Fréttablaðið - 03.12.2004, Side 57
45FÖSTUDAGUR 3. desember 2004
Það er ekki á hverjum degi
sem manni berst ný hiphop-tónlist
sem heillar mann að einhverju
ráði. Oftast vilja menn fara sömu
leið og gaurarnir í R&B-mynd-
böndunum sem eru umvafnir hálf
allsberum stúlkukindum, lúxus-
bifreiðum, seðlum og flottheitin
gjörsamlega skera mann í augun.
Tónlistin sjálf er oftar en ekki
mjög þunnur þrettándi og lítið
sem ekkert í hana lagt.
Bizzart býður hins vegar upp á
mjög ferska strauma í sköpun
sinni hvort sem litið er á tónlistina
eða textasmíði. Á Ear Drung er
ekki þetta dæmigerða „nigga-
pull-tha-trigga“ eða „bitches'n
hoes“-kjaftæði. Hér er oft á tíðum
farið mjög smekklegar leiðir í
gerð tónlistarinnar þar sem
raf- og lifandi tónlist er fléttað
saman og hugleiðingar Bizzart
fljóta með. Í lögum eins og Stock
Options On The Inner Recon-
strucion of Man má t.d. finna
breiða flóru af hljóðfærum sem
skilar þéttari heildarútkomu. Ef
raftónlistin hefði verið látin
standa berskjölduð hefði þetta
orðið frekar tómlegt.
Það er einna helst þagnirnar
sem eru mér ekki að skapi. Þær
verða oft í lengra lagi þótt stund-
um þjóni þær sínum tilgangi. Það
er hins vegar tilraunamennskan
sem ég fagna mest enda löngu
orðið tímabært að stokka upp í
þeirri gerilsneyddu hiphop-flóru
sem endalaust dynur hvað hæst í
heiminum.
Bizzart er með skemmtilega
sýn á hiphop og á Ear Drung heyr-
ist glögglega að það er hægt að
gera fullt af spennandi hlutum í
þessari tegund tónlistar þó svo að
yfirborðið sé jafn ónýtt og raun
ber vitni. Bizzart er kjörinn lista-
maður fyrir unnendur hiphops
sem vilja heyra eitthvað öðruvísi.
Smári Jósepsson
Ekkert „bitches'n hoes“-
kjaftæði
BIZZART
EAR DRUNG
NIÐURSTAÐA: á Ear Drung heyrist glögglega
að það er hægt að gera fullt af spennandi hlut-
um í þessari tegund tónlistar þó svo að yfir-
borðið sé jafn ónýtt og raun ber vitni. Bizzart er
kjörinn listamaður fyrir unnendur hiphops sem
vilja heyra eitthvað öðruvísi.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
■ SPIL
„Næstum þriðjungur tveggja ára barna á
Íslandi hefur lélegan járnbúskap eða litlar sem
engar járnbirgðir í líkamanum, samkvæmt
niðurstöðum nýlegrar rannsóknar. Inga
Þórsdóttir, prófessors í næringarfræði við HÍ
og forstöðumanns Rannsóknastofu í
næringarfræði við LSH segir að líklegt sé að
járnforði barna fari batnandi með breyttum
áherslum í næringarráðgjöf. Engu að síður er
járnskortur hjá ungbörnum margfalt algengari
hér á landi en í nágrannalöndunum“
Morgunblaðið 02.12.2004
Járnþörf barna er skv. Manneldisráði Íslands:
Ungbörn að hálfs árs aldri: 5 mg
Börn hálfs árs til 6 ára: 8 mg
Börn 7-10 ára: 10 mg
Járnskortur meðal ungra barna
Járn ætti ekki að taka inn um
leið og mjólkur er neitt, mjólk
getur dregið úr frásogi járns og
komið í veg fyrir nýtingu þess.
Järnkraft er bragðgóð
járnmixtúra með tvígildu járni
sem fer betur í maga en
annað járn. Mixtúran
er með sólberjabragð.
Æskilegt er að ráðfæra sig við lækni
áður en börnum eru gefin bætiefni.
ná t t ú r u l e g a
Jólaplatan Stúfur er nýkomin í
búðir. Þar spila níu ungar hljóm-
sveitir jólalög. Þrjú þeirra eru
frumsamin; eftir Hermigervil,
Hjaltalín og bob, en hin sex eru
nýjar útgáfur af eldri lögum.
