Fréttablaðið - 03.12.2004, Side 63
FÖSTUDAGUR 3. desember 2004 51
Maggini í góðum höndum
Tónleikar voru haldnir í Salnum í Kópavogi
sl. laugardag. Þar lék Ari Þór Vilhjálmsson á
fiðlu og Anna Guðný Guðmundsdóttir á
píanó. Á verkefnaskránni voru verk eftir J. S.
Bach, F. Schubert, P. I. Tsjækofskí og S.
Prokofíef.
Á árdögum Ríkisútvarpsins, þegar þjóðin
var fátæk að efnum en auðug í anda, voru
keypt vönduð hljóðfæri til þess að
stofnunin gæti staðið undir skyldum sínum
við fagra tónlist. Þar á meðal voru fiðlur
tvær frá sautjándu öld, báðar ítalskar. Aðra
smíðaði meistarinn Guarneri, sem talinn er
standa næstur eða jafnfætis sjálfum Stradi-
vari. Þessi fiðla hefur fylgt konsertmeistur-
um Sinfóníuhljómsveitarinnar. Björn Ólafs-
son lék á hana á sínum tíma og undanfar-
in mörg ár hefur hún verið í höndum Guð-
nýjar Guðmundsdóttur.
Hin fiðlan er talin smíðuð af öðrum
ítölskum meistara, Maggini. Hún hefur
verið umkomulaus um hríð, meðal annars
vegna þess að hún er stærri en algengast
er um fiðlur, auk þess sem Ríkisútvarpinu
eru slíkir gripir ekki útbærir. Nú er kominn
fram á sjónarsviðið ungur fiðluleikari, Ari
Þór Vilhjálmsson, með hendur sem hæfa
þessum gamla dýrgrip. Ari Þór er fyrrum
nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur og
hefur undanfarin ár verið við nám og störf
í Bandaríkjunum. Á tónleikunum í Salnum
sýndi Ari Þór að hann er orðinn fullþroska
tónlistarmaður og hefur flest sem fiðluleik-
ara má prýða. Hann er tæknilega mjög
öruggur, intónasjónin er hrein og falleg og
hann hefur lag á því að draga út úr hinu
forna hljóðfæri alla þá fegurð hljómsins
sem þar er að finna. Margvíslegustu blæ-
brigði mismunandi styrks virðast vera vel á
valdi hans. Mestu skiptir þó að Ari Þór hef-
ur tónlistarlega gáfu til þess að túlka verkin
sem hann leikur og gefa þeim listrænt líf.
Viðfangsefnin á tónleikunum voru
þannig valin að krafðist breiddar í túlkun og
getu. Sónötur gamla Bachs fyrir fiðlu og
sembal eru perlur sem alltaf er jafn gaman
að heyra og sú í E-dúr er þar engin undan-
tekning. Hér ríkir heiðríkja skýrrar hugsunar
og túlkunarkröfur eftir því. Í „Rondeau
Brilliant“ eftir Schubert og „Meditation“ op.
42 eftir Tsjækofskí er hinn rómantíski
tilfinningahiti kominn til sögunnar.
Rondóið er áhugavert formlega séð. And-
stæður milli rondóstefjanna eru það miklar
að gefur ávæning af sónötuformi. Verkið
fær við þetta aukna vídd, sumir mundu
segja að heill heimur væri greyptur í þetta
tiltölulega stutta verk. Það var fróðlegt að
heyra „Meditation“. Skyldleikinn við fiðlu-
konsert Tsjækofskís leynir sér ekki. Þetta er
falleg tónlist og vel samin. Um leið er ljóst
af hverju tónskáldið valdi hinn hæga kafl-
ann í konsert sinn. Hann er einfaldari, skýr-
ari og kraftmeiri í áhrifum sínum. Sónata
Prokofíefs nr. 1 gerir kröfur um kraft og
snerpu. Verkið minnir nokkuð á Sjostakó-
vitsj, ef til vill af því að bæði þessi tónskáld
höfðu jafnan bogastrok Davíðs Oistraks í
eyrunum þegar þau skrifuðu fyrir fiðlu.
Þótt athyglin beindist mjög að hinum unga
fiðluleikara, má ekki gleyma hinu að öll
verkin höfðu hlutverk fyrir píanó sem ekki
var minna en fiðlunnar. Það leysti Anna
Guðný Guðmundsdóttir af hendi með
miklum ágætum, eins og við mátti búast.
