Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 5. júli 1974 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — af- _ greiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Blaðaprent h.f. AAikil endurnýjun Á hinu nýkjörna Alþingi, sem kemur saman 18. þ.m., munu mæta 15 nýir þingmenn. Enginn þeirra hefur setið þar sem aðalmaður áður, en nokkrir mætt þar sem varamenn. Hinir nýju þingmenn skiptast þannig milli flokka, að sjö eru Framsóknarmenn, sex Sjálfstæðismenn, einn Alþýðuflokksmaður og einn Alþýðubandalags- maður. Það verður sannarlega ekki annað sagt en að mikil endurnýjun verði á þingliði Framsóknar- flokksins, þar sem 7 af 17 þingmönnum hans eru nýliðar. Af hinum sjö nýliðum eru fjórir bændur og einn bústjóri. Allt eru þetta menn, sem hafa aflað sér góðrar menntunar, hafa mikla reynslu i félagsmálum og hafa helgað sér ævistarf á sviði atvinnulifsins. Þeir búa yfir viðtækri þekkingu og reynslu, sem er undirstaða þess, að hægt sé að rækja þingmannsstarfið vel. Sjötti nýliðinn er lögfræðingur, sem hefur öðlazt mikla þekkingu og reynslu i sambandi við lögfræðileg störf sin, en sjöundi maður, sem jafnframt verður yngsti maður þingsins, er viðskiptafræðingur, sem er alinn upp við náin kynni við atvinnurekstur til lands og sjávar. Það er áreiðanlega mjög mikilsvert, að reynt sé að velja sem flesta þingmenn þannig, að þeir hafi sem mesta þekkingu á sviði atvinnulifsins og geti miðlað af reynslu sinni þaðan. Þetta hefur ráðið miklu við val hinna nýju þingmanna Fram- sóknarflokksins. Það er ekki aðeins, að mikil breyting hafi nú orðið á þingliði Framsóknarflokksins, heldur hefur jafnframt orðið gerbreyting á varamönn- um. Nýir menn skipa nú fyrsta varamannssætið hjá flokknum i öllum kjördæmum landsins. Það sýnir enn betur, að mikil endurnýjun á sér nú stað i forustusveit Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn þakkar þeim forustu- mönnum hans, sem nú hafa dregið sig i hlé, fyrir vel unnin störf. Hann bindur jafnframt miklar vonir við þá nýju menn, sem koma i staðinn. Sá álitlegi hópur nýrra þingmanna hans, sem nú kemur til starfa, á áreiðanlega eftir að setja svip á störf Alþingis. Sigur Ólafs Þegar tekið er tillit til þeirrar tilraunar, sem gerð var til þess að kljúfa Framsóknarflokkinn, verður ekki annað sagt en að flokkurinn geti vel unað kosningaúrslitunum. 1 þvi sambandi má ekki gleyma þætti Ólafs Jóhannessonar. Möðru- vellingar beindu alveg sérstaklega skeytum sin- um að honum. En það mistókst alveg. Ástæðan var sú, að ólafur hefur unnið sér verðskuldað traust þjóðarinnar og nýtur nú meiri persónulegs trausts en nokkur annar leiðtogi hennar. Einkum róma menn einbeittni hans og festu i landhelgis- málinu og röggsemi hans við meðferð efnahags- málanna á siðasta þingi. Hið persónulega traust, sem ólafur Jóhannesson nýtur, var Framsóknar- flokknum áreiðanlega mikill styrkur i hinni erfiðu aðstöðu, sem hann hafði i kosningabarátt- unni. Án forustu Ólafs Jóhannessonar hefði Framsóknarflokkurinn ekki staðizt eins vel klofningstilraunina og raun varð á. Það munu flokkssystkin hans meta og þakka. Forustugrein úr Arbeiderbladet: Brattelie hyggst lækka fjárlögin Tilgangurinn að auka ráðstöfunartekjur einstaklinga í flestum löndum heims hafa útgjöld rikisins vaxið gifurlega á undanförnum árum og rikiskerfið þanizt út I allar áttir. Viða um lönd eru nú uppi ýmsar til- raunir til að sporna gegn þessari þróun og helzt að draga úr útgjöldunum. Þannig vill nú minnihluta- stjórnin I Danmörku lækka útgjöldin um 5 milljarða króna, en flokkur Social- demókrata undirbýr tillög- ur um þriggja milljarða lækkun þeirra. t Noregi vinnur nú minnihlutastjórn Verkamannaflokksins að þvi að endurskoða fjárlögin með útgjaldalækkun fyrir augum. Þessum fyrirætl- unum