Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. júll 1974 TÍMINN 3 Fjölbreytt sumardag- skrá hjá útvarpinu Á sumardagskrá útvarpsins kennir margra nýrra grasa i sjónvarpsleysi og feröaönnum og inntum við Hjört Pálsson dag- skrárfulltrúa, nánar um hið nýja efni: — Dagskráin er að sjálfsögðu, sem fyrr veigamest um helgar og á sunnudögum er rétt að nefna nokkur atriði. Kl. 13.25 er á dag- skrá þátturinn „Mér datt það i hug” og munu sjá um hann til skiptis I sumar þeir Jónas Guðmundsson, Einar Kristjáns- son, Óskar Aðalsteinn og Bolli Gústafsson. Þá er á dagskrá um eftirmiðdaginn þátturinn „dag- skrárstjóri i eina klukkustund” og munu ýmsir kunnir menn og óþekktir sjá um hann. Þessi þátt- ur er einn af fjórum dagskrárlið- GB-Rvik. — t morgun kom til Keflavikur flugvél frá flug- félaginu Air Canada frá Winnipeg, með tvö hundruð Vestur-tslendinga, sem dveljast munu hér á landi til 3. ágúst. Ferð þessi er farin I sambandi við 11 alda afmæli Islands- byggðar. Fararstjóri fyrir hóp þessum er Stefán J. Stefánsson, en honum til aðstoðar er frú Marjorie Árnason. Einnig kemur með þessum hóp, Skúli Jóhannes- son, forseti Þjóðræknisfélagsins, en hann hefur verið valinn til að koma fram á þjóðhátiðinni á Þingvöllum 28. júli. Þann 14. júli, um, sem skipzt er á að hafa á sunnudögum, þvi að á móti hon- um eru svo notaðir þættir Jónasar Jónassonar um hitt og þetta, þáttur Jóns Gunnlaugssonar ,,Á listabrautinni”, og ferðaþættir. — Nú, á sunnudögum eru svo þátturinn „Tiu á toppnum”, sem færður var yfir frá laugardögum til þess að hægt væri að koma fyrir þvi efni, sem komast þarf eftir hádegi á laugardögum. Margir hafa viljað gagnrýna þessa ákvörðun, en ég get fullvissað þá um, að þetta var fyrstog fremst gert i þeirra þágu, er á þennan þátt hlusta. Knatt- spyrna er eftir hádegi á laugar- dögum og er ekki alltaf vitað, hvort hægt er að útvarpa frá leikjum með löngum fyrirvara, verður móttökuhátið fyrir Vestur- Islendingana i Háskólabiói, en þar verður þá einnig 150 manna hópur frá Vancouver, sem væntanlegur er hingað til lands 8. júli. Upplýsingaskrifstofa fyrir Vestur-tslendingana er i Hljóm- skálanum, sem er opin virka daga, frá klukkan eitt til fimm. Mun þar vera reynt að gefa allar upplýsingar um Vestur Is- lendingana, en jafnframt óskar skrifstofan eftir að þeir hafi sjálf- ir samband við sig til að láta vita af sér, hvar i bænum þeir búa og svo framvegis. — er ég þvi anzi hræddur um, að það hefði getað komið fyrir nokkrum sinnum að við hefðum orðið að fella þáttinn niður vegna annarra dagskrárliöa. — Jökull Jakobsson er svo með þátt sinn „Eftir fréttir”, sem raunar hóf göngu sina um Hvita- sunnuna og siðan eru fastir liðir eins og venjulega. — A mánudögum er lesin saga, sem eiginlega á að geta verið fyr- ir alla, bæði börn og fullorðna og siðar um kvöldið er svo okkar Iþróttaþáttur. — Nefna ber þáttinn „Til . umhugsunar”, sem er þáttur um áfengisvarnarmál i umsjá Sveins Skúlasonar, sem er hálf- mánaðarlega, þvi að á móti þessum þætti kemur svo þáttur um byggingarmál, i umsjón Ólafs Jenssonar. — Klukkan 9 er þáttur Hrafns Gunnlaugssonar „Skúmaskot” á dagskrá og er hann með sama sniði og i fyrra. — Á miðvikudögum erum við með efni fyrir börn á milli 5 og 6. Þá er litli barnatiminn á dagskrá undir stjórn Gyðu Ragnardóttur og á móti honum kemur hálfs- mánaðarlega þáttur Berglindar Bjarnadóttur „Undir Tólf”, sem er óskalagaþáttur fyrir börn undir tólf ára aldri. Hina vikuna er svo þáttur undir heitinu „Það er leikur að læra” sem Anna Brynjúlfsdóttir sér um. Um kvöldið er svo þátturinn „Lands- lag og leiðir” og kl. 22.15 skiptast á hálfsmánaðarlega þættir Ein- ars Arnar Stefánssonar og Bein lina. Ferðabókalestrar