Tíminn - 28.07.1974, Qupperneq 18
18
TtMINN
Sunnudagur 28. jlill 1974.
A
Frank Usher: (§)
TÆPU VAÐI
hjarta hans. Hann horfði f raman í Stanislov. — Þetta var
happaskot.
— Nei, það var það ekki, sagði Stanislov. — En hvað
hefðum við annars átt að gera? Hann ætlaði að þvinga
okkur til að fara með sér til Kaltenburg. Þaðan hefðum
við öll verið send til Moskvu. Ég efast stórlega um að
nokkurt okkar hefði sézt aftur.
Það varð stundarþögn.
— Þá sýnist allt vera í lagi, sagði Amanda. — Hann
fékk það sem hann átti skilið, þótt hann gerði raunar
aðeins skyldu sína.
— Já, það var einmitt það sem hann gerði, sagði
Stanislov. — Þakka þér fyrir hjálpina Óskar. Þú ert
handfastur maður.
— Að sjálfsögðu, sagði Amanda.
Óskar beygði sig niður og lyfti líkama Brodys.
— Ég legg hann þarna á bakvið stóru steinana, sagði
hann, — c.nnað getum við víst ekki gert.
— Ertu nú alveg viss? spurði Amanda.
— Já, hann er steindauður.
— Hann fékk auðveldari dauða en við mundum hafa
f engið, sagði Stanislov á meðan Óskar var að bera Brody
bak við steinana.
Amanda sendi Stanislov alvöruþrungið augnakast.
— Vegurinn að baki okkar er stráður líkum.
— Já, og mér líkar það ekki.
— En við fáum ekki að því gert, sagði hún. — Það
verður bezt að leggja strax af stað.
Hann hristi höfuðið.
— Fyrst verðum við að athuga okkar gang ofurlítið.
Óskar kom nú til þeirra og dustaði rykið af höndum
sér, andlitið var sviplaust.
— Það var nú það, sagði hann. — Vesalings garmurinn.
Eigum við ekki að halda áfram?
— Hlustið nú á mig, bæði tvö, sagði Stanislov. Hann var
náfölur í framan. — Aldrei skal ég gleyma því, sem þið
hafið gert fyrir mig í dag.
— Við höf um enn ekki náð takmarkinu, Nickolai, sagði
Amanda.
— Það hættulegasta er vissulega framundan, sagði
Stanislov. — Það er ekki nema f immtán mínútna akstur
að landamærunum. Þið haf ið alveg sérstaka pappíra f rá
félaga Gabelsberger, sem tryggir ykkur greiða ferð yf ir
landamærin. Hann hefur landamæraverðina í vasa
sínum, og þegar þeir sjá undirskrift hans munu þeir ekki
svo mikið sem líta inn í bílinn ykkar.
— Ef kráreigandinn er þá ekki búinn að f inna hann og
segja til hans sagði Óskar.
— Þá áhættu verðum við að taka, sagði Stanislov.
— En hvað ætlar þú að gera? spurði Amanda. — Þú
hefur enga pappíra.
— Það er undir ykkur komið — hvort þið viljið taka
frekari áhættu.
— Við höf um tekið margar áhættur, svo ein f rá eða til
ætti ekki að skipta máli, sagði Amanda.
— Áætlun mín er ofur einföld, sagði Stanislov. — Ég
skríð inn í farangursgeymsluna. Hún er alveg nógu stór.
— Ertu viss um að þeir opni hana ekki?
— Gabelsberger er ekki meiri maður en það að hann
auðgar sig á smyglinu sem alltaf á sér stað yfir landa-
mæri Vestur- Austur-Þýzkalands. Bílar með pappíra
eins og þið hafið eru aldrei rannsakaðir. Þetta eru
samantekin ráð. Landamæraverðirnir sjálfir fá sinn
part af ágóðanum. Eina hættan er sú að Gabelsberger sé
kominn fram í dagsljósið.
— Við tökum áhættuna, sagði Amanda. — Óskar, taktu
farangurinn út úr geymslunni og settu hann á baksætið í
bílnum.
Stanislov fannst mjög til um það hvað Óskar hlýddi
stúlkunni fljótt og skilyrðislaust. Hún hafði hann full-
komlega á valdi sínu. En þessi hugsun fór eins og leiftur
gegnum huga hans, en aðeins eitt augnablik. Nú var það
hinn taugaæsandi flótti yfir landamærin það eina sem
skipti máli. Hann fylltist allt í einu ægilegum hugboðum.
Eini Ijósi punkturinn var sá að hann gat fyllilega treyst
þeim tveim, sem með honum voru, þó alveg sérstaklega
stúlkunni. Hann hafði valið vel.
— Þegar við erum komin yf ir landamærin hérna meg-
in, sagði hann, eru þrír fjórðu úr kílómeter til vestur-
þýzku landamæranna. Ég bið ykkur að stanza mitt á
milli landamæranna og hleypa mér inní bílinn. Ég hef
vegabréf í vasanum sem gildir í Vestur-Þýzkalandi.
