Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 28. júni 1974. TÍMINN 11 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- - grciðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprent h.f. íhaldið vill atvinnuleysi 1 sjónvarpsumræðum flokksforingjanna, neyddi Ólafur Jóhannesson Geir Hallgrimsson til að skýra litillega frá þvi hver væri stefna Sjálf- stæðisflokksins i efnahagsmálum, en talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa reynt að forðast það á allan hátt. Geir reyndi lika að komast undan með efnislausu gaspri, eins lengi og hann gat, en neyddist að lokum til að leysa örlitið frá skjóð- unni. Svör Geirs Hallgrimssonar voru i stuttu máli þau, að flokkurinn vildi draga stórlega úr lánveit- ingum fjárfestingasjóða, eins og fiskveiðasjóðs, og að flokkurinn vildi draga úr erlendum lántök- um. í veruleikanum þýðir þetta, að flokkurinn vill draga úr uppbyggingu atvinnuveganna og ibúðabygginga, þvi að öll lán fjárfestingasjóð- anna renna til slikra framkvæmda. Jafnframt vill flokkurinn hætta við stórframkvæmdir, eins og byggingu orkuvera og annarra fjárfestinga i þágu atvinnulifsins, en öll erlend lán, sem hafa verið tekin i tið núv. rikisstjórnar, hafa runnið til slikra framkvæmda. Af þessu má öllum vera ljóst, að það, sem fyrir Sjálfstæðisflokknum vakir, er að koma á sam- drætti i framkvæmdum og atvinnurekstri og skapa svokallað hæfilegt atvinnuleysi, eins og átti sér stað á viðreisnarárunum. Það var gott, að Geir var neyddur til að upplýsa þetta. Kjósendur vita það betur eftir en áður á hverju þeir eiga von, ef Sjálfstæðisflokkurinn fær völdin. Varið land Sjálfstæðisflokkurinn biðlar nú ákaft til þess fólks, sem skrifaði undir undirskriftarskjal Var- ins lands. Mbl. segir, að þetta fólk og Sjálfstæðis- flokkurinn eigi samleið. Slikt er höfuðfölsun. í undirskriftaskjali Varins lands segir aðeins, að varað sé við ótimabærri brottför hersins, en stefna Sjálfstæðisflokksins er að hafa hér varan- lega hersetu og aukið herlið. Jafnvel forustu- menn Varins lands telja svo ærumeiðandi fyrir sig að vera bendlaðir við þessa stefnu Sjálf- stæðisflokksins, að þeir hafa höfðað skaðabóta- mál vegna þeirrar aðdróttunar, að þeir vilji varanlega hersetu. Enn siður munu fjölmargir þeirra, sem skrif- uðu undir umrætt skjal, vilja vera bendlaðir við Sjálfstæðisflokkinn eða telja sig eiga einhverja samleið með honum. Eðlilegt svar þessa fólks við liðsbón Sjálfstæðisflokksins er að það gerist enn fráhverfara honum. Leiðbeining til íhalds- andstæðinga I Morgunblaðinu i gær er sérstaklega ráðizt á frambjóðendur Framsóknarflokksins i Reykja- vik, en næstum alveg sleppt að minnast á aðra andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Þetta sýnir, að Mbl. telur Framsóknarmenn nú sem fyrr aðal- andstæðinga ihaldsins og þvi verði að beina höfuðsókninni gegn þeim. fhaldsandstæðingum ætti að vera þetta góð leiðbeining. Þeir eiga að svara þessum árásum Mbl. með þvi að fylkja sér um B-listann og tryggja glæsilega kosningu Ein- ars Ágústssonar i Reykjavik. Þ.Þ. AAogens Kofoed-Hansen, Berlingske Tidende: íran er að taka við hlutverki stórveldis Vanþróaðar þjóðir leita aðstoðar keisarans Reza Pahlevi transkeisari IRAN er að taka við hlut- verki stórveldis og skýrasta dæmi þess má sjá á þvi, hve mikilvægi þess fyrir fátæku vanþróuðu rikin eykst afar ört. Sendinefndir frá þeim rikjum i Afriku og Asiu, sem hvað harðast hafa oröið fyrir barðinu á oliuhækkuninni, hafa streymt til Teheran til að sækja um aðstoð. Og fáir hafa farið bónleiðir til búðar. Sumir hafa auk heldur fengið meira en þeir fóru fram á. Reza Pahlevi Iranskeisari hefir jafnframt gert aðrar ráðstafanir til að standa við það loforð sitt, að nota hluta af margfölduðum oliutekjum rikisins til þess að stuðla að aukinni þróun I heiminum. Sú aðstoð hefir einkum farið fram fyrir milligöngu stofn- ana Sameinuðu þjóðanna, og verður keisarinn ekki i þvi efni vændur um að ota sinum tota, nema hvað slik aðstoð eykur velvild að sjálfsögöu. ALÞJOÐABANKINN er ávallt á hnotskóg eftir fjár- magni til aðstoðar vanþróuðu rikjunum. Hann fékk nýlega I Iran lán sem svarar tæpum 17 milljörðum isl. króna, og það á