Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 5. júlí 1974 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.) ÞaB er afskaplega óliklegt, að ráðleggingar, sem reynt verður að troða upp á þig i dag, komi þér að nokkru liði, svo aö þú skalt ekki vera að taka tiHit til þeirra, þó að þær séu sjálfsagt vel meint- ar. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Heldurðu, að það geti ekki verið, að starfið sé oröið þér of vélrænt, — að vaninn hafi náð helzt til sterkum tökum á þér? Þetta ættirðu að at- huga og gera upp við þig, og það sérstaklega núna, áöur en það er um seinan. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Ef þú átt i einhvers konar fjármálasambandi við aöra, þá ættir þú að veita fjármálunum sérstaka athygli, og helzt að gera heildaryfirsýn yfir þau. Það litur út fyrir einhverja atburði, sem snerta þetta náið. Nautið: (20. apriI-20. mai) Þetta gæti orðið furðulegasti dagur. Aö minnsta kosti litur út fyrir, að þú ættir að hafa nóg fyrir stafni, þegar llða fer á kvöldið, og af þeim sök- um, ættir þú að taka lífinu með ró framan af degi. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þú skalt ekki hika við að beita kröftum þfnum i dag. Þaðerheldur ekki vist, að þéi- veiti neitt af þvi, og það eru einhverjir erfiðleikar framund- an, sem þú skalt fara að búa þig undir að mæta. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þetta getur vissulega orðið góður dagur, en það er undir ýmsu komið. Þú skalt ekki hugsa of langt fram, né gefa þig á vald dagdraumum, sem vikja raunveruleikanum til hliðar og slæva gagnrýnina. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Þú skalt gæta þess að fara með gætni að öllu I dag, ef ekki á að fara illa fyrir þér. Sérstaklega verðuröu að gæta þin I ástamálunum I dag. Fljótfærni I starfi gæti orðið til þess, að þú þyrft- ir að vinna allt upp. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Faröu gætilega, ef þú lendir i fjölmenni i dag, — eða i kvöld. Og fram eftir öllum degi skaltu gæta þln I umferðinni. Sumir dagar eru öðrum dögum hættulegri á ýmsum sviðum, og þá ber að fara að öllu með gát. Vogin: (23. sept-22. oktj Þú mætir góðum vinum og hlýjum kveðjum fram eftir öllum degi. Einhver einlægur vinur gæti sýnt þér sérstaka vináttu. Þú geröir ekki vitlaust i þvi að afla þér vitneskju um ýmislegt, og jafnvel fara i ferðalög. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þetta er einkennilegur dagur, og þú skalt hafa þaö hugfast, að ekki er allt sem sýnist. Það er ýmislegt, sem þú þarft að athuga i dag, og að minnsta kosti er vissara að flana ekki að neinu. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þú þarft aö skoöa vel hug þinn I dag, af þvi að þú ert sannfærður um, að stolt þitt verði fyrir áfalli, ef þú gerir ekki eitthvaö i ákveönu máli, en það er afskaplega hætt við þvi, að svo sé i rauninni ekki. