Tíminn - 13.03.1974, Qupperneq 1
AuglýsingadeiSd
TÍMANS
Aðalstræti 7
KÓPAVOGS
APÓTEK
Opiö öll kvöid til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga kl. 1 til 3
Sími 40-102
- -
Lögregluaðgerðir
eru nú í aðsigi
JH—Reykjavík. — Ueitan um
kittisvcrksmiöjuna I Hveragerði
er aö haröna, og er ekki ósenni-
legt, aö rikisvaldiö iáti til skarar
skriöa í dag, þar eö forráðamenn
hennar hafa ekki enn fulinægt
ákvæöum regiugeröar um
mengunarvarnir, svo sem vera
ber, áöur en ráöizt er i
framkvæmdir viö byggingu siikr-
ar verksmiöju.
Sýslumaðurinn i Arnessýslu
skarst i þetta mál á fimmtudag-
inn var, aö fyrirlagi heilbrigðis-
ráðuneytisins, en þá var forráða-
mönnum verksmiðjunnar veittur
frestur fram á mánudag til þess
að fullnægja ákvæðum reglugerð-
arinnar. Þessi frestur var enn
framlengdur, á mánudaginn
fram á daginn i gær.
Lögfræðingur fyrirtækisins,
Ólafur Þorgrimsson, heldur þvi
aftur á móti fram, að ákvæði
mengunarreglugerðarinnar seu
vfðtækari en lögin.sem hún er
byggö á, gefi heimild til.
1 heilbrigðisráðuneytinu var
Timanum skýrt svo frá I gær, að
Ólafur hefði á föstudaginn snúið
sér til eins manns i eiturefna-
nefnd og óskað eftir áliti hans á
kittisverksmiðjunni, en hann
hefði svarað þvi til, að hann gæti
ekki lagt málið fyrir nefndina,
nema það færi rétta boðleið i
gegnum heilbrigöismálaráðu-
neytið. Virðist nú ekki nema
tvennttil: Annaöhvort verða for-
ráðamenn verksmiðjunnar að
fallast á, að stööva framkvæmd-
ir, meðan rannsókn fer fram og
máliö er útkljáð af réttum yfir-
völdum eða lögregluvörður verð-
ur settur um staðinn til þess að
koma i veg fyrir frekari fram-
kvæmdir.
Þá var okkur tjáð, að forráða-
menn Hveragerðishrepps hefðu
hugsanlega gerzt brotlegir við lög
um hollustuhætti og heilbrigöis-
eftirlit, þar eð hún hafði ekki i
þessu máli fullnægt öllum þeim
skyldum, sem þau leggja henni á
herðar.
Nokkur ótti er nú við það i
Hveragerði, að hreppurinn kunni
að verða skaðabótaskyldur vegna
meðferöar þessa máls, og er þess
beðið með vaxandi athygli,
hverju fram vindur.
85 b!ys voru borin I heiöursgöngu, sem farin var aö heimili Þórbergs I gær. Mannfjöldinn sem þar
safnaðist saman hyllti meistarann og söng og Pétur Pétursson ávarpaöi rithöfundinn.
Þorbergur hylltur
á 85 dra afmælinu
Þórbergur Þóröarson á áttræöisafmæli sfnu. Meö honum eru þær tvær
konur, er staöiö hafa honum næst, eiginkona hans, Margrét Jónsdóttir
og Lilia Hegg, sem Sálmurinn um blómiö var skrifaöur um. Hún er orö-
in fullorðin kona, gift og á þrjú börn. Hiö elsta er Þórbergur, 11 ára
gamall, hin börnin eru 9 og 5 ára. Myndin er tekin á heimili rit-
höfundarins um þaö leyti I gærkvöldi, sem Þórbergsvaka var aö hefjast
i útvarpinu og er Þórbergur meö sérstök heyrnartæki til aö hlusta á þaö
sem þar var Hutt, en heyrnin er oröin dauf en andinn hress. Tima-
myndir Gunnar.
Oó-Reykjavik.Hátið var haldin á
túninu sunnan við Hringbraut 45 i
gær. Þar var sungið um Sel-
tjarnarnesið er litið og lágt,
Tumma Kukka og International-
inn og lúðrasveit lék. A efstu svöl-
um hússins stóð Þórbergur
Þórðarson, kona hans Margrét
Jónsdóttirog Lilla Hegga, sem nú
er gift kona og þriggja barna
móðir, en á túninu stóð mann-
fjöldinn og söng undir blaktandi
blysum, og hyllti meistara sinn 85
ára.
