Tíminn - 28.07.1974, Page 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 28. júli 1974.
Aldargömul
minning 1000
ára byggðar
kallað það blitt eða stritt, er þó
ekki annað en náðarhandleiðsla
guðlegrar forsjónar, og þvi betur
sem vjer þekkjum sögu lands
vors frá þvi það byggðist, þvi bet-
ur getum vjer lesið út úr henni
hina dásamlegu handleiðslu guð-
legrar forsjónar á oss fram á
þennan dag. Vjer getum sjeð það
á henni að drottinn gleymdi aldrei
aö ala önn fyrir þeim, sem ekki
gleymdu að ákalla hann, heldur
var hinn eilifi náðarbrunnur hans
jafnan opinn fyrir öll hans börn,
sem þar vildu leita svölunar sál-
um sinum. Og eins og drottinn var
og hefur verið, þannig er hann
enn, og verður til eilifðar, hann,
sem var vort athvarf frá kyni til
kyns, hann er vor guð frá eilifð til
eilifðar.
Vér stöndum hjer á mikilvæg-
um timamótum, þúsund ára
timamótum þeim, sem drottinn
af náð sinni ljet oss auðnast að
lifa. Og látum oss þvi allir af
hjarta biðja á þessa leið við þetta
hátiðlega tækifæri: Kenn oss,
drottinn, svo að telja vora daga,
að vjer veröum forsjálir. En til
þess vjer þvi betur getum lært að
telja vora daga, svo við verðum
forsjálir verðum vjer nákvæm-
lega að hugleiða handleiðslu guð-
legrar forsjónar á oss frá vögg-
unni til grafarinnar. Og þegar
vjer gjörum það hlutdrægnislaust
og með þeirri hreinskilni og eptir-
þanka, sem oss ber að gjöra það,
þá komumst vjer aö raun um það,
að drottinn leiddi oss opt öðruvisi,
en vjer vildum, að hann hefði leitt
oss. Jeg veit, að þú, kristinn mað-
ur, getur ekki haft á móti þvi, þvi
reynsla þin sannar það. Eða hve
margir eru þeir af oss, sem hjeldu
áfram hinn sama veg og að-
ur höfðu ásett sjer að fara, og þó
að vegurinn i raun og veru væri
hinn sami, hversu mikið öðruvisi
varð hann þá ekki yfirferðar en
vjer fyrirfram gátum imyndað
oss, að hann yröi? Hve margar
lifsreglur gáfu aðrir oss ekki, og
hve margan góðan ásetning tók-
um vjer ekki sjálfir fyrir oss á
ungdómsárum vorum, þannig
ætluðum vjer að nota og telja
daga vora, þannig ætluðum vjer
að vinna oss inn vort daglegt
brauð, þannig ætluðum vjer að
afla oss heiðurs og hamingju. En
drottinn hafði ef til vill ætlað oss
aðra vinnu, hann hafði ætlað oss
að reyna heiminn allt öðruvisi en
vjer höfðum hugmynd um, hann
hafði ætlað oss allt aðrar unaðs-
semdir og allt aðrar sorgir. Hve
margir af oss eru nú á þeim stað
og i þeirri stöðu, sem þeir áður
imynduðu sjer, að þeir mundu
verða i? Eða þó einhver sje þar,
sem hann var, og hagur hans sje
að nokkru leyti samboðinn þvi,
sem hann gjörði sjer hugmynd
um, hversu margar eru samt ekki
þær vonir i hjarta hinna ungu,
sem aldrei fá uppfyllingu?
Hversu miklu öðruvisi verður
ekki allt lif vort, heldur en þær
myndir voru sem vonin og óttinn
áður sköpuðu i sálu vorri? Og eins
og guðs handleiðsla á oss var opt
öðruvisi en vjer höfðum búist við,
þannig var hún öðruvisi, en vjer
vildum, að hún væri. bað voru ef
til vill einhver gæði, sem vjer á
ungdómSárum vorum höfðum þá
hugmynd um, að án þeirra
hvorki gætum vjer eða vildum
lifa, en hvert árið leið svo eptir
annað, að vjer hlutum seint eða
aldrei þessi gæöi. Það var ef til
vill einhver vegur, em vjer vild-
um og ætluðum að komast til veg-
semdar og sælu, en hann var svo
lokaður fyrir oss, að vjer kom-
umst hann ekki, vjer sáum aðra
komast hann, og vjer þóttumst
hafa eins mikinn rjett til að kom-
ast hann eins og þeir, en vjer gát-
um ekki fylgt þeim, þótt vjer
neyttum allra krapta vorra og þó
vjer beiddum guð heitt og
hjartanlega, þá kom það fyrir
ekki. En hin mildirika föðurfor-
sjón drottins hafði þá búið oss
aðra leið eða annan veg, og þá
leið vildum vjer ekki fara. Það
getur verið, að hún hafi byrjað
með skilnaði við nákomna vini og
oss hafi virst hún eins dimm og
leiðin til grafarinnar. En það var
eins og eitthvert ósýnilegt vald,
er vjer gátum eigi á móti staðið,
sem vildi, að vjer færum einmitt
þessa leið, og vjer máttum til,
hvort sem vjer vildum eða ekki.
