Tíminn - 28.05.1974, Side 11
Þriðjudagur 28. mai 1974.
TÍMINN
n
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas
Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323— auglýsingasími 19523.
Blaðaprent h.f.
____________________________
Kosningaúrslitin
tJrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna
eru óneitanlega mikill sigur fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Sá sigur á sér ýmsar ástæður, sem
flokkurinn á ekki sjálfum sér að þakka, heldur
eiga sér aðrar orsakir. Þar kemur fyrst hin mikla
sundrung á vinstri væng stjórnmálanna, sem
m.a. leiddi til slita stjórnarsamstarfsins, þegar
þrir þingmenn Hannibalista skárust úr leik.
Fyrir Sjálfstæðisflokkinn var þetta tilvalið tæki-
færi til að hampa enn einu sinni glundroðagrýl-
unni með góðum árangri i sambandi við borgar-
stjórnarkosningarnar i Reykjavik. Með veru-
legum rétti má þvi segja, að þeir, sem staðið hafa
fyrir klofningsstarfseminni á vinstri væng stjórn-
málanna, hafi fært Sjálfstæðisflokknum sigurinn
á silfurbakka. Við þetta bætist svo, að efnahags-
þróunin hefur verið andstæð rikisstjórninni
siðustu mánuðina og það haft sin áhrif, þar sem
stjórnin hafði ekki heldur starfhæfan meirihluta
til að styðjast við. Þá hefur það vafalitið haft
nokkur áhrif, að margir vilja fara gætilega i
meðferð varnarmálanna og óttuðust ranglega, að
kommúnistar gætu haft óeðlileg áhrif á fram-
vindu þeirra.
Um sigur Sjálfstæðisflokksins er hins vegar
óhætt að fullyrða það, að hann er ekki að þakka
eigin verðleikum frekar en sigur Glistrups i Dan-
mörku. Svo ábyrgðalaus og stefnulaus hefur
Sjálfstæðisflokkurinn verið á þessu kjörtimabili,
einkum þó i efnahagsmálum. Flokkurinn hefur
lika verið klofinn i hinum stærstu málum, saman-
ber landhelgissamninginn við Breta. Það mega
leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hins vegar eiga, að
þeir hafa vel kunnað að nota sér valdabrask
þeirra Gylfa Þ. Gislasonar og Hannibals Valdi-
marssonar og þannig lagt flokka þeirra i rúst i
Reykjavik.
Framsóknarflokkurinn getur að sjálfsögðu
ekki verið ánægður yfir hinum óvænta sigri Sjálf-
stæðisflokksins, þótt hann haldi að mestu leyti
velli og sé áfram næststærsti flokkurinn i kaup-
stöðunum. Þótt flokkurinn missti borgarfulltrúa i
Reykjavik, hélt hann næstum óbreyttri atkvæða-
tölu miðað við siðustu borgarstjórnarkosningar.
Viða út um land tókst flokknum heldur ekki að
gera betur en að halda velli. Þetta minnir
óneitanlega á, að margir eru of fljótir að gleyma.
Alltof margir virðast vera búnir að gleyma at-
hafnaleysinu, sem rikti i málum landsbyggðar-
innar meðan viðreisnarstjórnin fór með völd.
Þeir eru búnir að gleyma gengisfellingunum,
kjaraskerðingunni, atvinnuleysinu, verk-
föllunum, landflóttanum og aðgerðaleysinu i
landhelgismálinu, sem einkenndi siðasta kjör-
timabil viðreisnarstjórnarinnar.
Að sjálfsögðu eru úrslit bæjar- og sveita-
stjórnarkosninganna ekki nema takmörkuð vis-
bending um úrslit þingkosninganna 30. júni. Þá
verður kosið um ýms önnur mál og aðra menn.
Eigi að siður eiga úrslit bæjar- og sveitastjórnar-
kosninganna að vera Framsóknarmönnum
hvatning um að herða nú sóknina og láta ekkert
ógert til að vinna að sigri flokksins 30. júni og
tryggja þannig áhrif hinnar ábyrgu stefnu hans
og forustu eftir kosningar.
Þ.Þ.
Forustugrein úr The Times:
Solzhenitsyn og
Sakharov deila
Gamalt og nýtt ágreiningsefni Rússa
í baráttu þeirri, sem háð
hefur verið heima fyrir i
Sovétrikjunum fyrir auknu
frelsi og mannréttindum,
ber hæst nöfn tveggja
manna, skáldsins Solzhenit-
syns og visindamannsins
Sakharovs. Þeir eru hins
vegar ekki sammála, nema
að takmörkuðu leyti, uin
markmið og leiðir. Þannig
hefur Sakharov nýlega and-
mælt vissum skoðunum
Solzhenitsyns í enska stór-
biaðinu Times. 1 tilefni af
þvi birti Times cftirfarandi
forustugrein:
DEILURNAR, sem geysa
meðal sovézkra mennta-
manna, siast venjulega út i af-
ar strjálum brotabrotum. Sú
yfirborðskennda og ófullnægj-
andi hugmynd liggur næsta
beint við, að meginágrein-
ingurinn sé einkum milli opin-
bera stjórnkerfisins og þeirra,
sem eru þvi andsnúnir i nafni
mannréttinda.
