Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. júli 1974 TÍMINN 15 Stefán Jónsson prentsmiðjustjóri: Engin brot á samningum né lögum af hálfu prent- smiðjueigenda t TIMANUM 3. þ.m. er grein með eftirgreindri fyrirsögn: „Alvar- legt brot á samningum?” Jafn- framt er birt ljósmynd af sam- þykkt, sem gerð var fyrir skömmu á fundi i stjórnar og trún aðarmannaráði Hins Isl. prent- arafélags. Fjallar sú samþykkt um furðulegar kröfur i sambandi við orlof prentara. Hefir þessi samþykkt, samkv. nefndri grein, verið fest upp I auglýsingaformi i flestum eða öllum prentsmiðjum i landinu. Út af umræddu máli þykir mér, sem prentsmiðjurekandi, rett að taka fram það sem hér fer á eftir: 1. Mér er ekki kunnugt um að samtök prentsmiðjurekenda, né einstakur aðili þeirra, séu sekir um „Alvarlegt brot á samningum”. Að þvi er mig snertir, vil ég það eitt segja, að slikt er fjarri minum huga og vilja. 2. Með samningum umræddra aðila, sem gerðir voru á árinu 1971, er orlof prentara 24 og 27 dagar eftir starfsaldri, miðað við heilt starfsár. Giltu þessir samningar i minnst tvö ár, eða þar til nýir samningar tækju gildi. Siðara orlofsári þessara samninga lauk 30. april s.l. Ný- ir samningar voru gerðir 8. mai s.l., og var þá samið um, að or- lofið á komandi orlofsári skyldi aukið i 25 og 28 daga eftir starfsaldri, miðað við fullt starfsár. 3. Samkvæmt orlofslögunum frá 1971, er lágmarks orlof ákveðið tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð manna með fulla heilsu, og dreifist þessi orlofskostnað- ur vinnuveitenda I samræmi við þær vinnustundir eða vinnuvikur, sem atvinnurek- andinn kaupir. Ljóst er af or- lofslögunum, að ársorlof manna fer eftir þeim vinnu- stundum eða vinnuvikum, sem vinnufær maður vinnur á árinu. 4. 1 nefndri samþykkt Hins isl. prentarafélags, virðist felast áskorun til félagsaðila um eftirgreinda framkvæmd á or- lofsréttindum: a. Að taka nú á þessu ári uppbót á liðið orlofs- ár, og skuli sú uppbót jafngilda þeirri orlofsaukningu, sem samið var um i mai s.l. að veitt skyldi á hinu nýbyrjaða orlofs- ári. b. Að taka nú og slðar fullt orlof fyrir verkfallstima eins og verkfallstimi væri orlofsskyld- ur vinnutimi. Á hvorugt þess- ara atriða var minnzt með einu orði I nýafstöðnum samning- um. Hlýtur þó stjórn H.I.P. og þeim 4 eða 5 samninga- nefndum félagsins, er siðustu samninga önnuðust, að hafa verið ljóst, hvað lög og eldri samningar sögðu um þessi atr- iöi. 5. Það er mitt álit og þess lög- fræðings, sem ég hefi rætt þetta mál við, að hvorugt af framan greindum atriðum hafi stoð i gildandi lögum og samningum. Sé þvi hér um alvarlega of- beldishótum að ræða, og einnig hótun um valdbeytingu gegn gildandi lögum og samningum. Það virðist vekja sérstaka um- hugsun, að hér hvetur stjórn stéttarfélags aðila sina til sllkra hluta, þótt félagsstjórnin sjálf hafi samið um, að öll ágreiningsmál milli samnings- aðila um samninga skuli af- greiðast endanlega i samræmi við lög og reglur, eða niður- stöðu viðkomandi dómstóla. 6. Ég tel að framangreind atriði, annað um orlofsuppbót aftur i timann án samninga þar um, og hitt um fullt oflof fyrir verk- fallstima án samninga þar um, séu „prinsipmál”, sem at- vinnurekendur i prentiðnaðin- um geti ekki og megi ekki vegna annarra fallast á, heldur beri þeim að visa þessum ágreiningi til Félagsdóms, samanber gildandi lög og samninga. Væntanlega fæát um leiö úr þvi skorið, hvort nefnd og auglýst samþykkt HIP varð- ar við lög eða ekki. Reykjavik, 4. júli 1974. Stefán Jónsson Frá Samvinnu- skólanum Framhaldsdeild Umsóknir um framhaldsdeild Samvinnu- skólans i Reykjavik skulu hafa borizt skrifstofu skólans, Suðurlandsbraut 32, fyrir 1. ágúst n.k. Rétt til að setjast i framhaldsdeildina eiga allir, sem lokið hafa burtfararprófi frá Samvinnuskólanum. Framhaldsdeild Samvinnuskólans. Verktakaþjónusta Gefum föst verðtilboð í efni og vihnu EINANGRUN frysti-og kæliklefa ÞAKPAPPALOGN í heittasfalt Armúli H VUIKNIf Vestmannaeyjum • Simi 290 • Reykjavík • Sími 8-54-66 r r AUGLYSIÐ I TIMANUM ÞEIR, sem fengið hafa heim- senda miða, eru vinsamlega beðnir að gera skil á skrifstofu happdrættisins að Rauðarárstíg 18, sími 2-82-69, sem er opin frá 9 til 22 í dag — eða á afgreiðslu Tímans, Aðalstræti 7, frá kl. 9 til 17. EINNIG taka trúnaðarmenn happdrættisins úti á landi á móti uppgjöri og greiða má inn á póst- gíró-númer happdrættisihs, NR. 34444, í pósthúsum og peninga- stofnunum um allt land. Framsó ms Rn i vCSfÖVP Vinningar: ^ 1. HraSbátur með 40 ha. utanborðsvél .... 280.000,00 2. Húsvagn Sprite Alpine................. 270.000,00 3. Vatnabátur, Rana 14 fet með mótor .... 120.000,00 4. Utanlandsferð.......................... 50.000,00 5. Kvikmyndavél .......................... 40.000,00 6. Tjald og viðleguútbúnaður frá Sportval . . . 25.000,00 7. -15. Myndavélar, Vashica kr. 15 þús. hver v. 135.000,00 16.-25. Veiðivörur frá Sportval kr. 10 þús. hver v. 100.000,00 26.-50. Sportvörur frá Sportval kr. 5 þús. hver v. 125.000,00 Verðmæti vinninga alls kr. 1.145.000,00 % : ; i i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.