Það er undarleg tilfinning, sem
hreyfir sjer i hjörtum vorum,
þegar vjerr horfum til baka yfir
það, sem liðið er af lifsleið vorri,
þegar gamlar, hálfgleymdar
endurminningar rifjast upp fyrir
oss, þegar vjer likjum þvi um-
liðna við það, sem nú er, og gáum
að þvi, hvernig það varð svona.
Mörg sorgblandin tilfinning
vaknar þá á ný. En mörg gleðirik
hugmynd lifnar þá einnig i sálum
vorum, þvi það hljóta þó i sann-
leika að vera margir á meðal vor,
sem viðurkenna, að guð hefur
gjört betur við þá en þeir höfðu
vit á að biðja hann um. Vjer
sjáum það nú, að margar óskir
vorar á æskuárum vorum voru
heimskulegar, og nú erum vjer
glaðir yfir þvi, að þær uppfylltust
ekki. Já, vjer ættum að þakka
hinni alvisu forsjón fyrir það, og
álita það eitt af hinum föður-
legustu velgjörningum hennar við
oss, að hún heyrði ekki hina
heimskulegu bæn vora, og leyfði
oss ekki að sökkva i þá glötun, er
vjer sjáum nú, að bæn vor hefði
getað steypt oss i ef vjer hefðum
fengið hana uppfyllta. En að hinu
leytinu varð opt sá vegurinn,
Hér birtist stólræða, sem séra Jón Benediktsson í Görðum d
Akranesi flutti í Garðakirkju 2. dgúst 1874, er þúsund dra
byggðar norrænna manna í landinu var minnzt á Akranesi
Bæn!
Lof og dýrð sje þjer, himneski
faðir, að þú hefur auðsýnt oss náð
á náð ofan, þú hefur verndað oss,
og viöhaldið lifi voru fram á
þennan dag, svo vjer, nú i
auömýkt getum minnst allra
þinna velgjörða.
Fyrir þjer eru þúsund ár sem einn
dagur, þvi þú ert hinn sami frá
eilifð til eilifðar, sami faðirinn,
sem aldrei þreytist á aðvaka yfir
hinum vanþakklátu börnunum,
og reyna til að leiða þau til þin.
Bæöi blitt og stritt hefur þú sent
oss i sama visdómsfulla og
gæðskurika tilgangi. 1 þúsund ár
hefur hinn mildirika forsjón þin
leitt oss og verndað oss. Æ vertu
framvegis vor verndari, vor
huggari og vor sáluhjálpari.
Kenndu oss að telja vora daga svo
vjer verðum forsjálir. Kenndu
oss að fylgja viljuglega hinni
náðarriku handleiðslu þinni, og
gefa þér einum dýrðina fyrir öll
þau hin andlegu og timanlegu
gæðin, er þú lætur oss falla i
skaut. Kenndu oss að athuga vora
bresti og ráða bót á þeim, svo vjer
getum verið duglegir meðlimir
þins rikis hjer á jörðunni, og siðan
verðugir borgarar þins eilifa rikis
á himnum. Blessa þú oss þessa
hátið og láttu hana hafa þau áhrif
á hjörtu vor, a"b vjer hjer eptir á
hinum næstu þúsund árum sam-
huga höfum velferð þjóðar vorrar
fyrir augum, og vinnum það upp
aptur, sem vjer á hinum siðast
liðnu 600 árum höfum glatað og
vanrækt. Efl þú drottinn vorn dug
og vertu sjálfur i verki með oss,
svo verk vor geti blessast bæði
sjálfum oss og fósturjörð vorri.
Blessa þú oss þinar gáfur og láttu
þær verða oss að sönnum notum
og bera oss bléssunarrika ávexti,
bæði hjer og siðarmeir. Þinn er
mátturinn og dýrðin. Heyr vora
bæn i Jesú nafni Amen.