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Fjármálin þarftu að skipuleggja I dag, eins og raunar öll þin störf, þvi að þá hefuröu ef til vill möguleika á frii um helgina. Ef þú hefur stund aflögu ættiröu aö huga að fjármálunum, þaö veitir vlst ekki af. AUSTUR- FERÐIR Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi — Gullfoss Um Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa — Gullfoss. Um Selfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi. Daglega frá BSÍ — Simi 2-23-00 — Ólafur’ Ketilsson. ___TÍMINN______________ Föstudagur 5. júli 1974 OPIÐ BRÉF TIL GÍSLA MAGNÚSSONAR MÝRUM Ég vil hér með heilsa þér og spjalla við þig um hina mjög svo fróðlegu historiu þina i blaðinu Timinn 15. marz s.l. Hefur hún allt ofanað miðju sinni nokkuð sagnfræðilegt gildi — en þar fyrir neðan og aftur undir lokin kveður við þann boðskap, sem ég vildi taka nokkuð til frekari umþenkingar. Eitthvað minnir mig um það, að I vetur hafið þið óskað eftir tveggja kilómetra landhelgi fyrir netalagnir frá viðkomandi æðar- varpi, það er enginn smáspotti, eða til litils mælzt, eða það jafn- vel liggur við, að þið vilduð eiga allan sjóinn en svo tekur ekki betra við en það, að krafan er, að ekki megi leggja net i sjó á grynnra vatni en á 10 faðma dýpi i grunnenda miðað við fjörumál, sem þýðir hér um slóðir sem næst 12 faðma dýpi, það yrði þvi lang- róið hjá okkur hérna til að mega, sem frjáls maður, leggja net- stubba, til að fá sér rauðmaga i soðið. Til að greiða fyrir þessu smá- viki ykkur til handa, setur þú allt þitt traust á drenglund forsætis- ráðherrans okkar, ólafs Jóhannessonar, — að svo verði. um hnútana búið fyrir 1. mai n.k. — og slika réttarfarsaðstoð hlýtur svo háttsettum manni að vera innanhandar að veita ykkur til verndar hinum „marghrjáðu” blikum ykkar og kollum, og ekki til mikils mæzt um liðveizluna. Ég vil hins vegar vona það, þar til annað ég reyna mætti, — að forsætisráðherrann okkar sé miklu skynsamari og meiri persóna en það, að hann léti hafa sig 1 það, — að standa að fram- kvæmd þeirrar ódulbúnu ný- lendukúgunar — sem óneitanlega felst i þessari friðhelgisþvingun, sem svo sannarlega speglar i öllu sinu veldi þá gömlu hugsun, er maöur þó hélt að væri ekki alltaf jafn ný, hvað þá svona opinskátt sett fram, að ef ég fæ mfnum hagsmunum i höfn komið, — þá skiptir ekki máli um hina. Ég er búinn að vera i námunda við eitthvert hið mesta æðarvarp á ísl. frá þvi ég fæddist, og búinn að stunda hrognkelsaveiðar frá þvi fyrst ég man eftir mér, að mér var lofað með i netin, sem svo var kallað, og við vorum ekki meir en svo farnir að lofta grá- sleppunni, strákarnir, þegar við vorum notaðir til að bera hana úr bátnum uppá kambinn, og verka hana þar. Og frameftir minum unglingsárum, og reyndar leng- ur, var hrognkelsaveiðin sá eini bjargvættur heimilanna sem treysta mátti á til matbjargar hverju heimili sem við sjó bjó — og einnig að dalamenn komu netum i sjó hjá þeim sem næstir voru. Þá var meira að segja hveljan utan af grásleppunni þvegin og hert, og sett i súr á vetrum, og var þannig ágætur matur, enda þá engu kastað, sem ætilegt var. En æðarfugl I neti sáum við aldrei. Það er kannski að vonum nú, að æðarvarpseigendur geri ekki ráð fyrir að sá hörgull sé i búi nú á dögum, að þörf sé á að fá sér i soðið, rauðmagatitt, eða grá- sleppuskrokk til að salta eða siga, en það er nú þó svo, að mörgum finnst þetta góður matur, já hreinasta lostæti, en svo þykist ég kunnugur hér með löndum Djúpsins, að ekki yrðu mörg net framá 12 faðma dýpi lögð hér um slóöir og hræddur er ég um það, að gömlu mönnunum hefði ekki þótt