stjórnarinnar er nokkuð nánara lýst I eftir- farandi forustugrein, sem nýlega birtist I Arbeider- bladet, sem er aðalmál- gagn norska Verkamanna- flokksins. VIÐ ætlum að vikja á ný að hinni mikilvægu tillögu, sem rikisstjórnin bar fyrir skömmu fram i Stórþinginu, ,,um endurskoðun fjárlaganna með það markmið fyrir aug- um, að draga úr hraða út- gjaldaaukningarinnar”. Tillagan er fram borin vegna þess, að útgjöld hins opinbera hafa aukizt mjög ört hjá okkur siðan um miðjan sjöunda áratuginn, en útgjöld- in verður að sjálfsögðu að greiða með tekjum af sköttum og tollum. Árið 1965 námu skattar og tollar 31 af hundr- aði vergrar þjóðarfram- leiðslu. Samsteypustjórn borgaraflokkanna tók við og Hægriflokkurinn var þeirra stærstur. Árið 1973, þegar borgaraflokkarnir voru búnir að hafa meirihluta i Stórþing- inu i 8 ár, voru skattar og toll- ar komnir upp i 47,1 af hundr- aði vergra þjóðartekna. SIÐARI hluta sjöunda ára- tugsins jukust ráðstöfunar- tekjur venjulegra launa- manna um 2.4% á ári að með- altali. Arið 1970-1973 hafa ráð- stöfunartekjur aftur á móti ekki aukizt um nema 0,2% á ári að meðaltali. Þetta veldur kyrrstöðu hjá flestum og minnkun ráðstöfunartekna hjá mjög mörgum. Rikisstjórn Brattelis hefir miðað stefnu sina við, að fjöl- mennustu hóparnir njóti veru- legrar aukningar ráðstöfunar- tekna. Launamaður, sem hafði tvö börn á framfæri og um 40 þús. krónur norskar i árstekjur (um 700 þús isl. krónur) árið 1973 getur gert ráð fyrir fast að 4% aukningu ráðstöfunartekna árið 1974. A þessu ári gerist það i fyrsta sinni um langt skeið, að hlut- fall skatta og tolla af vergum þjóðartekjum lækkar, eða úr 47,1 i 46,6 af hundraði. Fjármálastefnan hefir það skýra markmið að draga úr útgjaldaaukningu hins opin- bera til þess að rýma fyrir verulegri aukningu ráð- stöfunartekna þegnanna. MINNKUN opinberra út- gjalda byggist á strangara vali en áður, einföldun og bættri nýtingu. Valið kemur ekki einungis til álita þegar verja á rikisfé til nýrrar starf- Brattelie. semi eða nýrra framkvæmda. Þvi á einnig að beita þegar leggja á niður eða draga úr starfsemi, sem ekki svarar lengur brýnum þörfum. Byggingarstarfsemi rikisins er ekki sérlega umfangsmikil. Til hennar er varið um 300 millj. norskra króna á ári (um 5,2 milljarðar isl. króna). Frá- gangur rikisbygginga verður oft óbeint til fyrirmyndar við aðrar opinberar byggingar. Rikisstjórnin er þegar farin að vinna að breytingum á undir- búningi rikisbygginga i þvi augnamiði að koma i veg fyrir, að þær verði dýrari en nauðsyn krefur. Þá kemur einnig til álita, hvort rikinu beri að taka greiðslu fyrir ýmsa opinbera þjónustu, sem nú er innt af hendi þvi nær eða alveg ókeypis. Sem dæmi má nefna útgáfu ökuskirteina og bif- reiðaeftirlit. UM helmingur skatta og tolla, sem rikið innheimtir, ganga til einstaklinganna aftur, til dæmis sem trygg- ingabætur og styrkir. Þarna er að finna skýringuna á þvi, að brúttóskattar eru háir i Noregi. Nettóskattar eru hins vegar sem næst meðaltali þess, sem gerist hjá þeim þjóðum, sem eðlilegt er að bera okkur saman viö. Mikill hluti þjóðarteknanna rennur frá skattgreiðendum til hins opinbera og aftur til styrks- og bótaþega, — en það erum við nálega allir. I þessum tilfærslum er i raun og veru að finna heil- brigða þætti jöfnunar. Einföldun og lagfæring er eigi að siður nauðsynleg. I þessu sambandi má til dæmis spyrja: Er rétt, að allir foreldrar, sem eiga eitt barn, fái fjölskyldubætur mánaðar- lega? Er yfirleitt nauðsynlegt, að foreldrar fái fjölskyldubæt- ur, hvaða tekjur sem þeir hafa? Lækkun gjalda hins opin- bera til þess að auka ráðstöf- unartekjur þegnanna krefst vitanlega fordæmalausra rök- ræðna um möguleikana á sparnaði rikisútgjalda. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.