Tíminn - 28.06.1974, Qupperneq 15

Tíminn - 28.06.1974, Qupperneq 15
Föstudagur 28. júni 1974. TÍMINN 15 Landhelgismálið í Ijósi staðreynda Landhelgismálið er ótvirætt mesta hagsmunamál íslendinga. öllum,sem muna samning Dana og Breta frá 1903, er i minni, hvernig Bretar höguðu sér með veiðar sinar hér við land um ára- tuga skeið, og virtu þann samning takmarkað. Þótt Danir gerðu sitt til að halda uppi gæzlu vegna er- lends veiðiágangs, var það erfitt i framkvæmd. Er Framsóknarflokkurinn komst i stjórn 1927, gjörbreytti hann og jók landhelgisgæzluna stórum. Nokkrir menn höfðu ástundað það að senda veiðiþjóf- um dulskeyti um ferðir varð- skipta. Er dómsmálaráðherra tók fyrir þessa starfsemi, þótti þess- um mönnum sem gengið væri á sinn hlut, er þeir urðu að láta af þessari iðju. Þá gerðist Sjálf- stæðisflokkurinn málsvari þeirra i dulskeytamálinu. Sjómenn um land allt fundu og mátu vel þá breytingu, sem varð, þegarLand- helgisgæzlan fékk meira bolmagn til að gæta þess að þær reglur, er giltu.væru betur virtar. Næsti áfangi var sá, að beinar grunnlinur voru dregnar frá punktum utan við yztu tanga. Ekki voru allir sjálfstæðismenn þar einhuga. Það var undir forustu Framsóknarflokksins, sem fært var út i 12 milur, en það var næsta skrefið. öllum ætti að vera ljóst og muna, hver afstaða sjálf- stæðismanna hefur verið i fram- kvæmd, og samningar þeirra við Breta og Þjóðverja frá 1961 var þjóðinni til óheilla. Samt er Sjálf- stæðisflokkurinn mjög sæll 1 þeirri trú sinni, að þar hafi hann gert mikið heillaverk. Gæti hugs- azt, að þeir væru reiðubúnir að gera nýja samnipga á borð við þessa, ef þeir fengju aðstöðu til? Lokaáfanganum er enn ekki náð. Útfærslan i 50 milur og sú barátta, er þjóðin hefur átt i fyrir að fá þá framkvæmd viöurkennda af öðrum þjóðum, er mönnum enn i fersku minni. Ekki hefur Eingöngu: VÖRUBÍLAR VINNUVÉLAR Ford Bronco — VW-sendibflar Land-Rover — VW-fólksbflar BÍLALEIGAN EKILL BRAUTARHOLTI 4, SÍMAR: 28340-37199 Sjálfstæðisflokkurinn staðið þar heill að verki, þótt 60 hendur væru á lofti, þegar útfærslan var sam- þykkt á Alþingi. Ef taka ætti saman allt það, er birzt hefur i aðalmálgagni flokksins, Morgun- blaðinu, yrði það langt mál. Sá óhróður,er þar hefur flætt um þá menn, er staðið hafa i fylkingar- brjósti i baráttunni fyrir land- helgismálinu, hefur verið það lágkúrulegur, að það er auðskilið, að handauppréttingar á Alþingi hafa ekki verið gerðar af heilum hug. Atburður sá, er gerðist i sam- bandi við togarann Everton, þeg- ar landhelgisgæzlan var i sinum fulla rétti að starfi,er öllum ljós, Og þær eru ekki gleymdar yfir- lýsingarnar, sem þeir félagar Geir Hallgrimsson og dr. Gylfi Þ. Gislason gáfu um þann atburð i fjölmiðlum. Þá héldu þeirað sitt gullna tækifæri væri komið til að taka við stjórn landsins. Nú eru kosningar á næstunni, og gætið þið þá að þvi, kjósendur góðir,að hvert atkvæði, sem Geir og Gylfi fá, getur orðið til þess, að það dragist að fullur sigur vinnist i landhelgismálinu. Að forustu- menn flokka skuli vera svo djarf- ir, áð gefa út svona yfirlýsingar, sýnir bezt hverjir þeir eru i raun og veru. Kjósið þá, sem eru heilsteyptir i þvi máli og gera aldrei undansláttarsamning, eins og gert var 1961. Ef þeir komast til valda Geir og Gylfi er þeim ekki treystandi, samanber Everton-yfirlýsingar þeirra. Þótt þeir tali nú fagurt, er það ekki af einlægni gert. Þetta ætti þjóðin q,ð muna á kjördegi. Siguröur Stefánsson, frá Stakkahlfð. Átján lúðrasveitir í lands- sambandi ÁRSÞING Sambands fslenzkra lúðrasveita var haldið að Hótel Loftlciðum, laugardaginn 22. júnl s.l. Innan vébanda landssam- bandsins eru um 18 starfandi lúðrasveitir viðs vegar um landið og eru þær yfirleitt snar þáttur i tónlistar- og félagslifi sinna byggðarlaga. Mörg mál voru rædd á þinginu, og bar þar einna hæst árlegar styrkveitingar til lúðrasveitanna úr rikissjóði, sem eru mjög rýrar, og hafa staðið óbreyttar f yfir tug ára. Stjórn sambandsins var falið að leita til næsta alþingis, með möguleika á niðurfellingu tolla af hljóðfærum, og ræddir voru sér- stakir gjaldtaxtar fyrir lúðra- sveitir. Næsta landsmót lúðrasveita verður haldið i júni-mánuði 1975, á Húsavik og hafa Húsvikingar nú þegar hafið undirbúning þess. Hin nýja stjórn Sambands is- lenzkra lúðrasveita er skipuð eftirtöldum mönnum: Formaður Halldór Sigurðsson, varafor- maður Sverrir Sveinsson, ritari Helgi Helgason, gjaldkeri Pétur Björnsson og meðstjórnandi Ævar Karl Ólafsson. Húseigendur - Bændur Tökum að okkur alls konar viðgerðir og viðhald, utanbæjar sem innan. Vanir menn. Simi 3-76-06 kl. 8-10, annars skila- boð. Æbílaleigan felEYSIR CARRENTAL «24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 StokÍR bGRRO Dokkcírz úr Ter^yLene AUáLÝSINGADEILD TIMAN £. glæsiíegC. úuual IJtsölustaðir: GEFJU\, Austurstræti KEA, Akurejri HERRA TÍZKA\, Laugavegi 1RK\I Veijið í | VEGGFÓÐRIÐ OG MÁLNINGUNÁ - m ieldhús böð og herbergi 6-700 veggfóður-munstur 10.000 litamöguleikar i málningu Opidtil kl. 10 í KVÖLD LOKAÐ A LAUGARDOGUM Samkvæmt síðustu kjarasamningum undirritaðra aðila verða verzlanir lokaðar á laugardögum frá 22. júni Verzlunamannafélag Kaupmannasamtök islands Vinnumálasamband Samvinnufélaganna Reykjavikur Vinnuveitendasamband islands Kaupfélag Reykjavikur og nágrenuis

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.