Tíminn - 28.07.1974, Qupperneq 9

Tíminn - 28.07.1974, Qupperneq 9
Sunnudagur 28. júli 1974. TÍMINN fengu litið að koma inn i „salina” eins og við kölluðum hinar þrjár stofurnar niðri, enda átti „rikiö” mestallt, sem þar var, og var lagt rikt á við börnin að hrófla þar ekki við neinu, og var jafnan við- kvæðið „ekki snerta, rikið á þetta”! — Yngsti sonur okkar var einu sinni sem oftar að kljást við systur sina, sem var i vöggu, og var fundið að þvi við hann. Hann sagði þá: — Á rikið hana lika? Fyrir Alþingishátiðina var borðstofa hússins lengd til suðurs til jafns við hinn svokallaða „veranda”, sem um leið var gerður minni. Með þessu gátu, með naumindum þó, setið til borðs 44 manns. Ýmsar lagfær- ingar voru og gerðar á þvi ágæta húsi, eins og það varþáaðminnsta kosti, með hinum fögru húsgögn- um frá 1907. Kontórhúsgögnin voru með Fálkanum á útskorin, og húsgögnin i miðsalnum með Fálkanum innlögðum, og falleg borðstofuhúsgögn, borðstofan með „panel” — allt i stil við þetta gamla virðulega hús. Okkur bar að hafa konungs- hjónin og aðra tigna gesti til hádegisverðar daginn sem þeir komu til landsins, eftir móttöku niður við höfn. KÍukkan 4 sama dag vorum við með yfir 200 manns i siðdegiskaffi. Eftir hátið- ina á Þingvöllum var m.a. mót- taka fyrir Vestur-íslendinga, sem fjölmenntu á hana. Á kvöldi annars dags hátiða- haldanna á Þingvöllum var svo veizla rikisstjórnarinnar, þar sem við hjónin vorum gestgjafar. öll börnin fengu að fara á hátið- ina. Okkur voru ætluð tvö tjöld til afnota i túni Þingvallabæjar. Konungshjónin bjuggu i Kon- ungshúsinu, og norska og sænska krónprinsunum var búinn veru- staður I Þingvallabæ, en Ólafur konungsefni Noregs forfallaðist frá að koma á hátiðina, þannig að ib&ð hans var laus. Fluttum við þvi inn I bæinn með 3 yngstu börn- in. Börnin minnast enn hve sænskikrónprinsinn, siðar Gústaf Adolf konungur, var barngóður og mikið ljúfmenni. Það hefur nú verið svo mikið ritaðog rættum Alþingishátiðina, að ég get litlu þar við bætt. Helzt að minnast hér eins leiðinda-at- viks, sem kom þó fyrir sem kunn- ugt er, en það var þegar danski þingfulltrúinn ávarpaði Alþingi, þá var dreginn á stöng fáni, — að mig minnir sá austurriski I stað ,>:y mm - ■ 'iÍBÉrf* Fjölskyldan f Laufási f fyrrf tfð, Anna og Tryggvi Þórhaiisson forsætisráðherra, og börn þeirra sjö: Þórhallur, Klemens, Agnar, Valgeröur, Björn, Þorbjörg og Anna Guðrún. danska fánans. Aldrei hefur verið upplýst hvernig á þessum mistök- um stóð, sem vitanlega voru mjög óheppileg, sérstaklega þar sem um sambandsþjóð okkar var að ræða, og mikið á gengið gegnum árin i þeim samskiptum. Tals- verður úlfaþytur varð úr þessu sem von var, og hraðaði Tryggvi sér til konungs i Konungshúsinu á Þingvöllum til þess að verða fyrstur til að skýra konungi frá þessu óhappi og biðjast velvirð- ingar á þvi. Kristjan 10. átti það til, að vera óþjáll I skiptum og var i þvi efni ólikur föður sinum, Friðrik 8., sem var hið mesta ljúf- menni. Alexandrina drottning var mjög alúðleg i viðmóti, og á ég frá henni mörg bréf, þar á meðal tvö á Islenzku. Enn fremur sendi hún börnunum jólasælgæti allt fram að hernámi Danmerkur, og var þetta sælgæti jafnan nefnt „drottningargotteriið” af börn- um. Þingrofið Það var ekki alltaf hátið á þessu timabili lifs okkar, og á ég þar helzt við hina margumtöluöu „þingrofsviku vorið ’31, sem var vissulega sérstök i stjórnmála- sögu landsins. Það var raunveru- legt umsátursástand i heila viku. Hvert kvöld var efnt til uppþota við húsið sem vanalega hófust með fundi og ræðuhöldum for- ystumanna stjórnarandstöðunnar Frá dyraloftinu I Laufási. Kistillinn undir boröinu mun vera smfðaður af Bólu-Hjálmari. A þessum vegg á dyraloftinu eru ýmsar gamiar könnur, en f mið- hillunni eru nokkrir fyrstu mun- irnir, sem Guömundur Einarsson frá Miödal brenndi úr íslenzkum leir, þegar hann var aö gera leir brennslu aö listgrein á isiandi. niður i miðbæ og svo var gengiö suður eftir til okkar mgð ópum og stundum hótunum til ógnunar og oft ræðuhöldum. Raddir heyrðust svo sem „hendum helvitis hysk- inu út i Tjörn” og „hvað var gert við svona fólk á dögum Lúöviks sextánda”. Lögregluvörður var i húsinu og við það dag og nótt. Börnin gátu ekki sótt skóla vegna aðkasts, bæði frá skólafé- lögum og kennurum. Tvö næst- elztu börnin urðu að hætta að sækja kennslu hjá einni kennslu- konu skólans vetrarlangt, sökum pólitisks ofstækis hennar. Börnin urðu fyrir mörgu öðrú aðkasti og var þetta lifsreynsla fyrir okkur og ekki sizt eldri börnin. Vita- skuld stóðum við ekki ein á með- an á þessu gekk. Margir vinir og samherjar voru hjá okkur á kvöldin, og margir — bæði vinir og andstæðingar — sendu okkur vinarkveöju. Mér er I minni stór gráfikjukassi, sem Jóhannes Kjarval færði okkur og gat þess um leið, að þetta þætti honum bezt sælgæti. Aldrei haggaðist ró Tryggva á meðan á þessum ósköpum stóð, né siðar, alltaf var hann jafn ljúfur og rólegur, en ég get ekki sagt það sama um sjálfa mig. Siðar var ég að kvöldi dags stödd i boröstofu, ljós var inni og ódregið fyrir glugga, — ég var að ráða stúlku, — kemur þá stærðar steinn inn um gluggann og flaug rétt viö höfuð mitt og út i vegg. Stúlkan hætti við að ráða sig. Verst var, að ég hafði ekki hugsun á aö geyma steininn, — lögreglan tók við gripnum. Tryggvi var vel heima i sögu þjóöarinnar, eins og áður segir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.