eru á dag- skrá kl. 17.30 -18 á fimmtudögum Framhald á 7. siðu. 200Vestur-íslend- ingar komu í gær » * / r-r"-—, I í 11 PmlmiWi , Flugferðin með Air Canada-vélinni til Keflavlkur frá Winnipeg tók fimm klst. og tuttugu mlnútur. Hér sjást Vestur-tslendingarnir, sumir I fyrsta skipti — stigaá islenzka grund. i 1 Veiðihorninu 2. júli var Langadalsá i sagt, að Karl Jónsson, Pat- ísafjaröardjúpi 223 reksfirði, hefði veitt þrjátiu Sæmundará i punda laxinn i Laxá I Aðaldal. Skagafirði 301 Þetta er ekki rétt, það var Fnjóská 273 Húsvikingur nokkur, sem setti Deildará 200 I laxinn og landaði honum, en Svalbarðsá 183 hann var með stöng Karls Sandá i Jónssonar. Þistilfirði 270 Nýlega var hér I veiðihorn- Hölkná 160 inu skýrt frá laxveiðinni i Hafralónsá 318 heild sumarið 1973, og getið Selá i talna úr tæplega þrjátiu ám, Vopnafirði 440 samkvæmt upplýsingum Vesturá i Veiðimálastofnunarinnar. Vopnafiröi 265 Slæddist þá inn villa um veiði I Hofsá I Laugardalsá I Isafjaröar- Vopnafirði 1163 djúpi. Stangaveiðin I ánni var 418 laxar s.l. sumar. Breiödalsá 190 Laxveiði i nokkrum Veiði byrjuð i Leir- ám 1973 vogsá Til Viðbótar þeim ám, sem áður hafa veriö upptaldar hér I veiöihorninu um laxveiði 1973, koma hér á eftir upplýs- ingar um veiði i nokkrum ám sumarið 1973, samkv. upplýs- ingum Veiðimálastofnunar- innar: laxar Brynjudalsá 322 Andakilsá 287 Reykjadalsá I Borgarfiröi 332 Miðá I Dölum 220 Veiði byrjaði i Leirvogsá 1. júli og hringdi Veiðihornið i Runólf Heiðdal, sem sagði að vel liti út með veiði i ánni I sumar. Að visu komu aöeins fjórir laxar á land fyrstu tvo dagana, en veiðimennirnir voru alls ókunnugir ánni og höfðu aldrei veitt I henni áður. Veiðimenn, sem hefðu þekkt ána gjörla, hefðu án efa feng- iö meira. Laxarnir sem veidd- ust voru: einn fimm punda og þrir tiu punda, en i ánni eru 2 stengur leyfðar. A timabilinu 1.-15. ágúst verða 3 stengur leyfðar, en það er gert i tilraunaskyni. Runólfur sagðist hafa farið upp með allri ánni, og væri nokkuð mikill fiskur i henni, og þaö sem óvenjulegt, er svona snemma, að hann væri kominn mjög ofarlega i ána. Samið var um ána siðastliðið haust um stórfellda ræktunar- áætlun. Undanfarin ár hafa verið sett þrjú þúsund sjó- gönguseyði I ána á vorin, en nú I vor voru sett tiu þúsund seyði. Verða einnig sett tiu þúsund næsta vor, en eftir það fjögur þúsund seyði. Hofsá i Vopnafirði Veiðihornið hafði samband við Sólveigu Einarsdóttur, Teigi, og sagði hún okkur að veiöin, sem hófst 1. júli, hefði verið góð þessa daga og að tuttugu og átta laxar væru þegar komnir á land. Þyngd þeirra er frá niu upp I fimmtán pund. Sökum þess, hve simasamband er afburða slæmt viö Vopnafjörð, þá voru þetta einu upplýsingarnar, sem okkur tókst að ná I, þó heyrðum við, að nú fyrstu vik- una er veitt á 4 stengur. Nýsköpunarstjórnin Engin stjórnarmyndun hefur komið meira á óvart en myndun hinnar svonefndu „nýsköpunarstjórnar” haustið 1944.. Að þessari stjórn stóðu Sjáifstæðisflokkurinn, Aiþýðuflokkurinn og Sósialista- flokkurinn, sem áður hét Kommúnistaflokkur tslands, en nú kallar sig Alþýðubandalag. Alveg fram á síðustu stundu, höfðu foringjar Sjálfstæðisflokksins lýst yfir þvi, að þeir myndu aldrei ganga til stjórnarsamstarfs við Sóslalistaflokkinn. Foringjar Sósialista- flokksins höfðu birt enn eindregnari yfirlýsingar um, að aldrei skyldu þeir vinna meö Sjálfstæðisflokknum. Fyrirvaralaust féllust svo þessir menn í faðma og foringjar Alþýðuflokksins slógust I för- ina, meira og minna nauðugir þó. Þessi stjórn stóð I tvö ár og er mesta vandræðastjórn, sem verið hefur á islandi. Meira að segja viöreisnarstjórnin þolir vel saman- burð við hana. En gorgeirinn vantaði ekki. Stjórnin kallaði