Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. júli 1974 TÍMINN 11 Rudolf réttir okkur lista yfir meBlimi sveitarinnar, og viö sjá- um strax, aö þar eru meölimir viös vegar aö, frá Þykkvabæ, nærsveitunum og Hellu. Viö spyrjum Rudolf, hvort konurnar, sem þarna eru all-margar, séu virkir félagar, eöa bara meö upp á punt. — Þiö getiö alveg reitt ykkur á, aö þær eru virkir félagar, svarar Rudolf brosandi, og þær eru ómetanlegur styrkur fyrir félag- iö. Þær láta ekki sitt eftir liggja viö æfingar og útköll, og svo er starfsemi sveitarinnar mjög við- tæk. Það eru til dæmis bara fjár- öflunarleiðirnar. Viö höfum öll spjót úti til að ná inn fé til sveitar- innar, og þar liggur enginn meö- limur sveitarinn ár liði sinu. Seldu merki — héldu flugdag — Hverjar eru helztu fjár- öflunarleiöir ykkar? — Það er nú merkjasala, svo höfum viö veriö meö torfæru- aksturskeppni, og I fyrra héldum viö flugdag, sem heppnaöist aö visu ekki nógu vel, þvi aö þaö var of lágskýjaö, svo að atriöin nutu sin ekki til fulls. Þetta var þvi leiöinlegra sem hérna á Heilu eru aöstæöur til flugs betri en viöast hvar annars staðar. — En allt hefur þetta gefiö eitt- hvaö af sér? — Já, viö eigum oröið hátt i milljón, þótt viö byrjuðum á núlli fyrir fimm árum. — Og svo eruö þiö búnir aö koma ykkur upp fullkomnum búnaöi? — Já, viö skulum segja góöum, fullkominn verður hann seint. Þetta byrjaði nú meö þvi, aö viö gátum strax i upphafi keypt sleöa, og þá var nú áhuginn ekki lengi aö koma. Svo fengum viö gefins bil frá hernum, mikinn bil, en hann var nú ekki sérlega merkilegur, þegar hann kom. Viö tókum hann algjörlega i gegn, og nú er hægt aö flytja I honum 6 sjúklinga I einu, sem gæti komið sér heppilega, ef um meiriháttar slys væri að ræöa. 1 þennan bil er- um viö búnir aö setja 2 talstöövar. Svo komu tveir sleðar til viöbót- ar, og jeppi, sem við erum aö gera upp. Snjóbil vonumst viö til aö fá á næstunni. Starfssvæðið nokkuð stórt — Þaö hefur veriö leitaö tals- vert til ykkar um aðstoö? — Já, nauösyn þessarar starf- semi hefur margsannaö sig. Ég get til dæmis sagt ykkur, aö fyrsta veturinn, sem viö störfuö- um, voru mikil snjóalög, og þá vorum viö iöulega beönir að fara meö lyf. Þá björguöum viö mannslifi uppi i Holtum, svo aö eitthvaö sé nefnt. Viö kostum kapps um aö vera alltaf reiðubún- ir, ef slys veröa, flugvélar týnast eöa viö getum á einhvern hátt oröiö að liöi. — Hvaö er starfssvæöi ykkar stórt? — Starfssvæöi okkar er nokkuö stórt, ef viö miöum við það, aö þaö er ekki önnur björgunarsveit Hella og Rangá — byggðin og fljótið. starfandi á svæðinu trá Reykja- vlk til Vlkur. — Njótiö þiö ekki opinberra styrkja? — Jú það gerum viö. Viö fáum 25 þúsund króna styrk frá sýsl- unni, og svo hefur hreppurinn veriö okkur hjálplegur. Viö fáum aö vera hérna I slökkvistöðinni, en ætlum aö fara aö byggja. Sterkasti félagsskapurinn — Segöu okkur nánar af þvi. — Já, þaö stendur til aö byrja núna um þessar mundir. Viö er- um búnir að fá lóö hjá geyma- verksmiðjunni. Þetta veröur 170 fermetra hús, allt á einni hæð. Þar vonumst viö til aö fá sæmi- lega rúmgóöa aðstööu til aö vinna aö þessum útbúnaöi okkar. — Þaö eru nú sjálfsagt nokkrar vinnustundir komnar I þetta hjá ykkur, er þaö ekki? — Jú, svarar Rúdolf, — og það sér enginn eftir þeim. Flug- björgunarsveitin er sterkasti félagsskapurinn hérna á staön- um, sá eini, sem þrifst. Þaö eru allir ánægöir meö aö starfa aö þessu. Þaö er bara eitt, sem okk- ur vantar alveg tilfinnanlega. — Og hvaö er þaö? — Okkur vantar radlómann i byggöarlagiö! Meö þeirri ósk, að Rudolf Stolzenwald og félagar hans — konur og karlar — I flug- björgunarsveitinni séu búnir aö finna radiómann til aö setjast að fyrir austan, kveðjum við þau með alúöarkveðjum, óskandi þess að verkefni megi þá jafnan skorta, en fullvissir um það hins vegar, að ef þau ber skyndilega að, þá bregzt flugbjörgunarsveit- in á Hellu skjótt og örugglega við. Rudolf Stolzenwald styður hendi á einn sleðann. t baksýn er billinn góði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.