Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 17
Föstudagur 5. júli 1974 TÍMINN 12 Fornaldarknattspyrna á þjóðhátíðarárinu... íslenzka landsliðið sigraði naumlega Færeyinga 3:2. Liðið vakti ekki hrifningu í Þórshöfn ÞAÐ var lítil skemmtun, sem íslenzka landsliðið í knattspyrnu sýndi Færeyingum á miðviku- dagskvöldið í Þórshöfn, þegar það rétt marði sigur gegn Færeyingum 3:2. Já, það var ekki góð knatt- spyrna, sem Islenzka liðið lék — sú sama sem íslenzkir áhorfendur hafa verið vitni að hér í 1. deildarkeppninni. Sparkað, hlaupið og leikið fast. islenzka liðið lék svo grófa knattspyrnu, að Færeyingar vissu ekki hvað var á seyði. Gróf knattspyrna hefur ekki ráðið ríkjum þegar Islend- ingar og Færeyingar hafa leikið landsleiki, en í Þórs- höfn braut íslenzka liðið út af þeirri venju, því að þeir sýndu Færeyingum enga miskunn, en léku fast, spörkuðu og hlupu. Leik íslenzka liðsins, eins og Færeyingar fengu að sjá hann er bezt lýst með orðinu: FORNALDAR- KNATTSPYRNU. Sú knattspyrna á ef til vill vel við islenzka liðið, þegar það er haft í huga, að við höldum á þessu ári upp á 1100 ára afmæli Islands- byggðar Þaö voru aöcins þrlr leikmenn af islenzku leikmönnunum, sem Kiss- úrslita- leikinn í HAA Meöal áhorfenda á leik Hol- lands og Brasiliu s.l. miövikudag var utanrikisráöherra Bandarikj- anna, Henry Kissinger. Hann er mikill áhugamaöur um knatt- spyrnu, og haft er eftir honum, aö aöeins stjörnmái séu mikilvægari en knattspyrna. Þar sem hann er fæddur í Þýzkalandi hefur hann mestan áhuga á þýzku deildinni, og á hverjum mánudegi biöur hans umslag á skrifstofu hans i Washington meö úrslitum helgar- innar. Sérstakan áhuga hefur hann á því hvernig fer hjá ann- arrar deildar liöinu Furth, en I þeirri borg fæddist hann. Kissinger mun einnig sjá úr- slitaleik HM keppninnar, og þar mun hann fá aö sjá uppáhalds- landsliö sitt i keppni. Ó.O. reyndu aö leika almennilega knattspyrnu i þessum leik. Þaö voru þeir Asgeir Ellasson, Matthlas Hallgrimsson og Marteinn Geirsson. Þeir Ásgeir og Matthias skoruöu mörk islenzka liösins i fyrri hálfleik, en staöan var 2:0 I háifleik. Færeyingar unnu sigur i þeim siöari, en honum lauk meö sigri Færeyinga liösins þá Björnsson. 2:1. Mark Islenzka skoraöi Kristinn Leikurinn var sigur fyrir Islenzka þjálfarann Eggert Jóhannesson, en hann biálfar landsliö Færeyinga. Aftur á móti var leikurinn mikiil ósigur fvrir íslenzka landsliösþjáifarann Tony Knapp og kenningar hans um, hvernig eigi aö byggja upp gott knattspyrnuliö —SOS Vaðið veq getuleysis O R S L I T I N f r á Færeyjum komu ekkert á óvart, þegar undir- búningur landsliðsins er athugaður nánar. Eins og áður hefur verið bent á hér á síðunni, þá tóku nýir menn við lands- liðinu. — Þessir nýju menn komu með nýjar hugmyndir, hugmyndir, sem verðurað stokka upp, — þannig að við getum kinnroðalaust keppt á erlendum vattvangi. Eittaf hinum nýju hugmyndum var, að sleppa vetrar- æfingum landsliðsins, sem þeir Albert Guð- mundsson, fyrrum for- maður KSi, og Haf- steinn Guðmundsson, fyrrum , „einvaldur", komu á með góðum árangri. Það lofaði ekki góðu, þegar landsliðs- nef ndin ákvað að sleppa þessum vetraræfingum — sem mynduðu lands- liðskjarna fyrir átök keppnistímabilsins. Arangurinn i Færeyjum sýnir þaö, þvi að það er greini- legt, aö hér er um almennt getuleysi vegna ónógs undir- búnings. Af mörgu þarf aö hyggja þegar landslið er byggt upp, ekki einungis, hvort uppbygging varöandi stööur er rétt, heldur og hvort horfur ★ Hugmyndir landsliðsnefndarinnar verður að stokka upp ★ „Nýja” landsliðið er ekki byggt upp á réttan hátt ★ Ekki lengur heiður að leika með landsliðinu LANDSLIÐSNEFNDIN..Tony Knapp, Jens Sumarliöason og Bjarni Felixson. séu á þvi, aö leikmenn falli vel saman. Til þess að leikmenn verði samæfðir þurfa þeir aö kynnast, og voru vetrar- æfingarnar nauðsynlegar til þess. Þaö er ekki nóg aö velja beztu