1 sjerhverju trúuðu hjarta
hljóta i dag að hreyfa sjer marg-
háttaðar og viðkvæmar tilfinn-
ingar, þegar vjer gáum að þvi i
hvaða tilgangi þessi dagur er lög-
boðinn sem hátiðisdagur. Það er
oss öllum kunnugt, að nú eru liðin
1000 ár siðan hið fámenna og
kalda land vort, Island, byggðist
fyrst. Það eru 1000 ár siðan
forfeður vorir fluttu sig búferlum
frá Noregi til þessa lands, sem þá
var nýfundið og i eyði. Það eru
þessvegna 1000 ár sem drottinn
hefur haldið sinni verndarhendi
yfir oss, sem búið höfum á þessu
afskekkta landi, norður undir
ishafinu. Þúsundfaldar þakkir
ber oss þvi að greiða honum i dag
fyrir þá óþreytandi og óendan-
legu föðurgæðsku, er hann jafnan
hefur auðsýnt oss eins i bliðu sem
striöu, fyrir þá óumræðilegu náð
og miskunnsemi, er hann jafnan
hefur látið oss og feðrum vorum i
tje, er mest lá á, fyrir þann
óendanlega kærleika, að hann ljet
ljós sannleikans sigrast á myrkr-
um villunnar, er þúsund ár voru
liðin frá fæðingu frelsara vors
Jesú Krists. Hver fær talið allar
þær náðarvelgjörðir, sem drott-
inn daglega hefur veitt sérhverj-
um af oss? Hver fær talið allar
þær náðarriku ráðstafanir, sem
drottinn daglega i 1000 ár hefur
gjört fyrir óss og ættjörðu vora?
Allt það, sem fram við oss hefur
komið, hvort sem vjer höfum
sem oss i fyrstu virtist svo
skuggalegur, miklu bjartari og
skemmtilegri en vjer höfðum
búist Við, og það hefur jafnvel opt
komið fyrir, að það, sem i fyrstu
var mest á móti vilja vorum, ein-
mitt það hefur orðið undirrótin til
hinnar mestu hamingju og sælu i
lifi voru. Að sinni getum vjer ekki
enn þá skilið að öllu leyti hand-
leiðslu þina á oss, himneski
faðir! og margt er það, sem vjer
eigi getum skilið til fulls fyr en
himumegin grafarinnar, en
hjernamegin hennar lætur þú þig
ekki heldur án vitnisburðar fyrir
þá, sem nákvæmlega taka eptir
þinum vegum: þú gafst þeim svo
opt tilefni til að viðurkenna, að þú
einn hefur ráð og vit á að stjórna
kjörum vorum þú ljest svo opt
hinar heimskulegu og vantrúar-
fullu áhyggjur vorar sjer til
skammar verða: þú bjóst oss svo
opt hamingju og blessun, þar sem
vjer sist vonuðumst eptir þvi. Þú
bauðst svo opt jafnvel sorginni að
tilbúa oss sanna gleði.
En guðs handleiðsla á oss
miðar engan veginn einungis til
þess, að vjer skulum verða
hamingjusamari, heldur til þess
að vjer verðum vitrari, og betri,
að vjer verðum forsjálir, og ein-
mitt til þess að vjer getum orðið
það, er það svo opt nauðsynlegt,
að drottinn leiði oss öðruvisi en
vjer sjálfir viyum. Þvi enginn
getur þó girnst sorg og armæðu.
Vjer biðjum allir, að hinn beiski
kaleikur verði tekinn frá oss, og
jafnvel þótt vjer bætum þvi við:
ef það er mögulegt, og gagnlegt,
jafnvel þótt vjer biðjum guð, að
gefa oss sinn heilaga anda, og
hvað mikið sem það kostaði oss,
að verða tilbúnir vi§ þvi að taka á
móti honum æ, þá er þvi samt
svo varið, að' á freistingar-
stundinni kysum vjer eigi
armæðu og sorg, ef vjer ættum
annars úrkosti. En mundi það þá
vera gagnlegt fyrir oss, að vjer
gætum fleygt af oss byrðinni
undireins og vjer vildum, að leið
vor væri sljett og auðveld, að
allar þjáningar væru á enda,
undir eins og vjer sjálfir imynd-
uðum oss, að nú værum vjer
orðnir nægilega æfðir og reyndir i
mótlætinganna skóla?
Æ! þakkir sjeu allgóðum og
alvisum guði fyrir það, að hann
vill oss opt betur en vjer sjálfir,
og að hann hættir ekki að reyna
að kenna oss að telja vora daga,
svo vjer verðum forsjálir, undir
eins og oss sjálfum virðist, að
Garðar á Akranesi — mynd frá árinu 1969. Hvita húsiö á myndinni elzta hús landsins, þar sem steinsteypa
var viðhöfð. Nú er I byggingu f Görðuai my.ndarlegt hús, þar sem byggðasafniö veröur varðveitt.
Séra Jón Benediktsson fæddist árið 1830,
var fyrstur aðstoðarprestur i Hvammi i Döl-
um, en fekk siðan Sanda i Dýrafirði, og flutt-
ist þaðan að Görðum árið 1865. Siðast var
hann prestur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
árin 1886-1900.