Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 19
TÍMINN 19 Föstudagur 5.' júli 1974 Anna Erslev: FANGI KONUNGSINS. (Saga frá dögum Loð- viks XI. Frakkakon- ungs). Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. „Nei, en------” „Ekkert e n ! Drekktu! ” Georg, tók bikarinn og lézt tæma hann nauð- ugur. Höfðinginn fyllti hann á nýjan leik og hellti út i vinið úr skál- inni. Benti hann siðan hinum að koma til sin og skipaði þeim að drekka. Hinrik og Berthold litu hikandi á Georg, en hann kinkaði kolli til þeirra og sagði: „Ykkur er það óhætt”, og tæmdu þeir þá sinn bikarinn hvor. Stundarfjórðungur leið, og ræningjarnir tóku að tygja sig til brottfarar. Georg þótti stundarfjórðungurinn lengi að liða, þvi að nú var loks komið tæki- færið, sem hann hafði beið svo lengi eftir! Heppnin var með honum. Mennirnir tveir, sem áttu að halda vörð, þeir stóri Hans og Lúðvik sátu báðir við ytri enda stóra borðsins. Það varð þeim félögum til bjargar. Þegar Georg gekk um og skenkti i ,,brott- fararbikarinn, ” eins og höfðinginn komst að orði, gætti hann þess að koma siðast til fyrr- nefndra manna, og þegar hann var i þann veginn að hella i hjá þeim, kallaði hann: ,,Hana nú, þar er kannan tóm. Ég verð að fylla hana á ný.” Hann hljóp yfir að eld- stæðinu, þar sem vin- brúsinn stóð, hellti á könnuna, en lét þó vera nokkuð borð á. Siðan sneri hann baki við Umræður um samninga ekki hafnar — segir fulltrúi Coldwater Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi yfirlýsing frá Sölumiðstöð hraðfry stihúsanna. Tilefni hennar eru blaðaskrif um dóttur- fyrirtæki sölumiðstöðvarinnar, Coldwater Seafood Corp. I New York. „Nýlega hélt erlendur verka- lýðsfulltrúi blaðamannafund i Reykjavlk og olli það blaðaskrif- um um verkalýðsmál Coldwater Seafood Corp. i U.S.A. Fulltrúi þessi ásakaði Coldrater um ýmiss konar óbilgirni. Ásakanir þessar bera vott um, að hann er alls ekki kunnugur verkalýðsmál- um hjá Coldwater. „Við, sem stjórnum Coldwater, þekkjum ekki einu sinni þennan mann, né það verkalýðssamband, sem hann starfar fyrir. Við höfum haft samninga við verkalýðsfélag i mörg ár, og þrátt fyrr all-langar samningaumræður hverju sinni, þá höfum við alltaf samið á grundvelli, sem báðir aðilar hafa lýst sig fylgjandi, og aldrei hefur komið til verkfalls. Núverandi samningur okkar rennur út I október 1974, viðræður hafa enn ekki hafizt um endurnýj- un hans. Staðhæfing fulltrúans um vandamál i þessum samningaumræðum er þvi út i bláinn, þar sem slik vandamál geta ekki orðið til fyrr en umræður hefjast. Svo virðist sem fulltrúi þessi hljóti að hafa misskilið einhvers konar beiðni um upplýsingar og hlaupið til með skakkar ályktarnir i von um aö hannværi að aðstoða verkalýðsfélag okkar, en hann gerði þeim engan greiða með þvi. Samt fær hann fyrirheit um stuðning frá islenzkum aðil- um um að stuðla að hækkun launakostnaðar, sem islenzkir aðilar greiða i USA. Þrátt fyrir hinar röngu staðhæfingar, sem ollu blaða- skrifum, liggur ekkert fyrir, sem bendir til að næstu sataningar Coldwater við verkalýðsfélag sitt verði ekki farsælir