Tíminn - 29.05.1974, Side 2

Tíminn - 29.05.1974, Side 2
2 TÍMINN Miövikudagur 29. mai 1974. Miðvikudagur 29. maí 1974 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febn) Þessi dagur er svolitið undarlegur. Það er rétt eins og þú hafir dottið i lukkupottinn, eða öðlazt eitthvað, sem þér finnst mikið tii um. En varaðu þig og mundu, að ekki er allt gull, sem glóir. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það getur vel verið, að það sé skynsamlegt að biða og sjá hvað setur. Það er ekki vist, að allt sé eins bjart og þér finnst þessa stundina. Farðu varlega i fjármálunum. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Eitthvað er það i sambandi við viðskipti eða fjármál, sem þér er vissara að hafa góðar gætur á. Það getur vel verið, að þú hagnist á þessu, en það eru fullt eins miklar likar á þvi gagnstæða. Nautið: (20. april-20. mai) 1 dag skaltu fara varlega i fjármálunum, og um- fram allt ekki slá vixla upp á framtið, sem þú ert ekki þvi vissari um. Þú þarft að huga vel að öllum málum, áður en þú tekur ákvarðanir i dag. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Það litur út fyrir að einhver óróleiki á sviði til- finningamála og ástamála setji svip sinn á daginn i dag. Þess vegna skaltu vera undir flest búinn, og taktu öllu með jafnaðargeði. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Það gerist einhver atburður i dag, sem hefurfi djúpstæð áhrif á þig, og það er allt undir þér' sjálfum komið, hvort þau áhrif verða til góðs eða ekki. Vonandi þekkirðu sjálfan þig nógu vel. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Láttu ekki afbrýðisemi — sem þú sjálfur hefur átt drjúgan þátt i að skapa — verða til að koma þér úr jafnvægi. Það er annað og miklu meira, sem liggur hér á bak við, eins og þú munt sjá við yfirvegun. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Alits þins i einhverju viðkvæmu máli á vinnu- staðnum verður leitað i dag, og það er alveg sama, hvernig þú reynir, þú kemst ekki hjá að særa einhvern með þvi að taka beina afstöðu. Vogin: (23. sept-22. oktj Það er stundum betra að segja ekkert en eitt- hvað út i bláinn eða snúa út úr. Þetta skaltu athuga I dag, og hafðu hugfast máltækið: „Ræðan er silfur en þögnin er gull”. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þú skalt varast að hætta þér út i illdeilur eða yfirleitt umræður af nokkru tagi i dag, vegna þess að það er hætt við að þú komir einhverjum i klipu, án þess að það sé tilgangur þinn. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Hugmyndaflugið og áhuginn verður i hámarki i dag, og þú skalt aldeilis færa þér það i nyt. Hitt er annað mál, að þú verður að læra að þekkja kjarnann frá hisminu, þvi að ekki er allt jafn- gott. Steingeitin: (22. des.-19. janl. Ef þú hefur opin augun i dag, getur þú verið viss um, að þér gefst tækifæri til að koma málum þinum þannig fyrir, að tekið verður eftir þér, og áhrifamenn kunna að meta dugnað þinn. 1 14444 2 mmioiR 25555 BÍLALEIG CAR RENTAL A BORGARTUN ■ IHiwlflw11 illftllf nfr III Grósleppukarlar una illa ósönnum ósökunum Föstudaginn 15. marz 1974 birti Tim- inn grein eftir Gisla Vagnsson á Mýrum , Löggjafinn og æðarfuglinn, sem þessi smágrein er svar við. Ég sé mig tilneyddan að gera nokkrar athugasemdir við grein Gisla, eða nokk- urn hluta hennar, sem ég vil taka hér upp til glöggvunar. Gisli segir i grein sinni: „Hér i Dýrafirði hefur einn mað- ur verið með verulega netaútgerð, auk þeirra, sem fiska fyrir heimili sin. Siðastliðið vor bar svo við að maður úr nágrenni minu fór eina ferð til neta með þessum útgerðarmanni. Hann sagði mér að i einu netanna hefðu verið um 30 stykki af dauðum æðarfugli. Siðar spurði ég útgerðarmanninn eftir þessu og viðurkenndi hann, að svo hefði verið og bætti við, að framan af vorinu hefði oft verið töluvert af æðarfugli i netun- um. Ég er ekki að sakfella þennan út- gerðarmann fyrir drápið á þessum fulgi, ég veit að það er ekki af ásetningi gert. Hann er að stunda sina atvinnu, eins og svo margir aðrir við strendur landsins, og ég er viss um, að það gerir enginn af ráðnum hug að drepa æðar- fuglinn eins og raun er á”. Það sem ég hef tekið hér orðrétt upp úr grein Gisla læt ég nægja. Gisli nefn ir „útgerðarmann” ekki með nafni en eins og kunnugir bezt mega vita geta ummæli hans ekki átt við neinn annan en mig, undanfarin fjögur vor hef ég stundað grásleppuveiði frá Gerðhömr- um i Dýrafirði, og þó að þar sé ekki um neina stórútgerð að ræða, er vist ekki öðrum„útgerðarmönnum” til að dreifa, sem Gisli getur átt við. Siðastliðið vor