Veruleikinn er miklu marg-
slungnari og merkilegri, eins
og augljóst hlýtur raunar að
vera, þegar höfð er hliðsjón
af gifurlegri viðáttu landsins
og margbreytileika gamalla
hefða þjóðanna, sem það
byggja. Þá, sem standa sam-
an i baráttunni fyrir einstak-
lingsfrelsinu, greinir alvar-
lega á um, hvaða stefnu þjóð-
inni beri að taka.
DOKTOR Sakharov svaraði
Solzhenitsyn i Times 16. april
og þar gafst vestrænum
mönnum tækifæri til að kynn-
ast hluta rökræðnanna. Þess-
ar rökræður eru i beinu fram-
haldi af deilum slavasinna og
vesturvonenda á nftjándu öld.
Solzhenitsyn vill, að Sovét-
menn láti innfluttar kenningar
marxismans lönd og leið,
hverfi frá byltingarkenndum
skuldbindingum erlendis og
hætti að keppa að mjög örum
ábata heima fyrir. í þess stað
vill hann láta þjóðina snúa sér
að hinum afar frjóa, rúss-
neska jarðvegi, bæði andleg-
um og efnislegum. En þrátt
fyrir þetta .ákallar hann
Rómarklúbbinn og bergmálar
ýmsar vestrænar kenningar
um hægan hagvöxt, mikinn
einfaldleika, mjög ódýrt
ibúðarhúsnæði, lifrænan
áburð og hina afar brýnu þörf
þess að gera vélarnar
manninum undirgefnar.
SAKHAROV dáir Solzhenit-
syn sem „berserk i baráttunni
fyrir virðuleika mannsins”, en
lýsir eigi að siður allt öðrum
skoðunum i sumum efnum.
Hann vill ekki láta Sovétmenn
gerast innhverfa, heldur að
þeir liti i auknum mæli til ann-
arra þjóða, og heldur meðal
annars fram, að innlendum
vanda sé meira að segja þann
veg varið, að sumt verði ekki
leyst nema með auknum að-
gangi að erlendum viðskiptum
og tækni.
Hann bendir á, að framfarir
og magnaukning sé sitt hvað,
er sammála Solzhenitsyn um
brýna nauðsyn þess að varð-
veita umhverfið, en telur þá
nauðsyn einmitt auka á mikil-
vægi framsóknar i visindaleg-
um rannsóknum.
SAKHAROV og Solzhenit-
syn greinir á i afstöðunni til
lýðræðisins. Solzhenitsyn
heldur fram, að Sovétmenn
séu ekki undir lýðræði búnir
og verði að sætta sig við ein-
ræðisvald. Hann sættir sig við
þetta með þvi furðulega
barnalega skilorði, að ein-
ræðisskipanin hvili á
Sakharov
„náunganskærleikanum” og
viðurkenni hugmynda- og trú-
frelsi en ekki valdabaráttu,
eins og unnt væri að greina
völd og hugmyndir ótvirætt að
i þessu sambandi.
Sakharov segir aftur á móti,
að hann telji „lýðræðislega
framþróun eina heillavænlega
ferilinn sérhverri þjóð til
handa”.
NOKKUR hluti af svari
Sakharovs fjallar um þann
háska, sem kunni að felast i
annars vel meintum skoðun-
um Solzhenitsyns, og er þessi
hluti svarsins raunar einna
merkilegastur. Um þetta segir
Sakharov meðal annars:
„Meðal mikils hluta rúss-
nesku þjóðarinnar og sumra
leiðtoga hennar leynist
draumur um mikilleika, nærð-
ur á rússneskri þjóðernis-
stefnu, en undir niðri vakir
óttinn við að verða háður
Vesturveldunum, ásamt
kviðanum fyrir lýðræðislegum
breytingum. Glapráð
Solzhenitsyns kynnu að verða
að háskalégum gróðri i slikum
jarðvegi”.
Skoðanir Solzhenitsyns falla
með öðrum orðum i sama far-
veg á vissum sviðum og
skoðanir þess hluta almenn-
ings og stjórnmálamannanna,
sem andsnúinn er þeirri tak-
mörkuðu vesturopnun, sem
Brézjneff hefir fengið áorkað.
Sé þetta rétt ályktað öðlast
fordæming rússneskra blaða á
Solzhenitsyn nýtt umfang sem
opinbert svar til áhrifamikilla
andstæðinga þeirrar stefnu.
sem valdhafarnir fylgja.
ÞEGAR betur er að gáð
verður átaka milli slavasinna
og vesturvonenda viða vart i
Sovétrikjunum, meira að
segja i stefnu núverandi vald-
hafa. Rökræður Solzhenitsyns
og Sakharovs eru þvi annað og
meira en deilur tveggja ein-
staklinga eða fulltrúa tveggja
hópa andmælenda.
Þessar deilur lýsa grund-
vallarágreiningi, sem á sér
langan aldur i sögu Rússlands
og er enn við lýði með breyti-
legum hætti, meira að segja
meðal stjórnmálaleiðtoga.
Lakast er, að þennan ágrein-
ing er ekki unnt að rökræða
fyrir opnum tjöldum i Sovét-
rikjunum.