Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 5, júlí 1974 r ~j^r\ r Frank Usher: A TÆPU VAÐI l_____________________________________________J — Gott kvöld, sagði hann — AAá ég koma inn og óska yður til hamingju með sýninguna? Enska hans var alveg f ullkomin. Hún brosti til hans. — Já, aðsjálfsögðu. Þetta var fallega sagt. Hún var að vona að Öskar kæmi nú ekki inn. Hann mundi verða af brýðisamur. En hún mundi geta haldið í heimilinn á honum að venju. Hún hafði ekki nema gott af svolitlu daðri, það gaf henni sjálfstraust. — Það er verst hvað er þröngt hérna, sagði hún. — Kannski er það ég sem ætti að biðja afsökunar, svaraði hann brosandi — Þeir hefðu átt að geta látið yður fá betra búnings- herbergi. Hann horfði á hana með viðurkenningu i augunum — Við sáumst i blómabúðinni í Pragerstræti. Kannske hafið þér gleymt því? — Hún hló við. — Auðvitað man ég það vel. Þér sem gáfuð mér rós. — Það var mjög viðeigandi blóm. Rósin er blóm Eng- lands. — Þúsundfaldar þakkir fyrir rósina. Ég á hana enn heima í litlum vasa. Það er ekki oft sem ég fæ blóm f rá ókunnugum. — Kannski gef ið þér mér leyfi til að endurtaka það? — Þakka f yrir. Haf ið þér verið í Englandi? Það brá f yrir leiftri í hinum bláu augum. — Hvers vegna spyrjið þér að því? — Þér talið svo góða ensku Hann brosti. — Allir Rússar með ærði menntun tala ensku. Þér verðið að gefa Ameríkumönnum sökina, því þeir læra allir að tala rússnesku. Hún baðaði út höndunum. — Rússneska er hræðileg. Ég á við málið. Ég verð að syngja eitt Ijóð á rússnesku. Ég hef ekkert hugboð um hvað orðin þýða. Það er hreinasta martröð að læra rússnesk Ijóð utanað. En hljómlistin er fögur. Finnst yður það ekki einnig? — Jú. En hvernig likar yður það sem þeir kalla ,,beat"? — O jæja, jú auðvitað vel. En það er ekki í raun og veru hljómlist, það eru hlátrar og sköll. Hún sneri sér snöggt og mjúklega að honum, náðug sem drottning — Jája þá, herra...? — Nickolai Staislov. Hann tók hönd hennar og kyssti hana að frönskum sið, en þó eins og hann hefði kysst hana á munninn. — Ég verð að skipta um f öt f yrir næsta númer. Það var vingjarlegt af yður að líta inn. — Hittið mig um hádegið á morgun á Groedemange veitingahúsinu í Waissenhaus-stræti, sagði hann. — Því í ósköpunum skyldi ég gera það? Hún horfði á hann stórum augum. Hann kyssti hönd hennar aftur. — Þvi skylduð þér ekki gera það? Þér eruð fallegasta stúlkan í Kaltenburg og Stanislov er frægur fyrir að kunna að umgangast fagrar konur. — Er hann það? Sennilega komið þér yður í vandræði með þvi að sýna yður við mína hlið. Ég er gjörspilltur Vestur-Evrópubúi. Hættulegur agent, heimsvaldasinni og svo framvegis. Hann brosti ekki lengur — Amanda, verið góðar og hittið mig á morgun. Ég bið yður. Það er áríðandi. — Hvernig má það vera? Hann stanzaði við hurðina með hönd á handfanginu. — Groedemange klukkan tólf, sagði hann. — Verið svo góðar að koma. Verið ekki of vissir um það, sagði Amanda um leið og hann gekk út. Amanda smeygði sér í þröngan, svartan flauelskjól klofinn i annarri hliðinni, og var á rennilás, sem var hægt að opna og loka. Hún skoðaði sig í stóra speglinum, klappaði sér á litla kviðinn, og sagði við sjálfa sig: — Þú ert að byrja að fá ístru tæfan þín. Hún horfði á sig á hlið. — Það er alveg stórfurðulegt að þeir skuli ekki vera búnir að taka þig fasta fyrir það að siðspilla Alþýðulýð- veldinu með rennilásnum á hliðinni.' Hún settist og bar á sig nýjan andlitsf arða. Stanislov. Nickolai Stanislov.... Það var eitthvað við nafnið, sem fékk hana til að hugsa um hinar rússneskju gresjur. Nafnið