Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 29. mai 1974. Barnastjörnur Tvær barnastjörnur urðu skyndilega frægar fyrir leik sinn i kvikmyndum, þær Linda Blair, fyrir leik sinn i myndinni The Exorcist”, og Tatum O’Neal, (dóttir Ryan O’Neal úr „Love Story”) fyrir leik sinn i mynd Peters Bogdanovich, „Paper moon”, en þar lék hún sigarettureykjandi smá- svindlara, og kom meira að segja til greina sem Óskars- verðlaunahafi fyrir leik sinn i myndinni. En i Hollywood er nú erfitt uppdráttar fyrir barna- stjörnur. Litlir möguleikar eru fyrir þær að ná öðrum eins vin- sældum i i kvikmyndum og t.d. Shirley iemple gerði. En bæði Shirley Temple og Mickey Ronney fengu sérstaka „minni útgáfu” af óskarsverðlaunum á þritugasta áratugnum, þegar myndir þeirra voru hvað vinsælastar. Seinna fengu aðrar barnastjörnur álika verölaun, og meðal þeirra voru t.d. Judy Garland, Deanna Durbin, Margaret O’Brien og Peggy Ann Garner. En siðan Hayley Mills fékk verðlaun fyrir „Pollýönnu” árið 1960, hefur engin barnastjarna náð eins langt. Meðan börn hafa auðgazt og öðlazt frægð á ýmsum sjón- varpsþáttum, þá eru erfiðir timar fyrir börn, sem vilja fá kvikmyndahlutverk. Samt sem áður er augljós vöntun á barna- stjörnum i Hollywood — börnum með hæfileika, sem skjóta upp kollinum i mynd eftir mynd og verða milljónerar áður en þau verða 10 ára. — Ein af ástæðunum er, að „fullorðins” — myndir eru nú hvað vin- sælastar i Hollywood. Fjöl- skyldumyndir Disneys eru þó undantekningar, en jafnvel þeir hafa enga samninga við barna- stjörnur. Leikarar, sem hófu feril sinn sem barnastjiirnur, hafa litið sem ekkert gott að segja um þá reynslu. Hvernig væri að spyrja Elizabeth Taylor, Natalie Wood, Mickey Ronney eða Patty Duke, hvort þau hefðu ekki heldur viljað alast upp i eðlilegri æsku, eða hvort þau vilji, að þeirra eigin börn fari að leika i kvik- myndum? Flestar hafa barna- stjörnurnar komizt yfír þessa reynslu, en aðrar ekki náð sér eftir slika æsku, og hafa aldrei beðið þess bætur að fá ekki að alast upp eins og önnur börn. Robert Blake lék i kvikmyndum frá fimm ára aldri til tiu ára aldurs, en þá fór hann að neyta eiturlyfja, og læknaðist ekki af þvi fyrr en hann var kominn yfir tvitugt. Honum tókst þó að ná langt sem fullorðinn, en segir sjálfur, að æska sin hafi verið hræöileg, og að hann hafi aldrei fyrirgefið foreldrum sinum að hafa rænt hann eðlilegri bernsku. Samt sem áður: Hann komst yfir þetta, en það gerðu aðrir ekki. Vandamálin, sem urðu Judy Garland að aldurtila, má áreiðanlega rekja til þess þrýstings, sem hún leið undir sem barn. Börn eignast þó enn milljónir við myndagerð, en ekki i venjulegum biómyndum. Barnastjörnur nútimans eru flestar frá sjónvarpinu. Johnnie Whitaker hóf kvikmyndaleik sex ára í myndinni „Rússarnir koma, Rússarnir koma”, og tók einnig þátt i þrem Disney- myndum, en það var sjón- varpið, sem gerði hann að alþjóðlegri stjörnu og milljónera. Fer Konstantín aftur til Grikklands sem konungur landsins? Nýir erfiðleikar steðja að i Grikklandi. Hópur herforingja i norðurhluta landsins neitar að hlýða herráðinu og óskar eftir að konungdómur verði tekinn upp aftur. Orðrómurinn gefur jafnvel i skyn, að herforingj- arnir muni með uppreisn reyna að steypa stjórninni i Aþenu og fá Konstantin aftur. I j'úní i fyrra steypti Giorgios Papa dopoulos Konstantin af stóli, eftir misheppnaða tilraun flot- ans til að koma konungi að aftur. Eftir þetta flutti konungur sig til Rómaborgar með fjölskyldu sina, og siðan til Englands, en hann telur sig enn konung Grikkja. Hinn norð- griski her hefur bækistöðvar sinar i Saloniki, Kozani og Vernis. Verkefni hersins er að verja Grikkland gegn hugsan- legri árás frá Júgóslaviu eða Rússlandi. Það var hluti af þessum hér, sem aðstoðaði Konstantin i hinni misheppnuðu tilraun hans á móti Papa- dopoulosi i desember 1967. Jafn- hliða fregninni um að Konstant- in sé að reyna að snúa aftur, er sagt, að Dimitrios Ioannidis hershöfðingi sé að auka völd sin. Hann er yfir maður hinnar al- ræmdu herlögreglu ESA, sem er likt við Gestapo, og hefur nú verið útnefndur yfirmaður al- mennu lögreglunnar og öryggis- lögreglunnar. Það var Ioanni- dis, sem steypti Papadopoulosi af stóli 25. nóvember i fyrra. Ioannidis og Phaedon Gizikis hershöfðingi berjast nú um völdin i Grikklandi, en Gizikis er fylgjandi þvi, að Konstantin snúi aftur sem konungur Grikklands. , kennt hundinum að hata mig! — Þegar þú svo loksins vinnur eitthvað i happdrætti, þá þurfti það auðvitað aö vera Happdrætti Búnaðarfélagsins. CAIRO 60TEB0H& CUSTUMS ZOLL — Hann skrökvar ekki.... þetta er olia! — Hann borðaöi það.! DENNI DÆMALAUSI Hann meinar ekki allt sem hann segir, en það sem hann meinar, það meinar hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.