Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. mai 1974.
TÍMINN
9
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas
Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar
18300-18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523.
Blaðaprent h.f.
*-■ y
Það verður
kosið að nýju
Úrslitin i sveitastjórnarkosningunum komu
mönnum viða á óvart. 1 sveitarstjórnar-
kosningum er kosið um önnur mál og aðra
menn en i alþingiskosningum. Þó er vitað, að
meira var kosið um landsmál i nýafstöðnum
sveitarstjórnarkosningum en oft áður. Er það
álit margra að óvæntur byr Sjálfstæðisflokks-
ins i sveitarstjórnarkosningunum hafi að
verulegu leyti byggzt á afstöðu manna til varn-
ar- og öryggismála.
Hin mikla sundrung á vinstri væng islenzkra
stjórnmála hefur og greinilega orðið vatn á
myllu ihaldsaflanna.
Að sjálfsögðu hljóta úrslit sveitastjórnar-
kosninganna að hafa nokkur áhrif á málflutn-
ing stjórnmálaflokkanna i þeirri baráttu fyrir
kosningar til Alþingis, sem nú er að hefjast.
Afhroð J-listans i Reykjavik, sem hvorki
meira né minna en fimm stjórnmálasamtök
stóðu að, eru vissulega ekki uppörvandi fyrir
klofnings- og sundrungaröflin á vinstri vængn-
um. Magnús Torfi og hans lið i Samtökunum,
Möðruvallahreyfingin og Samtök jafnaðar-
manna, gáfu út áskorun til fylgismanna sinna
fyrir kosningarnar og báðu þá að kjósa J-list-
ann i Reykjavik, hinn sameiginlega lista
Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna. I rauninni máttu aðstandendur
þess lista þakka fyrir, að tapa ekki nema ein-
um manni. Þeir héldu einum fulltrúá inni með
mestu naumindum. Þeir ætluðu sér þó að fá
þrjá og sumir sögðu fjóra, þvi að þarna var á
ferðinni „hið nýja afl” i islenzkum stjórnmál-
um!!
í niðurstöðum sveitastjórnakosninganna fel-
ast þvi lærdómar fyrir ýmsa,sem til stjórn-
málaframa hugðu. Enginn vafi er og á þvi, að
kjósendur sjálfir munu draga sinar ályktanir
af niðurstöðum sveitastjórnakosninganna.
Ekki er ósennilegt að i ýmsum byggðarlög-
um átti menn sig betur á þvi hinn 30. júni,að
vert sé að hafa i huga valdatima viðreisnar-
flokkanna og ekki er ósennilegt, að i ýmsum
byggðarlögum átti menn sig betur á þvi hinn
30. júni, að vert sé að hafa i huga valdatima
viðreisnarflokkanna og hin miklu umskipti,
sem orðið hafa siðan þeir hrökkluðust frá völd-
um.
íhaldsandstæðingar hafa einnig lært þá lexiu
i þessum kosr.ingum, að varast þá lukkuridd-
ara, sem efna til sundrungar og óeiningar und-
ir vigorðum sameiningar og einingar. Timi
slikra manna er liðinn. Hannibal og Björn
gjalda þess, að þeir slitu tryggð við vinstri
stjórn. Bjarni Guðnason, sem reið á vaðið, á
sér ekki viðreisnar von. Hann var þurrkaður
út.
Höfuðatriðið er, að kjósendur glöggvi sig
nægjanlega vel á þeim málefnum, sem
raunveruiega er verið að kjósa um 30. júni.
Þeir þurfa að gaumgæfa aðdraganda þingrofs-
ins og ástæðurnar fyrir þvi að Ólafur Jó-
hannesson visaði málum undir þeirra dóm fyrr
en ætlað var. Framsóknarflokkurinn er stoltur
af verkum sinum i rikisstjórn. Hann leggur
málin i dóm kjósenda i þeirri von að þeir kynni
sér þau og meti af hlutlægni.
— TK.
ERLENT YFIRLIT
Glíma Bumpers
og Fulbrights
Gyðingavaldið og bankavaldið ósammála
i GÆR fór fram i Arkansas i
Bandarikjunum prófkjör
vegna þingkosninganna, sem
eiga að fara fram i nóvember-
mánuði næstkomandi. Próf-
kjörið snerist m.a. um það,
hver ætti að verða frambjóð-
andi demókrata við kosningu
til öldungadeildarinnar i
haust. Það sæti, sem nú losn-
ar, hefur J. William Fulbright
skipað um 30 ára skeið. Hann
sækir um framboð að nýju,
enda þótt hann sé orðinn 69
ára og myndi verða orðinn 75
ára gamall við lok kjörtima-
bilsins, en öldungadeildar-
þingmenn eru kosnir til sex
ára. Fulbright hefur sem for-
maður utanrikismálanefndar
öldungadeildarinnar verið
einn af þekktustu stjórnmála-
mönnum Bandarikjanna um
alllangt skeið. Keppinautur
hans er Dale Bumpers rikis-'
stjóri i Alabama, sem er rétt-
um 20 árum yngri en Ful-
bright. Úrslitanna i viðureign
þeirra hefur verið beðið um
skeið með verulegri óþreyju,
þvi að skoðanakannanir hafa
sýnt, að Bumpers væri stórum
sigurvænlegri. Þó hefur hlutur
Fulbrights farið heldur batn-
andi siðustu vikurnar, en þó
vart nóg til þess, að hann sigri
að lokum. Munurinn var þó
samkv. siðustu könnun vart
meiri en það, að óháðir kjós-
endur gætu ráðið úrslitum.
