Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 20
 g:--:ði fyrir ffóöíui nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Hvorki gengur né rekur í Eþíópíu NTB—Addis Abeba — Staðan i stjórnmálum Eþiópiu er enn mjög óljós og i gær gengu sögur um það I höfuðborginni, að fyrir dyrum stæði endurskipulagning stjórnarinnar og að herinn mundi ætla að haida áfram að handtaka þekkta borgara. Haile Selassie keisari, yfirmenn hersins, forsætisráðherrann, Makonnen og ráðherrar hans, héldu i gær ótal fundi til að reyna að leysa málin án þess að ganga i berhögg við stjórnarskrána, seg- ir UPI. Þá kom upp úr kafinu i gær, að allir þeir hertogar, prestar og fleiri merkismenn, sem hand- teknir hafa verið, hafa verið flutt- ir úr búðunum við golfvöll keisar- ans og eru þeir nú taldir i haldi á gömlu herrasetri, skammt frá flugvellinum. Herinn segir, að tólf menn hafi verið handteknir, meðal þeirra nokkrir af nánustu ráðgjöfum keisarans, en vitað er að mörgum sinnum fleiri hafa verið fjarlægð- ir. Keisarinn samþykkti i fyrra- kvöld kröfu hermanna um að náða pólitiska fanga. Talið er að þeir séu nokkur hundruð i land- inu. Perón jarð- CI f —frú Perón aeTTUl ákaft studd NTB—Buenos Aires — Juan Perón, Argentinuforseti var I gær Er Chou alvar- lega veikur? NTB—Peking. — Opinber kínverskur talsmaður visaði i gær á bug fréttum utan úr heimi um að Chou En-Lai, forsætisráðherra Kína væri alvarlega veikur. Sagði tals- maðurinn, að þessar fréttir væru algjör tilbúningur, cn skýrði hins vegar ekkert frá þvi hvernig Chou væri til heilsunnar. Forsætisráðherrann, sem er 76 ára, veiktist i byrjun mai og varð að draga til muna úr opinberum skyldu- störfum sinum. Hann er til dæmis hættur að taka á móti höfðingjum á flugvellinum, eins og hann var vanur og sést ekki lengur við opinber hátiðahöld. Siðast kom hann fram opinberlega 31. mai, þegar hann undirritaði samning um skipti á sendimönnum við Malaysiu, en nafn hans er alltaf nefnt i opinberum yfirlýsingum við hátiðleg tækifæri. Kvennaskólinn fær að byggja Á borgarráðsfundi i gær, var leyft, að hafin yrði viðbygging við Kvennaskólann i Reykjavik. Einn ráðsmanna var á móti á þeim for- sendum, að skólinn fullnægði i engu hugmyndum þeim, er fram kæmu I grunnskólafrumvarpinu. Allharðar umræður urðu á fundinum um raunverulegt gildi skólans. lagður til hinztu hvilu, eftir að póiitiskir og hernaðarlegir leið- togar höfðu lýst yfir stuðningi við ekkiu hans og eftirmann, Mariu Esteiu Perón. Áður en likfylgdin lagði af stað, stóö frú Perón við börur manns sins i þinghúsinu og tók við stuöningsyfirlýsingum frá ýms- um valdahópum I landinu. Siðan var kistu forsetans ekið á fallbyssuvagni til kapellu forseta- bústaðarins, sem er i úthverfi Bu- enos Aires. Þúsundir syrgjenda stóðu meðfram veginum og lög- reglumenn öxl við öxl. Þeir létu þaö afskiptalaust, er hópur ungPerónista braust i gegn um girðingarnar til að ganga á eftir vagninum. Sojus 14. ó lofti APN— Moskvu — Geimskipinu Sojusi 14. var skotið á ioft á mið- vikudaginn kl. 21.51 að Moskvu- tíma. Innanborðs eru Pavel Popovits, ofursti, sem er stjórn- andi