sig ný- sköpunarstjórn. Hún tók við miklum striðsgróða og eyddi honum svo fullkomlega á tveimur árum, að hefja varð skömmtun lifsnauö- synja vegna gjaldeyrisskorts. Rétt áður höföu þó kommúnistar hlaupið úr vistinni. Málgögn Sjálfstæðisflokksins eru að vonum mjög hljóð um „ný- sköpunarstjórnina”, en Þjóðviljinn hefur til skamms tima haldið áfram að básúna hana sem beztu stjórn á tslandi! Sagan endurtekur sig Ævintýri nýsköpunarstjórnarinnar hefur rifjazt upp fyrir mörgum vegna skrifa Magnúsar Kjartanssonar i Þjóðviljann siöustu vikurnar. Magnús hefur skrifað hverja grein- ina á fætur annarri um væntanlega helm- mingastjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Magnús segir, aðkoma þurfi I veg fyrir slika stjórn með öllum ráðum. Þetta rifjar það upp, að það var einmitt helzta afsök- un leiðtoga Sósialistaflokksins fyrir þvi, að þeir gengu til stjórnarsamvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn, að þeir hefðu orðið að gera það til þess að koma I veg fyrir helmingaskipta- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins! Þannig endur- tekur sagan sig. Oft siðan hefur það veriö Ijóst, að Sósialistaflokkurinn eða Al- þýðubandalagiðhafa verið fús til samstarfs við Sjálfstæöisflokkinn, en það jafnan strandað á Sjálfstæðisflokknum. En þar geta fljótt orðið veðrabrigði eins og haustið 1944. „Línan" hjó kommúnistum 1 þessu sambandi er það athyglisvert, að kommúnistar sækjast nú eftir þvl um vlða veröld, að taka fyrst og fremst upp samvinnu viö hægrisinnaða flokka. A ltaliu sækjast þeir eftir samvinnu viö Kristi- lega flokkinn, sem hefur svipaða stöðu og Sjálfstæðisflokkurinn hér. í Frakklandi bjóða þeir nú GauIIistum samvinnu eftir ósigur þeirra I forsetakosningunum. Og I Portúgal hafa þeir tekið sæti I stjórn hershöfðingjanna og hvatt almenning til að foröast verkföll og að sætta sig við ritskoðun hersins. Þannig er sem sagt „linan”, sem kommúnistar fylgja I dag. Hún virðist ná til Islands eins og oft áöur. Þ.Þ. írsk börn hingað til sumardvalar SJ-Reykjavík. — Gera má ráð fyrir að I ágúst i sumar komi hingað 20 Irsk börn til sumar- dvalar eins og veriö hefur undan- farin tvö ár. Þrir sóknarprestar I Árnesprófastdæmi ásamt áhuga- fólki hafa að þessu sinni haft frumkvæðið I þessu máli og undirbúa mottöku barnanna. Ahugi er að auka þessa starf- semi og bjóða hingað fleiri börn- um og hefur Hjálparstofnun kirkjunnar leitað til allra sóknar- presta og prófasta með sama efni, en óvist-^r um framkvæmd víöar. írsku bornin verða enn sem fyrr bæði kaþólks og mót- mælendatrúar. Arið 1973 komu hingað 20 börn, drengir og stúlkur, 10 kaþólsk og 10 mótmælendatrúar, frá Belfast og Londonderry. Sr. Sóbert Jack for til Belfast til að greiða fyrir framvindu málsins og komu börnin hingað i ágúst og dvöldust i Leirárskóla i Borgarfirði. Tveir irskir leiðtogar voru með i förinni, en af Islands hálfu önnuðust leiðtogastörf sr. Ingólf- ur Guðmundsson og Hrefna Tynes. Þeir, sem að komu irsku barnanna hingað standa, telja sérlega mikilvægt að þarna kynnast ungir mótmælendur og kaþólskir hver öðrum i sameigin- legu starfi og leik. Frá skrifstofu ! Framsóknar- flokksins Flokksskrifstofan er flutt að Rauðarárstíg 18. Við biðjum afsökunar á þvi, hversu erfitt hefur verið að ná sambandi við skrifstofuna siðustu daga. Það stafar af flutningum og er fyrir- sjáanlegt að nokkrir erfiðleikar verða næstu daga, hvað þetta áhrærir. Aðgöngumiða að kosningafagnaðinum að Hótel Sögu á sunnudagskvöld má vitja i dag á skrifstofunni að Rauðarárstig 18 og við inngang Hótel Sögu á sunnudagskvöld. Sjá nánar i auglýsingu i blaðinu i dag. Skrifstofa Framsóknarflokksins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.