Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 5. júli 1974 Norsku tein- ærlngarnir sem sigla tll íslands 1 Nýlega var sagt frá I blaðinu af fyrirhugaðri siglingu tveggja norskra teinæringa til fslands I sumar, en hér er annar báturinn á reynslu- siglingu i Afjörd i Noregi, þar sem bátarnir eru smiðaðir. 2 Hér vinnur bátasmiðurinn, Magnar Gilde, að smiöi annars teinæringsins. 3 Hér er teinæringurinn fullsmlöaður og tilbúinn til reynslusiglingar. Húsmæður framtíðarinnar athugið Þann 12. september i haust hefst fyrra námstímabil Húsmæðraskólans að Laug- um S-Þingeyjasýslu og lýkur 15. desem- ber, en seinna námskeiðið verður frá 9. janúar til 11. mai 1975. Aðalkennslugreinar samkvæmt námsskrá húsmæðraskólanna auk þess valgreinar: Vélritun, vefnaður, föndur, leðurvinna, smelti o.fl. Sækið um skólavist sem fyrst og lærið að gera heimilisstörfin auðveld og skemmti- leg. Nánari upplýsingar veitir skólastjórinn. Simi um Breiðumýri. Skólastjóri. Leiðrétting S.l. sunnudag var hér I blaðinu rætt um bætur til landeigenda vegna vegagerðar i ölfusi. Þar varð það mishermi að gerðar- dómur hefði metið bætur til annarra en eigenda öxnalækjar. Rétt er að gerðardómur ákvað bætur til þeirra á sama hátt og annarra. Er það hér með leiðrétt og beðizt afsökunar á mistökun- um. Slaufusala Félags einstæðra foreldra verður um helgina Nú um helgina gengst Félag einstæðra foreldra fyrir fjáröflun i formi slaufusölu, en slaufurnar hafa f jölmargir góðir liðsmenn úr félaginu unnið við að búa til undanfarnar vikur. Verða þær seldar hér i Reykjavik og viðar um landið. Geta má -þess að Suöurncsjadeild FEF hafði með höndum slaufusölu i Keflavik á kosningadaginn og gekk sú sala með afbrigðum vel. Allur ágóði af slaufunum, sem kosta 50 kr. stk. rennur i Styrktarsjóð Félags einstæðra foreldra. Sjálfboðaliðar, sem sjá sér fært að vinna við sölu á sunnu- daginn eru beðnir að hafa sam- Hugsum áðurenvið hendum m band við form. fjáröflunarnefnd- ar Auði Haralds Bergstaðastræti 30 b. FEF stefnir að þvi að gera það að árlegum viðburði að selja slaufur, enda eru þær hinar smekklegustu að gerð, og heitir á góðar undirtektir. Þá má taka fram að i undir- búningi er einnig hjá FEF barna- skemmtun i haust, en tvær slfkar voru haldnar I marz við prýðileg- ar undirtektir, húsgöngusöfnun hefur gengið vel og hefur fjár- öflunarstarf verið með mesta móti, enda stefnt að þvi að hefja byggingarframkvæmdir á Eiðsgranda á lóð þeirri, sem félagið fær þar, jafnskjótt og skipulagi þar hefur verið lokið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.