geimfarsins og Júri Artjúkin fiokksforingi, sem er flugvirki. Geimskot þetta er i samræmi við áætlun um rannsóknir á gufu- hvoifssvæðunum, sem liggja næst jörðu. Leiðangurinn Sojus 14. mun gera tilraunir I samvinnu við geimvisindastöðina Saljút 3., sem send var út i geiminn 25. júni, svo og flókin Sojus-tæki, sem komið hefur verið fyrir á við og dreif. Stöðugt útvarps- og sjónvarps- samband er við Sojus 14. og tilkynnti yfirmaður áhafnar, að hún hefði þolað vel breytinguna á þyngdarlögmálinu. 011 tækjakerfi geimskipsins starfa eðlilega og skilyrði i klef- um skipsins eru mjög lik þvi sem er á jörðu niðri. Eftir að komið var út I geiminn, fóru geimfararnir að vinna sam- kvæmt ferðaáætluninni. ( Reykjaneskjördæmi j störfuðu Stjórn kjördæmis- sambands Reykja- neskjördæmis og frambjóðendur þakka þeim fjöl- mörgu flokksfélög- um og öðru áhuga- fólki, sem að undirbúningi kosninganna og á kjördegi, fyrir óeig- ingjarnt starf i þágu Framsóknarflokks- ins. Hafréttarráðstefnan: Bretar vilja ræða 200 mílna lögsögu — deilt um störf NAA-fiskveiðinefndarinnar NTB-Caracas. — Bretar eru nú fúsir til viðræðna um rétt strandrikja til 200 milna auðlindaiögsögu. Það var brezki aðstoðarutanrikisráð- herrann, David Ennals, sem tilkynnti þessa nýju stefnu þjóðar sinnar á hafréttarráð- stefnunni i Caracas i gær. En hann lagði áherzlu á, að Bretar héldu enn fast við það, sem þeir sögðu I þorska- striðinu við tsland um, að samþykkja einhliða útfærslu fiskveiðilögsögu. Ennals kvað það framlag Breta til þess að stuðla að þvi að lög yrðu sett um hafsvæði að þeir vildu nú ræða málin. Hann sagði það efnahagslegt áhugamál Breta, að vilja vernda fiskistofna og þróa fiskiðnað. Hann lét I ljós áhyggjur yfir þvl að gengið væri svo nærri vissum fisk- tegundum, að þær væru að verða einskis nýtar til vinnslu eggjahvituefna. Hann sagði að alþjóðlegar aðgerðir þyrftu að koma til, til að koma i veg fyrir að fleiri tegundir hlytu sömu örlög. — Það er nauðsynlegt að vlsindamenn skrái stærð fiski- stofna og siðan verði komið á reglum um veiðar, bæði við strendur og á opnu hafi, sagði Ennals. — En það verður að gerast fljótt, þvi ekki aðeins er hætta á að fiskveiðiþjóðir verði fisklausar, heldur einnig að eggjahvituauðugur fiskur sem mikil þörf er á i þriðja heiminum, verði upp urinn. Þá sagði Ennals að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir varðandi göngufisk, eins og til dæmis laxinn, og lofaði starf það sem norðaustur-At- lantshafs-fiskveiðinefndin hefur unnið. Norðmenn hafa hins vegar i pólitiskri yfirlýsingu harmað, að nefndin hafi ekki gert neitt i sambandi við verndun fisk- stofna og I yfirlýsingunni er lögð rik áherzla á hlutverk strandrikja i þvi sambandi. Sviar og Danir vilja að nefndin fái aukin völd til framkvæmda, en Bretar eru eins og áður segir á öndverð- um meiði við Norðmenn um störf hennar og segja að hún hafi unnið mikið verk, lika i þágu strandrikjanna i noröaustri. — Við erum og verðum þvi al- gjörlega mótfallnir, að einstök riki færi út lögsögu sina einhliða, sagði Ennals. — 1 þvi efni sem öðrum hafréttarmál- um, skal gera samninga. Ekkerf