var ég einn við veiðarnar framan af og þurfti af þeim sökum öðru hvoru að fá mann mér til hjálpar. t.d. þegar órólegt var i lendingu. Tveir af nágrönnum Gísla réttu mér hjálparhönd þannig, að ummæli hans hér aðframan gætu átt við þá, en heldur ekki við aðra. Þeir fóru með mér sina ferðina hvor. Nú hef ég hitt þessa menn að máli og spurt þá' eftir þvi, hvort um- mæli Gisla um 30 dauða æðarfugla i net hjá mér séu samkvæmt upplýsingum frá þeim. Hvorugur kannast við að hafa gefið honum upp slika tölu og telja þetta hreinan tilbúning. Sjálfur kannast ég heldur ekki við að Gisli hafi spurt mig að þvi, hvort 30 dauðir æðarfuglar hafi verið i einu neti hjá mér. Það eitt er satt i ummælum Gisla, varðandi þetta mál, að þegar hann ræddi við mig siðastliðið vor um það, hvort mikið bæri á þvi að æðarfugl kæmi i netin, sagði ég honum að helzt bæri á þvi framan af vori, fyrir varptima, en það væru aldrei nema fá- einir i hvert sinn i öll netin. Eftir að varp er byrjað telst það viðburður að æðarfugl komi i þau. Og það má geta þess hér, að nú i marzlok er ég búinn að hafa nokkur net i sjó þarna i hálfan mánuð, án þess að fá einn einasta æðar- fugl i þau. Það er þvi helzt i april, þegar fuglinn er að draga sig að varplandinu sem hættan virðist vera fyrir hendi. En frásögn Gisla af fuglunum 30 i einu neti er svo fjarri öllum sanni, að óliklegt er að slik dæmi finnist nokkurs staðar hér við land. En fyrst hér er farið að ræða um hrognkelsaveiðar og netalagnir við Dýrafjörð vil ég benda á eftirfarandi: Sl. vor hafði ég 25-30 net i sjó um 7 vikna tima, og vitjaði 25sinnum um þau. Þetta telst nú varla nein stórútgerð, enda hef ég öðru starfi að sinna á vorin. Það þarf ekki að fara lengra en 15-20 ár aftur i ttmann til þess að finna dæmi um miklu meiri netalagnir við fjörðinn. Þá voru net i sjó á vorin frá flestum bæjum beggja vegna fjarðarins. Það er þvi vandséð að hin mikla rýrnun á varpinu á Mýrum sl. 10 ár, sem Gisli nefnir i grein sinni, verði rakin til netaveiða. Hún skyldi þó ekki eiga sér aðrar og miklu áhrifarikari orsakir. Gisli er mikill áhugamaður um æðar- varp og sannarlega vona ég að honum verði sem mest ágengt i baráttu sinni fyrir eflingu þess hér á landi. Sjálfur þykist ég þekkia nokkuð til þessara mála og skil.ia sjónarmið varpeigenda, eftir að hafa aðstoöað þá um langt ára- bil við að \orja vörpin fyrir vargi. Ég veit vel.að æðarfuglsins biða margar hættur og \ iðkoma hans er ekki eins mikil og vera ætti. en það leysir engan vanda þótt ráðizt sé að einsta.klingum með tilbúnar ásakanir. Ég tel það ósannað að netaveiðarnar geri þann skaða sem Gisli heldur fram, og eðli- legra væri að byggja lagasetningu um þessi mál á rannsóknum en full- yrðingum út i loftið. Tiilaga Gisla um bann við netaveiðum á grynnra vatni en 10 föðmum er vafalaust vel meint, en ég efast um að hún væri til gagns þó að lögum yrði. Ég tel mig vera það kunnugan staðháttum hér á fjörðunum að geta fullyrt, að þessar veiðar verða ekki stundaðar nema á þarabeltinu með landi fram. Þar fyrir framan tekur við skeljabelti þar sem helzta veiðivonin væri liklega i æðarfugli sem leitar i skel- ina. 1 reynd myndi þetta útiloka alla hrognkelsaveiði á Vestfjörðum og kannske er það það, sem fyrir Gisla vakir. En þetta kæmi niður á fleiri greinum t.d. selveiði, sem stunduð er i netuppi við fjörur. Þær veiðar hafa ver- ið stundaðar frá aldaöðli þar sem sela- látur eru og oft i nábyli við æðarvarpið. Ég hef það eftir kunnugum að vanhöld á æðarfugli séu nánast engin vegna þeirra veiða. Það hlýtur að vera álitamál hvort banna eigi heilar atvinnugreinar til efiingar æðarvarpi, meðan augljóst er að aðalafhroð sitt geldur það af allt öðr- um orsökum. Eins og þú segir sjálfur Gisli, erum við grásleppukarlar aðeins að stunda okkar atvinnu, og unum þvi illa, að liggja undir ósönnum ásökunum. Jón H. Oddsson frá Alfadal. Sveitarvinna óskast Strákur á 15. ári vanur meöferð heyvinnuvéla, óskar eftir starfi á sveitabæ. Upplýsingar i sima 42434. VELDURjHVER 0 SAMVINNUBANKINN , m Aðalfundur Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda verður haldinn i Tjarnarbúð föstudaginn 14. júni n.k. kl. 10. f.h.: Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Stjórn Sölusambands isl. fiskfram- leiðenda. 10 óra pilt vantar að komast á gott heimili í sveit í sumar. Upplýsingar í síma 71991, Reykjavík. UTBOÐ Tilboð óskast i heimreið og lóðafrágang dælustöðvarinnar á Réykjum fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað 11. júni 1974, kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.