fiskilegt fyrir hrognkelsa- veiöar frammá þvi dýpi, þvi það er vlðast hér langt undan. En hvað þá um selalagnirnar? Flestar netalagnir munu hér vera á 3-5 faðma dýpi, en yfirleitt á 3-4 faðma dýpinu, það yrði þvi heilu svæðin hér sem ekki mætti leggja net á — eftir þessari nýju friðunarkenningu ykkar æðar- varpseigenda — og það er einnig sú staðreynd, sem flestir þekkja, að hrognkelsaveiði er ekki um allan sjó — heldur á takmörkuð- um svæðum i þaragróðri um hrygningartimann á grunnu vatni, enda þótt einhvers staðar sé lagt á 10-12 faðma dýpi, þar sem svo hagar til, en hitt vist að megnið af lögnum er á vikum. vogum og með ströndum fram á grunnu vatni, enda bezta veiðin viða allt uppundir fjörumál. Það er einnig vitað, að æðarfuglinn kafar allra dýpst fugla á djúpu vatni, og langt niðurfyrir 12-15 faðma, mér er þvi til efs, að þessi 10 faðma dýptarmörk séu nokkuð annað til að styðjast við, en staðlausir stafir, órannsakaðir á allan hátt. Hér er engrar samvinnu leitaðtil nokkurs landeiganda — aðeins krafizt landhelgistilfærslu af æðarvarpseigendum einum saman, þeim, sem búa við stór- hlunnindi framyfir alla aðra, sem ég þó öfunda þá ekkert af, og þeir mega að öllu eiga i friði, en svo bezt, að þeir sjái aðra menn i friði með þann rétt, sem þeim hefur verið áskapaður og i heiðri haldinn hefur verið siðan landið byggðist, eða mega leggja sin net þar sem allar götur tiðkazt hefur, en að troða á þeim rétti, og fá hann lögboðinn sér til handa I hagsmunaskyni en þó að alger- lega órannsökuðu máli, er langt fyrir neðan virðingu þeirra sem heiðri og drengskap vilja unna. Þá er sá þatturinn ekki ómerk- ur til athafna, sem að lög gæzlunni snýr, þegar allir hrepp- stjórar, og aðrir löggæzlumenn eiga að mæla dýpið við hverja einustu grásleppunetatrossu, sem I sjó er lögð. Hvað haldið þið að allur sá útbúnaður kostaði i vélbátum, tilfæringufn og mannskap, þvi alla daga gætu menn fært netin sin uppá hið friðhelga svæði. Liklega yrði komin undir eitt af hinum nýjustu orðmyndum og þá e.t.v. kölluð kolluhelgin, og hver ætti svo að borga allan þann kolluhelgis- kostnað, nema samborgarinn — rikið (lengi hægt að bæta á Skjónu). Úti allt þetta „þorska- strið” á svo að ota sjálfum for- sætisráðherranum með sérstakri bænarskrá æðarvarpseigenda^að með hraðborði verði að lögvaldi orðið fyrir 1. mai n.k. Sussu svei, hér er til of mikils mælzt. Nei, Gísli minn á Mýrum, ég hefi aðeins séð þig sem hinn gjörulegasta mann i ein tvö skipti á ævinni. Ég hefði getað ályktað að ef þú ættir 2 fiska — gæfirðu meöbróður þinum annan, ef þú héldir að hann þyrfti hans með — en að þú gætir bendlað nafn þitt við jafn óhugnanlegt drottinvald i garð náunga þins — eins og felst i þessum áformum ykkar, hefði ég ekki trúað, enda sannast held ég hér orð skessunnar: að hér ert þú ekki einn I ráðum. Þá segir þú, að það mætti segja þér að tugþúsundir æðarfugla farist i grásleppunet á hverju vori. Hér er um þann einstaka sleggjudóm að ræða, að furðu gegnir. Það voru lika til þeir æðarvarpseigendur, er blákalt heldu þvi fram, að margir dræpu æðarfugl af ásettu ráði, jafnvel þó vitað væri, að þeir ekki ættu byssu til. Þetta er einskonar taugaörvinglan — getgátur um staðlausa hluti. Það er ekki raun- hæf fræðimennska, sem