Úrslitin verða kunn i dag, og
mun fall Fulbrights þykja
verulegur stjórnmálaatburð-
ur, ef af verður.
ÞAÐ hefur dregið aukna at-
hygli að þessari viðureign, að
báðir keppinautarnir virðast
hafa nægilegt fjármagn til
þess að heyja dýra kosninga-
baráttu. Talið er að Bumpers
hafi fjármagn sitt frá Gyðing-
um, sem eru mjög andvigir
Fulbright sökum þess, að þeir
hafa talið hann of hliðhollan
Aröbum. Hins vegar styðja
stórbankarnir Fulbright og
munu leggja fé i kosningasjóð
hans. Það er þó ekki gert
vegna þess, að þeir telji hann
einhvern sérstakan taismann
sinn eða fulltrúa. Astæðan er
sögð sú, að falli Fulbright,
mun John Sparkman,
öldungadeildarþingmaður frá
Alabama, erfa sæti hans sem
formaður utanrikismála-
nefndarinnar. Sparkman
myndi þá láta af störfum sem
formaður bankamálanefndar
öldungadeildarinnar. Eftir-
maður hans þar yrði þá Willi-
am Proxmire öldungadeildar-
maður frá Wisconsin, en hann
hefur oft þótt óþægur banka-
valdinu. Þess vegna vilja stór-
bankarnir koma i veg fyrir, ef
hægt er, að Proxmire verði
formaður nefndarinnar.
Siðustu ágizkanir blaða-
manna herma, að búið sé að
koma málum þannig fyrir, að
Sparkman muni afsala sér
formennskunni i öldunga-
deildinni, ef til kemur, og
verða áfram formaður banka-
málanefndarinnar. Mike
Mansfield er næstur i röðinni,
en talið er að hann vilji ekki
bæta við sig formennsku i
utanrikismálanefndinni, þar
sem hann hefur ærið að gera
sem leiðtogi demókrata i
öldungadeildinni. Liklegur
formaður utanrikismála-
nefndarinnar, ef Fulbright
fellur, er þvi talinn Frank
Church frá Idaho, en þeir hafa
oftast verið skoðanabræður
hann og Fulbright, og þykir
liklegt, að Church yrði engu
áhrifaminni sem formaður
utanrikismálanefndarinnar en
Fulbright.
Fulbright
Bumpers
FULBRIGHT, sem var
p^ófessor, áður en hann tók
sæti i öldungadeildinni, hefur
oft haft andspyrnu að mæta i
prófkjörum, en jafnan verið
sigursæll. Keppinautar hans
hafa þó gagnrýnt hann fyrir
ýmsar skoðanir hans, en þær
hafa oft verið umdeildar. T.d.
var hann meðal þeirra fyrstu,
sem snerust gegn Vietnam-
styrjöldinni. Hann gagnrýndi
á sinum tima hina misheppn-
uðu innrás, sem gerð var á
Kúbu. Hann var talsmaður
bættrar sambúðar við Kina,
löngu áður en aðrir gerðust
það. Hann hefur verið tals-
maður þess, af> ísrael afhenti
herteknu landsvæðin aftur.
Þannig mætti lengi telja. A
siðustu árum hefur hann verið
framarlega i hópi þeirra, sem
hafa gagnrýnt vaxandi völd
forsetaembættisins á kostnað
þingsins. Sambúð hans og
Nixons hefur þvi oftast verið
erfið, en hins vegar hefur
þeim Fulbright og Kissinger
komið vel saman. I innan-
landsmálum hefur Fulbright
þótt umbótasinnaður og
frjálslyndur, en þó farið sér
hægt i réttindamálum svert-
ingja. Talið er, að Kennedy
myndi hafa gert Fulbright að
utanrikisráðherra sinum, ef
hann heföi ekki verið frá
Suðurrikjunum.
BARATTAN, sem Fulbright
hefur þurft að heyja i sam-
bandi við prófkjörið að þessu
sinni, er ólik öllum fyrri.
Keppinautur hans að þessu
sinni, var litið þekktur lög-
fræðingur, unz hann vann
þann frægðarsigur að fella
Winthrop Rockefeller i rikis-
stjórakosningu, en Rockefell-
er hafði þá verið rikisstjóri i
Arkansas i tvö kjörtimabil.
Rockefeller hafði á sinum
tima unnið athyglisverðan
sigur, þegar hann bauð sig
fram fyrir republikana og náði
kosningu sem rikisstjóri.
Bumpers hefur unnið sér gott
orð sem rikisstjóri, en þvi
starfi hefur hann gegnt i tvö
kjörtimabil. Hann þykir geð-
þekkur maður og nýtur al-
mennra vinsælda. 1 kosninga-
baráttunni nú lýsir hann sig
samþykkan Fulbright i flest-
um málum og hælir honum
óspart. Hins vegar heldur
hann þvi fram, að öldunga-
deildin sé yfirleitt skipuð of
gömlum mönnum og þar sé
þörf fyrir endurnýjun. Endur-
kjör Fulbrights muni ekki
tryggja endurnýjun, nema
siður sé. Meðal almennings
fellur það ekki i ófrjóan jarð-
veg, að gagnrýna þingið, en
skoðanakannanir sýna, að þótt
Nixon njóti takmarkaðs
trausts sem forseti, nýtur
þingið minna trausts. Það
reynir lika Nixon að notfæra
sér i glimu sinni við það.
Þ.Þ.