Atli Bollason stendur fyrir út-
gáfu plötunnar. Hann segir að
hugmyndinni að plötunni hafi
slegið niður í höfuðið á sér. „Það
er stór tónlistarsena á Íslandi sem
maður heyrir ekki í. Mig langaði
til að heyra þessi bönd saman á
einum diski. Það eru engar smá-
skífur gefnar út hér á landi og því
eru safnplötur eini vettvangurinn
til að hlusta á þær,“ segir Atli.
„Jólin voru að nálgast og mér
fannst það góð hugmynd að fá
böndin til að taka jólalög.“ Atli,
sem er í hljómsveitinni Norton, á
sjálfur eitt lag á plötunni sem
nefnist Ristaðar kastaníur. Segir
hann það melankólíska og naum-
hyggjulega útgáfu af gömlu jóla-
lagi.
Upplag plötunnar er 300 eintök
og mun allur ágóði renna óskiptur
til Mæðrastyrksnefndar, sem m.a.
hjálpar fátækum fjölskyldum að
halda jólin hátíðleg. „Flytjendur
gefa alla vinnu sína og hér eru
engar týndar milljónir,“ segir Atli
og hlær.
Hann segist aldrei hafa ætlað
að græða á útgáfunni. „Það hefði
verið hálf illa gert, bæði gagnvart
hljómsveitunum og alþýðu lands-
ins. Það er fullt af öðru fólki sem
hefur meira við peningana að
gera en ég.“ ■
Níu hljómsveitir á jólaplötu
LAGALISTINN:
1. Ókind - Jólakötturinn
2. Hermigervill - Jólasull
3. Topless Latino Fever - Göngum við í kringum
4. Doddi - White Christmas
5. Lokbrá - Ó, helga nótt
6. Atli &- Ristaðar kastaníur
7. bob - Clowns in Christmastown
8. Isidor - Jóla - jólasveinn
9. Hjaltalín - Mamma kveikir kertaljós
ATLI BOLLASON Atli Bollason
á eitt lag á jólaplötunni Stúfur.
Brian Wilson, fyrrum forsprakki
The Beach Boys, verður heiðraður
á næstunni af bandarísku upptöku-
samtökunum. Þetta eru sömu sam-
tök og veita Grammy-verðlaunin
frægu.
Verðlaunin nefnast MusiCares
og verður Wilson heiðraður fyrir
framlag sitt til tónlistarinnar og
góðgerðarstarf sitt í þágu krabba-
meinsrannsókna. Carl, yngri bróðir
Wilsons, lést úr krabbameini árið
1998.
Fjölmargir tónlistarmenn munu
koma fram á tónleikum í Los Ang-
eles í febrúar á næsta ári þegar
verðlaunin verða afhent. ■
Wilson heiðraður
BRIAN WILSON Brian Wilson, fyrrum for-
sprakki Beach Boys, verður heiðraður á
næstunni.
■ TÓNLIST
Fyrsta opna Íslands-
meistaramótið í Popp-
punkti, nýja tónlistar-
spilinu, verður haldið
á efri hæð Grand
Rokks laugardaginn
11. desember kl. 16.
Um er að ræða út-
sláttarkeppni þar sem
keppt er í einstaklings-
flokki. Sigurvegarinn
fær stórfengleg verð-
laun: Poppunktsspilið
og glæsileg verðlaun
frá Máli og menningu
og Grand Rokki. Dr.
Gunni, höfundur spils-
ins, hvetur alla til að
skrá sig í á netfanginu
ppspil@hotmail.com. ■
Íslandsmót í Popppunkti
POPPPUNKTUR Hvað eru
mörg „p“ í Popppunkti?
Trommari Mötley Crue, TommyLee, lét það út úr sér á dögunum
að hann kjósi tónlist fram yfir kynlíf -
vegna þess að tónlistin endist lengur
og er kraftmeiri. „Tónlistin gefur mér
svo miklu meira. Kynlíf er skemmti-
legt en það er ekkert frábært, skiljiði?
Og það tekur stuttan tíma. Kynlíf er
svona, ókei, þetta var gaman. Tónlist
finnst mér miklu kraftmeiri,“ sagði
Tommy, sem er nú orðinn 42 ára.
Hann hefur verið giftur bæði
Heather Locklear og Pamelu And-
erson og segist lifa fyrir að spila fyrir
áhorfendur. „Það er ekkert betra en
að spila fyrir framan aðdáendurna.“
56-57 (44-45) Skripo 2.12.2004 20:06 Page 3