var snoturt og hann virtist vera þægi- legur maur. Hanni likaði framkoma hans vel. Hún gizkaði á að hann væri f immtugur. Helmingi eldri en hún sjálf, — alveg mátulegt. Henni geðjaðist sérlega vel að fimmtugum mönnum. Þeir voru betri viðureignar fyrir stúlku, og svo áttu þeir peninga oftast nær. Venjulega höfðu þeiraugljósantilgang —vildubara þetta eina. Það var líka allt í lagi með það. Svona var nú líf ið. En þannig var Nickolai Stanislov samt sem áður ekki. Sennilega hafði hann ekki mikil peningaráð. Það höfðu Rússarnir aldrei, en þeir höfðu stundum ráð á talsverðu risnufé. Hann var viðfelldinn, en hún var kjáni. Hún hafði alla tíð verið kjáni. Sjáið þið bara hann Óskar. Stúlka með HEii fyrirliðinn Arásarskipin^ v slapp hafa öll gefizt Geiri what ever ^Ég veit ekke fyrir? ;,Við ’ Aapteinn. Allt „ fundumþig ] sem ég man meðvitundar/er þessi kúla ausaml//' Á meðan, úti| igeimnum . Þú evðilagðii allt fyrir mér, t TT_11 /~l / Enginn Enginn matur Hvers vegna koma þau ■ lSn þeir eru hingað? Bara ytveir á móti1 steinar. Vþremur.. ^ssumenn irnir éti þá? eru þeir i ■höndlaðir eins og as: illiill 1 Föstudagur 5. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. zmorgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Heiðdls Noröfjörð heldur áfram lestri „Ævin- týris frá annarri stjörnu” (5). Tilkynningar kl. 9.30. Léttlögámilliliða. Spjailað vib bændur kl. 10.05. Morg- unpopp kl. 10.25. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Josef Suk og Tékkneska fíl- harmonlusveitin leika fiðlu- konsert I a-moll op. 53 eftir Dvorák- Gachinger kórinn syngur „Slgenaljóð”, laga- flokk op. 103 eftir Brahms. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan Úr endur- minningum Mannerheims. Sveinn Asgeirsson les þýð- ingu slna (11). 15.00 Miðdegistónleikar Hljómsveitin Philharmonla leikur atriði úr „Svanavatn- inu”eftir Tsjaikovský, Igor Markevitsj stj. Hljomsveit Covent Garden óperunnar leikur svltu úr „Hans og Grétu” eflir Humperdinck', John Hollingsworth stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 Þættir úr ferðabók Duff- erins lávarðar. Þýðandinn, Hersteinn Pálsson les (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað. Ragn- hildur Richter leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Frá listahátfð. Kamm- ertónleikar aö Kjarvals- stöðum 19. f.m. Flytjendur: Jón H. Sigurbjörnsson, Pét- ur Þorvaldsson, Rögnvald- ur Sigurjónsson, Robert Jennings, Sigurður E. Garð- arsson, Helga Ingólfsdóttir, Kristján Þ. Stephensen, Einar Jóhannesson og Rut Ingolfsdóttir. a. „Mánasilfur”, trló fyrir flautu, selló og pianó eftir Skúla Halldórsson (frum- flutningur). b. „Poem” eftir Sigurð E. Garðarsson (frumflutning- ur á tslandi). c. Konsert fyrir sembal, flautu, óbó, klarinettu, fiðlu og selló eftir Manuel de Falla. 20.40 Suður eða sunnan? End- urtekinn fyrsti þáttur um dreifbýlismál, sem Hrafn Baldursson sá um. Þar ræddu þingmennirnir Helgi Seljan, Karvel Pálmason, Pálmi Jónsson og Stefán Valgeirsson vandkvæði þess að búa úti á landi. Aður útv. I apríl. 21.30 Útvarpssagan: „Gatsby hinn mikli” eftir Francis Scott Fizgerald. Þýðandinn, Atli Magnússon, les (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: (Jr heimahögum. Magnús Kristjánsson bóndi f Norðtungu greinir frá bú- skaparháttum I Þverárhllö I viðtali við Gisla Kristjáns- son ritstjóra. 22.35 Síðia kvöids. Helgi Pét- ursson kynnir létta tónlist. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Tíminn er peningar f f Auglýsid ! | í Támanum f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.