Tíminn - 29.05.1974, Page 17
Miðvikudagur 29. mai 1974.
TÍMINN
17
Umsjón: Alfreð Þorsteinssoini
BRIDGESTONE-CAMEL opna
golfkeppnin, verður haldin hjá
Goifklúbbi Suðurnesja um
næstu helgi. Leiknar verða 36
holur á Leiru-vellinum, sem er i
mjög góðu ásigkomulagi núna.
Keppnin verður með og án for-
gjafar, og verður keppt á laug-
ardag og sunnudag, eða 18 holur
leiknar á dag. Sérstök verðlaun
verða veitt fyrir að slá holu i
höggi.
Þeir kylfingar, sem hafa hug
á að vera með, eru beðnir að
láta skrá sig fyrir kl. 10 á
fimmtudagskvöld. Keppendur
geta svo fengið að vita rástima
á föstudagskvöldið i sima (92)-
2908.
Júlíus þotumeistari:
Július R. Júliusson sigrði i þotu-
keppninni i golfi, sem var háð á
Hvaleyrarvellinum i Hafnar-
firði um sl. helgi. Július sigraði
bæði án og með forgjafar, en
það er mjög óvenjulegt i eins
stóru móti og Þotukeppnin var.
Þrir efstu kylfingarnir urðu
þessir, án forgjafar:
Július R. Júliusson 150
Jóhann Benediktsson 155
Loftur óiafsson 155
Jóhann sigraði Loft i „bráða-
bana”.
Einar sigraði í //Dunlop
open"
Einar Guðnason, GR, varð
sigurvegari i „Dunlop open”
keppninni, sem fram fór á veg-
um Golfklúbbs Suðurnesja fyrir
stuttu. Leiknar voru 36 holur, og
lék Einar á 153 höggum.
Þrir efstu Jiylfingarnir urðu
þessir:
Einar Guönason, GR 153
Þorbjörn KjærboGS 155
Ragnar ólafsson, GR 156
Þorbjörn Kjærbo jafnaði vall-
armetið, þegar hann lék fyrri 18
holurnar á 72 höggum.
Björgvin 2 höggum frá
úrslitum
tslandsmeistarinn i golfi,
Björgvin Þorsteinsson, komst
ekki i úrslitakeppnina i golfmót-
inu úti i Sviþjóð. Björgvin lék 36
holurnar á 162 höggum, en leika
þurfti á 160 höggum til að kom-
ast i úrslitakeppnina.
I
MYNDIN hér til hiiðar er af
Steinari Jóhannssyni, marka-
kóngi i Keflavik, sem skoraði 34
mörk á síðasta keppnistimabili.
Steinar hefur nú skorað 9 mörk
á keppnistimabilinu, og hann á
örugglega eftir að senda knött-
inn oftar inetið. isumar. Það er
ætlun okkar, að birta myndir af
okkar beztu knattspyrnu-
mönnum hér á siðunni I sumar,
og er þetta fyrsta myndin i þeim
flokki. Það er óþarfi að kynna
Steinar, þvi að það er ekki langt
siðan viðtal við hann birtist i
sunnudagsblaði Timans. En
framvégis verða leikmenn
kynntir um leið og myndir
birtast af þeim.
I
Gunther Netzer,
Þjóðverjar
mæta sterkir
til leiks
í HM-keppninni
Helmut Schön hefur valið 22 leikmenn, sem fá það
hlutverk að færa V-Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn
í knattspyrnu
HELMUT SCHÖN... ein-
valdur landsliðs Vestur-
Þýzkalands í knattspyrnu,
hefur nú valið 22 leikmenn,
sem fá það hlutverk að
færa V-Þjoðverjum heims-
meistaratitilinn í knatt-
spyrnu í sumar. Schön
hefur náð frábærum
árangri með v-þýzka
landsliðið síðan að hann
tók við því 1964 af Sepp
Herberger. Hann kom v-
þýzka liðinu f úrslit i HM í
Englandi 1966 og v-þýzka
liðið varð í 3ja sæti 1970 í
Mexíkó. Undir stjórn hans
tryggðu V-Þjóðverjar sér
Evrópubikar landsliða
1972.
Þá byrjaði Schön að
byggja upp nýtt Ijð, tak-
mark hans er, að gera V-
Þjóðverja að heims-
meisturum 1974. Eftir spá-
dómum, þá ætti hann að
geta náð því takmarki, þvi
að landslið V-Þjóðverja er
geysilega sterkt í dag og
frábærir leikmenn skipa
öll sætin í 22 manna hóp
Schön.