baktjalda- makk í Moskvu — segir Kissinger NTB—Parls — Kissinger kom i gær til Parisar til að fræða franska leiðtoga um heimsókn Nixons til Moskvu. Kissinger kom frá Brussel, þar sem hann skýrði fastaráði Nato frá samræðum Nixons og Bréznefs og ræddi samband Bandarlkjanna og EBE við EBE-nefndarmenn. Aður en Kissinger fór frá Brussel hélt hann blaðamanna- fund, þar sem hann fullvissaði alla um, að ekki hefðu verið gerð- ir neinir leynisamningar I Moskvu og ekki hefði verið um neitt baktjaldamakk að ræða. Var þarna einkum höfðað til öryggis- ráöstefnu Evrópu, sem Sovétrikin vilja ljúka sem fyrst með topp- fundi. Kissinger sagði, að áður en ráð- stefnunni yrði haldið áfram, þyrfti að svara tveimur spurning- um: Hvaða árangur getur orðið af siöari hluta hennar og getur sá árangur réttlætt toppfund 35 þátt- tökurikja? Við erum reiðubúnir að ræða þetta við bandamenn okkar, án þess að vera fyrirfram bundnir. Sjö létust og fjórtán særðust — í mótmælum gegn bandarískum herstöðvum NTB-Bangkok— Stúdentasamtök I Thailandi hafa samþykkt að fresta áætluðum mótmælaað- gerðum gegn bandariskum her- stöðvum i landinu fram i október. Akvörðunin var tekin eftir að sjö manns létu lifið og fjórtán særðust, þegar lögreglan hóf skothrið á hóp mótmælenda i gær. Þeir höfðu ráðizt að lögreglustöð og krafizt þess, að leigubilstjóri einn yrði látinn laus. Atökin við lögregluna hófust um leið og mótmælaganga gegn Bandariska hernum átti að hefjast, en I gær var þjóðhátiðar- dagur Bandarikjanna. Forsætisráðherra landsins átti fund meðleiðtogum stúdenta eftir átökin og gerði þeim grein fyrir þvi, að komið gæti til blóðsút- hellinga ef gangan héldi áfram og þeir misstu stjórn á fólkinu. I staðinn héldu stúdentar marga fundi, þar sem her- stöðvunum var mótmælt. Nú eru sex bandariskar stöövar i Thailandi og þaðan voru farnar árásarferðir til Indó-Kina. Átökin I gær voru hin mestu siðan herstjo'rn landsins var steypt i stúdentauppreisninni i Eimskipafélagið hefur nýverið selt tvö af eldri skipum félagsins, M.s. „TUNGUFOSS” og M.s. „BAKKAFOSS”. Var „TUNGU- FOSS” afhentur nýjum eigendum i Hamborg 24. júni s.l. og ráðgert er að „BAKKAFOSS” verði af- hentur um miðjan júli. M.s. „TUNGUFOSS” var smiðaður fyrir Eimskipafélagið af Burmeister &Wain i Kaup- mannahöfn árið 1953 og er þvi 21 árs gamall. M.s. „BAKKAFOSS” var smiðaður i Danmörku árið 1958. Keypti Eimskipafélagið skipið I marz 1963. Eins og áður hefur verið sagt október I fyrra. Mótmælin eiga að fara fram á ársafmæli uppreisnarinnar. frá I fréttum, hefur Eimskipa- félaið keypt fimm vöruflutnings- skipáþessu ári. Þessi skip eru nú öll komin til landsins. Fjögur skipanna eru keypt i Danmörku, M.s. „ALAFOSS”, M.s. „GRUNDARFOSS”, M.s. „OÐA- FOSS”, og „URRIÐAFOSS’. Þau eru öll af sömu stærð, 499 brúttó- tonn og lestarrými 103.000 teningsfet. Heita má að þessi skip séu einnig eins að allri gerð (systurskip). — Fimmta skipið er keypt i Noregi, M.s. „LJÓSA- FOSS”. Er það frystiskip, 199 brúttótonn að stærð og lestarrými Framhald á bls. 19 EIMSKIP SELUR TVÖ SKIP-HöWr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.