góðum kjörum. En þetta var aðeins upphafið. Iranskeisari hefir heitið aö leggja fram ár- lega I nýjan alþjóðlegan þróunarsjóð upphæð, sem nemur um 94 milljörðum Isl. króna. Þessi sjóður á að bæta úr greiðsluerfiðleikum van- þróuðu rikjanna og veita þeim lán, en vextirnir eiga ekki að vera nema 2,5 af hundraði á ári. Slikt mega i raun og veru kallast gjafir. Iranskeisari á sjálfur hug- myndina að þessum sjóði. Hann hefir lagt til, að oliurikin og auðugu iðnaðarrikin leggi sjóönum sem svarar 315 milljörðum isl. króna á ári. Þetta er um það bil fjórðungur allrar annarrar aðstoðar við vanþróuðu þjóðirnar og ein- mitt þaö framlag, sem sér- fræðingar Sameinuðu þjóö- anna telja nauðsynlegt til þess að geta hafið alvarlega glimu við fátæktarvandann, sem Iranskeisara hefir tekizt heima fyrir. ÞESSI aðstoð var einmitt möguleg vegna oliunnar. Til eru þeir meira að segja, sem ekki telja þetta neina sérstaka gjafmildi. Iransstjórn lét sinn hlut ekki eftir liggja viö oliu- hækkunina og hefir aukið árs- tekjur sinar af þessarri vöru úr 282 milljörðum Isl. króna I 1500milljarða. Þetta er æriö fé fyrir riki, sem taldist meðal hinna allra fátækustu fyrir að- eins einum mannsaldri. Hitt verður þó að játa, að Iran er eina oliurikið, sem hef- ir viöurkennt ábyrgö gagnvart sinni eigin þjóð, sem enn býr viö mikla vanþróun og einnig gagnvart öðrum. Leiðtogar arabisku olíurlkjanna hafa hins vegar synjaö beiðni um riflega aðstoð frá þeim rikj- um, sem einna harðast urðu úti. Þetta gerðist um daginn á fundi leiðtoga Einingarsam- taka Afrikurikja. Munurinn er þó enn meiri ef athuguð er sú aðstoð, sem Iran hefir veitt beint og án milli- göngu Sameinuðu þjóðanna. Indverjar fengu beina tilhliðr- un i olfuverði og auk þess lán, sem svarar 50 milljörðum isl. króna. Féð á meðal annars aö nota til að efla járn- stál- og ál- iönaðinn, en samtlmis fengust samningar til langs tima um sölu málma, sements og iðnaðarvara. Þetta er óneitan- lega rifleg næringarsprauta. ENN merkilegri er þó að- stoðin, sem tran hefir veitt þeim Arabarikjum, sem ekki eiga oliu, en þau hafa ekki fengið teljandi skerf frá hinum riku bræöraþjóðum ef frá eru talin fögur orð. Þetta á eink- um við um Egypta, en efna- hagslif þeirra er i lamasessi eftir styrjöldina. Iran hefir veitt Egyptum loforð um lán og styrki sem svara 82 milljörðum isl. króna og á að nota féð til uppbyggingar, iðn- væðingar og umbóta I land- búnaði. Þetta kann að draga Sadat að landi ásamt þeirri aðstoð, sem hann fær frá Bandarikjunum. Sudan er meðal þeirra Arabarikja, sem njóta aðstoð- ar frá Iran. og fær auk þess þaðan þá oiiu, sem á þarf að halda. Súdan er bláfátækt og Khalid utanrfkisráðherra var I vetur ákafur talsmaður þess, að Arabar beittu oliuvopninu I stjórnmálabaráttu sinni. Þaö má þvi heita kaldhæöni örlag- anna, að Súdanbúar hafa hvorki fengið efnahagsaöstoð né oliudropa i þakklætisskyni fyrir veitta aðstoð. TORTRYGGNIR rýnendur I rikjunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins segja, að Irans- keisari hjálpi engum öörum en þeim, sem hann vilji gera að vinum sinum. Rýnendur á Vesturlöndum minna hins vegar á, að Iran hagnist mjög vel á oliunni og muni ekki mikið um gjafmildina. Báðir hafa nokkuð til sins máls. Hinar gifurlegu tekjur eru auðvitaö forsenda aðstoöar við önnur riki og Pakistanir og Afghanir hafa fengið aðstoö ekki siður en aðrir. Oliuauðurinn og aðstoöin við aðra eru mikilvægustu horn- steinar öflugra innanlands- framfara, umsvifa i utanrikis- stefnu og efldra varna, sem hiö nýja stórveldi Iran ætlar að reisa framtið sina á. Keisarinn hefir bent á, að oliu- verðiö hafi ekki hækkað I tuttugu og tvö ár. Allt annaö hafi hins vegar margfaldazt i verði, en aðstoðin viö vanþró- uðu ríkin hafi þó minnkað sið- ustu árin og oliukreppan hafi orðið til þess að rjúfa víta- hringinn i afstöðu háþróuðu rikjanna til hinna vanþróuðu. Robert S. McNamara forseti Alþjóðabankans hefir nefnt hjálpsemi íranskeisara ,,nýja Marshall-aðstoð, sem nú nái til allra þjóða og komi þeim fátækustu að mestu gagni.” Hverju þessi aðstoð getur fengið áorkað kemur gleggst fram heima fyrir I Iran.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.