— Heldurðu að þeir sjái þig ekki þegar þú kemur uppúr
farangurshólfinu? spurði Óskar.
— Við verðum að taka þá áhættu, sagði Stanislov. —
Aðalatriðið er að komast gegnum landamæraeftirlitið
hérna megin. Vestur-Þjóðverjarnir mundu að vísu
sleppa mér í gegn sem flóttamanni í farangursgeymsl-
unni. En ég vil vera laus við endalaus formsatriði og um-
ræður, sem slíkt mundi hafa í för með sér. Það mundi
einnig þýða að f lótti minn yrði heyrum kunnur, og hver
einasti K.G.B.-maður í öllu Þýzkalandi á hælum mér.
— Við gerum allt sem við getum fyrir þig, Nickolai,
sagði Amanda. Óskar var að f lytja töskurnar í aftursæti
bílsins.
Stanislov skreið inní farangurshólfið, en varð að liggja
alveg tvöfaldur. Amanda fékk honum púða undir höfuð-
ið og breiddi yfir hann teppi. Síðan lokuðu þau geymsl-
unni og óku af stað.
•iVELU
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
II
Iliiiiil
Sunnudagur
28. júli
7.00 Morgunútvarp Létt
morgunlög, umferöaþættir
o.fl. Fréttir kl. 7.30 og 8.15.
Morgunandakt kl. 8.00: Séra
Pétur Sigurgeirsson vlgslu-
biskup flytur ritningarorö
og bæn.
tJtdráttur úr forustugreinum
dagblaöanna kl. 9.00 Veöur-
fregnir kl. 10.10.
10.25 tslensk hátföartónlist
10.50 Frá þjóöhátiö á
Þingvöllum — Beint útvarp
10.57 Blásiö til hátlöar.
11.00 Hringt klukkum Þing-
vallakirkju.
11.02 Þingfundur settur aö
Lögbergi. — Þings-
ályktunartillaga um land-
græöslu og gróöur-
verndaráætlun til
minningar um ellefu-
hundruö ára búsetu
þjóöarinnar I landinu tek-
in til annarrar umræöu,
og endanlegrar af-
greiöslu. Einn þingmaöur
frá hverjum flokki tekur
til máls og talar I fimm
minútur.
—Hlé—
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Frá þjóöhátlö á Þing-
völlum — Framhald
13.20'Lúörasveitir leika á
Kastölum. Stjórnendur:
Páll P. Pálsson. Sæbjörn
Jónsson og Ólafur
Kristjánsson.
13.30 Blásiö i lúðra.
13.32 Setning þjóöhátiöar. —
Matthías Jóhannessen
skáld, formaður þjóð-
hátíöarnefndar 1974, flyt-
ur inngangsorð.
13.40 Karlakórar syngja.
Söngstjóri: Haukur Guð-
laugsson.
13.43 Biskupinn yfir Islandi,
herra Sigurbjörn Einars-
son, flytur ávarpsorð
13.53 Karlakórar syngja.
Söngstjóri: Haukur Guö-
laugsson.
13.55 Þjóðarganga og leikur
lúðrasveita á Kastölum.
14.10 Blásið i lúðra.
14.12 Forseti Islands, herra
Kristján Eldjárn, flytur
hátlðarræðu.
14.35 Karlakórar syngja.
Söngstjóri: Jón Asgeirs-
son.
14.40 Hátlöarljóö eftir Tómas
Guömundsson. Höfundur
flytur ljóöið.
14.47 Sinfóníuhljómsveit Is-
lands flytur verölauna-
verkiö „Tilbreytni” eftir
Herbert H. Agústsson:
Páll P. Pálsson stj.
15.05 Blásiö I lúöra.
15.07 AVörp gesta.
16.01 Karlakórar syngja.
Stjórnendur: Jón As-
geirsson og Eirlkur Sig-
tryggsson.
16.15 Skólahljómsveit Kópa-
vogs leikur „Rimna-
dansa” eftir Jón Leifs.
Stjórnandi: Björn
Guðjónsson.
16.20 Halldór Laxness rithöf-
undur flytur ávarp i
minningu bókmenntanna.
’ 16.30 Sinfóniuhljómsveit Is-
lands flytur verölauna-
verkiö „Ellefu hugleiö-
ingar um landnám” eftir
Jónas Tómasson: Páll.
Pálsson stjórnar.
16.45 Karlakórar syngja.
Stjórnendur: Jón As-
geirsson og Páll P. Páls-
son.
16.55 Sinfóniuhljómsveit Is-
lands leikur „Minni ís-
lands” eftir Jón Leifs.
Páll. P. Pálsson stjórnar.
17.10 Veöurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
17.25 Barnatimi: Þetta er
landiö þitt Bryndls Vlg-
lundsdóttir og fleiri flytja
hugleiöingar um land og
þjóð.
18.00 Stundarkorn með Stefáni
tslandí Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.