægt að bræða og frystihúsið óstarfhætt. Skólum var aflýst og fólkið situr hérna viö kertaljós. Annars taka allir þessu með stillingu og ró, — en vissulega kemur þetta á slæmum tima, þegar allt er fullt af loðnu og atvinnulíf i hvað mestum. blóma”, sagði Kristján. Búizt var við, að viðgerð lyki i gærkvöldi. Sovétrikjanna ræddust við i tvær klukkustundir i fyrrakvöld i Hvita húsinu. Umræðuefnin voru um aðra ferð Nixons til Moskvu, al þjóðleg afstaða til Mið-Austur- landa og öryggismál Evrónu. Nixon fór fyrst til Mosvku i mai 1972. Þegar Brésnef heimsótti Bandarikin i sumar, upplýsti Nixon, að hann myndi trúlega fara aftur til Moskvu á árinu ’74 Ekki hefur verið ákveðið hvenær, en embættismenn i Hvita húsinu telja að það verði i júni. Talsmaður forsetans sagði i gær, að Nixon og Gromyko hefðu rætt möguleikana á friðarsátt- mála fyrir Mið-Austurlönd á grundvelli sáttmálans um aðskilnað herjanna. Þá var eitthvað komið inn á Salt-viðræðurnar og öryggismál Evrópu. Talsmaðurinn sagði viðræðurnar hafa verið vinsamlegar, viðtækar og gagn- legar. Hann visaði á bug öllum vangaveltum um að Gromyko hafi haft meðferðis orðsendingu frá Fidel Castro til Nixons. Gromyko kom beint frá Kúbu. Bandarikin og Kúba slitu stjórn- málasambandi fyrir þrettán árum. ntxjw; Linurit af nokkrum vöruflokkum, sem sýnir það fjármagn, sem samvinnuverslunin þarf á árinu 1974 til aö geta flutt inn af þeim svipað vörumagn og árið 1973, nema af timbri.þarermagnið meira en 1973. Aukin fjárþörf kaupfélaganna — vegna erlendra verðhækkana MÁNUDAGINN 4. febr- úar 1974 komu kaup- félagsstjórar og forsvarsmenn Sam- bands islenzkra sam- vinnufélaga saman til fundar i Reykjavik eins og sagt var frá i Timanum i gær. Aðal- verkefni fundarins var að fjalla um þann mikla vanda, sem að steðjar vegna verðhækkana á ýmsum þýðingar- miklum aðfluttum vörum, sem vega þungt i verzlunarrekstri og þjónustu kaupfélaganna og Sambandsins. t framsöguerindi Erlendar Einarssonar forstjóra kom fram, að áætluð aukin fjárþörf á árinu 1974 er um einn milljarður króna og er þá við það miðað, að félags- mönnum sé tryggður aðgangur að svipuðu vörumagni og árið 1973. í þeirri fjárhæð, sem hér var nefnd, eru oliuvörur ekki meðtaldar. Fundurinn taldi sýnt, að engin ein aðgerð væri til þess fallin að leysa þann mikla vanda, sem hér er við að etja. Ljóst er,að samvinnuhreyfingin verður að endurskoða stefnu sina með tilliti til lánsviðskipta og verður þvi óhjákvæmilegt, að bankakerfið komi i auknum mæli inn i fjármögnunarvandamál samvinnuverzlunarinnar, eigi henni að takast að tryggja viðskiptavinum sinum aðgang að eðlilegu vörumagni. Fundurinn ályktaði, að teknar yrðu upp af hálfu samvinnu- hreyfingarinnar beinar viðræður við rikisstjórn og bankana til þess að kanna leiðir til lausnar þessum mikla vanda. Fátæktarflótta- menn sendir heim NTB-Kaupmannahöfn — Pól- verjarnir tólf, sem i fyrri viku yfirgáfu pólska farþegaskipið „Stefán Batory” i Kaupmanna- höfn, verða að öllum likindum sendir aftur heim til Póllands. Yfirvöld i Danmörku hafa undan- farin ár tekið upp harðari afstöðu gagnvart svokölluðum fátæktar- flóttamönnum, segir Sörensen forstöðumaður danska út- lendingaeftirlitsins. — Ef pólsk yfirvöld vilja ekki að til dæmis menntamenn yfirgefi landið, er sjálfsagt að virða það, nema um sé að ræða pólitiska flóttamenn, segir Sörensen enn- fremur. Þegar „Stefan Batory” kom við i Hamborg, urðu þar 64 Pól- verjar eftir og munu þeir liklega einnig verða sendir til sins heima. Sörensen var ekki frá þvi, að Pólverjunum yrði refsað, er þeir kæmu heim aftur. Af þeim tólf, sem urðu eftir i Kaupmannahöfn, hafa aðeins fjórir gefið sig fram við yfirvöld. Pólska skipið kom einnig til Oslóar og þar urðu fimm Pólverjar eftir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.