Tíminn - 28.07.1974, Side 10
10
TÍMINN
Sunnudagur 28. júii 1974.
Sturlunga var honum einkar kær.
Hann haföi i sér fræðimennsku og
skrifaði sitt hvað, sem til er i
handriti. Þá hafði hann mikinn
áhuga á ættfræði og skrifaði bók
um ættir Strandamanna, sem
prentuð var sem handrit. Þór-
hallur sonur minn hefur erft
þennan áhuga föður sins. Tryggvi
hvildi sig frá stjórnmálum við
iðkun þessarar fræðimennsku og
naut hennar.
Tryggvi var sonur biskups,
vigöur prestur og kominn af
prestum I marga ættliði, en for-
lögin höguðu þvi svo, að hann
gegndi preststörfum aðeins I um 4
ár. Oft vann hann þó prestverk:
skfrði öll sin börn, og flest börn
systra sinna og annarra ættingja.
Gifti vini sina og skirði börn
þeirra, gifti stúlkur, sem höfðu
verið á heimili okkar, o.fl. o.fl.
Stundum þegar mikið gekk á i
stjórnmálum, sagði hann bros-
andi: „Æ, þvi varð ég ekki prest-
ur i Grimsey?”
Við stjórnarskipti vorið 1932
varö Asgeir Asgeirsson forsætis-
ráðherra og þau Dóra fluttu i
Ráðherrahúsið, en við aftur i
Laufás. Fengum við þá allt húsiö
til umráða. Tryggvi tók við
bankastjórastöðu við Búnaðar-
bankann, en þá átti hann aðeins 3
ár eftir ólifuð.
■ — Máii minu fer nú að ljúka.
Við þessa upprifjun hefur verið
stiklað á stóru, margt ósagt frá
viðburðarikri ævi. Oft nefi ég ver-
ið hvött til að skrifa endurminn-
ingar minar. Nokkuð er til skrifað
og á segulböndum, — gert fyrir
afkomendur mina. Minnast
mundi ég vilja og þakka öllum
þeim úrvalsstúlkum, — svoköll-
uðum vinnustúlkum, — stétt, sem
nú er liðin undir lok — sem hjálp-
uðu mér og voru margar svo frá-
bærar, og hefðu átt skilið sérstak-
an þátt frá minni hendi.
— Ég hef frá upphafi búskapar
mins fært bókhald yfir öll útgjöld
heimilisins og geri enn. Oft hafa
börnin stritt mér á, hve nákvæm
ég hefi verið i þessu, og lagt vinnu
I ,,að kassinn stemmdi”.
Svo að lokum ein gamansaga:
A árum okkar i Ráðherrahús-
inu barst mér bréf frá manni i
Astrallu. Ekki skal ég fara að
orðlengja innihald bréfsins, nema
hvað, að hann fullyrti, eftir að
hafa séð mynd af mér i blaöi —
Laufás — húsið, sem Þórhallur Bjarnason, prestssonurinn frá Laufási viA Eyjafjðrð, lét byggja árið I896sunnan við höfuðstaðlnn eins og hann
var þá. Endanum, sem nær er trjánum, var aukið viö 1908 er Þórhallur varö biskup.
Ég tel mig hafa verið gæfu-
Skrifborð önnu f Laufási. Myndirnar á veggnum yfir skrifborðinu eru
gamiar myndir af Laufási. A þeirri neðri sést hlaöa og fjós. Efri mynd-
in er málverk eftir Jón biskup Helgason, gert áriö 1913. Þar sést hluti
Laufástúns, sem iá aö suðurenda Tjarnarinnar, þar sem nú er Hljóm-
skálagaröur og suöur aö iinu, þar sem nú er Njarðargata.
hvernig sem hann nú hefur kom-
izt yfir það — að ég mundi hafa
veriö móðir hans i fyrra lifi.
Börnunum var tiðrætt um þennan
hálfbróður sinn þarna hinum
megin á hnet.tinum, en ég bar
nokkurn kviðboða fyrir þvi, að
hann mundi birtast einn góðan
veöurdag. Bréfið fékk ég I hendur
hinni merku konu, frú Aðalbjörgu
Sigurðardóttur, sem hafði áhuga
á þessum málum um þetta leyti,
og margt fleira var i þessu bréfi
um þau mál. Tryggva var
skemmt við „uppljóstrun” þessa
„sonar mins”.
konu, fyrst og fremst fyrir að
hafa haft samfylgd — þó ekki
lengri væri — við frábæran eigin-
mann, og fyrir sérstakt barnalán.
Og einnig fyrir að hafa átt þess
kost, aö halda minu góða heimili i
Laufási i yfir 50 ár og fyrir góða
og trygga vini, allt frá æsku og
fram á þennan dag.
Verölaunabikar Þorláks i
Skriöu I Hörgárdal er meöai
margra skemmtilegra gripa I búi
Önnu I Laufási. Þetta er silfurbik-
ar frá landbúnaöarfélaginu
danska, veittur fyrir ræktunar-
störf. A bikarnum stendur:
„Til Dannebrogsmand Thorlak
Halgrimson af Skrede paa Is-
land for udviist Flid ved Have-
dyykning.
Fra det Kongelige Landhuus
holdnings Selskab.”
En noröur i Hörgárdal hefur
trjálundurinn heima i Skriöu
lengi veriö minnisvaröi um
Þorlák Hallgrimsson.
ÚTBOÐ
Knattspymufélagið Valur, Reykjavik ósk-
ar eftir tilboðum i
að fullgera grasvöll
á iþróttasvæði félagsins við Flugvallar-
braut.
Otboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen s.f., Ármúla 4,
Reykjavik gegn 2.000.- kr. skilatryggingu.