leikmenn 1. deildar- liðanna I eitt lið, ef þeir hrein- lega ná ekki saman. Því aö sum 1. deildarliðin leika frjálsa knattspyrnu og sóknarleik, en svo leika önnur kerfisbundinn varnarleik. Landsliðsnefndin kallar svo þessa leikmenn saman og segir við þá, að nú eigi að byggja upp „nýtt landsliö” og þurfi þvi að byrja á byrjuninni, — varnarleik, eins og landsliðsnefndin hefur tilkynnt, að sé byrjunin á (Timamynd Jim) uppbyggingu knattspyrnuliös. Fyrir landsleikinn var landsliðið kallað saman á þetta 4-5 æfingar og fundi og á þessum æfingum var sjaldan þjálfari. Er virkilega hægt að ætlast til af landsliðsmönnum okkar, að þeir nái árangri i keppni við erlend liö, þegar undirbúningur fyrir keppni er „akkúrat” enginn. Það þarf greinilega að fara að gripa i taumana vegna stefnu lands- liösnefndarinnar — Þó að það sé litill timi til stefnu, þá er hægt að bjarga áliti islenzkrar knattspyrnu fyrirleikina gegn Belgiumönnum og A- Þjóðverjum i Evrópukeppni landsliða. Ef þaö er ekki gert, þá má reikna með að is- lenzkir knattspyrnumenn, sem verða valdir I islenzka landsliðið, forðistþað, eða gefi kost á sér með hálfum hug. Það hefur greinilega komið fram, að islenzkir knatt- spyrnumenn vilja ekki taka þátt i þeim skripaleik, sem landsliðsnefndin hefur sett á svið. Tvö undanfarin ár hefur is- lenzka landsliðið verið að skapa sér nafn i Evrópu þegar það var undir stjórn Alberts Guðmundssonar og Hafstejns Guðmundssonar. Hverjir muna ekki eftir frábærum árangri islenzka liðsins gegn Svium sl. keppnistimabil og A- Þjóðverjum, liðum, sem eru nr. 5 og 6 og yfir sterkustu landsliðum heims. Þá var árangurinn gegn Hollending- um ekki til aö skammast sin fyrir, en Hollendingar hafa nú þegar tryggt sér rétt til að leika til úrslita i heims- meistarakeppninni. Nú tilheyrir þessi árangur fortiðinni. Landsliðið, sem þeir Albert og Hafsteinn voru búnir að byggja upp með fórnfýsi sinni og áhuga, 'er ekki lengur til. Brautin, sem þeir félagar voru á, er til ennþá, en hin nýja landsliðs- nefnd valdi þann veginn, þar sem þeir gátu falið vinnubrögð sin. Að lokum vil ég segja þetta: Annars svo til sæmileg stjórnKSl! Skipið ykkur ekkii sveit þeirra sjálfumglöðu landsliðsnefndarmanna, sem vaða veg getuleysis með eitt mesta hneyksli islenzkrar knattspyrnu. -SOS. Þróttarar ætla að endur- heimta 2. deildarsætið .. — segir Jón Herman Þróttarliðið er jaf //Við ætlum okkur að endurheimta 2. deildarsæt- ið"....sagði Jón Hermanns- son, þjálfari og leikmaður með 3. deildarliði Þróttar frá Neskaupstað. Þróttur hefur nú forustu i sínum riðli á Austf jörðum og þarf liðið eitt stig, til að komast i úrslit í 3. deiidarkeppn- inni. Jón sagði okkuri að lið Þróttar væri nú mun jafn- ara en það var sl. keppnis- JÓN HERMANNSSON....þjálfari Þróttar Nes. nsson, þjálfari Þróttar nara en sl. keppnistím tímabil, þegar liðið lék í 2. deildinni — mikill áhugi væri hjá leikniönnum liðs- ins. Þróttur á nú eftir að leika einn leik i sínum riðli, það væri úrslitaleikurinn gegn Leikni, sem færi fram á Fáskrúðsfirði 20. júlí n.k. — Hvernig heldurðu að sá leikur fari, Jón? — Það er ekkert vafamál, við vinnum sigur i honum. Þegar við lékum gegn Leikni hér á Norð- firði, þá gerðum við jafntefli 2:2 og máttum þakka fyrir jafnteflið. Sá leikur var algjör ósigur hjá okkur og við erum ákveðnir i, að láta það ekki endurtaka sig. frá Neskaupsstað. abil Staðan er nú þessi i riðlunum á Austfjörðum: G-riðill: Austri, Eskif. 4 4 0 0 13:2 8 Höttur, Egilsst. 4 2 0 2 6:7 4 Huginn, Seyðisf. 4 1 0 3 6:8 2 Einherji, Vopnaf. 4 1 0 3 4:12 2 H-riöill: Þróttur, Nesk. Leiknir, Fásk. Sindri, Hornaf. Valur, Reyðaf. 5 4 1 0 24:3 9 4310 12:5 7 5104 7:22 2 4004 2:15 0 Eins og sést á þessu. þarf Austri frá Eskifirði aðeins eitt stig til að komast i úrslitin. Þá má sjá. að markatalan hjá Þrótti er mun betri en markatala Leiknis. — SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.