Tíminn - 13.03.1974, Síða 19
Miðvikudagur 13. marz 1974.
GULLLEITIN
Norsk gamansaga eftir
Frederik Kittelsen.
Sigriður Ingimarsdóttir
þýddi.
vonuðu fastlega, að fugl-
inn yrði þeirra eign.
En þegar fjölskyldan
sat að morgunverði,
heyrðust taktföst skref
úti fyrir, og andartaki
siðar var hrópað höstum
rómi framan úr búðinni:
,,Hæ, meistari! Komdu
hingað fram.”
,,Hvað er þetta!”
hrópaði gullsmiðurinn.
,,Mér þykir þessir við-
skiptavinir vera
snemma á ferli.”
Hann stóð á fætur og
gekk fram i búðina, en
um leið og opnaði dyrn-
ar, sá hann að þar var
troðfullt af vopnuðum
hermönnum.
„Heilög guðsmóðir,”
hrópaði ísabella, „þetta
eru hermenn konungs-
ins.
Hér verður að segja
frá þvi, að Loðvik kon-
ungur ellefti var harð-
stjóri hinn mesti. Hann
var bæði einþykkur og
eigingjarn og mat ekki
mannslif meir en flugur.
Þegnar hans óttuðust
heimsóknir hermanna
hans, þvi að eitt ógæti-
legt orð gat kostað fang-
elisvist eða jafnvel
dauðadóm.
Gullsmiðnum varð þvi
allt annað en rótt i skapi
við þessa heimsókn.
,,Hvað þóknast ykk-
ur?” spurði hann rólega
og duldi vel angist sina.
„Eigið þér þennan
fugl?” spurði fyrirlið-
inn.
Börnin ráku upp ang-
istaróp, þvi að hermað-
urinn hélt á græna, fall-
ega páfagauknum i
hendinni.
En höfuð hans lafði
máttlaust niður og
sömuleiðis fætur og
O Forðumst
sýndi okur það traust og þá rausn,
Landvernd og Árnessýslu, að
gefa okkur tvær jarðir, og þær
öldungis ekki af verri endanum.
Ég á hér við Alviðru og
Öndverðarnes. Þessar jarðir yrðu
vafalaust metnar á tugi milljóna,
en þessi ágæti bóndi var ekki að
hugsa um peninga, heldur hitt, á
hvern hátt þessar jarðir yrðu
nytjaðar i framtiðinni, hvernig
landið þar myndi lita út, eftir
hundrað ár eða svo. Hann hafði
séð þá þróun, sem orðið hefur,
meðal annars i nágrenni hans
sjálfs, að jarðir eru bútaðar
niður- i sumarbústaðalönd og ekki
alltaf á sem smekklegastan hátt.
Þetta vildi hann koma i veg fyrir,
og þá trúði hann okkur hér i
Landvernd og Árnessýslu fyrir
þeim jörðum, sem hann vildi
bjarga. Ekki aðeins til þess að
geyma þær óskemmdar, heldur
engu siður hitt að gera allt það
fyrir þær i framtiðinni, sem i
okkar valdi stæði. Að sjálfsögðu
erum við allir mjög þakklátir
fyrir þessa höfðinglegu gjöf, og
ekki aðeins fyrir hana, svo stór
sem húnþó er heldur engu siðuí\
fyrir þann hugsunarhátt, sem á
bakvið býr. Þetta ætti að geta
orðið okkur þörf lexia og minnt
okkur á, að ekki er sama, hvernig
við skiljum við það land, sem við
höfum nytjað og notið um okkar
daga.
— Hvernig var þessari gjöf
hagað — formlega?
— Sýslan annars vegar og
Landvernd hins vegar eiga báðar
jarðirnar sameiginlega að
jöfnum hluta, en ekki sinn aðilinn
hvora jörð’, eins og sumum kynni
að detta i hug. Nú hefur verið
skipuð framkvæmdastjórn, og er
einn maður frá Landvernd, annar
frá Árnessýslu (þaðerum við Páll
Hallgrimsson), og svo er gefand-
inn, Magnús Jóhannesson. Hver
verður þriðjii aðili að honum
gengnum, er enn óákveðið, en
verður auðvitað samkomulags-
atriði.
Útgáfa fræðslumynda
— Þetta er nú þegar orðið heil-
mikið spjall hja okkur, en ég
mætti kannski, svona undir lokin,
spyrja þig að hverju þið eruð
helzt að vinna núna?
— Það er mikið verkefni, sem
nú er unnið að, og enn óséð, hvort
við komumst þar eins langt og við
hefðum viljað. Það er útgáfa á
myndaflokki um umhverfismál.
Við höfum verið að kanna, hvort
fræðsluyfirvöld hefðu áhuga á þvi
að gefa út slikan myndaflokk.