liggur hér á bak við. Nú skal ég ekkert um það fullyrða hve mikið af æðarfulgi ferst I hrognkelsanetum lands- manna á ári hverju, og þaðan af siður áætla það magn, sem svart- bakur eða aðrir ránfuglar taka, ég hygg, að um það séum við allir jalntróðir, og við vitum ekkert um það, ekki heldur vitum við, hvað annað getur orðið þessum fuglum af fjörtjóni, það er nærri þvi jafnvel alveg óvist hvort fuglinum hefur fækkað mikið eða ekki, minnkandi varp, sem sumir láta mikið af að sé, er engan veginn fullvissa um það, að hon- um hafi fækkað. Sumir segja mér, að varpið hafi jafnvel aukizt hjá sér. Og er ekki óliklegt, að þar i séu margar samverkandi aðstæður. Margar æðarvarps- stöðvar eru komnar i eyði, og umhirða viða allt önnur en oft á tiðum áður var, og um tiundina á þessari vöru veit enginn. En hver svo sem ástæðan kynni að vera, og þótt hún væri i allan máta raunhæf, þá er hér siður en svo veriö að rannsaka málin ofani kjölinn, heldur slegið fram get- gátum og fullyrðingum, sem ekk- ert raungildi hafa. A þvi á að byggja eitthvert hið óhugnanleg- asta nýlendusjónarmið sem nokkru sinni hefir verið slöngvað fram fyrir þá — sem eins og frjálsbornir menn, hafa borið sig eftir þeirri björg — sem öllum hefir heimil verið talin, og fjöldinn megi bera skarðan hlut fyrir örfáum hlunnindabændum, sem margir hverjir hafa ekki einu sinni getu til að hirða það sem fyrir var. Mætti i þvi sam- bandi benda á ótal staði, sem að- eins er komið á part úr vorinu, til að hirða það sem þá liggur fyrir fótum þeirra, en margt þá fokið úti veður og vind, rignt til ónytis, og á margan annan hátt mis- farizt. Allt þetta er á allt annan hátt en sú nostursumhriða, sem mér hefir verið tjáð af gömlum og grónum eyjamönnum, að til þyrfti, svo þessi hlunnindi nytu sin. Og einkennilega kemur manni það fyrir sjónir, að einmitt hér I safjarðardjúpi, þar sem um mikið æðarvarp er að ræða, að einmitt hér skuli ekki bera á þessu mikla æðarfugladrápi i hrognkelsanetum manna, og hef- ur þó viðar verið lagt net hér um sjóinn. Jæja, GIsli minn Vagnsson — ég hefði viljað komast hjá þvi, að standa i deilum við þig, og enda þótt þetta sé til þin stilað, átt þú þó ekki nema bróðurpartinn af þvi. En maður verður stundum að gera fleira en gott þykir, og enda þótt ég af afspurn viti, að þú hefir manna mest ræktað æðarvarp, sem þvi nafni er hægt að kalla, er ég hræddur um, að margur æðar- varpseigandinn leggi ekki þar af mörkum sömu alúðina. En það er gömul saga, sem ég held að sé ennþá ný, að þeir sem mikið vilja afla, verði mikið á sig að leggja, og flestum held ég sé það ljúfara, að leggja sjálfur eitthvað fram til ágætis sinum hag, en að gera kröfur si og æ i náungans rann.sér og sínum til velfarnaðar og hagsældar. En svo vil ég kveðja þig, og óska þér allrar gæfu að á önnur mið þið róa megið, en á þau mið náungans, sem lengst af hafa honum frjáls verið til þeirra fanga, að fá sér i soðið rauðmagakrili eða grásleppu- skrokk og þá er metnaðarkenndin ekki I öndvegi huga ykkar dúntekjubænda, ef annars dauði þarf að verða ykkar brauð. Með kærri kveðju. Jens í Kaldalóni. -ROR 1/8" 3 1/16' 1/4" 5/16" 7/16" 1/2" POSTSENDUM UAA ALLT LAND 4i ARMÚLA 7 - SÍMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.