Blysförin til heiðurs Þórbergi
lagði upp frá Vonarstræti og var
gengið að heimili rithöfundarins
undir leik Lúörasveitar verka-
lýðsins. Er Þórbergur gekk út
meö fyrrgreindu föruneyti var
honum fagnað innilega. Pétur
Pétursson, útvarpsþulur, ávarp-
aði Þórberg, likti honum við
Vidalin, Espólin og Chaplin i einni
og sömu persónu, og þakkaði hon-
um ævistarfið i þágu islenzkrar
alþýðu og menningar, og Mar-
gréti fyrir að stoppa i vixlspor
fjárveitingarvaldsins og taka á
sinar herðar biröar veraldlegrar
og stundlegrar áhyggju til að
skáldið fengi að sinna timafrek-
um verkum sinum.
Bókaherbergi Þórbergs var
fullt af blómum, sem bárust
stanzlaust allan daginn og sagði
Margrét að ótöiulegur fjöldi
skeyta hafi borist og mikill fjöldi
vina komiö viö á heimilinu til að
óska afmælisbarninu til ham-
ingju. Er Tímamenn litu inn eftir
blysförina var umskiptingastofan
full af blómum og vinum og Þór-
bergur ljómaði af ánægju, en
hafði helzt áhyggjur af þvi, að
geta ekki heyrt útvarpsdag-
skrána, sem var að hefjast. En
bætt var úr þvi og komu útvarps-
menn með sérstök heyrnartæki
og fylgdist gamli maðurinn af
áhuga með.
Margrét sagði, að gestir hafi
byrjað að koma á heimilið þegar
kl. 11 um morguninn. Komu þá
nemendur einnar deildar úr
háskólanum, 32 talsins. Fengu
þeir fri til aö heimsækja Þórberg
og sungu þeir fyrir utan húsiö og
var siðan boðið inn. Siðan komu
átta prófessorar með skjal upp á
að Þórbergur væri orðinn
heiðursdoktor, og afhentu honum
það. Eftir hádegi og framúr var
mikill gestagangur.
Þeir sem fylgdust með Þór-
bergsvöku i gær heyrðu að enn er
andlegt fjör i karli, en heyrnin er
orðin dauf og hann á erfitt um
gang og er studdur milli her-
bergja, en Margrét er kvik eins
og hind og manni sinum stoð og
stytta, eins og endranær.
Útbrotsmenn á Litla-Hrauni:
LOGÐU A RAÐIN
UM MANNRÁN OG
LAUSNARGJALD?
FANGARNIR fjórir sem geröu
tilraun til útbrots af Litla-Hrauni
sunnudaginn 24. febrúar s.l., áttu
erindi úr prisundinni, þvi þeir
höföu uppi miklar ráöageröir um
þaö hvernig þeir ætluöu aö verja
frelsinu, sem þeim tókst þó ekki
Aðalfundur miðstjórnar hefst 26. apríl
Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst i Reykjavik,
föstudaginn 26. april n.k. Búast má við, að fundurinn standi i þrjá
daga. Þess er vænzt, að þeir miðstjórnarmenn, sem ekki geta setið
fundinn tilkynni það með góðum fyrirvara, svo að hægt sé að boða
varamenn i þeirra stað.
að höndla þaö sinnið. Eins og
sagt var frá i Timanum réðust
fangarnir á fangavörö og yfir-
unnu liann, en voru gripnir áöur
en þeir komust út.
Yfirheyrslur hafa staðið yfir i
þessu máli allt'siðan, og komið
mun fram, að tilbúin hafi verið
áætlun um fjáröflunar- og undan-
komuleið. Samkvæmt henni átti
aö byrja á að taka bil traustataki
og fara til Reykjavikur. Þar átti
að vopnast, og næsta stórvirki
fjórmenninganna átti að vera að
ræna manni. Ekki liggur alveg
ljóst hver fórnarlambið átti að
vera, en gildur þjóðfélagsþegn
skyldi það vera, þvi til stóð að
krefjast hálfrar milljónar dollara
lausnargjalds. og geta menn velt
fyrir sér, hvern þeir Litla-
Hraunsmenn meta til þess verðs.
og hvaða aðili er liklegastur til að
greiða það af hendi.
Framhald áætlunarinnar þarf
vart að rekja. Sá þáttur hennar.
sem hér er rakinn. er svo gamal-
kunnur af tiltektum röskra
manna i útlöndum, að sömu
leikreglur hljóta aö gilda um
undankomu úr landi og tiðkaðar
eru meðal vopnaöra manna. sem
þurfa að bregöa sér bæjarleið um
loftin blá.
Ótalið er afrek, sem piltunum
tókst að framkvæma innan fang-
elsisveggjanna,. Þeir lögöu nefni-
lega i og brugguðu til þess að
stytta sér stundirnar viö afplánun
dóma.