Samleikur þeirra var mjög góður og í heild
voru þetta sérlega auðgandi og skemmti-
legir tónleikar.
TÓNLIST
FINNUR TORFI STEFÁNSSON
Tíbrártónleikar
Salurinn, Kópavogi
Ari Þór Vilhjálmsson fiðla
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó ARI ÞÓR VILHJÁLMSSON OG ANNA
GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
Skýjaborgir á
Skagaströnd
Björn Th. Björnsson er án efa fremst-
ur meðal jafningja í ritun sögulegra
skáldsagna. Á fimmtíu ára ritferli
sínum hefur hann gefið út fjöldann
allan af skáldsögum, þýðingum og
öðrum ritverkum. Sagnfræðin hefur
þó ávallt átt hug hans allan. Í bókinni
Glóið þið gullturnar tekur hann fyrir
dönsku kaupmannastéttina á síðari
hluta 19. aldar en einblínir sérstak-
lega á danska draumóramanninn
Fritz Hendrik Berndsen sem reyndi
hvað hann gat til að auðgast og
komast til metorða norður á Skaga-
strönd.
Fritz Hendrik átti skrautlega ævi
og byggir Björn verkið að mestu á
óútgefnum endurminningum hans
og vitnar oft og tíðum beint í þær.
Fritz var ekki mjög gagnrýninn á
sjálfan sig í ellinni, eins og sögumað-
ur reyndar minnist á, og því er sú
mynd sem dregin er upp af honum
fremur einhliða – í það minnsta
gloppótt. Ef vel gekk hjá karlinum
reit hann niður allt sem hann mundi;
hvernig viðraði, hvað hann seldi
mikið, hvað melísinn kostaði o.s.frv.,
en þegar hart var í ári fannst honum
til lítils að skýra frá því. Það ætti því
engan að undra að erfitt hafi verið
að skapa úr honum heildstæða
persónu. Enda heppnast það ekki.
Velflestar aðrar persónur bókarinnar
eru aftur á móti mjög skýrar, heill-
andi og trúverðugar.
Það er ekki öllum í lófa lagið að
fylla sögu af áhugaverðum fróðleik
án þess að það bitni á sjálfri frásögn-
inni. Þetta kann Björn. Hann drekkir
sögunni ekki í óþarfa upplýsingum
heldur læðir þeim inn á réttum stöð-
um, við rétt tækifæri. Þannig mynd-
ast heilsteypt flæði sem helst út nær
alla bókina. Uppbygging bókarinnar
er oftast nær í réttri tímaröð og
stiklar hlutlægur en hnyttinn sögu-
maðurinn á stóru. Af nógu er að
taka. Þegar líða tekur á söguna
hverfur Fritz Hendrik hins vegar
smám saman úr henni og aðrar per-
sónur fá meira vægi. Undir lokin eru
skörp skil þar sem lausaleikskróinn
sem Fritz vildi sem minnst af vita,
kaupsýslumaðurinn Sigurður Bernd-
sen, tekur við hlutverki aðalsögu-
hetju. Þótt þessi umskiptin virki und-
arleg í fyrstu er persóna Sigurðar það
áhugaverð að eftir á að hyggja hefði
undirritaður vilja lesa meira um af-
drif hans.
Glóið þið gullturnar er vel heppn-
uð heimildaskáldsaga, þótt sjálfar
heimildirnar hefði stundum mátt
umorða með það að leiðarljósi að
fella þær betur inn í frásögnina. Í síð-
asta kaflanum kemur til að mynda
fjögurra blaðsíðna bein tilvitnun í
samtal Björns við dóttur Sigurðar, frú
Guðnýju Berndsen, þar sem hún
rifjar upp eitt sumar. Af hverju ekki
að leyfa annars ágætri rödd sögu-
mannsins að njóta sín betur? En
Björn er að skrifa heimildaskáld-
sögu, ekki sögulega skáldsögu, og
heldur sig því frekar við staðreyndir
en hreinan skáldskap. Það tekst
honum vel enda tilvitnanirnar ekki of
margar, langar eða óþarfar. Nema þá
helst þessi í lokin.
BÓKMENNTIR
HLYNUR PÁLL PÁLSSON
Glóið þið gullturnar
Höfundur: Björn Th. Björnsson
Útgefandi: Mál og menning
62-63 (50-51) Menning 2.12.2004 20:00 Page 3