Þetta yrði þá gert á þeim grund-
velli, að áhugamenn legðu fram
myndirnar án endurgjalds og að
áhugamenn og sérfræðingar á
vegum Landverndar leggi fram
vinnu til þess að undirbúa útgáfu
myndanna með vali og röðun
þeirra og gerð viðeigandi
skýringa, sem þá yrðu látnar
fylgja myndunum. Landvernd
hefur leitað stuðnings fræðslu-
yfirvalda og farið þess á leit, að
þau kosti þessa útgáfu, sem aftur
hefði þann eintakafjölda, að hægt
verði að senda öllum barna-
skólum þessa myndaflokka.
Með þessari útgáfu stefnum við
að því að reyna að glæða áhuga og
meðvitund nemenda fyrir þvi
umhverfLsem við búum i, kenna
ungu fólki að meta gildi heilnæms
og óspillts umhverfis og að taka
virkan þátt i verndun þess. Með
þessu móti teljum við okkur geta
komið i veg fyrir sumt af þeim
neikvæðu áhrifum sem oft eru
fylgifiskur mannlegrar starf-
semi. Ætlunin er að fá kennurum i
hendur fræðandi efni, sem nota
má við kennslu i náttúrufræði og
vistfræði, og yrði þá fyrst og
fremst miðað við islenzkar
aðstæður. En meginhluti þess
efnis sem nú er völ á, er af er-
lendum toga spunninn og á þvi
ekki eins vel við okkar aðstæður
og skyldi.
— Hafið þið skipað þessu
myndaefni eitthvað niður?
— Já. Hugmyndin er, að þessir
fræðsluþættir yrðu tiu að tölu. Ef
af samstarfi verður á milli
náttúruverndarmanna og
fræðsluyfirvalda, myndi nú i ár
koma sá hluti, sem segja má að
standi okkur næst á ellefu alda
afmæli byggðar i landinu, það er
að segja kennsluefni um land-
eyðingu og landgræðslu á islandi.
En til þess að vænta megi góðs
árangurs af starfi okkar. sem að
náttúruvernd vinnum. veröur aö
TÍMINN
19
vera mjög náið samstarf við
fólkið i landinu. Ef við leggjumst
á eitt að bæta fyrir það, sem
aflaga hefur farið og vernda þau
náttúruverðmæti,sem við eigum,
þá er ég bjartsýnn á að okkur
thkist að losna undan áfellisdómi
komandi kynslóða. Og þá ættum
við lika að geta með betri
samvizku skilað landinu i hendur
þeirra kynslóða, sem við þvi
munu taka að okkur frágengnum.
—VS
O Áfram KR
i ýmsum greinum og þyngdar-
flokkum. Mikil! áhugi er innan
deildarinnar á hinni nýju grein
lyftinga, kraftlyfingum. Formað-
ur lyftingadeildar er Ómar
Úlfarsson.
SKÍÐADEILD
Starfsemi skiðadeildar K.R. i
Skálafelli er borin uppi af fremur
fámennu en harðsnúnu liði skiða-
manna- og er mikiö og óeigin-
gjarnt sjálfboðaliðastarf þeirra
við rekstur og viðhald mannvirkj-
anna i fjallinu þeim sjálfum og fé-
laginu til mikils sóma. Starfsem-
in i Skálafelli skiptist i tvennt
annars vegar æfingar og keppni.
og hins vegar rekstur skálans.
Skólarnir i Reykjavik nota skál-
ann nær samfellt frá febrúar
fram að páskum og sér deildin
þeim fyrir skiðakennslu. í haust
og vetur hafa ýmsar fram-
kvæmdir verið i gangi i Skálafelli,
m.a. hefur verið lagður sjálfvirk-
ur simi i skálann og i undirbún-
ingi eru kaup á nýrri 600 metra
langri skiðalyftu sem einkum er
ætlað að laða almenning i Skála-
fell, en sú aðsókn er undirstaða
þess að fá nýjan efnivið i iþrótt-
ina. tþróttalega stefnir deildin að
þvi að ná aftur forystusæti sem
skiðafélag, hér sunnanlands. For-
maður skiðadeildar er Einar Þor-
kelsson.
SUNDDEILD
Deildin hélt hátiðlegan merkis-
atburð á árinu 1973, en það ár
voru 50 ár liðin frá þvi að K.R. tók
upp sund sem sérstaka iþrótta-
grein innan félagsins. Þessi tima-
mót voru haldin hátiðleg með
þrennum hætti, afmælishófi, út-
?áfu afmælisblaðs og utanför
<eppnishóps. Árangur sund-
•nanna félagsins var góður á sl.
iri. og skal sérstaklega getið af-
'eka Friðriks Guðmundssonar,
;n hann setti 8 tslandsmet á ár-
nu. Árangur unglinga hefur aftur
5 móti verið slakur, og hyggst
ieildin beina kröftum i þá átt aö
iæta þar úr. Sundknattleikur er
'innig stundaður. en litil endur-
lýjun hefur oröið I liðinu undan-
'arin ár. en á sl. hausti fór nokkuð
ið rætast þar úr. Formaöur sund-
‘ildar er Erlingur Þ. Jóhannsson.
