Fréttablaðið - 03.12.2004, Síða 36

Fréttablaðið - 03.12.2004, Síða 36
Rafhlöður Kauptu fullt af rafhlöðum fyrir jólin. Það er fátt verra en að koma ekki nýju tæki eða leikfangi í gagnið því engar eru rafhlöðurnar til.[ Jólasveinn í stígvéli Sveinninn góði hefur fylgt Önnu frá barnæsku og dúkkar alltaf upp fyrir jólin. Anna Rögnvaldsdóttir kvik- myndagerðarmaður fer ekki í launkofa með dálæti sitt á góðum siðum tengdum jólahátíðinni og segir forláta jólasvein, sem kem- ur úr smiðju foreldra hennar, alltaf gleðigjafa og í raun tákn- gerving hátíðar á hennar heimili. „Þessi jólasveinn er nú ekkert rosalega lítill. Hann er 40 - 50 cm á hæð og svolítið eins og dúkka, en foreldrar mínir bjuggu þennan svein til í sameiningu, stuttu eftir að þau giftu sig.“ Allt hófst ævintýrið með ferða- lagi í kaupfélagið, þar sem sæl- gætisstígvél voru seld fyrir jólin. „Nú þarna fengu þau hugmynd- ina, við sölurekkann, þar sem svört barnastígvél úr pappamassa voru til sölu. Stígvélin voru full af gotteríi og í stað þess að kaupa eitt stígvél, tóku þau einfaldlega tvö og sömdu heilan jólasvein ofan í stígvélin. Faðir minn mót- aði höfuðið sjálfur úr leir og steypti það síðan úr gifsi en móðir mín saumaði rauðu fötin, sem eru úr forláta flaueli. Þetta gerðu þau fyrir hálfri öld og sveinninn hefur fylgt fjölskyldunni allar götur frá fæðingu og dúkkar alltaf upp í sófanum, svona rétt fyrir jólin.“ Þótt sveinninn sé farinn að láta á sjá segir Anna hann mikinn uppáhaldsgrip, enda heilar kyn- slóðir hennar fjölskyldu kunnug- ar sveininum góða. „Þessum jóla- sveini er alltaf stillt upp fyrir jól og situr í heiðurssæti í sófanum. Hann geymir þó ekki pakkana heldur fylgist fremur með því sem fer fram á aðfangadagskvöld. Og vissulega verður hann hluti af jólaboðinu í ár.“ ■ Allt hófst ævintýrið með heimsókn í kaupfélagið. ] LISTASMIÐJAN KERAMIK OG GLERGALLERÍ MIKIÐ ÚRVAL AF JÓLAKERAMIKI OG FÖNDURVÖRUM OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA Opið föndurkvöld alla fimmtudaga frá kl. 18-22 t.d. fyrir keramikmálun, korta- og lampagerð Kothúsum, Garði Sími 587 3400 burek@burek.is www.burek.is HEILDSÖLUDREIFING: Ljósakross Það er ódýrara að kaupa ljósakross en að leigja hann Fást um land allt! Hvítu plastkrossarnir frá Búrek henta þeim sem vilja annast lýsinguna fremur en að leigja sér kross. Þeir eru með innbyggðu ljósi og tengjast rafmagnsleiðslu í görðunum eða rafhlöðu sem endist í allt að 20 daga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 36-37 (06-07) jólin koma 2.12.2004 15.49 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.