fyrir alla við- komandi aðila, eins og alltaf áður.” Þorsteinn Gislason AFSALSBREF innfærð 24/6- 28/6 — 1974: Védis Elsa Kristjánsd. selur Gisla Péturss. hluta I Hraunbæ 192. Jón Pálsson selur Kjartani Gissurarsyni raðhúsið Laugalæk 52. Helgi Sigurðsson selur British Airways hluta i Stóragerði 17. Engilbert Sigurðsson selur Pétri Haukssyni hluta I Hraunbæ 124. Kristján ólafsson selur Matthiasi Kjartanssyni hluta i Sólheimum 30. Guðmundur Helgason selur Sigurbirni Fanndal hluta i Úthlið 11. Birgir Thorberg selur Jónasi PétriSigurðss hluta I Kárastig 9A. Birna Einarsd. selur Iðnnema- sambandi íslands hluta I Njálsg. 59. Þórdis Ársælsd. selur Heild- verzl. BÁR hluta I Hallveigarstig 9. Skv. útlagningu 21/6 ’74 varð Axel Einarss. eigandi að fast- eigninni nr. 15 við Skólavörðustig. Guðmundur Ragnarsson selur Grétari Haraldss. hluta i Bugðu- læk 11. Guðmundur Þorkelsson selur Magnúsi Sveinssyni hluta i Lindargötu 61. Ólöf Magnúsd. o.fl. selja Ólafi ólafssyni fast- eignina Kambsveg 14. Árna Steinunn Röngvandsd. selur Guð- rúnu Þórðard. hluta I Fálkagötu 23A. Einar Ingvarsson selur Rún- ari Þ. Jóhannssyni hluta i Alf- heimum 50. Rut Jónsdóttir selur Sigurveigu Kristmannsd. hluta i Háagerði 83. Þórunn Brynjólfsd. selur Evu Hallvarðsd. og Ásgeiri Valdimarss. hluta i Blönduhl. 9. Dóróthea Vilhjálmsd. selur Georg Thorberg Georgss. hluta i Eskihlið 10. Miðás s.f. selur Júliusi Stefánssyni hluta i Arahólum 2. Þorsteinn Guð- björnsson selur Þóru Jónsd. hluta I Drápuhlið 40. S.f. Hreyfill selur Almennu verkfræðistofunni h.f. og Almenna byggingarfél. h.f. hluta i Fellsmúla 26. Úrval af REIÐHESTUAA til sölu \ J LANDBÚNAÐARÞJÓNUSTAN Skúlagötu 63 — Sími 2-76-76 Verzlunar og skrifstofuhúsnæði ca 150 fermetrar að stærð óskast til leigu eða kaups. Æskilegur staður, Laugavegur eða næsta nágrenni. Til greina kæmi húsnæði sem væri á götu- hæð og 1. hæð, þó ekki iminna en 50 fer- metrar á götuhæð. Tilboð sendist á afgreiðslu blaðsins merkt: 1811, fyrir 15. júli. Kópavogur-Húsnæði Til leigu er húsnæði á miðbæjarsvæðinu til ibúðar eða sem skrifstofa. Upplýsingar i sima 4-15-90 kl. 17-19 næstu daga. ORÐSENDING TIL sumardvalargesta í Olfusborgum Af gefnu tilefni skal dvalargestum og öðr- urn gestum bent á, að svæðið er einungis opið fyrir bílaumferð á laugardögum þeg- ar skifti á dvalargestum fara fram. Á öllum öðrum timum er svæðið algjör- lega lokað fyrir bilaumferð. Þá er þeim sem þegar hafa tekið hús á leigu eða taka hús á leigu bent á, að skifti á dvalargestum i húsunum á að fara fram á milli 2-6 siðdegis á laugardögum, geti gestir af einhverjum ástæðum ekki komið á þessum tima eru þeir vinsamlegast beðnir að láta umsjónarmann vita i sima 99-4260. Stjórn Ölfusborga. Sundahöfn Fóðurvöruafgreiösla okkar er nú öll í Sundahöfn. Sími 82225 = Laugavegur Á Laugavegi 164 er nú þessi starfsemi: Skrifstofa Vöruafgreiðsla giröingarefni, fræ, þakjárn, tæki til J fugla- og svínaræktar. Sími 11125 Matvörudeild j Símar 24339 og 24355 l fóður grasfrœ girðingfirefni MJOLKURFELAG REYKJAVÍKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.