0 Á víðavangi
umstæðum. Reynist samn-
ingaleiðin hins vegar ekki fær
hefur forsætisráðherra sagt
það, að ríkisstjórnin eigi ekki
annars kost en að leita heim-
ildar Alþingis til uppsagnar
samningsins, en vonandi þarf
ekki til þess að koma”. — TK
Eyðibýli
brann til
r
L
Félag Framsóknarkvenna
Reykjavík
Fundur verður að Hallveigarstöðum fimmtudag þann 14.
þ.m. kl. 20,30.
Gestir fundarins verða þau Kristján Benediktsson borgarfulltrúi
og Gerður Steinþórsdóttir varaborgarfulltrúi og ræða þau um
borgarmálefni. Stjórnin.
Sjórnmólafundir unga fólksins
Hvammstanga 16. marz og
Siglufirði 1 7. marz
Hvammstangi
Félag ungra framsóknarmanna i V-Hún. efnir til almenns
stjórnmálafundar i félagsheimilinu á Hvammstanga laugardag-
inn 16. marz kl. 14.00.
Framsöguræður flytja Ómar Kristjánsson fulltrúi, Jón Sigurðs-
son skrifstofustjóri og Kristján B. Þórarinsson bifreiðastjóri.
Aðloknum stjórnmálafundinum verður haldinn aðalfundur FUF
i V-Hún.
Siglufjörður
Félag ungra framsóknarmanna á Siglufirði efnir til almenns
stjórnmálafundar i Framsóknarhúsinu, Aðalgötu 14, Siglufirði,
sunnudaginn 17. marz kl. 15.00.
Framsöguræður flytja sömu menn og að ofan getur.
r
AUir velkomnir.
Hafnarf jörður
Framsóknarfélögin i Hafnarfirði, Gerða- og Bessastaðahreppi
halda spilakvöld i Hafnarfirði i húsakynnum Iðnaðarmanna-
félagsins, Linnetsstig 3, miðvikudaginn 13. marz kl. 20.30.
Jón Arnþórsson, sölustjóri, flytur ávarp.
Góð verðlaun.
Stjórnirnar.
Borgarnes
Fundur verður haldinn i Framsóknarfélagi Borgarness laugar-
daginn 16. marz i Snorrabúð. Fundurinn hefst kl. 17. Dagskrá: 1.
Inntaka nýrra félaga. 2. Kynning á skoðanakönnun vegna fram-
boðs til hreppsnefndar. 3. Skoðanakönnun, sem lýkur kl. 19.30.
Framsóknarfélag Borgarness.
r------------------------------^
AAólfundur -
Akureyri
grunna
Klp-Reykjavik. Um klukkan
l'imm i fyrrinótt var hringt frá
Náttórulækningahælinu i Hvera-
gerði til slökkviliðsins þar og
sagt, að þaðan sæist cldur, sem
ekki væri gott að segja, hvar
væri.
Slökkviliðið fór þegar af stað óg
fann eldinn, sem var i mannlausu
húsi að Ósgerði i ölfusi, en það er
eyðibýli, sem notað hefur verið
sem sumarbústaöur undanfarin
ár.
Þegar slökkviliöiö kom á staö-
inn, var húsið komið að falli, og
brann það til grunna, án þess að
slökkviliðið gæti nokkuð aðhafzt.
Talið er, að eldurinn hafi kvikn-
að út frá rafmagni, en einhverjar
rafmagnstruflanir voru á linunni,
skömmu áður en fólk varð vart
i’ið eldinn.
I framhaldi af félagsmálanámskeiði, sem haldið var i janúar
hefur FUF á Akureyri ákveðið að halda opinn málfund mánu-
daginn 18. marz kl. 20:30 i Félagsheimilinu, Hafnarstræti 90.
Frummælandi verður Gunnlaugur P. Kristinsson og ræðir hann
um samvinnuhreyfinguna.
V.
Nefndin.
J
Keflavík - nágrenni
Sunnudaginn 17. marz kl. 20:30 verður spiluð framsóknarvist i
Félagsheimilinu Austurgötu 26. Góð verðlaun allir velkomnir.
Skemmtinefnd Bjarkar.
Framsóknarmenn
Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi
eystra fer fram að Hótel Varðborg , Akureyri, laugardaginn 16.
marz. Þingið hefst kl. 10 fyrir hádegi. Fulltrúar eru beðhiir að
mæta stundvislega. Stjórnin. •