Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 5. júli 1974 Slípaðir eðalsteinar sem gleraugu Þessi mynd er af manni meö gleraugu er næstum 600 ára gömul. Málverkið er frá þvi um 1400 og er það eftir meistarann Konrad von Soest, en málverkiö hangir i krikju I Bad Wildungen i Þýzkaland. 1 meira en 2000 ár hefur fólk gengiö meö gleraugu af ýmsum ástæöum. Sumir gera það vegna þess aö þeir sjá illa, aðrir til þess aö vernda augun gegn ofbirtu, og enn aörir til þess eins að fylgjast meö tizkunni, þvi auövitað er lika til tizka i gleraugum eins og flestu ef ekki öllu ööru. Lestrargler- augu voru fyrst fundin upp i Evrópu um aldamótin 1200. Þá notuðu menn reyndar ekki slipað gler til þess að bæta sjón- ina, heldur eðalsteina. Sumir segja að oröiö „briller”, sem þýðir gleraugu á t.d. Norður- landamálunum, sé dregiö af þessum steinum, sem hafi veriö kallaöir bryll. • • Framdi morð út af skallanum Maöur nokkur i Salon-de-Pro- vence I Frakklandi framdi nýlega morð vegna þess að hon- um'var stritt á þvl að vera sköll- óttur. Maöurinn er 37 ára gam- all og heitir Rahmoudi Mo- hammed og er frá Tunis, en starfaöi i verksmiðju I Frakklandi. Hann hafði oft oröiö ævareiður vegna þess • • aö vinnufélagar hans striddu honum með þvi, að hann væri sköllóttur. Meðal Múhameðs- trúarmanna er það mjög alvarlegt mál, að vera sköll- óttur, þar sem það er talið merki um skort á kyngetu, og um leið gerir þaö mönnum ókleift að frelsast. Nýlega sagði svo annar Tunisbúi, Hamed Abidi, 29 ára gamall, — Þú kemst aldrei til Paradisar Rah- moudi, af þvi að þú ert sköllótt- ur. Rahmoudi réðist þá gegn landa sinum og stakk hann mörgum sinnum með hnifi, en Hamed dó fáum klukkustundum siöar. Rahmoudi komst undan, og þegar siðast fréttist hafði lögreglan ekki fundið hann. • • Vísað úr landi vegna kaviarkaupa Moskvu-fréttaritari frönsku fréttastofunnar AFP hefur verið rekinn úr landi I Rússlandi fyrir aö þvi er sagt er, að hafa keypt eitt kilógramm af kaviar á svörtum markaði. Ástæðan fyr- ir brottvisuninni mun þó hafa verið allt önnur. Fréttamaður- inn Daniel Saint-Hamont var kallaður fyrir sovézka stjórn- endur og honum sagt, að hann hefði einungis tvo daga til stefnu til þess að koma sér úr landi. Yfirboöarinn sagði, að ekki væri um neinar persónulegar ástæöur fyrir brottvisuninni að ræöa, þvi að i rauninni likaði sovézkum valdamönnum vel við Saint-Hamont, og töldu þeir hann réttsýnan fréttamann. En hópur franskra sjónvarps- starfsmanna hafði komiö til Sovétrikjanna undir þvi yfir- skini, að þeir ætluðu að kvik- mynda fegurð steppunnar, sagði Rússinn, en þeir hefðu svo tekiö viðtal við hinn þekkta rússneska visindamann Andrei Sakharov, og smyglað þvi úr landi. A einhvern hátt urðu yfir- völdin að láta i ljósi óánægju sina, sagði Rússinn ennfremur, og þar sem Saint-Hamont var Frakki og fréttamaður að auki varö hann fyrir barðinu á yfir- völdunum. Saint-Hamont segir, að honum hafi ekki verið skýrt frá þvi, að kaviarkaup hafi ver- ið notuð sem ástæða fyrir brott- visuninni, en þegar sovézk yfir- völd gáfu út tilkynningu um máliö var kaviarinn kominn I spilið, og sagt að hann væri ástæða fyrir brottvisuninni. Allt fró safngripum til nýjustu Siems-símatölvu Hér á myndinni sjáið þið fyrsta simann, sem visindamenn I Frankfurt I Þýzkalandi fengu að sjá árið 1861 og sá sem sýndi þeim þennan merkil. sima var Phillipp Reis. Visindamenn þess tima brostu bara góðlát- lega aö simanum, og töldu hann tæpast þess virði að athuga hann nánar, enda væri hann al- gjörlega tilgangslaust verkfæri. Neðar á þessari mynd sjáið þið svo teikningu af stúlku, sem er að svara I símann, eins og hann var venjulegastur I útliti um siðustu aldamót, en þá var hann orðinn vinsæll og talinn næsta ómissandi hjá öllum þeim, sem ráð höfðu og tækifæri til þess að fá sima. En nú til dags er siminn til annarra hluta nytsamlegur heldur en einungis að.ná síma- sambandi við beztu vini sina. Menn geta gerzt áskrifendur að simalinu til tölvu, og þangað geta þeir svo hringt og fengið svör við næstum þvi hverju sem er á örskammri stund. Neðst á myndinni er stúlka við' eina slika slmatölvu, sem framleidd er hjá Siemens-fyrirtækinu I Munchen. Sá, sem hringir og biður tölvuna um upplýsingar, fær svörin aftur til baka vélrituð eins og sést lengst til hægri á myndinni. • • Sveitabæir til sölu í Pyreneafjöllunum Stofnun ein I Toulouse I Frakk- landi hefur tekið upp á þvi að auglýsa sveitabæi og hjarð- mannabústaði til sölu, en aðal- lega eru þessi mannvirki i Pyraneafjöllunum. Mjög marg- ir bændur hafa lagt niður bú- skap á þessum slóðum, og þess vegna er þarna mikið um ibúð- arhúsnæði, sem hægt væri að nýta til dæmis sem sumarbú- staði. Verðið á eignunum er mjög misjafnt allt frá 1500 pundum I 30 þúsund pund, eða aíít frá 3-400 þúsund krónum og upp I 6-7 milljónir. Fer þetta auövitað eftir stað og ásigkomu- lagi bygginga. Oft má reikna með að miklum peningum þurfi að eyöa i að lagfæra húsnæðið og gera það ibúðarhæft aftur, og i sumum tilfellum er talað um að kostnaðurinn við endurbæt- urnar muni ekki vera minni en kaupverðið. Ef einhvern skyldi nú langa til þess að frétta um þessar sölur, þótt reyndar sé ekki leyfilegt að fjárfesta i hús- eignum I útlöndum, þá er hægt að skrifa La Clé des Chamos, 8 place Jean d’ Arc, Toulouse I Frakklandi. SERVICE —Það liggur ekki á. En hann verður þó að vera tilbúinn þegar maðurinn minn kemur heim klukkan fimm! DENNI DÆMALAUSI Hvaða litli sæti drengur er þetta, sem alltaf er að leika sér i garðin- um ykkar. Heyröu góða, hefur einhver nýr drengur flutzt hingað i nágrennið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.