Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. júll 1974 TÍMINN 7 Þjóðhátíðarátak í landgræðslumálum GB-Reykjavik. Sveinn Runólfs- son, landgræöslustjóri, Gunnars- holti, sagði i gær i samtali við blaðið, að báðar áburðarvélarnar væru nú við landgræðslustörf. Douglas DC 3, vélin, sem Flug- félagið gaf i mai i fyrra, byrjaði áburðarflug seinni hluta mai- mánaðar, og flaug út frá Gunnarsholti á landgræðslusvæði viðs vegar á Suðurlandi. Nú er Douglas-flugvélin að land- græðslustörfum I Þingeyjarsýsl- um, og flýgur frá flugvellinum i Aðaldal, en eftir viku til tiu daga kemur hún aftur suður til áfram- haldandi áburðarflugs á Suður- landi. Hin flugvélin TF-TÚN, hef- ur verið i áburðarflugi vlðs vegar um landið, en er nú við land- græðslustörf I Borgarfirði. Mun meira magni af áburði hefur nú verið dreift heldur en i fyrra. Flugmennirnir sem fljúga Douglas-vélinni eru atvinnuflug- menn og vinna i sjálfboðavinnu. Þetta eru þrautreyndir og þjálfaðir flugmenn og er þetta framlag þeirra til landgræðslu- mála mjög viröingarvert. Þekking flugmannanna af landinu kemur þarna af góðum notum. Flugfélag Islands, hefur alltaf liðsinnt landgræðslumálum mjög mikið, og óvlst er, hvort Douglas- vélin væri nú að landgræðslu- störfum, ef ekki hefði komið til sérstök velvild i sambandi við viðhald og skoöanir vélarinnar. Landhelgisgæzlan hefur annazt viðgerðir á minni vélinni, TF- TÚN. Búizt er við, að báðar vélarnar verði að störfum út júli- mánuð. Sveinn Runólfsson skýrði einnig frá þvi, að i haust er fyrir- huguð mikil herferð og átak i melskurði. Siðastliðið ár var skorið mikið af melfræi, og að mestu gert i sjálfboðaliðsvinnu. Vonir standa til, að i haust fáist sæmil. stór hópur til sjálfboða- vinnustarfa á þessum vettvangi. Melfræi, sem safnað er, er slðan sáð i hættuleg sandflókasvæði viðs vegar um landið. Hundurinn, sem hefur verið I óskilum I átta mánuði. Tlmamynd: G.E. Voff-voff hver á mig? — hundur í óskilum í átta mánuði Gsal-Rvik. Ráðhildur Jónsdóttir, Hliðarhvammi 11 I Kópavogi kom að máli við Tlmann og hafði held- ur undarlega sögu að segja: Fyrir átta mánuðum kom Raðhildur inn I biðskýli strætis- vagna Hafnarfjarðar i Garða- hreppi, og sá hún þar inni hund nokkurn, sem illa var haldinn og ámátlegur ásýndum. Spurðist hún fyrir um eiganda hundsins, en enginn vildi kannast við dýrið, svo hún aumkaði sig yfir greyið og fór með hann heim. Enn I dag er hundurinn heima hjá Ráðhildi og hefur enginn eig- andi gefið sig fram. í þessa mánuði hefur konan margsinnis auglýst eftir eigend- um og hundavinafélagið einnig — en alltaf án árangurs. Það skal tekið fram, að hundur- inn er einkar vel taminn og barngóður með ólikindum. Hann er þrifinn og hefur aldrei verið hættulegur einum né neinum. Nú vill Ráðhildur beina þeirri ósk til allra, er þessar linur lesa, og kannast við hundinn á myndinni, að gera sér aðvart til að hundurinn komist til réttra eigenda — að öðrum kosti verða llfdagar hans sennilega á enda, þvi hún getur ekki herbergjað hann öllu lengur. Ekki hafa oröiö stórfelldar framfarir I uppgreftrinum I Suöurgötu. Þó hafa grafarar nú stækkaö gröf slna aö mun og komiö þar niöur á allstóran hrauk af brunnum viöi. Eru uppi bollaleggingar um, aö hann kunni aö vera leifar húsganga eöa þaks eöa hvoru tveggja. Bllöviöriö undanfarnar vikur hefur mjög flýtt fyrir starfinu, þvl aö eins og fólk kannski veit, er ómögulegt aö sinna framkvæmdum, þegar rignir. Ekki rigndi þegar þessi mynd var tekin eins og sjá má, enda er grafan á myndinni sumarleg. Timamynd Gunnar. 