Tíminn - 28.05.1974, Síða 4
4
TÍMINN
Þriðjudagur 28. mai 1974.
Heldur Ijósmyndafyrirsæta
en kvikmyndaleikkona
1 Englandi, og reyndar viða.um
heim, er oft talað um Sherlock
Holmes eins og raunverulegan
mann, sem hafi verið öllum
leynilögreglumönnum snjallari
og sérkennilegur i háttum sin-
um á margan hátt. Ennþá er
fólk að skrifa til hans bréf, bæði
til að biðja hann að aðstoða sig
við einhver mál, eða aðeins að
tala um hrifningu sina á honum,
en annars segja þessir aðdáend-
ur hans, að hann sé vist hættur
störfum og stundi nú á efri árum
biflugnarækt i Sussex i Eng
landi! — Það er ekki öll vitleys-
an eins, t- og skyldi rithöfund-
inn Sir Arthur Conan Doyle
nokkurn tima hafa rennt grun i
hverju hann var að koma af
stað, þegar hann byrjaði með
sögur sinar um Sherlock Holm-
es. Þessi sögupersóna varð
brátt svo lifandi, að fólk talaði
um hann sem hvern annan lif-
andi merkan mann og alla hans
háttu. T.d. var talið, að hann
hafi ekki verið neitt sérlega
hrifinn af konum, eða félags-
skap þeirra, en unað sér bezt
með sinum góða vini Watson,
pipunni sinni og fiðlunni i friði
og ró i Baker Street. Nýlega var
farið að búa til kvikmynd um
einkalif hans, sem annarra
frægra manna, og þá var nú
samt þessi fallega stúlka látin
leika vinkonu hans, — liklega til
að hressa svolitið upp á mynd-
ina, þvi að óneitanlega er hún
augnayndi. Stúlkan heitir Caro-
line Munro og aðalatvinna
hennar er að sitja fyrir hjá ljós-
myndurum, og það segir hún að
sér liki betur en að leika i
kvikmyndum, þó að hún hafi
fengið mörg tilboð um hlutverk.
Hún er ein mest ljósmyndaða
kona i heimi og hefur nú siðustu
árin (hún varð fræg sem fyrir-
sæta aðeins 17 ára að aldri) ver-
ið á forsiðum frægustu tizku-
blaða og vikublaða viða um
heim. Hún ferðast mikið i sam-
bandi við starf sitt, og nú sem
stendur dvelst hún i Asiu, þar
sem hún vekur mikla hrifningu.
Hún er tvigift, seinni maður
hennar er bandariskur söngv-
ari, sem er vel þekktur. Judd
Hamilton heitir hann og er nú
búsettur i Englandi. Hann segist
vera ósköp einmana, þvi áð kon-
an sé á stöðugum þveitingi um
allan heim, og hann sé þá einn i
ibúðinni i Chelsea i London og
eigi fáa vini. Hún verður auðvit-
að að hugsa um framgang sinn i
sinu starfi, segir hann svo dapur
i bragði. — Að sjálfsögðu kæri
Judd! — myndi Sherlock Holm-
es segja.
"'&'cfoei-
—Verður þú aldrei fyrir þvi að
eitthvað komi þér úr
jafnvægi...?
— Jú, ég er húsbóndinn á heim-
ilinu — en það er bara titill sem ég
hef.
— Til hvers
heldur þú að
mottan sé'í
i
7<***£*~_Í
3-/5 I
©
DENNI
DÆAAALAUSI
Þetta er mátulegt á mig mamma,
úr þvi ég þurfti að skilja litina
mina eftir, þar sem fólk gat stigið
ofan á þá, er það ekki mamma?