Aöeins 7 ieikmenn, sem léku
HELMUT SCHÖN....hefur valiö
HM-liö V-Þýzkalands.
með v-þýzka liðinu i Mexikó 1970,
eru eftir i því. Uppistaða liösins
er nú byggð i kringum leikmenn
E vrópumeistaranna Bayern
Munchen, en það eru 7 Bayerar i
liðinu. Borussia Mönchenglad-
bach á 5 leikmenn þar og fyrrum
fyrirliðið liðsins Gunther Netzer,
sem nú leikur með spánska liðinu
Real Madrid, er einnig i lands-
liðshópnum. En nú skulum við
lita á leikmennina, sem skipa 22
manna hópinn:
MARKVERÐIR:
Sepp Maier, Bayern Munchen
Wolfgang Kleff, Mönchengladb.
Norbert Nigbur, Schalke 04
Varnarmenn:
F. Beckenbauer, Bayern
Munchen
G. Schwarzenbeck, B. Munchen
Paul Breitner, B. Munchen
Berti Vogts, Mönchengladbach
Rainer Bonhoff, Mönchengladb.
H. Kremers, Schalke 04
Horst-Dieter Höttges, Bremen
B. Cullmann, 1. FC Köln
Miðvallarspilarar og
framlínumenn:
J. Kapellmann, B. Munchen
Gerd Muller, B. Munchen
Uli Hoeness, B. Munchen
B. Hölzenbein, Frankfurt
J. Grabowski, Frankfurt
J. Heynches, Mönchengladb.
H. Wimmer, Mönchengladbach
G. Netzer, Real Madrid
W. Overath, 1 FC Köln
Heinz Flohe, 1. FC Köln
Herzog, Dusseldorf
Schön ætlaði að velja Wolfgang
Weber, 1. FC Köln í liðið, en i
læknisskoðun kom fram, að
Weber, sem hefur leikið með v-
þýzka iiðinu i HM 1966 og 1970,
var með hjartagalla. Þá var
Erwin Kremers, tvíburabróðir
Helmut Kremers, nær öruggur i
22 manna hópinn, en hann hefur
verið fastur landsliðsmaður að
undanförnu. Það var geysilegt
áfall fyrir Erwin, þegar hann
frétti að hann væri ekki valinn en
ástæöan fyrir þvi var, að hann
Framhald á bls. 19
Svíar
búnir
að
velja
lið
sitt
Sex atvinnumenn
leika með sænska
liðinu í HM
GEORG„Aby" Ericsson,
sænski einvaldurinn í
knattspyrnu, hefur valið
22 manna landsliðshóp
Svíþjóðar, sem tekur þátt
i HM i Vestur-Þýzka-
landi. „Aby" tilkynnti lið
sitt á mánudaginn, og í
því eru n leikmenn, sem
léku með sænska liðinu í
Mexicó 1970. Þá leika 6
atvinnumenn með liðinu
og tveir fyrrverandi at-
vinnumenn. Svíþjóð leik-
ur í riðli með Uruguay,
Hollandi og Búlgaríu, en
sá riðill er sá sterkasti í
HM.
Sænski hópurinn er skipaður
eftirtöldum leikmönnum:
MARKVERÐIR3 Göran Hag-
berg, öster, Ronnie Hellström,
Hammarby, og Gunnar Lars-
son, örebro. VARNARMENN:
Björn Andersson, öster, Jörgen
Agustsson, Atvidaberg, Roland
Grip, Sirius, Kent Karlsson,
Atvidaberg, Claes Crongvist,
Landskrona, Bo LarssonMalmö
(áður VB Stuttgart), Björn
Nordqvist, PSV Eindhoven
(Hollandi) og Jan Ólsson.
Atvitaberg.
MIÐVALLARSPILARAR: Ole
Grahn, Grasshoppers (Sviss).
Ove Kindvall.Norrköping (áður
Feyenoord), Sven Lindman,
Djurgarden, örjan Persson,
Örgryte, Staffan Tapper.
Malmö FF, Conny Torstensson,
Bayern Munchen (V-Þýzka-
landi).
FRAMLINUSPILARAR:
Thomas Ahlström, Elfeborg,
Ralf Edström PSV Eindhoven
(Hollandi) Inge Ejderstedt,
öster, Benno Magnusson, 1. FC
Kaislerslautern (V-Þýzkalandi)
og Roland Sandberg, 1 FC
Kaiserslautern. Þar sem nöfn
leikmanna eru feitletruð, þýðir
það, að þeir léku með sænska
liðinu i HM i Mexicó 1970.
HM-lið Búlgariu vann Norður-
Kóreu i vináttulandsleik i knatt-
spyrnu. Leiknum iauk 6:1, og
skoraði hinn 27 ára gamii
Khristo Bonev „Hat-trick”, þrjú
mörk i leiknum. Liðin, sem
leika i ursiitakeppni HM i
Vestur-Þýzkalandi i sumar,
leika nú hvern æfingaleikinu á
fætur öðrum.
Hollenzka liðið AZ 67 vann
HM-lið Haiti 3:1 i æfingaleik
fyrir Haiti-menn á mánudags-
Framhald á bls. 19