0 Eimskip 37.500 teningsfet. Þá festi Eimskipafélagið ný- lega kaup á tveimur vöru- flutningaskipum, sem enn eru ókomin til landsins. Annað skipið er keypt i Danmörku og er sams- konar skip og hin fjögur sem þar hafa verið keypt. Er það væntan- legt til landsins um miðjan ágúst. Hitt skipið er keypt I Þýzkalandi, smiðað árið 1970. Það er 2.725 brúttótonn (4000 DW-tonn). Lestarrými er 185.000 tonn. Það er væntanlegt til Reykjavíkur I október n.k. 0 Viktor Borge sagði Gunnar Egilsson, en samt sjáum við ekki neina ástæðu til þess að fara með tónleikana inn I Laugardalshöll. Hún er miklu dýrari en svo að það borgi sig. Við seljum heldur aðeins dýrara inn i Háskólabióinu, — þar myndast einnig mun betri stemming en i gimaldinu þarna innfrá. — Hvað dýr? Ætli hann taki ekki svona milli 250-300 þús. krón- ur fyrir þetta, — söngkonan inni- falin, — sagði Gunnar að lokum. © Útvarp og kl. 19.40 er Vilmundur Gylfa- son með þætti, sem hann tekur saman úr sögu og bókmenntum. — Föstudagarnir eru heldur tilþrifalitlir, þáttur Ragnheiðar Ricther, „Spurt og svarað”, er þó á dagskrá og kl. 20.15 er búnaðar- þáttur. Þá er þáttur kl. 20.40, er við nefnum „Suður eða sunnan”. — Laugardagsmorgnamir eru vettvangur óskalaga sjúklinga en þau eru kl. 10.25. Eftir hádegið er Páll Heiðar Jónsson með þáttinn „Vikan, sem var,” siðan koma miðdegistónleikar, nema þegar lýst er knattspyrnukeppni. Umferðarþáttur er svo kl. 15.45. Dagskrá næstu viku er svo lýst i þættinum „Horftum öxl og fram á við”, sem Gisli Halldórsson sér um. — Við verðum svo með nokkra þætti til skiptis á laugardags- kvöldum, ýmist „landakvöld”, þar sem lýst verður einhverju landi, rekin saga þess og helztu kennileiti og leikin tónlist frá þvi. Ævar Kvaran hefur svo tekið saman nokkra þætti um Vestur- íslendinga og verða þeir fluttir af og til i sumar, sagði Hjörtur Páls- son að lokum. 0 Lúaleg árás það kann að meta slik störf, þar sem það hefur gert helzta fjár- aflamann sinn að bankastjóra Seðlabankans. Það hljóta margir að velta þvi fyrir sér, hvað valdi hinni furðu- legu árás Þjóðviljans á forsætis- ráðherrann, sem hér er greint frá. Hún ber sannarlega ekki vott um, að aðstandendur Þjóðviljans óski nýrrar vinstri stjórnar, þvi að annars myndi ekki ráðist svona harkalega á þann mann, sem er liklegastur til að geta myndað hana. Vissulega ýtir þetta undir þann orðróm, að gamlir leiðtogar Alþýðubanda- lagsins, sem stóðu að ný- sköpunarstjórninni á sinni tið, vinni nú að þvi öllum árum að endurreisa hana, og hafi fengið Magnús Kjartansson til liðs við sig. 1 þeim tilgangi m.a. hafi ver- ið leitað eftir sérstökum viðræð- um við Alþýðuflokkinn, i þeirri von að þessir flokkar gætu fundið grundvöll, sem einnig væri að- gengilegur fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, en nýsköpunarstjórnin var mynduð af þessum þremur flokk- um. En bersýnilegt er eftir þessa árás Þjóðviljans á Ólaf Jóhannes- son meðan á stjórnarmyndunar- tilraunum stendur, að sterk öfl innan Alþýðubandalagsins hafa ekki mikinn áhuga á samstarfi við Framsóknarflokkinn. Þ.Þ. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins Mmmm ORÐSENDING TIL LÍFEYRISSJÓÐA Húsnæöismálastofnun ríkisins býður hér með Iíf- eyrissjóðum til sölu verðtryggð skuldabréf Bygg- ingasjóðs ríkisins. Er hér um að ræða annuitets- bréf til 15 ára með 5% vöxtum og er sérhver árs- greiðsla háð breytingum á vísitölu byggingar- kostnaðar. Verður grunnvisitala þeirra bréfa, sem seld verða hér eftir, í samræmi við þá vísitölu bygg- ingarkostnaðar, sem i gildi er hverju sinni. Bréf þessi eru til sölu nú þegar og eru því þær stjórnir líf- eyrissjóða, er hug hafa á umræddum skuldabréfa- kaupum, beðnar að snúa sér til veðdeildar Lands- banka íslands, Reykjavík, er veita mun allar nán- ari upplýsingar um skuldabréf þessi og annast sölu þeirra. Reykjavík, 4. júlí 1974, HÚSNÆÐISMALASTOFNUN ríkisins LAUGAVEGI77, SÍMI22453 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.